Þjóðviljinn - 16.01.1964, Qupperneq 10
Fimmtudatrur 16. janúar 1964
'13 SÍÐA
NEVIL SHUTE
Hann sagði: Allt í lagi, ung-
frú Grace. Ég kem þangað.
Hann kom þangað stundar-
fjórðungi of fljótt, og allan
morguninn hafði hann verið að
kynna sér handbók vélfræðinga
og kennslubók í rafmagnsfræði.
Þegar þau gengu saman að
vagnastæðinu, hugsaði hún með
sér að hann hefði ákaflega mik-
ið við sig; brúnt hörund hans
við grænu skyrtuna og bláu
fötin myndaði svo fallega lita-
heild. Hvað svo sem fólk kunni
að segja um afskipti af blökku-
mönnum, þá var hún nú á
þeirri skoðun að fáir karlmenn
í Trenarth kynnu að bera föt
á sama hátt og hann — og það
var rétt athugað hjá henni.
Hann hélt á dálitlum pakka,
og þegar þau komu inn í rökkr-
ið í kvikmyndahúsinu, rétti
hann pakkann að henni hálf-
feimnislega. Það var punds
kassi af konfekti. Aldrei fyrr
hafði ungur piltur keypt handa
henni konfekt í svona fallegri
öskju með sellófani og grænni
slaufu og hún vissi að hann
hafði alls ekki efni á þessu og
gjöfin varð henni enn kærkomn-
ari. Hún sagði: — Mikið er þetta
fallegt af þér — svona dásam-
legt konfekt. Héma, fáðu þér
einn mola. Kona fyrir aftan
þau hallaði sér áfram og bað
þau að vera ekki að tala.
Eítir kvikmyndina fengu þau
sér te á veitingahúsi og fóru
svo til baka með áætlunarbíln-
um. Þegar þau fóru útúr bílnum
í Trenarth, tók hann ofan hatt-
inn og sagði: — Það er þá bezt
að kveðja, ungfrú Grace. Þetta
hefur verið dásamlegur dagur
fyrir mig.
Hún sagði: — Nei, þú mátt
til með að fylgja mér heim.
Mig langar til að þú heilsir upp
á mömmu og pabba.
Hann hikaði. — Það er ekkert
HárgreiðslaR
Hlrgrelðsln og
' snyrtistofa STEINIJ og DÖDft
tiaugavegl 18 IH. h. flyfta)
SÍMI 24616.
P E n M A Garðsenda 21
SfMI 33968. Hárgrelðsln- og
snyrtlstofa.
Dðmnrl Hárgreiðsla við
allra hæfl
TJARNARSTOFAN.
Tjamargötu 10. Vonarstrætls-
megin. - SlMI 14662.
H ARGREIÐSL DSTOF A
AUSTtJRBÆJAR
(Marfa Guðmnndsdðttir)
taugavegl 13 — SlMI 14656
mm Nuddstofa á sama stað. —
víst að þau kæri sig um það,
ungfrú Grace?
Hún sagði: — Einhvem tíma
verða þau að hitta þig, ef þú
ætlar að vinna í Cambome.
Komdu, bara svolitla stund.
Hún brosti til hans. — Þau éta
þig ekki.
Hann hló. — Ég veit svei mér
ekki, ungfrú Grace. Kannski
gera þau það. — En hann fór
með henni að húsi foreldra
hennar, þangað sem Anderson
lautinant hafði komið fyrir
þremur árum.
Grace Trefusis hafði erft dugn-
að móður sinnar. Hún leiddi hann
inn í húsið og sagði: — Mamma,
56
þetta er herra Lesurier sem ég
var að tala um við þig. Pabbi,
þetta er Dave.
Herra Trefusis reis á fætur
og sagði: — Komið þér sælir!
Frú Trefuris sagði: — Ja
héma!
Grace Trefusis sagði: — Byrj-
aðu nú ekki á neinni vitleysu,
mamma. Ef við Dave getum lát-
ið hið liðna vera gleymt, þá
ættir þú að geta það líka. Við
vorum að horfa á Ginger Rogers
á Regal. Það var alveg dásam-
leg mynd.
Móðir hennar sagði með erfið-
ismunum: — Hvað ætlið þér að
verða hér lengi, herra Iæsurier?
— Ég er búinn að fá vinnu
héma, frú, sagði hann feimnis-
lega. — Hjá Jones og Porter í
Cambome. Ég var ráðinn sem
tækniteiknari og byrja á mánu-
daginn.
Herra Trefusis sagði: —
Tækniteiknari. Hann leit á unga
blökkumanninn með nýjum á-
huga. í augum hans var það
virðuleg atvinna; það var skrif-
borðsstarf sem bjó yfir miklum
möguleikum. Að vísu höfðu
flestir teiknarar sem hann þekkti
endað sem tóbakssalar eða sæt-
indakaupmenn, en aðrir ekki.
— Ég vissi ekki að þér væruð
teiknari, sagði hann.
Lesurier brosti. — Ég veit
ekki hvort ég er það, sagði hann
með varúð. — Ég býst við að
ég þurfi að leggja mig allan
fram til að halda starfinu. En
það er þó alltaf nokkuð að hafa
fengið tækifæri.
— Fáið yður sæti, sagði sign-
almaðurinn. Hann bauð honum
sígarettu. — Hvaðan eruð þér
eiginlega?
Lesurier skildi við þau klukku-
tíma seinna og hafði þá lofað að
koma í te daginn eftir. Trefusis-
hjónin höfðu um ýmislegt að
hugsa, þegar hann kvaddi þau á
sunnudaginn. Þegar þar var
H037ILJ1NN
komið, voru þau farin að venj-
ast súkkulaðibrúnu hörundi hans
sem var bara nokkuð þokkalegt
við kynningu. Hann var mennt-
aðri og viðsýnni en flestir þeirra
ungu pilta sem Grace hafði áð-
ur kynnt fyrir þeim, enda var
fátt um fína drætti í Trenarth.
Hann virtist sérlega hugulsamur
og góður í sér, og þau fóru að
rifja upp framkomu svertingj-
anna hér um árið. Auk þess
hafði herra Trefusis hugboð um
að pilturinn myndi duga vel í
starfi sínu.
Herra Horrock fékk hugboð
um hið sama á þriðjudaginn
fimm mínútum fyrir lokun, þeg-
ar Lesurier kom til hans. Teikni-
stofan var opin venjulegan skrif-
stofutíma, en það var unnið á
verkstæðinu til klukkan átta á
kvöldin í yfirvinnu. — Ég leit
inn á verkstæðið í gærkvöldi
eftir vinnu, sagði hann. — Það
eru ótal hlutir þar sem ég hef
aldrei séð fyrr. Gæti ég fengið
að vinna þar á kvöldin, herra
minn, við að kynna mér rofana?
Ég kæri mig ekkert um kaup.
Ég held bara að það væri gott
fyrir mig í sambandi við teikn-
ingamar að ég vissi meira um
vinnuna sem unnin er á verk-
stæðinu.
Herra Horrocks þótti þetta
skynsamleg tillaga. — Þér getið
ekki farið þangað í kvöld, sagði
hann. — Við þurfum að bera
þetta undir iðnfélagið. Hann
skrifaði eitthvað í blokkina hjá
sér. — Ég skal minnast á þetta
við verkstjórann í fyrramálið,
Lesurier. Mér lízt vel á þessa
hugmynd.
Lesurier fór að vinna í verk-
stæðinu á miðvikudagskvöldið
og honum til undrunar og á-
nægju hafði verkstjórinn heimt-
að að hann fengi kaup og fyr-
ir bragðið jukust vikutekjur
hans um tuttugu og sjö shill-
inga. Hann fluttist í ódýrt her-
bergi í Cambom og lagði sig
allan fram við starfið.
Honum reyndist starfið á skrif-
stofunni ekki sérlega erfitt.
Hann var undir stjóm gamals,
gráhærðs teiknara að nafni
King; það féll einkum í hans
hlut að endumýja teikningar
sem höfðu þvælzt og rifnað í
prentstofunni. Fyrsta morguninn
sagði herra King við hann al-
varlegur í bragði: — Eruð þér
hreinn á höndunum?
Svertinginn svaraði með hóg-
værð: — Já herra minn. Þetta
þvæst ekki af. Þessi litla saga
barst eins og eldur í sinu um
teiknistofuna en þar þótti flest-
um herra King gamaldags og í-
haldssamur. Ef til vill var hann
það, en hann gat kennt Lesurier
býsna margt og pilturinn var
nógu skynsamur til að gera sér
það ljóst. Undir vökulum aug-
um gamla mannsins tileinkaði
hann sér snyrtimennsku og
teiknistíl sem var mjög fram-
bærilegur og smátt og smátt fór
hann að skilja starf sitt til hlít-
ar.
Hann var vel látinn á teikni-
stofunni. Hann hafði reynt sitt
af hverju og var því skemmti-
legur að tala við og hann var
alltaf reiðubúinn til að taka að
sér þreytandi verk eins og inn-
færslur í vinnubókina og sam-
anburð á skýrslum. Hann kom
með ferskan andblæ inn í litlu
teiknistofuna. Eitt sinn var
framkvæmdastjórinn að sýna
tyrkneskri viðskiptanefnd starf-
semi fyrirtækisins og á göng-
unni um teiknistofuna var hann
spurður. — Notið þið Afríku-
menn til að teikna hér á landi?
Hann svaraði með yfirlæti: —
Hér á landi notum við hvem
þann mann sem hefur nægilega
skynsemi, hvort sem hann er
hvítur eða svartur. Annars er
þetta Bandaríkjamaður. Hann er
mjög fær tæknifræðingur. Auð-
vitað var það ekki þess vegna
sem Jones og Porter h.f. fengu
stóra pöntun á rofum frá tyrk-
nesku nefndinni, en herra Porter
fannst samt sem þessi athuga-
semd hans hefði átt sinn þátt
í kaupunum.
Smám saman varð Dave Lesur-
ier samgróinn umhverfi sínu.
Flestar frístundir sínar var hann
með Grace Trefusis og oftast
nær drakk hann te með fjöl-
skyldu hennar á sunnudögum.
Fljótlega kom á daginn að hann
kunni að leika á flautu og á
sunnudagskvöldum lék hann
stundum fyrir þau sálmalög.
Þegar rigning var fengu þau
hann stundum til að koma með
sér í kirkju á sunnudagsmorgn-
um, en hann var ekki sérlega
kirkjurækinn og kaus heldur að
hreyfa sig utan dyra þann dag.
Hann keypti sér reiðhjól og einn
laugardaginn kom hann því á
vörubíl frá fyrirtækinu sem fór
til Plymouth og fékk sjálfur að
sitja í. Þar dvaldist hann í tvo
tíma við að fara í búðir með
prufu af sama efni og sunnu-
dagakjóllinn hennar frú Trefus-
is og leita að hálsklút sem pass-
aði við til þess að gefa henni
í afmælisgjöf. Síðan hjólaði hann
alla leiðina heim um kvöldið.
Hann var alltaf að gera eitthvað
þessu líkt.
Um vorið ákváðu Dave Lesur-
ier og Grace Trefusis að gifta
sig; þeim kom ekki saman um
það eftir á hvort hefði beðið
hins. Það gerðist við ströndina
í Penzace eftir dansleik. Þá var
Lesurier orðinn gróinn í starfinu
hjá Jones og Porter; hann hafði
fengið kauphækkun upp í fjögur
pund og tíu á viku og var kom-
inn í félag tækniteiknara. Hann
fann að hann var starfinu vax-
inn og vel það. Allar frístundir
sínar hafði hann dvalizt með
Trefusisfólkinu; það var löngu
búið að venjast hörundslit hans
og þau litu á hann sem mjög
viðfelldinn og kurteisan banda-
ríkjamann sem Grace fór með
út á hverjum laugardegi.
Þau gengu út úr danssalnum
um miðnættið og leiddust, drógu
það að sleppa hvort öðru og
sækja hjólin sín. Þau stóðu á
ströndinni og horfðu yfir um-
hverfið baðað í tunglsljósi. Loks
sagði svertinginn:
— Veiztu það, að mér finnst
ennþá dálítið skrýtið að fólkið
skuli ekkert skipta sér af því
að við dönsum saman.
Stúlkan sagði: — Það vantaði
nú bara. Það kemur því ekkert
við hvað við gerum, það er okk-
ar einkamál. Þú ert með þetta
kynþáttavandamál á heilanum,
Dave.
— Það getur vel verið svar-
aði hann, það er vegna þess,
hvemig ég hef verið alinn upp.
Ég veit bara að svona gætum við
ekki hagað okkur heima.
— Jæja, en hér á ég heima og
við getum það, sagði hún. Hún
færði sig ögn nær honum. —
Þú ættir líka að gera þetta að
þínu heimili og hætta að hafa
áhyggjur.
— Áttu við að setjast hér að
fyrir fullt og allt?
— Já. Líkar þér ekki vel hér?
— Jú, mér líkar vel héma,
sagði hann. — Ég myndi ekki
kiósa neitt fremur en setjast hér
að fyrir fullt og allt. Og svo
hikaði hann. — En ég þýst við
að fleira komi til greina.
— Svo sem eins og hvað?
spurði hún.
— Eigið heimili, sagði hann
lágt. — Að gifta sig og eignast
böm. Maður verður að setjast
að þar sem það er hægt.
SKOTTA
Bless pabbi og hafðu nú engar áhyggjur af mér. Tommi keyrir
ekki nema með 50 km hraða á klukkustund, bíllinn hans er nefni-
lega bremsulaus.
Vertíðarfólk
Vertíðarfólk óskast, konur og karlar á
komandi vetrarvertíð — fæði, húsnæði og
vinna á sama stað.
Upplýsingar gefur Stefán Runólfsson,
símar 2042 og 2043, Vestmannaeyjum.
Fiskiðjan h.f., Vestmannaeyjum
Lausu kveilin
AUSTURBÆR VESTURBÆR:
Stórholt Melar
Langahlíð Grímstaðaholt.
Laufásvegur
AFGREIÐSLA ÞJÓÐVILJANS
Skólavörðustíg 19 — sími 17-500.
SVEFNSÓFAR
- SÓFASETT
HNOTAN, kúsgagnaverzlun
Þórsgötu 1
iifreiðaleigan HJÓL
Hverfisgötu 82
Síml 16-370