Þjóðviljinn - 09.01.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 09.01.1964, Blaðsíða 10
10 SlÐA ÞIÚÐVILJINN Fimmtudagur 9. janúar 1964 langirm í heilaim dag enn; haim var of önnum kafinn madur til þess. En hann hafði sínum skyldum að gegna og ein þeirra var að ganga úr skugga um að liðþjálfinn gleymdi ekki þessu máli, jafnvel þótt hann hlyti yægan dóm. Hann sagði: — Jæja, Brent liðþjálfi, þegar þér spörkuðuð í þennan mann fyrir neðan beltisstað, vissuð þér þá ekki að það er mjög hættulegt? Það varð vandraeðaleg þögn. — Ég veit það varla. sagði lið- þjálfinn loks. — Ég hugsaði ekkert út í það. — Þér hugsuðuð ekki út í það! Vitið þér að svona spark getur út af fyrir sig nægt til að drepa mann? — Já. Okkur var sagt það á námskeiðinu. — Yður var sagt það á námskeiðinu. Vissuð þér þá fyr- ir slagsmálin, að svona spark getur auðveidlega drepið mann? Aftur varð þögn. Herra Constantine Paget starði á fangann. — Viljið þér gera svo vel og svara spurningunni. Vissuð þér fyrir þessi slagsmál að svona spark gæti drepið mann? . — Já. Ég var búinn að segja yður það. — Þegar þér spörkuðuð þama í hann, ætluðuð þér þá að drepa manninn? — Nei, herra minn. Ég hugs- aði ekkert um það. — Hvers vegna ekki? — Jú, hann sparkaði í mig, svo að ég sparkaði í hann. Herra Constantine Paget blað- aði í skjölum sínum. — Það hlýtur að hafa verið eitthvert millibil milli þessara sparka, eða hvað? Carter majór reis á fætur. — Herra dómari, sagði hann. Dómarinn sagði: — Ef þér vild- uð gera svo vel, herra Paget. Herra Constantine Paget sagði þurrlega: — Ég skal endurtaka spuminguna í öðru formi. Brent liðþjálfi, leið nokkur tími milli þessara sparka? Liðþjálfinn sagði hikandi: — Ég veit það varla. Ég héld ekki. — Af hverju vitið þér það ekki? — Ég var víst svo reiður. — Brent liðþjálfi. þér munið að þér hafið unnið eið að fram- burði yöar. Ætlið þér að halda því fram, að þér hafið ekki haft í hyggju að drepa þennan mann, þegar þér spörkuðuð í hann? — Já, herra minn. Ég ætlaði alls ekki að drepa hann. 51 Hárgreiðslan Hárgreiðslu og snyrtistofa STEINU og DÖDO Laugavegi 18 IIL h. (lytta) SÍMI 24616. P E R M A Garðsenda 21 SlMl 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dömur! Hárgreiðsla við allra hæf) TJARNARSTOFAN. TJarnargötu 10. Vonarstrætls- megin. — SlMI 14662. HARGREIÐSl/OSTOFA AD3TrRBÆJAR (María Guðmundsdóttlr) Laugavegi 13 — SlMI 14658 — Nuddstofa á sama stað. — Herra Constantine Paget vafði skikkjuna að sér og settist. Cart- er majór stóð upp. — Brent liðþjálfi. þegar þessi maður sparkaði í yður, funduð þér þá til? — Já, herra minn. Hann hitti beint í hrygginn á mér. — Funduð þér þá til sársauka þegar þér réðuzt á hann? — Já. Ég fann skrambi mikið tiL — Er það þess vegna sem þér munið ekki fyllilega hvað þér gerðuð? — Já. — Hvað stóð þessi sársauki lengi? — Ég veit það varla, sagði lið- þjálfinn. — Ég man að ég var enn afleitur meðan ég var að tala í símann. Verjandinn leit á dómarann. — Herra dómari, ég hef ekki fleiri spurningar fram að færa. Lamboum dómari leit á klukkuna og reis úr sæti sínu og tautaði um leið: — Til klukk- an tvö, og hvarf síðan útum dymar bakvið stól sinn. Ritar- inn sagði hárri röddu: — Gert verður réttarhlé í klukkutíma og tíu mínútur. Eftir matarhlé ávarpaði verj- andinn dómendur. Hann sagði: — Herra dómari og háttvirtir kviðdómendur. Það er ekki margt á huldu í þessu máli. Við höfum heyrt framburð margra vitna um það að deilur hafi átt sér stað milli þessara tveggja manna og vitnið Phyllis Styles hefur vottað þau orð sem hinn látni lét sér um munn fara, sem svarað var í sömu mynt af hin- um ákærða með þeim afleiðing- um að hinn látni gaf sparkiö sem var upphafið að þessum slagsmálum. Ef ég má reyna á þolinmæði réttarins í litla stund enn, myndi mig langa til að í- huga hvemig þessu máli hefði lyktað á friðartímum, ef Dougl- m Theodore Brent hefði aldrei lært hin skelfilegu brögð sem við höfum kennt honum að nota gegn óvinunum. Hann leit á dómarann með nokkurri eftirvæntingu til að sjá hvort hann fengi að halda áfram á þennan hátL Gráa hár- kollan hreyfðist ögn til. Hann hélt áfram með meira öryggi. — Ég er sjálfur í litlum vafa um að annað högg hefði verið greitt og flestir sanngjamir menn sammála um að höggið hefði verið réttlætanlegt. En ég er í engum vafa um það heldur, að það hefði verið fálmkennt högg. miðað með höndunum að andliti eða kroppi. Það hefði ekki verið hið skélfilega högg sem átti sér stað í raun og veru, hið ofsalega, hnitmiðaða högg í kviðarholið sem lamaði hinn látna. Við höfum heyrt vitnis- burð um það að hinn ákærði hafi aldrei hlotið aðra þjálfun í handalögmáli en þá sem hann hlaut í hemum. A friðartímum hefði sérhvert högg hans verið meinlaust högg, sem ólíklegt væri að hefði valdið hinum þrekmikla andstæðingi hans meiðslum. Hann þagnaði. — Ég óska þess að þið ímyndið ykkur sviðið, mjög svo algengt í sumum hlut- um stórborga okkar. Eflaust hefði hinn látni goldið höggið i sömu mynt; það hefðu oröið áflog fyrir utan veitingakrána þetta kvöld. Það hefðu orðið glóðaraugu. ef til vill blóönasir og trúlega hefðu báöir þurft að mæta á lögreglustöðinni daginn eftir, ákærðir fyrir óspektir. Ef það hefði gerzt á þennan hátt, hefði hinn ákærði sem nú stend- ur fyrir framan ykkur ákærður fyrir morö ef til vill verið sekt- aður um fimm shillinga þótt ýmis ögrandi orð hans sem hér hgfa verið höfð eftir kynnu að hafa orðið til þess að hann hefði fengið varðhald. Hann leit upp. — Kviðdóm- endur ég hef lokið þessum bolla- leggingum; þetta gerist ekki á þennan hátt vegna þess að þeg- ar Munchensamningurinn var gerður gerðist Douglas Theodor Brent sjálfboðaliði í hemum, sautján ára að aldri, og undir- gekkst hemaðaraga og þjálfun. Þessi ungi maður fór í herinn áður en hann var kallaður þangað. vegna þess að hann áleit það skyldu sína að þjóna landi sínu þegar þörf krafði. Honum virðist hafa verið veitt viðtaka athugasemdalaust og hafizt var handa við að þjálfa hann í skyldum nútíma hermanns. Hann þagði við. — Jæja, sagði hann loks. — í dag höfum við heyrt talað um nokkrar af þess- um skyldum. öllum hermönnum er kennt að drepa menn fljótt og afdráttarlaust; við getum ekki neitað þeirri staðreynd að það er undirstaða hemaðar. Brent liðþjálfi var þjálfaður sem fótgönguliði; síðan gekk hann í innrásarsveitimar og loks bauð hann sig fram sem fallhlífarhermann. I þessum deildum hersins er nauðsynlegt að kenna mönnum ýmsar að- ferðir til að vinna á óvinum, ör- uggar aðferðir til að binda endi á mannlegt lif, sem venjulegir hermenn læra ekki. Mánuðum saman. samkvæmt fyrirmælum kóngsins, var þessi ungi, óþrosk- aði piltur þjálfaður í þessum ó- hugnanlegu skyldum. Hann stóð þegjandi stundar- kom horfði á formann kvið- dómsins meðan hann raðaði hugsunum sínum; það var dauðaþöen í salnum. — Ég veit um hvað ég er að tala. sagði hann lágróma. — Ég hef tekið að mér að verja þennar. mann af öðrum ástæðum en þeim að ég vilji hirða þóknunina fyrir það. Þið hafið heyrt vitni bera það, að ég kenndi sjálfur Dougl- as Theodore Brent að læðast í myrkrinu að grunlausum manni og stinga hann með hnífi í bakið og drepa hann. Ég kenndi hon- um að gera það á þrjá mismun- andi vegu, svo að hann gæti drepið viðkomandi mann hávaða- laust og samstundis, ef kring- umstæðumar krefjast þess. Ég kenndi honum meira en það. Á- samt öðrum þjálfurum gerði ég mitt til þess að tryggja að hinn ákærði myndi ósjálfrátt grípa til einnar af þessum aðferðum, þeirrar sem bezt hentaði í það og það skipti. Við kennarar hans ályktuðum sem svo, að hann hefði engan tima til að staldra við og hugsa. Hann yrði því að vera svo leikinn í listinni, svo samgróinn hnífnum í hendi sér, að hann gripi ósjálfrátt og hik- laust og hugsunarlaust til réttr- ar aðferðar. Kviðdómendur, þetta er það sem ég hef reynt að innprenta sem stendur frammi fyrir yður. Hann þagnaði aftur. Herra Constantine Paget hvíslaði eitt- hvað með vandlætingarsvip að aðstoðarmanni sínum. Majórinn sagði: — Ég hef lagt áherzlu á skipti min af hinum ákærða vegna þess að þau eru hliðstæð þeirri þjálfun sem hann hlaut síðar í vopnlausum átökum með þeim hryggilegu af- leiðingum að hann varð Micha- el Seddon að bana. Aftur bið ég yður að íhuga stundarkom hvað gerzt hefði á friðartímum, ef ég og mínir líkar hefðu kennt þess- um unga manni hinar óskeikulu aðferöir. Ég geri ekki ráð fyrir að við heföum komizt hjá af- skiptum réttvisinnar. Við hefð- um verið gerðir samsekir honurn og það með réttu. fyrir að stuðla að þeim glæp sem hann er á- kærður fyrir. Ef ég heföi á friö- artímum kennt Brent að læðast aftan að manni og leggja hann hnífi í bakið og hann hefði beitt þeirri aðferð í einkadeilum. þá hefði ég verið flæktur í mál hans. Hann leit upp og horiði á kviðdómendur. — Ég er ekki flæktur í þetta afbrot og ekki heldur Willis kapteinn sem kenndi honum hinar banvænu aðferðir sem hann notaði ósjálf- rátt með þessum skelfilegu af- leiðingum. Hvers vegna er Will- is kapteinn ekki kallaður fyrir rétt ásamt Brent liðþjálfa og sakaður um að hafa stuðlað að glæpi hans? Það er vegna þess að Willis kapteinn gerði það sem hann gerði samkvæmt fyrirmæl- um konungsins. Krúnan vemdar Willis kaptein og sjálfan mig, fyrir afleiðingum athafna okkar, að þjálfa saklausa unga menn í þessum skelfilegu brögðum. Er því þá þannig háttað, að krúnan hjúpi mig og Willis kaptein ó- næmi meðan Brent liðþjálfi stendur vamarlaus fyrir morð- ákæru, af því að hann gerði það sem við höfum kennt honum að gera af eðlishvöt og án allrar hugsunar? Hann brosti við. — Nei, það er ekki hægt að þjóna réttvís- inni á þann hátt. Ef Douglas Theodore Brent á að teljast sek- ur um morð, þá verður einnig að telja Willis kaptein sekan um aðild að glæpnum. Á hinn bóg- inn, ef Willis kapteinn er hafinn yfir gagnrýni vegna þess að hann kenndi Brent liðþjálfa þessar aðgerðir að boði kóngs- ins, þá hlýtur hið sama að ná til Brents liðþjálfa sem ósjálf- rátt greip til þeirra aðferða sem hann liafði verið þraufþjálfaður í að beita. Kviödómendur, þetta SKOTTA Það er nú einmitt vandamálið, ég get ekki hætt við hann . . . h».nn skuidar mér 25 krónur. Okkur vantar stúlkur til starfa við frystihúsið. Ákvæðisvinna við pökkun og snyrtingu. Ennfremur vantar okkur karlmenn í fisk- aðgerð. Fæði og húsnæði á staðnum. Upplýsingar í símum 1104 og 2095. Hraðfrystihús Keflavíkur h.f. Sendisveinar óskast strax, hálfan eða allan daginn. Upplýsingar 1 skrifstofu Þjóðviljans sími 17 500. Þjóðviljinn VONDBfl Sgpitfihjórtsxm &co Frá sjúkrasamlagi NjarS víkurhrepps Vegna fráfalls Björns Sigurðssonar læknis, þurfa þeir samlagsmeðlimir sem höfðu hann fyrir heim- ilislækni að velja sér heimilislækni sem fyrst. f síðasta lagi fyrir 31. þ.m. Eftirfarandi læknar starfa á veguru samlagsins: Arnbjörn Ólafsson, læknir, Guðjón Klemenzson, læknir, Jón K. Jóhannsson, sjúkrahúslæknir, Kjartan Ólafsson, héraðslæknir. Sjúkrasamlag Njarðvíkurhrepps. L

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.