Þjóðviljinn - 08.02.1964, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 08.02.1964, Qupperneq 7
Laugardagur 8. febrúar 1SS4 ÞJÖÐVIUINN SÍÐA 7 nyr osigur DanaariK/anna í viðureigninni við Kúbu samboðið hugmyndinni, að setja það ofan á Surt, því þar gætu bæði sæljón og náskötur sveimað í kringum, á eðlilegan hátt, og gólað með sínum æðsta presti, eins og með- mælendur hins fyrirhugaða húss gera nú. Þakið gæti verið handa þyrlu, svo að alifuglam- ir gætu flogið miili lands og, eyjar. Fela svo Efra-falli í Þorláks- höfn verklegar framkvæmdir, því að ekki er hætt við öðru en það slái þá sín hraða-met og hæða-met í kostnaði. Annars væri það dálítið kát- legt, að þuria að fara yfir læk- inn til þess að ná í vatn. eða austur yfir fjall til þess að fá hæfa menn til yfireyðslu á fjármunum, því að þelr munu vera mjög nærtækir hér á möl- inni, þó ekki sé farið lengra en inn á gasstöðvarlóðina sálugu, þar sem velvirðingin á að hafa sína þjóna og alla fyrir- greiðslu. svo að hátt uþpi menn komist í kjallarann eða f stjórnarráðshúsið. Það er mikið rætt og ritað um krabbamein nú tll dags, en væri það nokkuð ljótt, að líkja ráðhússhugmyndinni við slíkt Framhald á 8. siðu. Máninn glottir Iðnaðarmaður hefur sent eft- irfarandi: — Við, sem búið höfum í þessum bæ í fimmtíu ár eða lengur, breytt honum í borg og unnið að þvi hörðum hönd- um, numið hér í skólum og skemmt okkur í Iðnó, Bárunni og Gúttó, gengið Vonarstræti með höfuðið full af fleygum vonum, horft þaðan suður yfir tjömina iðandi af fuglalffi á sumrin, en af mannlífi á vetr- um, þar sem fjörmikil æska lék á skautum, getum rifjað upp margar minningar. Sumar að vísu ærið þungbúnar, en aðrar bjartar og fagrar, eins og t.d. kvöld eitt á tjöminni, þeg- ar karlakórinn 17. júní kom frá æfingu í Bárunni og gekk út í hólmann og tók þar lag- ið, og söng þar meðal annars, Máninn hátt á himni skín, en kafrjóð æskan, hlaðin óræð- um kenndum, sveif þar í kring, á hálum ís. og loftið titraði af fögnuði. Nú er komið annað upp á teninginn, gamlar myndir að hverfa. Báran horfin, og Iðnó og Gúttó eiga að fara sömu leið, og Vonarstræti á að verða ráðhústorg, með alþingishúsið á aðra hlið, en kassagerðar- kastala á hina, sem minnir helzt á vöruskemmuhlaða, lág- kúrulega hugsaðan, höfuðlaus- an og höfundar, því enginn einn hefur þá lilju ort. sem þar á að vaxa upp úr forinni, þar sem allt vantar ofan á, sem hægt er að líta upp til. En bíðum við, það skyldi þó ekki henda, þegar stundir líða fram, að einn eða annar af ráðgjöfum borgarinnar lendi þar út á þekju, eftir vel heppn- aða veizlu niðri í kassanum, og færi að kyrja sálminn, Sjá hér hve illan enda, og stein- runnið sæljón stúdentanna. myndi þá stara upp frá torg- inu. Máninn glottir. En þurfi endilega að byggja ráðhús úti í tjöm, þá væri það Kúbustjórn nú yfir gjaldeyris- varasjóði sem talinn er nema um 100 milljónum dollara. Þess er því ekki lengur kraf- izt að Kúbumenn greiði út í hönd vörur sem þeir kaupa frá auðvaldslöndum, heldur njóta þeir sama lánstrausts og hvei annar viðskiptaaðili á alþjóða- markaði. Leyland Motors í Bretlandi seldi til dæmis Kúbu- stjórn f jögur hundruð og fimm- tíu strætisvagna og lánaði and- virðið til fimm ára, Banda ríkjastjóm brást reið við og kvað söluna tilræði við sig, en forstjóri Leylands gerði ekki annaö en hæðast að henni, kvaðst eiga bágt með að trúa því að strætisvagnar frá fyr- irtæki sinu þótt góðir væru reyndust nothæfir til innrásar í Bandaríkin. Fyrir byltinguna var mestöll utanríkisverzlun Kúbu við Bandaríkin, og olli því við- skiptabann Bandarikjastjómar Kúbumönnum þungum búsifj- um fyrst í stað. Við það bætt- ist að Kúbumenn ætluðu sér ekki af, réðust samtímis i al- hliða framkvæmdir í iðnaði og landbúnaði án þess að uppfyllt væru skilyrðin fyrir að margt af því sem gert var kæmi að gagni, svo sem að kostur væri á sérmenntuðu starfsfólki og innflutningur hráefna væri í reynd hagkvæmari en innflutn- ingur fullunnins vamings. Syk- urreyrsræktin, táknið um ein- hæfa framleiðslu sem gerði þjóðina háða Bandaríkjunum. var vanrækt með þeim afleið- ingum að framleiðslan minnk- aði og þar með gjaldeyris- tekjur. Castro og Guevara iðn- aðarmálaráðherra hafa í ræðu og riti gert grein fyrir mis- tökunum sem gerð voru ng hvað af þeim megi læra. Nú er stefnt að þvi að stórauka sykurframleiðsluna á ný, helzt svo að Kúbumenn geti ráðið mestu um sykurverð á heims- markaðinum. í yfirliti New York Times um efnahagsmál i Ameríkuríkjum um síðustu ára- mót er dregið í efa að hinar nýju áætlanir séu raunhæfar, en viðurkennt að horfumar fyr- ir atvinulif Kúbu séu nú betri en nokkru sinni síðan 1959, brátt fyrir gífurlegt tjón af fellibylnum í haust. Á síðasta ári seldi Kúba sykur fyrir 300 milljónir dollara á frjálsum Uppskcruvinna á sykurekrum Kúbu. iu.. jouliun á aðaltorgi Havana á þjóðhatíðardaginn, afmælisdag byltingarinnar. Bandariskur skriúdrekl i herstöðinni Guanlanamo á Kúbu. Með þvingunarsamningi árið 1903 sölsuðu Bandaríkin undir sig fiotahöfn þessa „um aldúr og ævi“. markaði auk þess sem fer til sósíalistísku landanna í vöru- skiptum, og búið er að gera samninga um sölu á millj- ón tonnum af framleiðslu þessa árs fyrir gott verð. Hið bandaríska blað skýrir einnig frá því að árangur af viðleitni Kúbumanna til að gera landbúnaðarframleiðsluna fjölbreyttari sé farinn að koma í ljós. Á það bæði við um mat- jurtarækt og búfjárafurðir. „Enda þótt matvæli séu enn skömmtuð, ber flestum óvil- höllum frásögnum saman um að ekki sé um neitt hungur að ræða á ejmni .... þrátt fyrír það mikla tjón sem fellibylur- inn Flóra olli síðastliðið haust.“ (New York Times 23. jan) 1 grein sem Tad Szúlc, sérfræð- ingur sama blaðs í málum Rómönsku Ameríku. skrifaði viku síðar er látin í ljós sú skoðun að byltingarstjóm Kúbu sé nú komin yfir örðugasta hjallann bæði innávið og útá- við. „Háttsettir embættismenn Bandaríkjastjómar játa í einkaviðtölum að viðskipta- bann Bandaríkjanna á Kúbu er í raun og veru farið út um þúfur,“ segir Szulc. Spánn hef- ur samið um kaup á 200.000 tonnum af sykri frá Kúbu á þessu ári og samningar standa yfir um skipakaup Kúbumanna f stórum stfl þar í landi, bseði Hollendingar munu kaupa 100.000 tonn af sykri frá Kúbu í ár og Japan og Marokkó hvort um sig um 300.000 twnru Á döfinni eru stóraukin við- skipti Frakklands og Kúbu. Það vakti athygli að í nýárs- móttöku de Gaulle Frakklands- forseta fyrir sendimenn er- lendra ríkja tók hann engan annan en sendiherra Kúbu á einmæli. Szulc segir að lokum: „Mikið af þeim árangri sem (Kúbu- stjóm) hefur náð stafar af því að það álit að Castro-stjómin eigi framtíðina fyrir sér breið- ist sífellt út. Margir sérfræð- ingar ríkisstjómarinnar hér (í Washington Ats. Þjóðv.) eru þessu áliti samþykkir þegar rætt er við þá einslega og sama máli gegnir um fjölda kúbanskra útlaga. Þeir segja að stjóm Castros sé að festa sig svo myndarlega í sessi að vera megi að 1964 sé síðasta árið sem nokkuð þýði að reyna að steypa henni af stóli — ef Bandaríkin ákveði að gera það. Bandaríkjastjórn er því kom- in í slæma klípu. Hún hefur bæði áhyggjur af virðingunni sem Kúba er að ávinna sér í heiminum og áframhaldandi undirróðri hennar í Rómönsku Ameríku, en gerir sér jafn- framt ljóst að ekkert minna en bandarísk innrás er líkleg til að duga til að kollvarpa stjóm Castros.“ M.T.Ó. n 1 f Hfl 1 II II HNDI Bandaríkjafloti má nú taka upp vatnsflutning til setuliðs- ins í herstöðinni Guantanamo austarlega á suðurströnd Kúbu. en þangað er um þúsund kíió- metra sjóleið frá meginlandi Bandaríkjanna. Kúbustjórn lét loka fyrir vatnsleiðslumar til herstöðvarinnar þegar banda- rísk alríkisyfirvöld framseldu 38 kúbanska sjómenn ’fylkis- yfírvöldunum í Flórída svo þau gætu höfðað mál á hendur þeim samkvæmt fornfálegum lagaákvæðum um refsingu út- lendinga sem ræna náttúru- gæðum fylkisins. Meðferð bandarískra stjómarvalda á meintu landhelgisbroti kúb- önsku skipshafnanna þriggja getur ekki haft annan tilgang en efna til nýrra illdeila við Kúbu, en óvenjulítið hefur ver- ið um árekstra milli nágranna- ríkjanna síðusbu mánuði. Hand- taka sjómannanna og málatil- búnaður á hendur þeim, á þá lund að vist í bandarísku fangelsi vofi yfir hverjum og einum, miðar að því að tor- velda framkvæmd fyrirætjpna Kúbumanna um stórauknar fiskveiðar á miðum umhverfis eyna. Herskip bandarisku strandgæzlunnar eiga að sjálf- sögðu allskostar við kúbönsicu fiskibátána, og fylkisdómstóll í Flórída er ámóta líklegur til að líta óhlutdrægt á málavexti þegar Kúbumenn eiga í hlut og hliðstæð stofnun í Mississippi er gjöm að hjálpa svertingja að ná rétti sínum gagnvart hvítum manni. Loforði Kennedy heit. í Kúbu- deilunni í hitteðfyrrahaust um að Bandaríkin skyldu ekki framar reyna innrás á Kúbu fylgdu yfirlýsingar um að unn- ið skyldi ósleitilega að því eft- ir öðrum leiðum að kollvarpa Fiedel Castro og byltingar- stjóm hans. Fangaráðið til að koma hinum óstýrilátu Kúbu- mönnum á kné átti að vera einangrun lands þeirra írá við- skiptum og samgöngum við Bandaríkin og öll þau lönd sem nokkurs meta vilja stjórn- arinnar í Washington. Banda- ríkjastjóm er að sjálfsögðu innan handar að banna sínum eigin þegnum að verzla við Kúbu og eiga önnur samskipti við Kúbumenn, enda hefur það verið dyggilega gert. Fang- elsi og aðrar kárínur vofa yfir hverjum Bandaríkjamanni sem gerist svo djarfur að heim- sækja Kúbu, og þótt svo eigi að heita að matvæli og lyf séu undanþegin banni við útflutn- ingi bandarískrar vöru til Kúbu hafa stjórarvöldin í Washington á ýmsan hátt torveldað líkn- arstofnunum að rétta hjálpar- hönd þeim hundruðum þús. Kúbumanna sem urðu fyrir bú- sifjum af hamförum fellibyls- ins Flóru síðastliðið haust. Oðru máli gegnir um flesta bandamenn Bandaríkjanna. Þeeir taka ekki till't til Kúbu- meinlokunhar bandarísku. Þeg- ar Bandaríkjastjórn reyndi á síðasta ári að beita erlenda skipaeigendur þvingunum til að stöðva siglingar til Kúbu, héldu siglingaþjóðir Vestur- Evrópu ráðstefnu að frum- kvæði Breta og bundust sam- tökum til vamar siglingafreLsi. Undanfama mánuði hafa við- skipti vinaríkja Bandaríkjanna í ýmsum heimsálfum við Kúbu aukizt ört. Þar eiga eikum hlut að máli Vestur-Evrópu- ríkin Bretland. Frakkland, Spánn, Holland og Svíþjóð og Japan í Asíu. Verðhækkun á sykri á heimsmarkaðinum hefur fært Kúbu stórauknar gjaldeyristekjur og ræður

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.