Þjóðviljinn - 08.02.1964, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 08.02.1964, Qupperneq 1
Laugardagur 8. febrúar 1964 — 29. árgangur — 32. tölublað. Nýr ósigur Bandaríkjanna / viiureigninni vii Kúbu Sjá grein MTÓ á 7. síðu A 18. hundrai lóia- umsóknir óafgreidd- ar hér í Reykjavík |~1 Geir Hallgrímsson borgarstjóri upplýsti á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í fyrrakvöld, að enn lægju óafgeiddar umsóknir hjá borgaryfirvöldum um byggingar- lóðir fyrir 1706 íbúðir. Borgarstjóri gaf þessar upp- lýsingar, er hann svaraði fyr- irspurnum Framsóknarmanna um lóðamálin í borginni. Sagði hann að þær tölur er hann nefndi og hér fara á eftir vaeru miðaðar við árin 1962 og 1963, þ.e þá sem sótt hefðu um byggingalóðir árið 1962 og end- urnýjað þær svo á þessu ári og þá sem sent hefðu nýjar umsóknir á síðasta ári. Lóðir undir íbúðahús Umsóknir um lóðir undir ein- býlishús frá 1962 eru 183 og frá 1963 fram á þennan dag 482, þar af hafa 227 sótt um lóðir í Fossvogi. Tvíbýlishús: ijrá 1962 84 í- búðir, frá liðnu ári 123 (í Foss- vogi umsóknir um lóðir fyrir 54 hús). 1 fjölbýlishúsum er um að ræða samtals 522 íbúðir. Raðhúsalóðaumsóknir (einbýl- ishús): Frá 1962 um 20, frá 1963 — 85. Doriankvint- ettinn ieikur á mánudaginn HINN KUNNI bandariski blásara- kvintett, Doriankvintettinn sem undanfarna mánuði hefur verið á tónleikaferðalagi um Afríku og Evrópu er væntanlegur hingað til lands og mun halda hér eina tónleika. Verða þeir í súlnasal Hótel Sögu n. k. mánudag. 10. febrúar kl. 21.00. Hefur kvintettinn hvarvetna vakið mikla hrifningu með leik sínum og hlotið ágæta dóma. Aðgöngumiðar að tón- Icikunum verða seldir í Hljóð- færaverzlun Sigriðar Helga- dóttur, Vesturveri og Mokka- kaffi á Skólavörðustíg. MYNDIN ER AF kvintettinum, talið frá vinstri: John Perras, Charles Kuskjn, William Bronvn, Jene Taylor, William Lcwis. mm Lóðir iðnaðarfyrirtækja Spurt var: Hve margar lóða- umsóknir til annarra nota (en íbúðarhúsa), og þá hverra? Borgarstjóri svaraði, að í Grensás- og Ármúlahverfi lægju fyrir 42 umsóknir undir bygg- ingar iðnaðarfyrirtækja allskon- ar Umsóknir um lóðir á nýja hafnarsvæðinu væru 11 talsins, en þar er gert ráð fyrir að rísi vörugeymslur og húsa- kynni heildsölufyrirtækja. 42 umsóknir væru yrp lóðir í Ár- túnshöfða, aðallega fyrir vél- smiðjur og skyld fyrirtæki, 7 umsó.knir um lóðir á Eiðsgranda. Enn fleiri umsóknir til við- bótar. Framhald á 2. síðu. FJARSVIKAMALIN ERU TENGD HV0RT 0ÐRU —\ Nú er komið í ljós, að tengsl eru á milli Ken,aYikur' hefur hann haft tveggja stortelldra tjarsvikamala, sem 1 ljos hafa komið að undanförnu. Er þar annars- vegar fjársvikamálið á Keflavíkurflugvelli og hinsvegar ávísanasvik Sigurbjörns Eiríksson- ar, veitingamanns í Glaumbæ. Einn af höfuðpaurunum í fjár- svikamálinu á Keflavíkurflug- velli er Jósafat Amgrímsson, sem lengi hefur verið innkaupa- stjóri og bókhaldari klúbbanna á Keflavíkurflugvelli. Umsv.ifamaður i Keflavík. Jósafat hefur undanfarin ár haft mikil umsvif í atvinnu- rekstri í Keflavík og er til dæm- is fróðlegt að fletta upp í Síma- skránni 1964 en þar eru talin nokkur fyrirtæki hans. Þar eru t.d. skráðar þrjár verzlanir undir nafninu Kyndill h.f. Þá er það bókaútgáfan Ása- Verndun fískimíða fyrir veiði með þorskanetjum □ ing um í gær barst Þ'jóðviljanum eftirfarandi fréttatilkynn- reglugerð um vemdum fiskimiða fyrir veiði með þorskanetum, sem sett var af sjávarútvegsmálaráðu- neytinu 5. þ.m. „Hinn 5. febrúar 1963 setti ráðuneytið svofellda reglugerð um vemdun fiskimiða fyrir veiði með þorskanetjum. 1. gr. Skipum með tíu manna áhöfn skal óheimilt að eiga fleiri net í sjó en 90. Sé áhöfn 11 menn, skulu net ekki vera fleiri en 105. 2. gr. Frá upphafi vetrarvertiðar til 20. marz ár hvert, skal óheimilt að leggja þorskanet á svæði, sem takmarkast af eftirgreindum lin- um: 1. Að suðaustan af línu, sem hugsast dregin misvísandi suðvestur að vestri frá Reykjavík. 2. Að norðaustan af lfnu, sem hugsast dregin misvís- andi norðvestur að norðri frá Reykjanesvita. 3. Að norðvestan af linu, sem hugsast dregin misvísandi vestur að suðri frá Garð- skagavita. 4. Til hafs takmarkast svæðið sjálfkrafa af 12 mílna fiskveiðimörkunum. 3. gr. Brot gegn ákvæðum reglugerð- ar þessarar varða sektum. Reglugerð þessi er sett sam- kvæmt heimild í 1. gr. laga nr. 44 5. apríl 1948, um vísinda- lega vemdun fiskimiða land- grunnsins. og birtist til eftir- breytni öllum, sem hlut eiga að máli. Sjávarútvegsmálaráðuneytið, 6. febrúar 1964“. þór, Fasteignasala Suðumesja, Kassagerð Suðumesja, Prent- smiðja Suðurnesja og Isfélag verksmiðju og rekur heildsölu. Þá er Jósafat frægur fyrir að kaupa lóðir í Keflavík og er hann talinn eiga lopann af Hafnargötunni. Allt eru þetta fyrirtæki. sem Jósafat hefur rekið sem auka- getu fyrir utan aðalstarf sitt á Keflavíkurflugvelli. Síðastliðið vor keypti hann til dæmis Isfélag Keflavíkur í harðri 6amkeppni við Kaupfélag Suður- nesja og síðustu mánuði hafa farið fram kaup á fullkomnum frystitækjum. Ókunn fjáruppspretta. Jósafat Amgrimsson hefur borizt mikið á undanfarin ár, virzt hafa mikla peninga með höndum og kemur þó flestum saman um, að afrakstur hans af þessum fyrirtækjum hafi ekki Framhald á 2. síðu Verziunarbankinn kaupir Bankastr. 5 Dagblaðið Vísir skýrir frá því í gær að Verzlunarbankinn hafi fest kaup á húseigninni Banka- stræti 5 þar sem Skóverzlun Lárusar Lúðvíkssonar hefur ver- ið til húsa en verzlunin er nú að hætta starfsemi á þessum stað. Eins og kunnugt er tók Verzl- unarbankinn á leigu hluta af hús- inu Bankastræti 5 fyrir nokkr- um árum og hefur rekið þar starfsemi sína síðan. Ætlun bankans mun vera að taka alla götuhæð hússins fyrir af- ( gær varð mikið mannfall í Suður-Víetnam hið mesta sem orðið hefur í langan tíma Sjá frétt á 3. síðu greiðslustarfsemi ir hússins tekur arra nota. en efri hann til hæð- Nýr bátur tii Dalvíkur Myndin er af nýju stálskipi, Bjarma H., EA-110 Dalvík og er hún tekin við komu skips- ins til Dalvíkur 3. þ.m. Sjá nánar frétt á 12. síðu. — (Ljósm. Heimir Kristinsson). ÍBIÍÐ r- TILLEIGU I.TU leigu á förgum stað rétt við Ægisslðu hjá Háskólabló 2 he 1 með húsgögnum. Sér baðl og sér inngangi. TUboð er greíni hú j sendist Vísi fyrir i. febr. merkt „Valúta“; IbOð öskast ÓFREMDARÁSTANDIÐ í HÚSNÆÐISMÁLUM Auðlýsingadálkar blaðanna ✓ bera það með sér að ófremd- arástandið í húsnæðismálum fer versnandi dag frá degi. Þetta ástand hefur fleiri hliðar en þá sem snýr að hús- næðislausu fólki; það ýtir undir óheyrilegt okur í húsa- leigu, gerir bamafólki nær ókleift að leigja sér viðun- andi íbúðir og fjöldi leigj- enda er eins og mýs undir fjalaketti; háðir skapbrestum og duttlungum húsráðenda, sem oft á tíðum leggja á þá hvers kyns kvaðir og setja þeim afarkosti eigi þeir að halda húsnæðinu. Úr þessari auglýsingu, sem birtist í Vísi fyrir skömmu, má lesa tvennt. f fyrsta lagi vill húsráðandi fá leigutilboð, en tiltekur ekki lágmarks- leigu. Slikar auglýsingar eftir tilboðum eru ekki aðeins brot á húsaleigulöggjöfinni heldur hafa þær frekar öðru orðið til þess að hækka húsaleigu í Reykjavík upp úr öllu valdi á undanförnum mánuðum. í öðru lagi gefur svo orðið „valúta“ sem tilboðið á að auðkennast með til kynna, að þeim sem ekki hefur betra að bjóða, en hinn fallvalta gjaldmiðil íslands, sé tilgangs- laust að falast eftir þessari íbúð.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.