Þjóðviljinn - 08.02.1964, Side 4

Þjóðviljinn - 08.02.1964, Side 4
I 4 SlÐA ------------------------------------------- Gtgcfandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaílokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kiartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavðrðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 80 á mánuði. Viðreisnarsiðgæði íslendingar eru mjög önnum kafnir um þessar A mundir og vinnutíminn langur, en enginn starfs- hópur mun þó horfasf í augu við jafn óyfirstígan- leg verkefni og embættismenn ákæruvaldsíns. Naumast líður svo dagur að ekki sé skipaður nýr rannsóknardómari, yfirheyrsluplöggin hrannast upp á skrifstofum þeirra, og ekki er fyrr tekið til við eitt verkefnið en önnur kalla að úr öllum átt- um. Dómstólamir eru svo önnum kafnir, að þeir kveða aðeins upp dóma um lögbrot sem framin voru fyrir 'fjölmörgum árum, þannig að þeir sem brjóta lögin í dag verða naumast dæmdir í hæstarétti fyrr en einhvern Tíma undir aldamót. Og það eru engin úrhrök þjóðfélagsins sem mæta fyrir rann- sóknardómurunum, í þeim hópi má sjá svokall- aðar máttarstoðir þjóðfélagsins, háttsetta emb- ættismenn, virðulega forstjóra, framkvæmdastjóra og trúnaðarmenn hemámsflokkanna. 'jVTýjasfa rét'farrannsóknin a'f þessu tagi er tengd hernámsliðinu á Keflavíkurflugvelli, eins: og mörg önnur hliðstæð dæmi. Nokkrir íslendingar hafa að undanfömu setið í gæzluvarðha,ldi, grun- aðir um f járdrátt sem nemur óföldum miljónafúlg- um, ávísanasvik, skjalafalsanir og hverskyns mis- ferli annað. Svikin beindust ekki sízf gegn her- námsliðnu, enda tóku yfirmenn á Keflavíkurflug- velli þátt í þessum fjárdrætti ekki síður en lög- brotum Olíufélagsins h.f. á sínum tíma. En ís- lenzkar fjármálastofnanir koma einnig við þessa sögu, allt frá Framkvæmdabankanum til útibús- ins á Egilsstöðum. Er það raunar athyglisvert hversu greiðan aðgang allskyns misferlismenn virðast eiga að lánastofnunum þjóðarinnar, á sama tíma og aðrir þegnar þjóðfélagsins fá að kenna á hinum fræga lánsfjárskorfi. jl/fönnum verður að vonum tíðrætí um þessá stór- felldu grózku í svikamálum hjá þjóð sem til skamms 'tíma hefur verið talin flestum öðrum grandvarari. Ástæðunnar þarf ekki langt að leita. Sú kenning hefur nú verið boðuð af ofurkappi um sinn að gróðinn sé hreyfiafl þjóðfélagsins, fjár- munirnir hið eina eftirsóknarverða markmið, þeir menn fremstir sem safnað hafa mestum auði með öllum tiltækum ráðum; jafnvel landsréttindin hafa um skeið fyrst og fremst verið metin til fjár. Margskyns hömlur sem áður höfðu verið seftar af siðgæðissjónarmiðum hafa verið brotnar niður; bankarnir taka nú vexti sem kostuðu 'tukt- húsvist fyrir nokkrum árum; kaupsýslumönnum er nú frjálst að aðhafast ýmislegt það sem fyrir skemmstu var talið til freklegra lögbrota. Það er sannarlega ekki að undra þótt hinir áköfustu fjáraflamenn líti á lögin öll sem ósæmilegar höml- ur á frelsi einstaklingsins fil að sækja að hinu eina eftirsóknarverða markmiði, fjármununum. Hér birtist enn pinn sinni samhengið milli þjóð- félagsaflanna og siðgæðisins; þótt viðreisnin ha'fi brugðizt sem hagfræðilegt kerfi stendur sið gæði hennar sannarlega í fullum blóma. — m. btrtiW’.WNN Laugardagur 8 feb. r JSE3T -J /SS35P 4 Um henzíneyðslu og fleira □ Nú í kuldunum og þegar benzínið er ný- hækkað í verði, kæmi okkur vel að vélin í bílnum eyddi ekki meiru af bessum dýrmæta vökva en nauðsynlegt er. Ef við viljum fá sem bezta nýtingu förum við á stillistöð og fá- um vélina yfirfarna með öllum stöðvarinnar mælitækjum, en við getum líka reynt eitthvað sjálfir. Það er ráðlegt að láta stilla vélina eftir hér um bil 7.500 til 10.000 kílómetra keyrslu, með því móti fæst bezta benzínnýtingin og jafn- framt mesta orkan út úr vél- inni. Nú verður talið upp það sem átt er við þe?ar tal- að er um að stilla vélina eða gang hennar. Fyrst og fremst er stilling kveikju og hreinsun á plat- inum og stilling á þeim eða ef til vill skipti á olatínum og kveikjuþétti. Næst skulum við athuga kertin. Ef til vill eru þau orðin gömul og farin að slitna, en þá er bezt að fá sér strax ný kerti og setja þau í bíiinn. Afgreiðslumað- urinn í verzlunlnni getur flett upp hjá sér og sagt bér hvað bilið milli oddanna á kertinu á að vera mikið o ; auðvitað velur hann réttu kertin í bílinn fyrir þig. Allir fram- leiðendur bifreiðakerta senda sölustöðunum skrá um fram- leiðslu sína og hvaða númer og gerð er hagkvæmust í viðeigandi vélartegund og ár- gerð. Ef þú skiptir sjálfur um kertin, þarftu að muna að hreinsa vel öll óhreinindi, sand og annað þessháttar, sem kann að vera umhverf- is kertið bg þar sp'm 'það sit- ur í vélinni. Öll óhreinindi sem komast inn í strokkana geta. gtpr.skemmt og, iifið. bá að innan, þess vegna er þetta mjöe mikilvægt, og þegar þú ert búinn að brninsa i krin". þá er bezt að blása með loft- slöngu, eða loftpumpunni sem þú hefur i bílnum, vel og vandlega yfir kertastæðin. Þegar nýju kertin eru sett í, þá verðum við að muna eftir pakkningunni og varast að hún týnist þó erfitt og vont kunni að vera að kom- ast að isetningu kertanna. Það er sjálfsagt að athuga kertin sem tekin voru úr, ef til vill. eru þau e’-ki svo slæm að ekki megi hreinsa þau upp og nota þau i neyð- artilfellum, og auðvitað eru varakerti eitt af því sem þarf að vera í bílnum að stað- aldri. Um finstillingu á blönd- ungi er réttast að láta still- ingastöð annast ef svoleiðis fyrirtæki er í kallfæri, en bó getum við gert sitthvað fyrir hann. Umfram allt er nauðsynlegt að benzínið sem berst að blöndungnum sé sem hreinast. Við bensíndæl- una er i flestum tilfellum sigti sem tekqr við ryðflög- um og öðrum óhrelnlndum sem koma frá tanknum. Þetta sigti er eðlilegt að hreinsa sem oftast, þar safnast oft fyrir vatn úr bénzíninu, og ef eitthvað frystir að ráði, myndast benzínstifla og ef til vill springur gruggkúlan af frosti. Við sjálfan blönd- unginn eða í benzíninntak- inu er oftast einhverskonar sigti og er í mörgum tilfell- um hægt að hreinsa óhrein- indi úr því án þess' að rífa BlLAÞATTUR sjálfan blöndunginn í sundur, en ef gera skal fullkomna hreingerningu á blöndung, þarf að taka hann úr biln- um og rífa hann sundur stykki fyrir stykki. Við fáum mest út úr hverj- um benzínlítra með því að aka á meðalhraða. Benzín- inngjöf í rykkjum og hemlun á milli, vegna umferðarinnar eykur eyðsluna ótrúlega mik- ið og orsakar óþarfa slit á vél og bremsuborðum, vélin hitnar óþarflega mikið, og við spörum lítinn sem engan tíjjia með þessu móti. Ef at- hygli ökumannsins er vak- andi á umferðinni getur hann Þessi léttbyggði bíll er framleiddur af EMP verksmiðjun- um í Kaliforníu. Fiestir hiutar undirvagnsins eru frá Volks- wagenverksmiðjunum í Þýzkalandi, en bíllinn á mynd- inni er þó með Corvair-vél. Bíllinn er seldur í Bandarikj- unum á 1500 dollara og hámarkshraði með Corvair-vélinni er nm 170 km á klukkustund. hagað hraða bifreiðarinnar eftir aðstæðum og þarf ekki að nota hemla nema örsjald- an. Það ætti enginn að venja sig á það að gefa benzínið í botn þegar tekið er af stað eða umferðin gerir það mögu- legt, slíkt ber vott.um tauga- veiklun og óhemjuskap, og það getur orðið verra að venja sig af þesskonar öku- máta þegar einu sinni er bú- ið að temja sér hann. Akstur í lágu gírunum eykur benzínnotkun mikið. Undanfama daga hefur snjó- þæfingurinn á götunum hér í bænum fært mönnum heim sanninn um þetta. Auðvitað er sjálf.sagt að nota lægri hraðastillingu i ófærðinni, annars er hætta á því að við ofreynum vélina og kom- umst ekki leiðar okkar, en þegar færð og aðstæður leyfa notum við haerri hraðastig í akstrinum og. spörum ,þá benzínið um leið, en munum þó, að pína ekki vélina með hægum akstri i háum gír. Áuðvitað er nauðsynlegt að bíllinn sé í góðu lagi. Benzín- eyðslan eykst töluvert þegar vél og bifreið er ekki vel við haldið. Það er þess vegna nauðsynlegt að fylgjast vel með öllu því, sem orsakað getur aukna eyðslu og slitur dekkjunum, of mikill þrýst- ingur fer einnig mjög illa með dekkin og bíllinn verður óeðlilega hastur og leiðinleg- ! ur i akstri. Það er rangt að mæla loftþrýstinginn í dekkj- unum þegar komið er úr langferð, þá eru þau heit af |. núningnum og þrýstingurinn B töluvert hár. Rétt er að mæla - og rétta af þrýstinginn áður en farið er af stað eða við fyrstu benzínstöðina á leið- inni. Ég hef einu sinni séð í einn virðulegan borgara standa yfir tryllitæki sinu á köldum haustmorgni, bíllinn . - stóð þvi sem næst á felgun- I um. Hann hafði komið aust- J an úr sveitum daginn aður I og ekið nokkuð greitt, og ^ þegar hann kom heim á göt- una sína fannst honum bíll- inn hastur og datt í hug að það var orðið langt síðan hanp hafði beðið benzínaf- greiðslumanninn að mæla í dekkjunum. Þegar hann steig út, sá hann þó að ekkert dekk var sprungið, en tók þð fram loftmæli og mældi í dekkjunum, og sjá, það var ^ allt of mikið í þeim öllum. B Hann hleypti úr lo.fti og ' mældi þar til allt stóð sam- kvæmt forskriftinni og hugs- aði afgreiðslumanninum þegj- andi þörfina, en morguninn eftir rann upp fyrir honum ljós þegar hann sá afleiðing- ar verka sinna og mundi þá allt í einu eftir því sem hann hafði lært í barnaskól- . - anum um útþensluverkun af I völdum hita og samdrátt af | kulda. ! I ! ! Botnlag fiskiskipa og sjéslysin (vegna greinar í Þjóðviljanum 4. febr. 1964) 1 blaði yðar 4. febrúar ritar „skipstjóri” grein er hann nefnir „Er vfsindaleg bygging fiskiskipa aðeins blekking”? 1 grein sinni telur hann hina svoefndu sérfræðinga okkar „skipaverkfræðinga tvístíga á óhappabraut og sé um að kenna hugmyndaskorti, fram- taksleysi við tæknilegar og raunhæfar prófanir á nýjum gerðum skipa (módelum) og ekki síst að fara ekki rétt með hinn bóklega lærdóm” sem þeir hafa numið. Greinar- höfundur telur aðallega botn- lag skipanna þurfa breytinga við, en hann getur þess hins- vegar ekki nánar að hverju leyti botnlag íslenzkra skipa sé ónothæft. Nú er það svo, að langflest þau íslenzk fiskiskip, sem byggð eru erlendis i dag, eru teiknuð af erlendum skipa- verkfræðingum, en ekki ís- lenzkum, og fæ ég ekki séð að neinn reginmunur sé á botn- lagi þessara skipa, þegar fi heildina er litið. Það er mikill og virðist enn almehnur misskilningur að st.öðugleiki og sjóhæfni skipa sé prófaður á módelum f til- raunastöðvum. Þetta er mjög sjaldan gert, og er enn á algeru byrjunar- stigi. Danir hafa nú á annað ár unnið að prófun á einu sinna skipa í módeltanka eins og kunnugt er, og þeim próf- unum er enn ekki loktð. Það er enn sem komið er örðugleikum háð að framkalla í tilraunastöð þann óreglulega sjó, sem fyrir kemur á hafi úti. Hægt er að framkalla bylgju- kerfi með sömu stefnu, en brotsjóa og óreglulegan sjó er hinsvegar illkleift enn að eft- irlíkja. Tilraunastöðvar þessar fyrir skip eru fyrst og fremst byggð- ar til að reyna ganghraða skipa og orkuþörf. og finna bezta ganglag. Stöðugleiki skipa er hins- vegar reiknaður út fyrir skip- in. Þó hefir betta yfirleitt ekki verið gert fyrir fiskiskip til skamms tíma. Ný falenzk fiskiskip smíðuð erlendis hata verið reiknuð út samkvæmt kröfu í umburðarbréfi skipa- skoðunar ríkisins frá 5. des. 1962, og var Island fyrst Norð- urlandanna að gera slíkar kröfur. Greinarhöfundur segir að ýmsar merkar ábendingar og tillögur um gerð og hæfni skipa hafi borizt skipaskoðun- arstjóra frá reyndum sjómönn- um og öðrum, sem um þessi mál hafa hugsað, en honum hafi ekki þótt henta að láta rannsaka þær nánar, jafnvel hafi hann rangfært þær við yfírboðara sína af ótta við að viðurkenna að einhverju væri ábótavant i þessum efnum, sem öllum muni þó vera Ijóst. Ég verð að játa að mér er ekki ljóst hvað við er átt hér Til mín koma margir skipstjór- ar, sjómenn og útgerðarmenn, og ég veit ekki annað en að þeim hafi öllum verið tékið vel. Ég tel náið samst'arf við sjómenn og útgerðarmenn nauðsyn fyrir skipaskoðunina. og margar beirra ráðstafana skipaskoðunarinnar, sem gréin- arhöfundurinn telur fljótfæm- ishjal til að draga athyglina frá aðalorsökinni, eru einmitt ráðstafanir og ráðleggingar sem til eru orðnar vegna samræðna og álits mikilsmet-'nna starf- andi skipstjóra og sjómanna. Eina tillagan um breytt lag skipa, sem komið hefur til um- sagnar m'nnar. var sú hug- mynd að smíða fiskiskip sem tvíburaskip, þannig að tveir skipsskrokkar venjulegir væm samfestir hlið við hlið til að auka stöðugleikann. Væri skip- ið þá með tvo kili og tvær vélar. Hér er raunverulega um það að ræða að auka breidd skips- ins, og það er að sjálfsögðu al- kunna, að aukin breidd eykur stöðugleika, en breidd má vel auka á skipi án þess að byggja tvo skipsboli saman. Mjög mikil breidd hefur hinsvegar önnur neikvæð áhrif, sem of langt mál yrði að fara út í hér. Framhald á 8. síðu. Eftir Hjálmar R. Bárðarson, skipaskoðunarstjóra á

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.