Þjóðviljinn - 08.02.1964, Page 3

Þjóðviljinn - 08.02.1964, Page 3
Laugardagur 8. febróar 1964 ÞJÖÐVIUINN SÍÐA 3 Barizt í Suður-Víetnam: Khan misstí 115 hermenn VIÐ STYÐJUM PANAMA! SAIGON 7/2 — Eins og skýrt var frá í gær varð mjög harður bardagi í gærmorgun í Suður-Víetnam, einhver sá harðasti sem orðið hefur í lengri tíma. 115 manns úr liði stjómarinnar munu hafa fallið og minnst 30 særzt. Skothríðin stóð látlaust í 7 klukkustundir. Bandaríkja- menn eru óánægðir með árangurinn af þessum kostnaðar- sama bardaga. I gærmorgun hófet einhver harðasta skothríð, sem orðið hefur lengi í Suður-Vétnam. Voru það skæruliðar og her- menn suður-vétnömsku stjómar- innar. sem áttust við. Var bar- izt í nokkrum þorpum rétt hjá landamærum Kambodsja í sjö tíma samfleytt. Um 115 manns féllu úr liði stjómarinnar og Guantanamo: Goldwater vill hefnd WASHINGTON 7/2 — Stjómin á Kúbu tók þá ákvörðun í gær að loka fyrir vatnið til herstöðvarinnar á Guantan- amo þangað til Bandríkjamenn herfðu látið lausa 36 sjó- menn, sem voru handteknir fyrir að vera að ólöglegum veiðum innan bandarískrar lögsögu. í dag var deilt um það í þinginu hvað Bandaríkjunum bæri að gera og mæltu ýmsir með því, þar á meðal Barry Goldwater, að Kúbu yrði refsað harðlega, en aðrir drógu úr því. Johnson var í dag á tveggja tíma fundi með ráðgjöfum sínum. minnst 30 særðust. Ekki er vit- að hversu mikið mannfaU varð í röðum skæru'liða, en óstaðfesl- ar fréttir herma að 100 manns hafi verið handteknir. Bandaríkjamenn telja sig illa svikna eftir þessi átök og segja að bardaginn hafi borið litinn árangnr miðað við það fé sem til hans var kostað. Samið hef- ur verið um vopnahlé yfir ný- árið, sem gengur í garð þar um slóðir þann 13. febrúar Talsmaður herforingjaklikunn- ar, sem nú er við völd, sagði frá því í dag, að nýja stjórnin yiði opinberlega útnefnd á morgun Khan herforingi verð- ur forsætisráðherra og sendi- herra Suöur-Vétnam í London Vú Van Mau verður að sögji utanTíkisráðherra. Fídel Kastró hefur skipað svo fyrir, að opnað verði fyrir vatn- ið til herstöðvarinnar einn klukkutíma á dag, „svo að Bandaríkjamenn þurfi ekki að drekka kók allan daginn“. Réttarhöldin yfir sjómönnun- um, sem eru í haldi í Banda- ríkjunum, standa nú yfir. Raul Roa, utanríkisráðherra Kúbú, sneri sér í dag til U Þant og skoraði á Sameinuðu þjóðimar að blanda sér í málið og fá Bandaríkin til þess að láta sjó- mennina lausa og afhenda þeim skip sín og veiðarfæri. Miklar deilur hafa risið í Bandaríkjunum um það, hvernig beri að bregðast við aðgerðum Kúbu. Ýmsir þingmenn vilja að gerðar verði róttækar gagnað- gerðir og fer Barry Goldwater þar fremstur í flokki. Aðrir draga úr því, og segja að eng- in ástæða sé til þess að gera úlfalda úr mýflugu. LOGTAK Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undangengn- um úrskurði verða lögtökin látin fram fara án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miðagjaldi, gjöldum af innlendum tollvörutegundum, matvælaeft- irlitsgjaldi og gjaldi til styrktarsjóðs fatlaðra, skipulags- gjaldi af nýbyggingum, lestagjaldi, vitagjaldi og skoð- unargjaldi af skipum, söluskatti 4. ársfjórðungs 1963 og hækkunum á söluskatti eldri tímabila, útflutnings- og aflatryggingarsjóðsgjaldi, svo og tryggingaiðgjöldum af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum. Yfirborgardómarinn í Reykjavík, 7. febrúar 1964. KR. KRISTJÁNSSON. Færeyjaflug Fí hefst á ný í maí Flngfélag íslands undirbýr nú flug til Færeyja í sumar og hefur þegar sótt um tilskilin Ieyfi til viðkomandi yfirvalda. Áætlað er að Færeyjaflugið hefjist 19. mai og nær áætl- unin til septemberloka. Sam- kvæmt henni mun verða flogið einu sinni í viku frá íslandi til Færeyja og þaðan áfram til Norðurlanda. Á heimleið leggur flugvélin lykkju á leið sína og kemur við í Skotlandi og teng- ir Færeyjar þannig fslandi, Norðurlöndum og Bretlandi. Flugferðir Flugfélags íslands til Færeyja hófust í fyrrasumar, þó seinna en upphaflega var á- formað, vegna framkvæmda við flugvöllinn á Vogey. Á þeim rúmlega tveim mánuðum sem flogið var voru fluttir um 600 farþegar. Flugfélag Færeyja mun svo sem í fyrrasumar annast af- greiðslu flugvéia Flugfélags fs- lands í Færeýjum. Flugáætlun Færeyjaflugsins er þannig, að á þriðjudögum verð- ur flogið frá Reykjavík til Fær- eyja og þaðan áfram til Björg- vinjar og Kaupmannahafnar. Á fimmtudögum frá Kau.jmanna- 'höfn til Björgvinjar og Færeyja og samdægurs til Glasgow. Á föstudögum frá Glasgow til Fær- eyja og þaðan til Reykjavíkur. Allmargar farpantanir hífa nú þegar borist vegna Færeyja- flugsins, sérstaklega milli Bret- lands og Færeyja og einnig á leiðinni milli Færeyja og Kaup- mannahafnar. Alls staðar í Suður-Ameriku vottar fólkið Panama samúð sína og streymir út á göturnar me2 spjöld sín. — Konurnar í Santiago de Chile mótmæla herbækistiiðvum Bandaríkjamanna í Pan- ama: „Jankí, hypjaðu þig frá Panama!“ Bandaríski Dorlankvintettinn Tónleikar í Hótel Sögu næstkomandi mánudagskvöld kl. 21. Viðfangsefni m.a. eftir: ELLIOTT CARTER VILLA LOBOS GUNTER CHULLER INGOLF DAHL W FORTNER Kvintettinn hefur verið á tónleikaferðalagi undanfama mánuði um Evrópu og Afriku, og hvarvetna hlotið frá- bærar viðtökur og blaðadóma. Að þessu sinni gefcur hann aðeins haldið eina tónleika hér á landi. Aðgöngumiðar verða seldir í hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur Vesturveri og Mokkakaffi Skólavörðustíg. <££?=> Bandaríkin eru ákveðin í að semja ekki við Panama um nýjan sáttmála í stað þess, sem þröngv- að var upp á Panamamenn árið 1903 og á að gilda að eilífu eða þangað tii Bandarikin segja bonum sjálf upp. Allststaðar í heiminum eru farnar mótmælagöngur, þar sem lýst er yfir and- úð á stefnu Bandaríkjamanna. — Á myndinni sér yfir hópinn, sem safnaðist framan við banda- riska sendiráðið í Djakarta í Indónesíu. Símavændi MINEOLA 5/2 — Lögreglan í bænum Mineloa í New york-ríki tilkynnti það í gærkvöld, að upprættur hefði verið mikill símavændishringur í bænum. 72 leynilögreglumenn hafa unnið að rannsókn málsins nærri tvö ár, og hafa hlustað skipulega á hótelsíma bæjarins. Saksóknari ríkisins skýrir svo frá, að þegar hafi þrettán döm- ur verið handteknar fyrir „virka þátttöku" í starfseminni, og bú- izt sé við fleiri handtökum bráðlega. Saksóknarinn lét enn- fremur svo um mælt, að hinar þrettán væru „venjulegar hús- mæður“, sem illa hefði haldizt á heimilispeningum sínum og þvi kosið að drýgja þá á þenn- an hátt. rr Krafa Sovétríkjanna: Kýpurbúar eiga að vera sjáHráðir MOSKVA 7/2 — Krúst'joff sendi vesturveldunum í dag mótmælaorðsendingu, þar sem hann ásakar þau fyrir að standa í vegi fyrir því, að Makaríos forseti fái öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til þess að stilla til friðar á Kýpur. // 1 orðsendmgunni, sem hann sendi Bandaríkjunum, Bret- landi. Frakklandi, Grikklandi og Tyrklandi segir, að ástandið sem skapazt hefur á Kýpur geti vald- Frœðsluerindi Sósíalistaflokksins EINAR OLGEIRSSON talar um: Baráttuna fyrir þjóðfrelsi og framförum — og fyrir verkalýðshreyfingu og sósíalisma á ís- landi 1879 — 1918. Fyrra erindi sunnudaginn 9. febrúar í Tjamargötu 20, kl. 2 síðdegis. Félagar f jölmennið. Fræðsluráð sósíalistaflokksins ið alvarlegum átökum, sem nái lengra en til Kýpur. Engum dylj- ist að vesturveldin ætli að reyna að blanda sér inn í Kýpurmálið og senda þangað her. Sovétríkin geti ekki látið sig einu gilda hvemig málum sé háttað við austurhluta Miðjarð- arhafsins, svo skammt frá landa- mærum sínum. Ennfremur segir í orðsending- unni að ætlunin sé að þviiiga þeirri lausn málsins upp á íbúa Kýpurs, sem þeir geta ekki sætt sig við, í þeim tilgangi að láta Atlanzhafsbandalagið fá ítök á eynni. Gerízt áskrífendur DIDDVIUINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.