Þjóðviljinn - 16.01.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.01.1964, Blaðsíða 2
SlÐA ÞlðÐVlLJINN Þorvaldnr Þórarínsson Kri: Afstýrum hermdarverki Nokkrir menn sem ekki voru til þess kosnir segjast hafa á- kveöið að koma upp ráðhúsi í Reykjavíkurtjöm. Útsvars- greiðendur hafa ekki verið að því spurðir, hvort þeir séu þessu samþykkir. Á hinn bóg- inn hefur verið reynt að tryggja aðgerðarleysi þeirra með einhverjum þeim ósvífn- ustu blekkingum sem sézt hafa á prenti, og er þá ekki lítið sagt. 1 dag, fimmtudag, á að sam- þykkja þessa ráðstöfun í borg- arstjóm Reykjavíkur, eins og það var orðað. Vissi einhver um niðurstöðuna fyrirfram? Var búið að láta einiiyem fá fchagsmunaf é“ ? Með þessu greinarkomi vil ég fyrir mitt leyti mótmæla hinni fyririhuguðu ráðstöfun. Hér er ekki tími til að telja fram öll rökin gegn henni, enda ætti þess sízt af öllu að þurfa, þar eð hugmyndin sjálf hefur aldrei verið rökstudd. Á þessu atriði verður þó að drepa: 1. Vantar okkur ráðhús? Og ef svo er, þarf þá ekki sæmi- legt landrými? (Það verða aldrei nógu mörg bílastæði í kjallara tjamarhússins). Hvers vegna má ekki nota Mélavöll- inn, Vatnsmýrina, Laugames eða t.d. Valhúsahæðina? (Allir vita að ekki h'ður langur tími þangað til Seltjamameshrepp- ur og Reykjavík sameinast). 2. Tjömin er helzta prýði^ Reykjavíkur og hana má ekki ekemma. 3. Alþingi vantar aukið hús- rými. Það þarf að geta notað sína eigin lóð við Vonarstræti fyrir sig. 4. Útsvarsgreiðendur eiga ekki að greiða hundruð millj- óna króna fyrir hús og lóðir, þegar unnt er að reisa ráðhús, eða fullnægjandi skrifstofu- byggingar, á þeim stöðum sem borgin á nú þegar sjálf. 5. Ég legg til að endanlegri afgreiðslu þessa máls verði frestað í borgarstjóm, þar til fram hafa farið alhliða um- ræður um málið á meðal borg- arbúa allra, Heppiiegt væri að lokaumræða í borgarstjóm færi fram svo sem þrem mán- uðum fyrir næstu borgarstjóm- arkosningar, og mætti þá Xáta fram fara alisherjaratkvæða- greiðslu samtímis borgarstjóm- arkosningum. 6. Full ástæða er til að ætla að þurfa muni hvorki meira né minna en öll útsvör allra gjaldenda í Reykjavík i 2—3 ár, ef gerð verður alvara úr þvi að reisa ráðhúsið út í tjöminni á grundvelli núver- andi tillagna. Hvar á þá að taka fé til annarra þarfa? Eru þeir Geir Hallgrímsson, Guð- mundur Vigfússon & Co. borg- unarmenn fyrir þessu æfintýri? 7. Menn þurfa ekfci að kvíða neinu þó hætt verði við þetta frumhlaup. Og það er óh'kt skynsamlegra að fleygja þess- um 5 milljónum í hina skamm- sýnu og fégráðugu arkitekta í eitt skipti fyrir öll héldur en fara að sóa 500—1000 milljón- um í viðbót. 8. Þegar tekin verður fullgild og skynsamleg ákvörðun um að reisa hér í borginni ráðhús, þar á meðal um staðarval, þá virðist einsætt að láta fram fara opinbera samkeppni um gerð hússins og skipulag um- hverfisins. Það eitt er í sam- ræmi við hagsmuni borgarbúa. Skerum unn herör gegn því margfalda hermdarverki sem hér á að fara að fremja. Hæstu vinningar Miðvikudaginn 15. janúar var dregið 1 1. fl. Happdrættis Háskóla íslands. Að þessu sinni voru vinningar 1.400 að fjár- hæð 3,400.000 krónur. Hæstu vinningamir, hálf millj- ón króna komu á heilmiða nr. 39.837 sem voru báðir seldir hjá Frímanni Frimannssyni, Hafnar- húsinu, Reykjavík. 100,000 kr. komu á hálfmiða nr. 23.447. Tveir hálfmiðar voru seldir á Stokkseyri og hinir tveir á Eyrarbakka. Rök gegn friðarhættunni Morgunblaðið hefur miklar og vaxandi átoyggjur af batn- andi sambúð stórveldanna. Þannig er lögð á það rík á- herzla á æskulýðssíðu blaðs- ins í gær að íslendingum beri að veita Atlanzhafs- bandalaginu sem allra bezta aðstöðu hérlendis. „En þegar við metum, hvaða aðstöði} veita skuli”, heldur blaðið á- fram, „þurfum við umfram allt að varast að draga of skjótar ályktanir af ástandi í alþjóðamálum, eins og það virðist á yfirborðinu vera á hverjum tíma.“ Þannig gerir blaðið sér auðsjáanlega vonir um að friðarhættan kunni að líða hjá fyrr en varir. Einnig þarf Morgunblaðið á grýlum að halda, enda þótt Sovétríkin dugi því miður ekki sem bezt í það hlutverk þessa stundina. Því leggur blaðið nú áherzlu á þá stór- felldu hættu sem stafi af Kínverjum, ekki aðeins í As- íu heldur og í Afríku og Evrópu. Sérstaklega hefur það bent á bann ógnarlega háska sem íslendingum sé búinn ef því að fréttapistlurr kínverska sendiráðsins í Kaupmannatoöfn skuli vera dreift hér á landi, en gegn þvílíkum ófögxmði dugir að sjálfsögðu ekkert minna en stórvirkustu vígvélar. Og háskinn blasir við í fleiri áttum. Fyrir nokkrum dögum var gerð bylting á ey- ríki nokkru við austanverða Afríku, Zanzibar. í gær upp- götvar Morgunblaðið að fróð- ir menn „gruni Castro um aðild að byltingunni. .. Segja Bandaríkjamenn að meðal byltingarmanna hafi verið margir spænskumælandi menn, sem búnir hafi verið einkennisbúningum líkum þeim, er Castrosiimar nota á Kúbu . . . Bar mörgum þeirra saman um að hafa séð bylt- ingarmenn klædda kúbönsk- um einkennisbúningum, og sögðu sumir að svo hefði virzt sem þessir menn hafi verið forustumenn byltingar- innar.“ Þannig getur Castro seilzt til valda öllum að ó- vörum yfir hnöttinn hálfan, og hversu miklu meiri hætta hlyti þá að vera á því að hann arkaði einn góðan veð- urdag mfklu skemmri leið upp í stjómarráð íslands, ef við hefðmn ekki blessað vam- arliðið til að gaeta oklkar. Þannig verða leögi fusndin rök gesga BdBaitJaettanni, ef menn skyggnast Jafn djúpt undír hið frtðsamlega yfir- borð aíþ^Sðaimátarma og snill- ingsr Mo®g*»fcIaðsins. Austri. Mannréttinda- nefnda Evrépu vísar frá kæru norsks læknis Maimréttindanefnd Evrópu hefur visað frá kæru frá norska tannlækninum Stein Iversen. Iversen hafði kært til nefndarinnar, þar sem hann taldi norsk lög um skyldu- vinnu tannlækna í strjálbýl- um héruðum andstæð ákvæð- um um bann við þvingunar- og nauðungarvinnu í Mannrétt- indasáttmála Eviópu. Einnig hélt hann þvl fram, að fyrir- mæli, sem norska félagsmála- ráðuneytið gaf honum í des- ember 1959 með stoð í lögun- um, fæli í sér brot á mann- réttindasáttmálanum. Ákvörðun nefndaxinnar um að vísa málinu frá var tekin með atkvæðum 6 nefndar- manna. Alls tóku 10 nefndar- menn þátt í afgreiðslu máls- ins, þar á meðal Sigurgeir Sigurjónsson hrl. Niðurstaða meirihluta nefndariimar var byggð á því, að kæran hefði auðsjáanlega ekki við rök að styðjast. Fer hér eftir ekki fram nánari athugun máls þessa eða sáttaumleitanir á vegum mannréttindanefndar- innar. (Fréttir frá upplýsingadeild Evrópuráðsins). Raforka Framhald af 12. síðu. Af dísilstöðvum unnu Vest- mannaeyjar mest eða 0.8°/(. 30 dísilstöðvar um land aRt unnu 1.4% af orkuvinnslunni. Flestar eru dísilstöðvar þessar smáar og eru staðsettar í þorpum fyrir utan samtengdu svæði vatnsafis- stöðvanna, staðir þessir eru sem hér segir: Vík í Mýrdal (Tengd við Sogkerfið í júlí 1963) Stykk- ishólmur, Búðardalur, Hofsós, (Verður tengd við Gönguskarðs- árkerfið 1964), Kópasker, Rauf- arhöfn, Þórshöfn, Bakkafjörður, Vopnafjörður, Bakkagerði, Stöðv- arf jörður, Breiðdalsvík, Djúpivog- ur og Höfn í HomafÍTði. Aðrar dísilstöðvar eru refcnar sem vara- og toppstððvar; þaer stærstu eru í Vestmannaeyjum Ólafsvík, ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri og Neskaupstað. Hér má svo bæta við stærstu varma- aflstöðinni, varastöðinni við Ell- iðaár sem er gufuaflstöð. Allar almenningsrafstöðvar eru í opinberri eign annað hvort í eigu ríkis eða bæjarféla^a eða sameign beggja. í árslok 1962 voru 982 einkarafstöðvar í land- inu með alls 19.067 kW uppsettu afli. A árinu voru rafvædd af Raf- magnsveitum rikisins 181 býli og hafa Rafmagnsveitumar þá raf- vætt 2214 sveitabýli. 241 býli er rafvætt af öðrum rafveitum og 1019 býli hafa einkarafstöðvar. Reglur um kleðslu síldveiðiskipa Sjópróf Framhald af 1. síðu. fór á hliðina. Einnig snerust yf- irheyrslumar um kjölfestuna, en á henni höfðu verið gerðar ýms- ar breytingar af skipstjómar- mönnum. Mjög mikil mildi var að mannbjörg varð. Stýrimaður missti af öðrum gúmbátnum, þegar skipið hallaðist, en hinn þandist aðeins út að nokkru leyti, eins og fyrr segir. Einn háseta var i eldhúsinu, þegar báturinn sökk, og man hann ó- gjörla málavexti. En hann flaut út úr bátnum um leið og hann sökk og fram hjá gúmbátnum, og náðu menn þá taki á hárinu á honum. Eins og kunnugt er barst björgun eftir fáeinar mín- útur, þannig að ekki reyndi á það hvort unnt hefði verið að koma gúmbátnum í lag, en handdælur eru neðan á honuni til notkunar ef hann þenst ekki út á eðlilegan hátt. Hér fara á eftir reglur þær sem samgöngumála- ráðuneytið hefur sett um hleðslu skipa á vetrar- síldveiðunum, en engar slíkar reglur voru áður til enda eru vetrarsíldveiðar eins og þær hafa verið stundaðar nokkur undan- farin ár alger nýlunda í atvinmilífimi; reknetaveið- in, sem áður var stunduð en nú aflögð, skilaði aldrei svo tniklum afla, að þörf væri reglugerðar til að stemma stigu við of- hleðslu. Með stórauknum afla og vegna tilkomu betri veiðarfæra og tækja, svo og djarfari sóknar, hefur reynslan nú sýnt að löngu er þörf orðin á slíkri reg-lugerð. 1. gT. Reglur þessar gilda um öll fiskiskip, er stunda vetrarsíld- veiðar, mánuðina október til aprO, 2. gr. Útbúnaður á sildveiðiskipum skal vera samkvæmt 39. gr. reglna um eftirlit með skip- um og öryggi þeirra, nr. 11 20. janúar 1953. Þó skal leyft að nota lest- arborð úr aluminium, enda uppfylli þau kröftir Skipaskoð- unar ríkisins um styrkleika. Séu hillur notaðar í lestum, skal skipstjóri sjá svo um, að alltaf veröi fyllt neðst í lest, undir hillum, áður eða um leið og síld er sett á hillur. Ó- heimilt er að skilja eftir ófyllt rúm neðarlega í lest. 3. gr. Lestarlúkur skulu lokaðar vatnsþétt (skálkaðar), þegar síldafarmi hefur verið komið fyrir í lest. 4- gr. Eigi má lesta skip dýpra en að efri brún þilfars við skips- hlið. 5. gr. Austurop skulu ávallt höfð opin, nema þar sem síldar- farmur hindrar, og séð skal svo um, að allur sjór geti runnið viðstöðulaust af þilfari fyrir borö. Eigi skal höfð meiri stíuuppstilling á þilfari en brýn þörf krefur vegna farms. Stærð austuropa skal vera i samræmi við islenzkar reglur og reglur flokfcunarfélags, og skal gerð þeirra viöurkennd af Skipaskoðun ríkisins. 6. gr. Sé sfldamót höfð á bátapalli, ber, ef aðstæður leyfa og þörf krefur, að setja hana niður á aðalþilfar eða niður í lest á sglingu. 7. gr, Frárennsli frá nótakassa á bátapalli skal vera ríflegt, þannig að sem minnstur sjór bindist þar. 8. gr. Skipstjóra ber að sjá svo nm, að á siglingu í slæmum veðr- um séu allar hurðir á aðal- þilfari hafðar vel lokaðar. 9. gr. Brot gegn reglum þessum varða refsingu samkvæmt XI. kafla laga nr. 50 31. Júlí 1959, um eftirlit með skiptrm. Reglur þessar eru settar samkvæmt lögum nr. 50 31. júlí 1959, um eftirlit með skip- um, til að öðlast þegar gildi og birtast til eftirbreytni öll- um þeim, sem hhit eiga að máli. Athugasemd við frétt frá Bóksalafélagi íslands í Þjóðviljanum 11. þ.m. er birt alllöng frétt frá Bóksala- félagi Islands, að mörgu leyti mjög fróðleg. Þar stendur meðal annars undir fyrirsögninni1: Réttindi rithöfunda þessi klausa: .... 1 umræðum á fundi félagsins hefur komið fram sú skoðun, að enda þótt Bóksala- félag Islands beri ekki brigður á eignarétt höfunda á verkum sínum og íslenzkir útgefendur hafi yfirleitt leitazt við að ná samkomulagi við erienda höf- unda um þýðingu á verkum þeirra, þá liggur hins vegar í augum uppi, að íslenzkum bókaútgefendum sé, vegna fá- mennis þjóðarinnar, ekki unnt að standa undir jafnháum greiðslum fyrir þýðingarrétt á bókum erlendra höfunda og tíðkast meðal margfalt fjöl- mennari þjóða. . . . Óneitanlega er þetta furðu- leg klausa. Vitað er, að því miður á það sér enn stað, að íslenzkir útgefendur gefi út efni eftir erlenda rithöfunda, án þess að afla sér leyfis við- komandi rétthafa — með öðr- um orðum fremji ritstuld. Þessi ósvinna er sem betur fer óþekkt með öðrum siðuðum þjóðum — enda sú réttarhug- mynd viðurkennd, að ekki beri einungis yfirleitt að afla sér leyfis til afnota af eignum annarra, áður en þær eru tekn- ar til afnote, heldur beri und- antekningarlaust að gera það. Fimmtudagur 16. Janúar 1964 IIIIW lilllSTAN LAUGAVFGI 18 SIMI 1911? m s ö t u 2ja herb. íbúð á jarðhæð við Lyngbrekku, fokhéld. 2ja herb. góð kjallaraíbúð við Flókagötu, sér inn- gangur, hitaveita. 2ja herb. nýleg íbúð við Ásbraut. Lítið hús við Fálkagötu — 2ja herb. íbúð, góð kjör. 3ja herb. góð risíbúð við Laugaveg, sér hitaveita. 3ja herb. íbúð á jarðhæð i Smáíbúðahverii, sér inn- gangur, sér hitalögn. 3ja herb. góðrisíbúð við Hlíðarveg, svalir, harð- viðarhurðir, tvöfalt gler. Glæsilegt einbýlishús við Melgerði. fokhelt með bíl- skúr. Timburhús við Suðurlands- braut — 5 herb. íbúð. Timburhús — lítil íbúð við Kársnesbraut. Bflskúr, stór og verðmæt lóð. GlæSflegar efri hæðir með allt sér í Kópavogi, fok- heldar og tilbúnar undir tréverk. Byggingarlóð í Kópavogi, byrjunarframkvasmdir og teikning. Parhús við Digranesveg, stórt og vandað. I—I LU Ætla verður, að því viðgangist þetta fremur hér á landi en annars staðar, að hér er minni hætta á að verknaðurinn kom- ist upp og menn verði sóttir til saka fyrir hann en víðast hvar annars staðar. Stórmann- leg verður sú afsökun ekki tal- in. Hvernig myndi meðlimum Bóksalafélagsins geðjast að eftiriarandi frétt, sem er í rauninni alveg hliðstæð þess- ari málsgrein, sem vitnað er í að ofan, þar eð eignaréttur á hugverkum, meðan þau eru í vemd, er alveg jafn rétthár eignarrétti manna á öðrum eignum: „í umræðum á fundi Bóka- kaupendafélagsins kom fram sú skoðun, að enda þótt Bóka- kaupendafélagið beri ekki brigður á eignarétt bókaútgef- enda á prentsmiðjum sínum, húsum og bílum og íslenzkir bókakaupendur hafi yfirleitt leitazt við að ná samkomulagi við bókaútgefendur um afnot þessara eigna, þá liggur í aug- um uppi, að íslenzkir bóka- kaupendur geta ekki, sö'kum fátæktar staðið undir jafnhá- um greiðslum og þeir, sem geta haft meira upp úr afnotum af þessum eignum". Hvað viðkemur síðari hluta ívitnaðrar málsgreinar, þá er að sjálfsögðu ekki því til að dreifa, að íslenzkir bóka- útgefendur þurfi að greiða jafn háar upphæðir fyrir útgáfurétt Asvaflagötu 69. simi 33687, kvöldsimi 23608 T I E> S ö E> U S Þægileg 4 herb. íbúð í sambýlishúsi í vesturbæn- um. 3 herb. íbúð við Hring- braut. 3 herb. íbúð við Stóragerði. 4 herb. fbúð 1 Úthlíð. 1 S M I Ð U M 1 herb. íbúðir i Háaleitís- braut. Sér hitaveita. 5 herb. endafbúð í Háa- leitishverii. Mjög opin, og gefur mikla möguleika í innréttíngum. Sér hitav. LUXUSHÆÐ á hitaveitu- svæðinu. Selst uppsteypt með bílskúr. Hitaveita. Góð teikning. 139 fenn. 1. hæð i epda i sambýlishúsi í Háaleitis- hverfi. Selst tilbúin undir tréverk og málningu til afhendingar í vor. Hag- stætt verð. Bflskúrsréttur. Hef kaupanda að nýlegri 5 — 6. herb. íbúð. Útborg un ca. 700 þúsund kr. MÚNIÐ AÐ EIGNASKIPTI ERU OFT MÖGULEG HJA OKKUR — BÍLA- ÞJÖNUSTA —NÆG BlLA- STÆÐI. eigenda bóka og stórþjóðir, enda algengast að erlendir rétt- hafar vilji semja um prósent- ur af sölu í höfundalaun, þótt annar háttur sé yfirleitt hafð- ur á hér á landi. En þótt svo væri, sem ég tel ekki vera, að íslenzkir útgefendur þyrftu að greiða hlutfallslega meira fyrir útgáfurétt erlendra bóka, myndi það að sjálfsögðu ekki veita nokkum rétt til þess að taka eignir annarra manna ó- fjálsri hendi. En þeim grur verður ekki varizt, að þessi skoðun, sem fram kemur í umræðum á fundi Bóksalafélagsins og vitn- að er í, sé dulbúin en lítt skiljanleg afsökun á ritstuldi. Friðjón Stefánsson. *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.