Þjóðviljinn - 16.01.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.01.1964, Blaðsíða 4
4 SfÐA Útgefandi: Saxneiningarflokkur albýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Bitstjórar: Ivar H. Jónsson. Magnúa Kjartansson (áb.i. Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason. Sigurður V. Friðþjóísson. Ritstjórn. afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja: Skólavðrðust 19. Slmi 17-500 (5 línurl. Askriftarverð kr. 80 á mánuði. Tekjur íslendinga A Iþýðublaðið hefur að undanfömu verið að birta tölur sem eiga að sýna að hér á íslandi sé fyr- irmyndarþjóðfélag, þar sem jöfnuður og rétílæti ríki samkvæmt stefnuskrá Alþýðuflokksins. Meðal annars segir blaðið að rannsókn á skattaframtöl- um leiði í Ijós að tekjur manna séu furðulega jafnar, þær séu yfirleitt 100-—200 þúsundir króna á ári og bilið lítið milli verkamanná og atvinnu- rekenda, milli verkakvenna og hinna æðstu emb- ættismanna. F’n tölur af þessu tagi þurfa ekki að vera sönnun- argagn um veruleikann; þær geta einnig verið 'til marks um hitt að beitt hafi verið röngum reikningsaðferðum. Og framtöl á íslandi eru ein- hver hæpnasti mælikvarði sem hægt er að hugsa sér. Almennir launþegar telja að vísu rétt fram, en hitt vita allir að skattsvik eru auðveldasta íþrótt a'fvinnurekenda, fjárplógsmanna og hvers- kyns forréttindamanna í þjóðfélaginu. Þeir eiga auðvelt með að fela raunverulegar tekjur sínar, m.a. í reikningamyrkyiði |yrirtækja,sinna, og hag- nýta þá aðstöðu óspart. Þegar skattaskráin er lögð fram árlega eiga menn kost á því að sannreyna hvernig ýmsir þeir sem vaða í peningum þykjast aðeins hafa knappar þurftartekjur og gjalda þjóð- 'félaginu skatf í samræmi við það. Mjög athygl- isvert dæmi um þessa iðju kom í Ijós fyrir nokkr- um árum. Einn kunnasti atvinnurekandi landsins, Einar Sigurðsson, hafði sannað það með fram- tölum að hann væri sífellt að tapa. Þegar stór- eignaskattur var lagður á kom engu að síður í Ijós að hann var orðinn langauðugasti maður landsins þannig að botnlaus taprekstur reyndist vera gróðavænlegasta atvinnugreinin á íslandi. Og hinir ábyrgustu, valdamestu og mikilvirtus'tu embættismenn þjóðarinnar hafa ekki heldur ver- ið neinir skussar á þessu sviði; þannig sannaði Vilhjálmur Þór núverandi seðlabankastjóri árum saman með framtölum sínum að hann hefði ekki efni á að greiða einn eyri í ópinber gjöld. Tölur Alþýðublaðsins eru harðvítug sönnun fyr- ir því að skattsvik á íslandi eru óviðunandi hneyksli, og það er í senn þjóðfélagsleg nauðsjm og réttlætismál að binda endi á þann stórþjófnað. En þrátt fyrir ranglæti og spillingu mun að vísu mega halda því fram með rökum að launakjör hérlendis séu jafnari en í ýmsum nálægum lönd- um. Þar koma þó sannarlega ekki til verðleikar stjómarflokkanna sem hafa lagt á það o'furkapp að misskipta þjóðartekjunum með viðreisn sinni. Sá árangur sem náðst hefur er afleiðing af harð- snúinni kjarabaráttu hinnar róttæku verklýðs- hreyfingar, þeirri baráttu sem ævinlega er a'f- flutt með rógi og fáryrðum í stjórnarblöðunum. Tölur Alþýðublaðsins eru fyrsf og fremst sönnun um hin stórfelldustu skattsvik, en að því leyti sem ályktanir blaðsins eiga rétt á sér eru þær dæmi um hitt, hversu mjög leiðtogum st'jórnar- flokkanna hefur mistekizt að ná því marki sem þeir settu sér með viðreisn sinni. — m. HÖÐVILIIMN iii. Árið 1946 fékk Olíufélagið h.f. uxnhoð fyrir olíuyöru- fraxnleiðslu bandaríska fyrir- tækisins Esso Standard Oil. Var saxniúngTirinn gerður til 10 ára og að þeim tíma liðn- um framlengdur. Útflutnings- fyrirtæki Esso Standard Oil, EJsso Export Corporation, New York, hefur séð um við- skiptin við Olíufélagið h.f. Hið íslenzka st.einolíuhlutafé- lag hefir síðan á árinu 1949 annazt sölu á olíuvörum til þeirra erlendu aðila, sem haft hafa aðsetur á Kefla- víkurflugvelli, fyrst fyrir- tækjanna Loclkhead Aircraft Overseas Corporafion og Met- calfe Hamiiton Kansas City Bridge Companies, og síðar til vamarliðsins og erlendra verktaka á vegum þess, en vamarliðið kom til landsins 1951. Samkvæmt 9. tl, 8. gr. viðbætisins um réttarstöðu liðs Bandaríkjanna og eignir þeirra við vamarsamninginn frá 15. maí 1951, sbr. 1. nr. 110/1951, á vamarliðið að fá tollfrjálst eldsneyti, olíu og smumingsolíu til afnota fyrir opinber ökutæki, flugvélar og skip liðs Bandaríkjanna og verktaka þeirra sem eigi em íslenzkir þegnar. Bandaríkjastjóm (Inn- kaupastofnun Bandaríkja- hers fyrir olíuvönir) hafði þann hátt á, að leita tilboða um sölu á olíuvöram til liðs- sveita Bandaríkjanna víðs- vegar um heiminn. Esso Ex- port Corporation hefir náð samningum að því er til liðs- sveitanna á Islandi tekur all- an þann tíma, sem varnarlið- ið hefir verið hér, nema eitt árið, er Shell sá um söluna á smumingsolíu. Esso Export Corporation framseldi Hinu íslenzka steinolíuhlutafélagi samninginn. Að sjálfsögðu voru varnarliðinu aðeins seld- ar Esso olíuvörur. Hið ís- lenzka steinolíuhlutafélag hef- ir einnig annazt sölu elds- neytís og annarra olíuvara til flugvéla, sem um Kefla- vikurflugvöll fara. IV. Eins og fyrr greinir hefir verið náið samband milli Oliu- félagsins h.f. og Hins íslenzka steinolíuhlutafélags um allan rekstur. Áður hefur verið greint frá því, að Oliufélagið h.f. eigi Hið íslenzka stein- olíuhlutafélag. Félögin verzla með samskonar vörur. Sömu menn skipa stjóm beggja fé- laganna. Framkvæmdastjór- amir, ákærðir Haukur Hvann- berg og Jóhann Gunnar hafa hvor um sig prókúra fyrir bæði félögin. Eftir að ákærð- ur Haukur hvarf frá félögun- um var skipaður aðalfram- kvæmdastjóri fyrir bæði fé- lögin. Starfsfólk er að miklu leyti hið sama. Þannig er t.d. yfirbókari sá sami fyrir bæði félögin. Forstöðumaður sölu- deildar Olíufélagsins h.f. hélt bókhaldið yfir dollaravið- skipti Hins íslenzka steinolíu- hlutafélags og jafnframt gerði hann gjaldeyrisskil - til gjaldeyriseftirlitsins fyrir bæði félögin. Voru skil þessi sameiginleg fyrir bæði félög- in án þe»s að sundurgreint væri sérstaklega, hvað væru tekjur Hins íslenzka steinoliu- hlutafélags og hvað tekjur Olíufélagsins h.f. Voru í gjald- eyristekjum þessum ár hvert öllum dollaratekjum félag- anna steypt saman undir einn lið, er bar heitið Sala á Keflavíkurflugvelli 1/1— 31/12. 19.... Starfsmenn félaganna virð- ast á stundum a.m.k. hafa Keflavíkurflugvelli, en Esso Export Corporation sá um þessa innheimtu. Þá kom á reikning þeima tekjumegin það, sem kom inn fyrir seld- ar olíuvörur til erlendra flug- véla, auk ýmissa annarra tekna, sem óþarft er að rekja nánar. Fylgiskjöl yfír reikninginn vora fyrir hendi yfir tímabil- ið 1952—1958. Athugaði end- urskoðandinn þau og bar saman við afrit reikningsins. Árið 1952 var fært til Áfam með smjörið — og olíumálið. Dóm- endur halda áfram að rekja málavöxtu. í dag er fyrst sagt frá samskiptum Olíufé- lagsins h.f. og bandaríska olíuhringsins Esso Standard Oil, síðan greinir frá sambandi Olíufélagsins og Hins íslenzka steinolíuhltrta- félags og loks er gerð grein fyrir einstökum viðskiptareikningum fyrrgreindra félaga er- lendis. ritað undir bréf, umsóknir og þess háttar, sitt á hvað í nafni Olíufélagsins h.f. eða Hins íslenzka steinolíuhluta- félags, sbr. t.d. það, sem síð- ar greinir frá í innflutnings- kafla máls þessa, VH. kafla, lið nr. 14 og 21 til 24. 1 reyndinni virðist samstarf þessara tveggja félaga hafa verið slikt að hér hafi verið <$> um að ræða eitt og hið sama fyrirtæk' sem rekið væri í tveim de im. en að formi til tvö félög. í stóram dráttum voru dregnar upp eftirfarandi línur um skipt- ingu starfsins milli félaganna: 1. Olíufélagið h.f. annast inn- flutning á öllmn olíuvör- um, sem félögin selja hér á landi, bæði innlendum aðiljum og erlendum. 2. Olíufélagið h.f. annast bókhald Hins íslenzka steinolíuhlutafélags og f járgreiðslur fyrir það, eft- ir fyrirmælum fram- kvæmdastjóra þess og læt- ur þvi í té starfslið, eftir því sem við verður komið. 3. Hið íslenúka steinolíu- hlutafélag annast að öllu leyti um viðskiptin á Keflavíkurflugvelli. 4. Hið íslenzka steinolíu- hlutafélag annast sölu á olíuvörum til erlendra skipa, íslenzkra togara og stærri eriendra skipa, hvort sem viðskiptin fara fram hér á landi eða erlendis. 5. Hið íslenzka steinolíu- hlutafélag annast eldsneyt- isolíusölu í Reykjavik og Hafnarfirði, rekstur benzín- og smurningsstöðva í Reykjavík. 6. Hið íslenzka steinolíu- hlutafélag sér sjálft um innheimtu á reifcningum vegna sölu á oMuvörum á Keflavikurflugvelli. V. Til glöggvunar á því, sem rakið verður síðar í sam- bandi við hina einstöku þætti ákærunnar, þykir rétt að gera hér nokkra grein fyrir við- skiptareikningum Hins ís- lenzka steinolíuhlutafélags og Oiíufélagsins h.f. í Ameríku og Englandi, svo og við- skiptareikningum á nafni á- kærðs Hauks Hvannbergs, sem rannsóknin leiddi í ljós, að hann hefði átt í Ameríku. Viðskiptareikningur nr. 4137. Hið íslenzka Steinolíuhluta- félag hefir viðskiptareikning hjá Esso Export Corporation, sem merktur er 4137. Á tekjuhiið reikningsins var fyrst og fremst fært það, sem innheimt var hjá varnarliðinu fyrir seldar olíuvörur á tekna á reikningi þessum samtals $ 2.501.556.13, árið 1953 $ 3.664.534.78, árið 1954 $ 5.589.625.56, árið 1955 $ 4.215.421.67, árið 1956 $ 2.488.842.45, árið 1957 $ 1.886.146.15 og árið 1958 $ 1.788.818.01. Gjaldamegin var fært það, sem látið var renna inn á Fimmtudagur 16. janúar 1964 aðra reikninga á naaii OMufé- lagsins h.f. og Hins íslenzka steinolíuhlutafélags hjá Esso Export Corporation. Einnig rann fé inn á reikning Hins íslenzka steinoMuhlutafélags hjá skrifstofu Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga í New York. Þá var nokkra fé var- ið til vörakaupa og til greiðslu umboðslauna og ann- ars kostnaðar til Esso Export Corporation. Að dómi starfsmanna Hins íslenzka steinoMuhlutafélags var reikningur þessi, nr. 4137, innheimtureikningur eða „samansöfnunar-rei'kningur”. Gjaideyriseftirlitið vissi um reikning þenna, en hafði ekki séð yfiriit yfi'r haxrn, enda virðist það ekki hafa gert til- raun til að fá að sjá yfiriit um irm- og útborganir á hann. Var því sagt, er það spurðist fyrir um reikninginn, að hann væri aðeins inn- heimtureikningur og um hver mánaðamót væri reikningur- inn tæmdur og innstæðam færð yfir á reikninga OMufé- lagsins h.f. Það var mjög þýðingarmikið atriði að koma í veg fyrir, að gjaldeyriseftir- litið fengi að sjá yfiriit yfir reikning nr. 4137, þar sem þá hefði það getað fengið upp- lýsingar um reikning nr. 4138. sbr. nánar hér á eftir, og þar með að engu gert það kerfí. sem upp var komið í sambandi við reikning 4138. Reikningi 4137 var lokað í maí 1959. laugavegx 26 simi 20 9 70 Nokkur göfíuð BADKER Stærðir: 155x75 cm. og 170x75 cm. verða seld með miklum afslætti. MARS TRADING COMPANY h.f. Vöruskemman v/Kleppsveg gegnt Laugarásbíói. Sími 17373. Eftirfíts og pökkunurstúlkur vantar strax. staðnum. FROST h/f - Sími 50165. Fæði og húsnæði á Hafnarfirði. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.