Þjóðviljinn - 16.01.1964, Qupperneq 12
Geríð skiL Opið tíl kL 11 í kvöld — Happdrætti Þjóðviljans
0,5% aukning á
raiorku árið 1962
■ f nýútkomnu hefti af Orkumáhim er m.a. grein um
raforkustöðvamar 1962 og er þar ýmsar fróðlegar upplýs-
ingar að finna. Segir þar m.a. að í árslok 1962 hafi upp-
sett afl verið alls 128 535 kw og var hrein aukning á ár-
inu 645 kw eða 0,5% _ Af þessari orku voru 81,6% vatns-
í greiniimi segir að uppsett
varmaafl hafi í árslok 1962 ver-
ið 23.633 Irw og hafði það aukizt
um 3.3% á árinu.
Það merkasta sem gerðist i
rafmagnsmálum landsins var
samtenging Rafveitu Vestmanna-
við Sogskerfið. Lögðu Rafmagns-
veitur ríkisins 12.840 metra lang-
an sæstreng milli lands og eyja
og var straumi hleypt á i októ-
ber 1962.
Raforkuvinnsla á almennings-
rafstöðvum á árinu 1962 nam
»11« 606 milljón kflówattstund-
om en það samsvarar 3.0%
vinnsluaukningu frá fyrra ári og
er það tiltölulega h'til aukning
samanborið við undanfarin ár.
Stafar það m.a. af því að A-
burðarverksmiðjan í Gufunesi
sem verið hefur langstærsti raf-
magnsnotandi landsins, notar
Eyjsbátur kærður
Eyjabáturirm Haföminn, 35 t.
bátur, var tekinn fyrir ólöglegar
veiðar í landhelgi við Vest-
mannaeyjar í fyrrinótt aí flug-
vél Landhelgisgæzluimar. Haf-
öminn var tvívegis kærður í
fyrra. Hann var sýknaður af
annarri ákærunni, en fékk hlera-
sekt í hinni. Ekki var Land-
hélgisgæzlan ánægð með þau
málalok, og eru þau mál bæði
nú fyrir hæstarétti.
árlega 25—30% af allri raforku-
framleiðslunni, bilaði á árinu og
dró það úr orkunotkun hennar.
Stómotkun, þ.e.a.s. raforku-
sala til Áburðarverksmiðjunnar,
Sementsverksmiðjunnar og
Sementsverksm. og Keflavikur-
flugvaDar dróst nokkuð saman
á árinu, en almenn notkun jókst
aftur á móti talsvert, eða um
7.8% frá fyrra ári. En árleg
aukning raforkuvinnslu, stómot-
kunar og almennrar notkunar
undanfarin 10 ár hefur verið
sem hér segir í %:
Ar Orku- Stór- Alm.
vinnsla notkun notkun
52/53 6.7 — 6.7
53/54 47.7 • 7.8
54/55 15.5 36.4 8.9
55/56 6.8 72 6.7
56/57 2.5 4.1 5.5
57/58 4.2 4- 6.7 8.7
58/59 8.7 7.9 9.0
59/60 10.7 34.6 2.2
60/61 9.8 17.7 6J.
61/62 3.0 -f- 6.4 7.8
Nær öll okran eða 97.8% var
unnin í vatnsaflsstöðvum. Sogs-
stöðvamar stóðu fyrir 74.2%, en
þær ásamt samtengdu stöðvun-
um fyrir um 80%, af allri orku-
vinnslunni. Stöðvar, er unnu yftr
1% af heildarvinnslunni, voru,
að frádregnum Sogsstöðvunum,
sem hér segir: Laxá 10.1%).
Andakíll 4.5%, Skeiðsfoss 1,8%,
Mjólká 1.6% og Grímsá 1.2%+
Framhald á 2. síðu.
■ í kvöld verður dregið í Happdrætti
Þjóðviljans 1963 um íbúðina og auka-
vinningana 10. Þess vegna eru síðustu
forvöð að tryggja sér miða í dag, ef þið
eruð ekki enn búin að gera það.
■ Áríðandi er að allir sem tekið hafa
miða til sölu og enn eru ekki búnir að
gera skil geri það í dag. Skrifstofan er
opin til kl. 11 í kvöld.
Ný síldar- og
fiskileitartæki
Þýzku Atlas-verksmiájuraar í
Bremen halda um þessar mund-
ir fróðlega sýningu á fullkomn-
um síldar- og fiskileitartækjum
I húsi SyFl á Grandagarði.
Hörður Frímannss., rafmagns-
verkf ræ ðin gtrr, er umboðsmað-
ur Atlas-Werke hér á landi og
kynnti hann sýninguna ásamt
tveim af framámönnum þýzka
fyrirtækisins, Sdhulze sölustjóra
og Mross verkfræðingi.
Forvitnilegasta tækið á sýn-
ingunni er síldar- og fiskileitar-
tækið „Periphon F4”, sem verk-
ar með mfklum hraða og hefur
mikla nákvæmni. Tækið sýnir
t.d. gerð botnlagsins. Það hef-
ur fjögur leitarsvið og sjón-
viddin er allt að 2000 metrar.
Tækið má nota þótt skipið sigli
með allt að 15 hnúta hraða.
Þetta nýja tæki hefur þegar
náð allmikilli útbreiðslu í
Þýzkalandi, Frakklandi, Sviþjóð
og víðar. Það hefur verið pant-
að í einn íslenzkan bát, Jón
Kjartansson frá Eskifirði. Þetta
tæki er auðvelt í meðförum og
verðið er sambærilegt við fyrri
fiskleitartæki.
Þess má geta, að í mörgum
nýrri togurum, íslenzkum, eru
fiskileitartæki frá Atlas - Werke
af gerðinni „Atlas Monoscop",
og hafa þau reynzt mjög vel.
Á sýningunni eru sýndir berg-
málsdýptarmælar af ýmsum
stærðum, sumir mjög hentugir
fyrir smábáta, og ennfremur rat-
sjá.
Hörður Frímannsson opnar
umboðsverkstæði sitt í Skip-
holti 1 um næstu mánaðamót,
Stjómaði Sin-
fóníutónleikum
Undanfarið hefur dvalizt hér
á landi öyvind Berg, en hann
stjóraar hljómsveit ríkisútvarps-
ins norska. Undir stjóra hans
hefur Sinfóníuhijómsveit Is-
lands lcikið verk nokkurra
tónskálda. og verða þeir tón-
leikar fluttir í útvarpið innan
tíðar.
öyvind Berg er einn af þekkt-
ustu tónlistarmönnum Noregs,
en hljómsveit ríkisútvarpsins
hefur hann stjórnað í sautján
ár. Telst honum svo til, að hann
hafi nú stjórnað um það bil
3500 tónleikum. Berg hefur nú
fengið árs leyfi frá störfum. Er
hann á leið vestur um haf, en
kom hér við á leið sinni.
Öyvind Berg lætur mjög vel
af þvi að vinna með Sinfóníu-
hljómsveitinni. Á efnisskrS tón-
leika þeirra, er hann stjómaði
hér, eru sem fyrr segir eingöngu
verk norskra tónskálda, Qg eru
þau sem hér segir: Grieg, Geirr
TVeidt, Harald Sæverud, Gunn-
ström, Kjell Krane og Sverre
Berg. Leikinn verður meðal ann-
ars forleikurinn að Pétri Gaut,
eftir Grieg, en sá forleikur er
mjög sjaldan leikinn. Þá má
nefna Kjempeviseslátten eftir
Sæverud, en það verk er helg-
að andspymuhreyfingu Norð-
manna á stríðsárunum og nefn-
ist á ensku Balled of revolt. Eft-
Blóðbankinn
fær góða gjöf
Blóðbankanum hefur borizt
peningagjöf til minningar um
frú Soffíu Sdh. Thorsteinsson frá
bekkjarsystkinum hennar úr
Menntaskólanum í Reýkjavík,
að upphæð kr. 15.000,00, er var-
ið verði til tækjakaupa fyrir
stofnunina.
ir Sverre Berg er leikjn fúga,
og er hún í foxtrott.
Öyvind Berg hélt vestur um
haf í gærkvöld.
Giocometti og I
Jorn heiðraðir '
NEW YORK 15/1 — Svissneski
myndhöggvarinn og málarinn
Alberto Giocometti fékk í dag
Guggenheimverðlaunin banda-
rísku, en þau nema 10.000 doll-
umm. Danski málarinn Asger
Jom var einn fimm listamanna
sem hlutu 2500 dollara verðlaun.
Sorensen hættir
í Hvíta húsinu
WASHTNOIPON 15/1 — The-
odore Sorensen sem var einn
nánasti samstarfsmaður Kenn-
edys forseta og aamdi flestar
ræður forsetans hefur ákveðið
að segja upp starfi sfnu frá L
febrúar. Hann hefur í hyggju að
skrifa bók um Kennedy forseta
Togliatti gestur
Títós í Belgrad
BELGRAD 15/1 — Pahniro
Togliatti, formaður Kommún-
istaflokks ftalíu var í dag
gestur Títós forseta í veizlu
sem haldin var í Belgrad.
Innbrot í Asbáð
f fyrrinót var framið innbrot
í Ásbúð í Selási og stolið það-
in 7 pakkalengjum af sígarett-
um og einni rafmagnsrakvél.
Góð og vaxandi samskipti
íslands og Sovétríkjanna
Alexander Alexandrov, am-
assador -Sovétríkjanna á fs-
landi, og frú hans. fara héð-
an alfarin um helgina, en
Alexandrov tekur nú upp
störf í utanríkisráðuneytinu
í Moskvu. Þau hjón hafa
dvalizt hér í rúm fimm ár,
síðan í október 1958, og
reynzt ágætir fulltrúar þ.jóð-
ar sinnar. Fréttamaður Þjóð—
viljans átti tal við Alexand-
rov sendiherra fyrir brott-
förina og spurði hvemig
hann teldi að samskipti Sov-
étríkjanna og íslands hefðu
þróazt þann tíma sem hann
dvaldist hér.
„Ég tel ,að þróunin hafi ver-
ið eðlileg og jákvæð”, svaraði
sendiherrann. Undirstaðan er
að sjálfsögðu verzlunarvið-
skiptin. Þau fara fram sam-
kvæmt vitskiptaáætlun, og
hún hefur að mestu verið
uppfyllt á $essu tímabili.
Síðasti samningur af því tagi
var gerður i des. 1962 og
hefur gefið góða raun. Eins
og kunnugt er kaupum við
..ér einkum fiskafurðir, fisk-
flök, frysta síld og saltaða.
ullarvörur og niðursuðuvör-
ur. Við seljum fslendingum
á móti olíu og benzín, jám
og stál og timbur, bíla o.m.fl.
Það er hinn trausti grund-
völlur þessara viðskipta að
báðir aðilar telja sér þau
hagkvæm.
— önnur samskipti land-
anna hafa einnig farið vax-
andi á þessu tímabili. Sendi-
nefnd frá Æðsta ráði Sovét-
ríkjanna kom til íslands, og
Alþingi íslendinga sendi
þingmannanefnd. til Sovét-
ríkjanna. Gylfi Þ. Gíslason
menntamálaráðherra fór í op-
inbera heimsókn til Sovét-
ríkjanna, og sovézki mennta-
málaráðherrann frú Fúrtséva
endurgalt heimsókn hans. A
þessu tímabili hefur verið
undirritaður samningur um
menningarviðskipti landanna
og hefur hann þegar gefið
góða raun. Fyrir nokkrum ár-
um var haldin í Reykjavík
sýning á sovézkri grafík, og
tvær íslenzkar málverkasýn-
ingar hafa verið haldnar í
Moskvu og vakið athygli.
— Margir sovézkir lista-
menn hafa komið til fs-
lands á þessu tímabili og
fengið hlýjar móttökur. Af
íslenzkum listamönnum sem
komið hafa til Sovétríkjanna
má nefna Rögnvald Sigur-
jónsson píanóleikara og
karlakórinn Fóstbræður. Tals-
vert hefur verið um gagn-
kvæmar heimsóknir sendi-
nefnda verkalýðssamtaka og
menntamanna. f haust komu
t.d. til Islends sovézkir jarð-
fræðingar og aðrir sérfræð-
ingar til þess að kynna sér
reynzlu og aðferðir fslend-
inga við hagnýtingu jarðhit-
ans, en við höfum mikinn
hug á að hagnýta heitt vatn
í Síberíu á hliðstæðan hátt.
— Ég vil einnig nefna það
sem ánægjulegan þátt í sam-
skiptum landanna. að Is-
lendingar hafa gerzt aðilar
að Moskvusáttmálanum um
bann við tilraunum með
kjamorkuvopn, en hann mun
vafalaust draga úr spennu í
alþjóðamáium og stuðla að
friðsamlegri þróun.
— Má ég að lokum bæta
því við, mælti Alexandrov
ambassador að síðustu, að
okkur hjónum hefur fallið
vél að dvelja hér á fslandi,
við höfum kynnzt hér góðu
fólki, stjómmálamönnum,
embættismönnum og almenn-
ingi víða um land, og hinni
stórbrotnu náttúru. Þau kynni
munu jafnan verða okkur
minnisstæð. og vil ég biðja
Þjóðviljann að færa vinum
okkar og kunningjum beztu
þakkir fyrir samveruna.
— Ég vil að lokum taka
það fram að mér er það mik-
il ánægja að ríkisstjóm fs-
lands hefur metið starfsemi
mína á fslandi svo mikils að
hún hefur ákveðið að veita
mér íslenzkt heiðursmerki.
í