Þjóðviljinn - 05.01.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.01.1964, Blaðsíða 6
£ SÍÐA WÖBVILIINN Svmnudasur 5. janúar 1&64 SVIPMYNDIR FRÁ GEORGÍU Eftir ARNA BERGMANN Gamalt klaustur Borgin Mtsheia er fom höf- uðborg Grúsíu eða Georgíu eða Sarkatvelo, eins og landið heitir reyndar á máli þjóðarinnar sem það byggir. Þar stendur gömul kirkja, ekki minna en sextán alda gömul. Og eins og alltaf í þessu landi, þá hafa föru- nautar í snatri dregið upp úr pússi sínu gamla sögu um staðinn: þetta hús reisti ung- ur snillingur og hann eignað- ist öfundarmenn við hirðina sem spunnu mikinn lygavef umhverfis hann og konungur- inn lét taka hann og höggva af honum höndina svo að hann gæti ekki reist fegurri hús. En innan í þessu húsi var hafður uppi söngur ákaflega forn, hæg- ur og dapur, og sagði vinur vor, Reso: Ég er ekki trúaður maður, en þessi söngur vekur virðingu og aðdáun, í honum er allur niður aldanna sam- an kominn. Niður aldanna, sagði Reso. Þar fyrir ofan Mtsheta stend- ur klaustur á fjalli. Undir þvi blómberanlegur dalur og tvó höfuðfljót mætast þar ,,eins og systur tvær“ segir í kvæðinu. Á kvöldin er bláum slæðuin blásið milli hlíða en fjallstind- ar standa í björtu báli. Þar uppi standa hús mjög fom, leifar víggarða umhverfis en i miðri kirkjunni er brunnur með drykkjarvatni. A slíkum stöð- um safnaðist fólkið saman þeg- ar árásarlið var nærri og varð- ist af sannri hugprýði Hund- tyrkjum og öðru slíku fólki. Slíkar árásir voru margar og hræðilegar. Þá sögu er í raun og veru hægt að segja í ákaf- lega stuttu máli: á tólftu öld var Georgía stórveldi og þjóð- in taldi einar tólf milljónir að því mér er tjáð, nú eru Ge- orgíumenn innan við þrjár milljónir. Og þarna stendur þetta gamla klaustur ennþá í kvöldsólinni og þar stendur þú og lætur fara um þig sterkan grun um alla sögu þessa ágæta lands, þótt svo kýr þjóðminja- varðar rjúfi kyrrðina einhvers- staðar skammt fyrir neðan. Velferð Tblísí er myndarleg borg með 800 þúsund ibúum. Það er sama hvort þú gengur um gamlar götur eða nýjar, þú verður þess allstaðar var að fólk hér um siióðir hefur úr töluverðu að spila, hér er meira fé í um- ferð en ég hef séð annarsstaðar í Sovétríkjunum og reyndar víðar. Hús eru reisulegri og betur tilhöfð en í öðrum sov- ézkum borgum sem ég þekki. unglingar tolla mjög vel í tízk- unni, Tblísingar hafa verið umsvifameiri í nútímahúsagerð- arlist en flistir aðrir í Sovét: á veitingahúsum standa á hverju borði sex til tólf ílösk- ur af frábærlega kúltíveruðum vinum, hvítum og rauðum. Þessi velsæld á sér rætur í óumræðilegri grósku jarðveg- arins; í þessu landi spretta ald- in á hverju priki sem stung- ið er niður í jörðina. Víða um Sovétríkin má sjá Georgíu- menn seljandi ávexti á mörk- uðum, og fá þeir fyrir þá af- argott verð; að sjálfsögðu eru þar ekki alilir menn ávaxta- bændur, en fé þetta dreifist samt mjög um landið — til dæmis til að hressa upp á námsdvöl ungs ættingja í Tblisi eða Moskvu, en Georgíu- menn eru mjög frændræknir. Fjölmargar þjóðlr Borg þessi er að vísu stór, en þar eru samt búsettar fleiri þjóðir en hægt er að ætlast til með nokkrum rétti. I Tblísí er til dæmis verulegur hópur af Assýríumönnum sem komnir eru frá Tyrklandi fyrir hálfri öld vegna einhvers misskilnings — í borginni er starfandi eini assýrískri dans- og söngvaflokk- urinn í heiminum, en fyrir þúsundum ára skelfdi þessi þjóð alla heimsbyggðina. Þar eru Kúrdar sem eru þannig náttúraðir, að þeir hljóta að eiga sér gilda gullbauga og veggteppi ágæt þótt svo þeir heiti sér um allar aðrar unaðs- semdir lífsins. Þar eru Grikkir sem hafa verzlað i Svartahafs- löndum lengur en nokkur man. Þar eiu mjög sérkennilegir Gyðingar, eiga sér vóldugt sam- kunduhús, mjög arabískt að gerð; þar sátu öldungar í hóp með érmolkur á höfði og stúd- eruðu Talmúd. Grúsíumenn töldu sína Gyðinga mjög leið- inlegt fólk, kváðu það af og frá að meðal þeirra fæddust Einsteinar og Heifetzar, sögðu það væri einhver munur í Evr- Landið er í sjálfu sér einstaklega fagurt og ckki spillir það fyrir, að víða á hæðum og fjöllum risa ævafornar kirkjur. Myndarlegt málgagn Æskulýðsfylkingarinnar: Ritdómur um Skáldatíma Annað tölublað fyrsta árgangs Neista, málgagns' Æsku- lýðsfylkingarinnar, er komið út og er sérlega smekklegt að frágangi og fjölbreytt að efnisvali. Þar birtist meðal annars ritdómur um Skáldatíma Laxness eftir Hjörleif Guttormsson. Ritnefnd Neista skipa þau Magnús Jónsson sem er ritstjóri, Hallveig Thorlacius blaðamaður og Þorsteinn frá Hamri skáld. Gísli B. Bjömsson sér um um- brot og hefur ekki tekist síður en með fyrsta tölublaðið. Er ungum sósialistum sómi að þessari útgáfu og er vel að aftur skull tekin upp þráðurinn þar sem frá var horfið við útgáfu Landnemans er á sínum tíma bar af æskulýðsritum sem þá vorj út gefin hér. Efni ritsins I Neista birtist að þessu sinni fróðleg grein um efnahagsöng- þveitið á íslandi og er hún tekin saman af nokkúrum fél., næst er ritdómur um Skáldatíma Lax- ness eftir Hjörleif Guttormsson. Þá er frétt af hinni stórglæsi- legu ..Ráðstefnu Róttækra” sem sett var 10. des. s.l. og verður fram haldið á þessu ári. Loks má af efni Neista nefna brot úr dagbók bandarísks liðsforingja i Viet Nam, bókaumsagnir, frétt- ir frá ÆF-deildum og Hrim- deildum. ljóðaþýðingar auk þess sem fjölmargar myndir og teikn- ingar prýða þetta ágæta blað. Neista geta menn orðið sér úti um hjá ÆF-deildum hvar sem er á landinu og einnig gerst á- Forsíða síðasta NEISTA. skrifendur. I Reykjavík geta menn snúið sér til skrifstofu ÆFR Tjarnargötu 20, sími 17513. A myndarlegu fjalli fyrir oían borgina slendur lystigarður — til skamms tima var hann kenndur við S talín. ópu þar sem Gyðingar héldu uppi hæstu súlum menningar- innar. Þar í bænum eru einnig Pólverjar, afkomendur manna sem voru gerðir útlægir til Ge- orgíu fyrir að berjast gegn Rússakeisara — á sama tíma voru Georgíumenn sendir tíl Póllands fyrir sömu sakir og hefur þessum tveim þjóðum verið vel til vina síðan. Þó hafa þeir minnihlutar enn ekki komið við sögu sem stærstir eru en það eru Rússar og Azerbasdsjanar að ógleymd- um Armenum sem eru sjálfsagt yfir 200 þúsund á staðnum. Armenar hafa búið þarna lengi og höfðu lengst af al'la verzl- un í sínum höndum. og hlutu fyrir svipaðan fjandskap og Gyðingar urðu fyrir í vest- lægari löndum, enda var Arm- enum og Georgíumönnum ó- spart att saman til slagsmála af lymskum valdbröskuium sem mundu þá gömlu reglu: deildu og drottnuðu. Og enn í dag eiga þessar þjóðir það til að segja mönnum helvíti ókurteislegar sögur hver af annarrí og þótti mér þetta leið- legt. einkum vegna Armena, sem enu áreiðanlega mestu sak- leysingjar í braski og hreinir englar séu þeir bornir saman við okkur íslendinga á tuttug- ustu öld. 1 Mtsheta býr níræður garð- yrkjumaður, frægur um allan heim, og heitir Mamúlcisjvílí, eftir hans hugmyndum hafa verið gerðir margir litlir garð- ar í Tblísí. 1 sumum þeirra eru litlar og haglegar tjarnir, i þeim busluðu eins og froskar átta-níu ára strákar, svartir af sól og styrktu lífsgleði þeirra sem fram hjá gengu. Mér var sagt að þessir pottormar væiu líkilega nokkurnvegin talandi á þrjá-fjórar tungur, sem allar eru innbyrðis jafn óskyldar og islenzka tyrknesku. Héðan kom Stalín Stalín var Georgíumaður eins og menn muna, því er eðlilegt að forvitnast um það hvernig nafni hans reiðir af þar syðra. 1 Tblísi er stór skemmtigarð- ur á fjalli fyrir ofan bæinn, þangað láta menn draga sig á streng á kvöldin til að njóta svalans. Þessi garður hét Stal- ínsgarður alveg fram á síð- astiliðið vor, að skipt var um nafn. Of efst þar uppi var all- mikiil stytta af Jósep sem hafði nýlega verið tekin niður. fót- stallurinn stóð einn eftir og voru á honum ýmsar krítará- letranir. sem ég skildi því mið- ur ekki. Hins vegar var mér sagt að ekki hefði verið hreyft við því marmaramusteri sem reist var í þorpinu Gorí yfir þann kofa sem Jósep fæddist í. Ennfremur, að margir landar hans mættu ekki heyra um hann illt orð og skáluðu gjarna fyrir hon- um á mannamótum. Slík tryggð myndi eiga sér bióðernislegar ástæður: barna var semsé kom- in mikil og áberandi persóna í heimssögunni af þeirra þjó<ð, og þeir sætta sig ekki við að hans hlutverk sé niður skorið. Hitt skulu menn svo ekki halda að Georgíumönnum hafi verið hlíft við fangelsunum og af- tökum Stalínstíma, öði'U nær, og kunnu kunningjar mínir í þessu landi frá mörgu hræði- legu aðsegja. Meðal þeirra sem íéllu i ,,hreinsunum“ var eitt, bezta skáld þessarar ljóðelsku þjóðar Tizian Tabidze, og vinur hans Paolo Jasjvili, einnig á- gætt skáld, svipti sig lífi um sama leyti. Um dauða Tizians hefur nýlega verið ort kvæði sem ég sá í tímariti í Tblísí: Stjama fellur á Mtsheta, eld- hár hennar molna í smátt. Ég æpi ómannlegri röddu — Stjarna fellur á Mtsheta . . . Hver leyfði að myrða hana? Hver gaf vesalingi rétt til að leggja stjörnu undir fallöxi .. .? Stríð yfir þig! Pest yfir þig! Jörð, þar sem stjarna var leidd á torg til að hún yrði skor- in eins og hross. , , Ljóðelskir menn Já, ljóðelskir erj Grúsíu- menn og hafa alltaf verið. Um svipað leyti og við skrifuðum Islendingasögur orti Rústavéli sinn fræga bálk um Riddar- ann í tígrísdýrsfeldinum og sá strengur hefur ekki slitnað síðan. (En mikið höfum við Georgíumenn verið ólíkar þjóð- ir, — hjá Rústaveli gráta mestu kappar í stórum lækjum og eru svo mælskir að Islendina- ar hefðu aldrei trúað öðru eins). Ungir og skemmtilegir menn hjá bókmenntatimaritinu Tsískarí sögðu mér: já. ýmsar þjóðir fá bezt túlkað sig í einhverri ákveðinni listgrein; Italir í myndlist og tónlist, Rússar í skáldsögum, en okkar form er Ijóðið. Hér hafa menn alltaf verið síyrkjandi. Má vera það sé vegna þess að við áttum svo erfiða sögu, erfið saga skapar ljóð, því ljóðið er með nokkrum hætti huggun í harmi. Nútímaþróun hjá okkur hef- ur gengið í þá átt að losa okk- ur undan hátíðlegu og íburðar- miklu skáldskaparmáli sem rekja má tiil sterkra austur- lenzkra áhrifa. Það hefur orð- ið þróun í átt til listræns sparnaðar, í átt til frelsis bæði í formi og efnisvali, ennfrem- ur þefur Ijóðið orðið ,,intelle- ektúella" svo sem til andsvars gegn tilfinnanlegu hamsleysi fortíðarinnar. 1 þessari viðleitni okkar hgfum við notið góðs af rússneskum Ijóðmeisturum eins og Tsvétaévu, Pastemak, Mandelstam, af Garcia Lorca og öðrum Spánverjum, af ít- alskri Ijóðlist, af góðum kvik- myndum. Og það hefur kom- ið upp heill hópur af álitleg- um ungum skáldum sem yrkja hver öðrum betur (þótt við segjum sjálfir frá) og hafa góða samvinnu við tímaritið okkar, sem endurreist var sem mál- gagn ungra manna fyrir nokkr- um árum. Og við höfum slopp- ið við alvarlega árekstra milli ..ungra og gamalla'1 sem nú eru svo oft á dagskrá — ein- faldlega vegna þess að meðal okkar skálda af eldri kynslóð- inni eru margir ágætir og al- varlegir höfundar og engin á- s.tæða til að við vantreystum þeim eða þeir okkur. . . . I þessum pistli er varla minnzt á atvinnulíf landsmanna — cn þar skipar ávaxtarækt míkinn scss og hefur mjög örfandi áhrif á lífskjör. Þá cru Georgiumcnn mjög þekktir fyrir vín- rækt, vin þeirra hafa iíklega gefið þeim meiri frægð en nokkuð annað, Myndin er frá uppskeruvinnu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.