Þjóðviljinn - 31.01.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 31.01.1964, Blaðsíða 7
HðÐVIUINN siða y Föstudagur 31. janúar 1964 LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR: Sunnudagur í New York eftir NORMAN KRASNA Leikstjóri: Helgi Skúlason „Það er orðið nokkuð langt síðan Leikfélag Reykjavíkur íiefur tekið hreinan gamanleik til meðferðar" er haft eftir leikhússtjóranum nýja, Sveini Einarssyni, í blaðaviðtali fyrir skömmu, og munu orð að sönnu; siðasta léttmetið hét „Taugastríð tengdamömmu", en sú hlálega styrjöld var háð fyrir tæpum tveimur árum. „Sunnudagur í New York“ er lika meinlaust gaman og glens og gersneytt bókmenntagildi, sálkönnun og ádeilu; höfund- urinn hefur aðeins eitt mark fyrir stafni og það gott og (gilt frá fornu fari — að koma á- horfendum sinum í sólskins- skap, vekja hressilegan hlátur, mikla kátínu. „Ekkert leikrit hefur skenimt Parísarbúum jafn vel í vetur, né heldur Vín- arbúum“, segir í leikskránni, og skal sú fullyrðing ekki dreg- in í efa, enda alkunnugt að frébærum skopleikurum getur orðið furðulega mikið úr mjó- slegnu efni. Þrátt fyrir marga hluti jákvæða verður að við- urkenna að Leikfélaginu brást nokkuð bogalistin, leiknum var að visu vel og kurteislega fagnað og vakti sýnilega ánægju hjá sumum leikgesta, en hláturinn þó vonum minni og í strjálasta lagi. Það má segja Norman Krasna til hróss að hann reynir ekki að sýn- ast meira en hann er, það er laghentur leikhússkraddari, og á samt til nokkra hugkvæmni þó mjög sé slegið á slitna strengi. En „Sunnudagur í New York“ stendur „Elsku Rut“ greinilega að bakij en það létt- Stíga, fyndna og vinsæla gam- an hans var fyrsta verkefni Leikfélags Reykjavíkur er það^ Heilbrigðssmála- nefnd Evrópuráðsins Heilbrigðismálanefnd Evr- ópuráðsins hélt nýlega fund í Strasbourg, og bauð Evrópu- ráðið þangað tveimur ís- lenzkum fulltrúum. Sóttu íund- inn þeir Elías Elíasson deild- arstjóri i dómsmálafáðuneyt- inu, en það ráðuneyti fer með heilbrigðismál) og Bjöm L. Jónsson aðstoðarlæknir borg- arlæknisins í Reykjavík. Meðal mála, sem rædd voru á fundinum, voru hættur í sambandi við blöðgjafir, hætt- ur áf vélvæðingu, samræming á menntun hjúkrunarkvenna í Evrópu, aðstoð við gamal- menni, ofnotkun skaðlegra lyfja og matarefna, hollustu- hættir í tjaldbúðum, áhrif reykinga á lungun og eitur- lyfjaneyzla íþróttamanna. Tvísköttun tekssa og eigna Hinn 23 janúar var undir- ritaður samningur milli ls- lands oc Svíþjóðar til þess að kom i veg fyrir tvísköttun tekna og eignar. Gildistaka samningsins er háð fullgildingu, og er gert ráð fyrir, að samningurinn komi til framkvæmda varðandi skatta ng útsvör sem á skal leggja árið 1966 og síðar. Gildistáka samningsins verð- ur auglýst síðar, og falla þá úr gildi samningar milli Islands og Svíþjóðar frá 3. september 1937 og 17. september 1955 um tvísköttunarmál. var skipulagt að nýju haust- ið 1950. „Sunnudagur í New York“ er hvorki hreinræktuð kómed- ía né ósvikinn farsi, heldur hálfgerður bastarður. Fyrri hlutinn er ósköp venjulegur gamanleikur, ekki verulega fyndinn og nokkuð þungur í vöfum, em snýst í miðjum klíðum í fjörmikið grín: ó- væntur misskilningur og flækj- ur taka við og eru að mínum dómi skemmtilegasti og hlægi- legasti kafli leiksins. Og á þær nótur er óspart hamrað síðan, þótt höfundurinn virðist raun- ar stundum á báðum áttum. Um verulegar mannlýsingar er hvergi að ræða, söguhetjum- ar ungu fremur brúður en lif- andi fólk og liggja okkur í léttu rúmi; má þar glöggt þekkja einkenni farsans. Um mannleg vandamál er ekki heldur fjallað að neinu gagni, þótt einstaka sinnum örli á tilburðum í þá átt. Stundar- gaman þetta greinir frá ásta- málum ungs fólks og engu öðm og er sízt að lasta; söguþráð- inn er mér ofurefli að rekja, enda óþarft og enginn greiði væntanlegum leikgestum. Stúlka frá Albany og ungur maður og kvenhollur frá Fíladelfiu, bæði blaðamenn að atvinnu, hittast á ærið votviðrasömum sunnu- degi í New York af einskærri tilviljun, þau móðgast og halda hvort sína leið, en rekast óð- ara saman að nýju: ást við fyrstu sýn. Stúlkan er tuttugu og tveggja ára og hefur orðið fyrir bitrum vonbrigðum af karlmönnum, hún er ástleitin í meira lagi og ekki við eina fjölina felld, en engu að síður saklaus, hrein og ósþjölluð mær. Hún er orðin dauðleið á öllu saman og ákveður skyndilega að farga meydómi sínum í faðmi hins ðkunna, glæsilega stéttarbróður, en viti menn: þó að við sjáum þau bæði arka um íbúðina nakin að kalla að loknum heitum atlotum og löngum kossum, hefur ekkert gerzt; stúlkan er eins óspjölluð og áður. Hún tekur óðara bónorði hins for- ríka biðils og elskhuga frá ættborg sinni, þótt hún elski blaðamanninn svo að ekki verður um villzt; og samt er það ekki margrætt hverflyndi konunnar sem skáldinu er efst í huga, heldur kynferðilegt sakleysi hinnar fríðu og eigu- legu stúlku; samfarir mega ekki hefjast fyrr en allt er klappað og klárt og brúðkaup í vændum. Skírlífi ungs ó- gifts fólks virðist ýmsum gamanskáldum bandarískum furðulega mikið hjartansmál, mér kemur ósjálfrátt í hug „Undir heillastjömu“ eftir Hugh Herbert sem Leikfélag- ið sýndi fyrir tíu árum. Túlkun leikenda er yfirleitt ekki með neinum heimsbrag, enda teflir félagið ekki fram hæfustu aðilum sinum í þetta sinn og skal sízt lastað — ung- ir og lítt reyndir leikendur verða að fá að stæla krafta sína. Leikurinn er mjög am- erískur í anda og sniði, en yfirbragð sýningarinnar reyk- víkst fremur en bandarískt, eins og tíðkast með áhuga- mönnum; ég hef reyndar aldrei dvalizt i New York, hvorki á helgum né virkum dögum. Engu að síður er margt lofs- vert um sýningu þessa — svið- setning Helga Skúlasonar hnit- miðuð, smekkvís og ánægju- leg og leiktjöld Steinþórs Sig- urðssonar gerð 'af sönnu list- fengi og unun hverju auga Sagan gerist að mestu í fal- legrí íbúð bróður hinnar marg- ræddu stúlku; úr stórum bak- glugga blasir við glæsileg sýn yfir skýjakljúfa hinnar miklu borgar. Önnur atriði og minni fara fram í ýmsum farartækj- um, kvikmyndahúsi og veit- ingaskálum og eru blátt áfram flutt inn í stofuna með harla einföldum ráðum og njóta sín mætavel; oftast er sviðinu breytt í augsýn leikgesta og má eflaust um deila, en sú að- ferð er mér að skapi. Hraða og fjör skortir ekki, og vart er það sök leikstjórans þótt skopið og gamanið reynist ekki nógu gróskumikið, hugtækt og fágað. Þýðing Lofts Guð- mundssonar er rituð á' vand- aðri og góðri íslenzku, en ber oftlega of bóklegan • keim; lif- andi og hnittilegt talmál nú- tímans á eitt við á þessum ... stað. Guðrún Ásmundsdóttir leikur ungu stúlkuna, Eileen að nafni, af einlægni og allmiklum þrótti, frið og kvenleg, ung- lingsleg og mjög aðlaðandi, bamsleg og hlý, og kann vel að skipta skapi. Framsögn hennar stendur enn til bóta og orðsvörin komast ekki öll nógu vel til skila, og henni tekst að vonum lítt að gera skýra grein fyrir skapgerð og sálar- lífi hinnar ástþyrstu stúlku, en það er áreiðanlega sök höf- undarins og ekki hinnar geð- þekku og efnilegu leikkonu. Mike heitir blaðamaðurinn og er óneitanlega gervilegur og glæsilegur í meðförum Er- lings Gíslasonar sem leikur yfirleitt af krafti og ósviknu fjöri. Hann er oft orðheppinn og fyndinn í svörum, þótt út af bregðl; lítt viðfeldnar handa- hreyfingar hans, látbragð og ýmis svipbrigði bera samt þess vott að hinn ungi dugmikli leikari er ekki kominn til fulls þroska. Og eitt enn: í höndum Erlings verður Mika á stund- um of yfirlætislegur og ánægð- ur með sjálfan sig, það er eins og hann skorti stöku sinnum næga mannlega hlýju; maður fær ekki þá samúð með honum sem sýnilega er ætlazt tll. t>á kemur nýliðinn Sævar Helgason allmikið við sögu og ber sem vonlegt er flest eða öll einkenni byrjandans, en þau verða ekki talin hér; auk þess var hann greinilega feiminn og miður sín á frum- sýningu, og talið nokkuð á reiki, en það stendur að sjálf- sögðu til bóta. Sævar er hressi- legur og myndarlegur piltur og á væntanlega þroska og góða framtíð fyrir höndum; en einhvernveginn minnti hann fremur á íslenzkan stórbðnda- son með nýtízkusniði en erf- ingja mesta auðjöfursins í höf- uðborg New York-ríkis. Gísli Halldórsson lék Adam bróður Eileenar með öryggi hins mikilhæfa leikara, skyr og hnittinn í svörum og lýsti með jafnmiklum ágætum yLr- drepsskap hans sem góðsemi og hjálpfýsi; en hlutverklð er takmarkað og ekki vænlegt til mikilla afreka. Brynjólfur Jóhannesson og Margrét Ólafsdóttir eru auka- leikendur, og fer hvort um sig með fjögur lítil og ólík hlut- verk þau er blátt áfram mað- ur og kona. Snilii Brynjólfs er söm við sig þótt tækifærin séu næsta smá: veitingaþjónn- inn danslétti er afbragð og biógesturinn ekki síður, sá kostulegi náungi er svikalaus aldraður Ameríkani, þar birt- ast sérkenni hinnar stóru, \ blönduðu þjóðar loks ljóst^ og • 'ifandi. Margrét Ólafsdóttir fer líka vel með sín pund; mér j er það óblandin ánægja að líta hina hugþekku leikkonu aftur á sviðinu. 'Ms Hi. 1 MÍMIR Það eru vist ekki alltof margir sem hafa hugmynd um að stúdentar í islenzkum fræðum gefa út tímarit. En hér liggur semsagt fyrsta tölublað þriðja árgangs á borði. Blaðið hefst á alllangri grein eftir Böðvar Guðmunds- son um íslenzkan sálmakveð- skap. Böðvar hefur lagt það á sig að pæla gegnum alla sálmabókina og munu fáir eftir leika. Og eru niður- stöður hans tvær: að sálmar séu það auvirðilegasta sem kveðið hefur verið á íslenzku, og að þeir sálmar sem „Ijós- astir eru í hugsun og fegurst- ir“ brjóti mjög í bága við það „sem sagt er í prédik- unarstólum í islenzkum kirkjum á því herrans ári 1963“. Böðvar skrifar lipur- lega, en það liggur beinast við að álita að hann hafi ekki haft erindi sem erfiði. Það hefði hinsvegar verið skemmtilegt að velta því fyr- ir sér hversvegna íslenzkir sálmar eru svo lélegir sem raun ber vitni. Máske það verði rakið til þess, að við höfum lengst af verið allra þjóða óguðlegastir? Sverrir Hólmarsson gerir athugasemdir við siðustu biblíuþýðingu í von „um meiri smekkvísi og meiri stil- tilfinningu" við næstu endur- skoðun bókarinnar. Aðal- steinn Davíðsson skrifar stutta grein um Laxdælu þar sem spurt er um tilfinningar Guðrúnar til Bolla. Vésteinn Ólason gagnrýnir harðlega bók Sigurðar Stefánssonar um um tímarit Jón Þorláksson, mest fyrir innantóma skrúðmælgi og til- finningasemi. Danskur stúd- ent, Jorgen Ask, kynnir skáldið Thorkel Bjornvig. Sverrir Tómasson skrifar um íslenzka blaðamennsku og hefði þurft að vera miklu grimmari og illskeyttari. Hann vill stofna blaðamannaskóla á íslandi og má eiga þá hug- mynd i friði. Hinsvegar er hann áreiðanlega alltof alvar- legur í spjalli sínu um val námsgreina — fróðir menn hafa bent á að í slíkum skóla skyldu kennd málfræði, bibliusögur, danska -og landa- fræði; það nægði fyllilega. Það er ekki óskemmtilegt að fletta þessu riti, og sjálf- sagt þarf einnig að taka til- lit til þess að það er tiltölu- lega fámennur hópur sem að því stendur. Höfuðgalli þess er — að mínum dómi •— sá að þokkalegir og ritfærir höf- undar greinanná hafa varla nógu skemmtileg og aktúel áhugamál. Það er að visu ágætt að fá ritdeilu um skematíska túlkun á íslenzkri bókmenntasögu, eins og Þor- leifur Hauksson stendur í við einn kollega sinn. En það er ekki nóg til að halda æski- legum hlutföllum í slíku riti — einkum þegar svo fróðleg- ur og nýlegur atburður og útkoma Skáldatíma fær jafn fljótfærnislega og leiðinlega afgreiðslu og sjá má ó blað- síðunum 31—32. A.B. Það er ekki óalgengt við kosningar í verkalýðsfélögum, að þeir listar, sem í kjöri eru, gefi út blöð til stuðnings sín- um málstað. Hitt mun sem betur fer vera fátítt að félags- stjómir láti í algeru heimildar- leysi félagssjóði bera kostnað af slíkri útgófustarfsemi að einhverju eða öllu leyti, eins og stjórn Iðju gerði nú, með áróðursblað B-listans, „Iðju- blaðið“. Mér er ekki kunnugt um að hve miklu leyti félags- sjóður Iðju hefur verið látinn bera kostnað við prentun þessa blaðs. en hitt er óhrekjanleg staðreynd að starfsmenn félags- ins önnuðust drcifinguna á bíl félagsins í vinnutíma. Ég hygg að það sé fátítt að finna á einum stað, í ekki lengra máli, annað eins sam- safn af ósannindum og rang- færslum, hugarórum óláns- manna, sem halda að þeir séu orðnir miklir leiðtogar af þvi að sterk stjómmálasamtök nota þá sem verkfæri til að vinna verkalýðssamtökunum ógagn. Þó að stjómarkosningarnar í Iðju séu hjá liðnar og ekki sizt vegna þess að Morgun- blaðið hefur lapið upp þennan óþverra og málið þarmeðkom- ið út fyrir félagið tel ég mig ekki geta komizt hjá því að svara þessu með nokkrum orð- um. Það vekur nokkra athygli við lestur „Iðjublaðsins", að for- maður félagsins er venjufrem- ur hógvær í orðum, þó að hann á engan hátt afneiti sjálfum sér í meðferð sannleikans. en hann gerir því meiri kröfur til skósveina sinna, einkum þeirra Runólfs Péturssonar og Steins Inga Jóhannessonar, um að vera ósparir á óþverrann. Greinar þeirra beggja eru i viðtalsformi og báðir láta þeir hafa það eftir sér að verk- fallsvaktir Iðju hafi verið fjöl- mennari en Dagsbrúnar, oghafi hún orðið að sækja styrk til Iðju. „Miklir menn erum við Hrólfur minn“. Sannleikurinn er, eins og flestir munu fara nærri um, að fyrir utan sjálfa stjórn félagsins mættu ekki fleiri af stuðningsmönnum hennar á verkíalisvaktir en telja má á fingrum annarrar handar. Mér er nær að halda að ef stjórnarandstæðingar hefðu ekki komið til liðs hefðu alls engar verkfallsvaktir verið staðnar. Steinn Ingi er drjúgur yfir því hve mikill baráttumaður hann sé þegar út í það er komið, en vitanlega getur hann þess ekki að það eru ekki full níu ár síðan hann var rekinn út af vinnustað í verkfalli, þar sem hann var að vinna, sem verkfallsbrjótur. Ösannindum hans um fjárdrátt minn hirði ég ekki að svara frekar en ég hefi áður gert, en ætti sjálf- sagt að vorkenna honum, því að efalaust er hann búinn að endurtaka þau ósannindi svo oft, að nú er hann farinn að Guðjón Sigurðsson trúa þeim sjálfur. Þetta verður að nægja Steini. Þá kem ég að Runólfi. Eftir að hafa gortað af góðri skipu- lagningu verkfallsins á líkan hátt og Steinn, kemur hann með þau rakalausu ósannindi að formannsefni A-listans, Gísli Svanbergsson, hafi ekki komið nærri verkfallinu á nokkurn hátt, þó að hann hafi sjálfur séð hann og talað við hann á verkfallsvöktum. En svo fer hann heldur betur að sækja f sig veðrið og tel ég rétt að birta hér orðréttan kafla úr viðtalinu: „Þeir tóku þús- undir króna af fé Iðju og lögðu f húsakaup kommúnista á Tjamargötu 20. Þetta fé tap- aðist algerlega. Þegar þeir misstu völdin í Iðju, eyðilögðu þeir nær allt skjalasafn félags- ins og stungu af með allar spjaldskrár þess“. Fyrr má nú rota en dauðrota. Jafnvel læri- meistari hans, Guðjón, hefur ekki logið svona hraustlega og er þvf annað tveggja, að pilt- urinn hefur ætlað að skara framúr meistaranum, eða að gáfnafar hans er með þeim hætti að hann getur ekki haft lýgina rétt eftir. Sennilegt verður að telja að það sem Runólfur á hér við sé fjárhæð sú er lögmætur félags- fundur f Iðju samþykkti, með samhljóða atkvæðum, að leggja í Minningarsjóð fsl. alþýðu um Sigfús Sigurhjartarson. Hérvar því ekki um neitt tapað fé að ur ræða, heldur fullkomlega lög- mæta ráðstöfun af hendi þá- verandi félagsstjómar og vildi félagið með henni minnast og votta virðingu sina einum af aðalfrumkvöðlum að stofnun Iðju. Þá kem ég að síðari hluta hinnar tilvitnuðu málsgreinar. Um sannleiksgildi hennar er það að segja að ég hefi enn í fómm mínum kvittun Guðjóns fyrir öllum fundargerðarbókum félagsins frá upphafi ásamt spjaldskrá í þríriti, stafrofs- skrá yfir þáverandi meðlimi, vinnustöðvaskrá og skrá um alla þá er tgkið höfðu skírteini í félaginu. frá því fyrsta. Og það vill nú þannig til, og það sá Runólfur með eigin augum nú í síðustu kosningu, að þeg- ar illa unnin kjörskrá af hendi núverandi stjómar skapar vandræði á kjördegi, er það einmitt skráin, sém hann segir mig hafa hirt, sem oftast leysir úr vandanum. Að lokum bítur pilturinn höfuðið af allri skömm, þegar hann fer að dylgja um það að Eðvarð Sigurðsson hafi samið um 15% kauphækkun í þeim höfuðtilgangi að skaða samn- ingsaðstöðu Iðju. Þessi aðdrótt- un er svo auðvirðileg að það þarf meira en meðalaumingja til að láta hafa slíkt eftir sér. Starfsmaður félagsins, Ingi- mundur Erlendsson, fær það hlutverk í Iðjublaðinu að ræða ,.eilífðarmálið“, lífeyrissjóðinn. Guðjón virðist nú loksins vera búinn að fá nóg af því að kyngja ósannindum sínum um það mál og eigi það nú að vera hlutverk Ingimundar. Allur barlómur þeirra félaga um þröngan fjárhag lífeyrissjóðs- ins, sýnir ekkert annað en þeirra eigin ódugnað við að vinna lífeyrissjóðshugmyndinni fylgi meðal meðlima Iðju. Ég vil því í allri vinsemd ráð- leggja þeim að snúa sér nú í alvöru að því verkefni, í stað þess að eyða orku sinni í heilabrot um það hvort ég háfi fært iðnrekendum þessar 25 milljónir „á silfurfati eða í poka“. Ég hefi hér að framan stikl- að á stærstu rangfærslunum en margt er þó ótalið, sem ég hirði ekki að nefna, en eitt ætti að vera ljóst þeim er þetta lesa og það er hin algera fátækt þeirra af raunveruleg- um ádeiluefnum og að allur bessi vaðall þeirra er ekki ann- að en kerlingareldur. sem rýk- ur framan í þá sjálfa. Björn Bjarnason.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.