Þjóðviljinn - 08.02.1964, Síða 8

Þjóðviljinn - 08.02.1964, Síða 8
g SÍÐA MÖÐVILJINN Laugardagur 8. febrúar 1964 MikEir erfiðleikar í búskap á Hérali siBastliðin tvö ár Greinargerð með tillögum er samþykktar voru á bænda- fundi, sem haldinn var 31. jan. 1964 á Egilsstöðum, og áður hafa verið birtar hér í blað- inu: — Við sem kjörnir vorum til að undirbúa þennan fund, töldum að rétt mundi vera að gera nokkra grein fyrir við- horfum í landbúnaði hér á Héraði eins og þau eru um þessar mundir. Við töldum rétt að hafa til hliðsjónar þau tvö síðastliðnu ár, sem valdið hafa miklum erfiðleikum í búnaði hér um slóðir, en það eru árin 1962 og 1963. Vorið 1962 var erfitt hér um slóðir, og mátti segja að það kaemi aldrei í eiginlegum skiln- ingi. Kuldatíð og gróðurleysi hélzt mestan hluta júní sem kunnugt er. Kal í túnum var mikið og olli því að heyfengur varð þriðjungi til helmingi minni en í meðalári og sumir fengu sáralítið af túnum sín- um. Sumarið var óhagstætt til heyskapar á köflum og nýting því misjöfn. Um miðjan sept- ember gerði hörku frost svo kartöflur eyðilögðust í görð- um. Kom lamaðist af frosti og jarðargróður sölnaði í fyrra lagi. Mikið hvassviðri geisaði um það ieyti sem koraþresking átti að fara fram, oa urðu bændur fyrir gífurlegu tjóni af völdum þess. 14. júní gerði afspymuveð- úr af austri og síðan norð- austri, með gífurlegri úrkomu. Snjór var þá mikill í fjöll-' um. Ár hlupu fram og smá- lækir urðu sem beljandi flaumur. Vatnið flæddi um jörðina og skolaði kartöflum úr görðum, stórskemmdi sáð- sléttur og áburður rann til þar sem beitt hafði verið. Fén- aður fórst í árgiljum og grafn- ingum og á sléttlendi úti á Héraðinu. Það veit því enginn í raun og veru hve mikið tjón hlauzt af veðri þessu. Laust fyrir veturnætur brast á austan og síðan norð-austan afspymuveður með gífurlegri fannkomu og olli talsverðu tjóni á fénaði og skapaði erf- iðleika. Það sem að framan er sagt olli því að margir urðu að lóga fénaði og naútgripum, sem ætlað var til viðhalds og aukningar bústofni, og sumir lóguðu öllu fé. Fóðurbætisgjöf varð mikil um veturinn og vorið 1962, sem sogaði bændur niður fjár- hagslega. Þetta ár varð því mjög erfitt landbúnaði hér um slóðir og liggur enn óbætt hjá garði. Árið 1963 varð mjög óhag- stætt á Héraði. Vorið var kalt fram að mánaðamótum maí- júní, kalið minnkaði ekki og óx víða. Háarvöxtur varð rýr vegna kulda. Kartöflur brugð- ust vegna þess að kartöflugras féll laust eftir mitt sumar. Kom náði ekki þroska vegna kuldatíðarinnar. Sumarið varð því óhagstætt bændum hér um slóðir, og varð cnn tii að þyngja róðurinn. Þessi ár samanlögð hafa því gert það að verkum að mjög hallar undan fæti fyrir bænd- um og búaliði hér um slóðir. Þeim er því ekki unnt að greiða af lánum og standa straum af skuldbindingum sín- um nema annað komi til. Þar sem þessum málum hefur ver- ið hreyft hér á bændafundum á þennan veg, þá þótti hlýða að reifa þessi mál í viðurvlst þingmanna kjördæmisins og freista þess að vekja athygli almannavaldsins á þeim vanda sem við er að etja. Botnlag fískiskipa Framhald af 4. síðu. Ekki fæ ég séð hvaða rang- færslur eru f þessu sjónar- miði og víst gr það, að það er ekki af ótta vi<\ eitt eða neitt að ég taldi ástæðulaust að rannsaka frekar þetta tyþfalda skipa-botnlag. Væri fróðlegt að fá upplýst hjá greinarhöfundi ---------------------------(S Dauðadómar í Tyrklandi ÁNKARA 5/3 — Tyrkneska þingið staðfesti á þriðjudag dauðadóm yfir Talat Aydemir, fyrrum ofursta í tyrkneska hern- um, svo og tveim liðsforingjum öðrum, sem tóku þátt í hinni misheppnuðu uppreisn í maí í fyrra. 1000 manns missa heimili sín BUENOS AIRES 5/2 — Um það bil eitt þúsund manns misstu heimili sín er eldur kom upp í fátækrahverfi fyrir utan Buen- os Aires á þriðjudag. Þetta er fjórði braninn í fátækrahverfum borgarinnar síðan um áramót. hvaða ábendingar það eru sem hann gerir að umtalsefni í grein sinni. Ef það er áhugi hans að kynna sér nánar þau atriði tíl aukins öryggis, sem gerðar hafa verið ráðstafanir út af, eða eru í athygun, þá er hann velkominn til viðræðna við mig, og mun ég fúslega láta honym í té þau umburðarbréf og önnur atriði þessu máli varðandi, svo að hann hafi tök á að mynda sér skoðun um þetta mál af eigin reynd. Ég tel engar líkur benda til þess. að botnlag síldveiðiskip- anna valdi einkanlega sjóslys- unum undanfarið. Sístækkandi nót í nótakassa á bátapalli, kraftblökk og ofhleðsla og van- hleðsla skipanna í misjöfnum veðrum eru ásamt fleiri at- riðum helztu ástæðumar. Nýju reglurnar um hleðslu- takmörk skipanna á vetrar- síldveiðum ásamt nokkrum fleiri atriðum reglnanna eru eflaust spor í áttina til aukins öryggis, en vera má að regl- umar þyrftu að ná til enn fleiri atriða. Reykjavík 4. febrúar 1964 hjAlmar r. bArðarson. Trésmiðir og verkamenn óskast nú þegar, mikil og löng vinna. Upplýsingar í síma 16298 milli kl. 5 og 7. Byggingafélagið Brú h.f. Það hefur ekki verið háttur bændastéttarinnar að kveina og kvarta og er ekki enn. En við litum svo á að þar sem | við liggur, að heil byggoarlög hér geti farið í eyði vegna náttúruhamfara, að velferð' þessa héraðs geti á því oltið að skjótt verði brugðið við til bjargar hér heima og að heim- an. Því ieggjum við þetta mál fyrir þennan fund til umræðu og ályktunar og teljum, að þar ] sem alþingi og ríkisstjórn hefur þessa dagana fjallað um frumvarp til laga til bjargar togurum og frystihúsum og raunar fleiri þáttum í atvinnu- lífinu, þá teljist það líka skylda að koma landbúnaðinum til hjálpar er hann verður að bera einn sínar byrðar á hverju sem gengur. Því er óhætt að treysta að bændur og sveita- fólk fer ekki fram á stuðning frá almannavaldinu að ástæðu- lausu. Það ætlast aðeins til þess að elzti, reyndasti og annar mikilvægasti atvinnu- vegur þjóðarinnar fái að njóta sannmælis og þeirra réttinda að vera metinn að verðleikum og fái sinn hlut til aukinnar hagsældar, og viðurkennt sé að iandbúnaðurinn sé hinn nauðsyolegasti þáttur í upp- eldi þjóðarinnar. Við viljum að síðustu minn- ast á þrjú atriði sem vert er að í'huga í sambandi við þenn- an fund. Hér á Héraði þarf að ieggja rafmagn og hraða því sem mögulegt er. Við sem höf- um þegar fengið þau þægindi getum ekki á það horft að meginið af bændabýlum hér, sitji í myrkrinu meðan aðrir ylja sér og rijóta þcirra þæg- inda sem raforkan veitir. Vegi þarf að leggja upp um ailt Hérað svo greiðar sam- göngur verði frá öllum hrepp- um þess. Á vegum bændafé- lagsins er starfandi iðnaðar- nefnd sem. skilaði áliti á fundi í vetur leið um nauðsyn þess að komið yrði upp iðnaði hér í Egilststaðakauptúni og raun- ar víðar um Austurland. Þetta mál er svo mikilvægt fyrir byggðirnar að ekki má drag- ast úr hömlu að af fram- kvæmdum verði. Á því getur oltið hvort við höldum búset- unni eða ekki. Við getum ekki haldið í við hina miklu kraftblökk við Faxaflóa nema við þjöppum okkur saman um það sem leysa þarf hér heima. Þessvegna er okkur nauðsyolegt að þessi fundur sýni samhug og sam- stillingu um þau mál sem við hljótum öll að vera sammála um, þá er meiri von um árang- ur. Það er mikils virði að þingmenn kjördæmisins séu hér meðal okkar, svo þeir geti heyrt hvað við höfum fram að færa. Þess vegna er það áríð- andi að þær tillögur sem héð- an verða sendar séu þannig úr garði gerðar að þeim sé falið í sameiningu að koma þeim á framfæri og láta þær verða að veruleika. Við verðum sámt að vera á verði og láta ekki und- an síga. Þessi fundur nægir ekki einn, hann gæti aðeins orðið vegvísir að því hvernig okkur beri að vinna að mál- um framvegis. Látum samstöðu og sam- heldni marka afstöðu okkar til málefnanna. Þannig vinnum við bezt að því að byggðarlög okkar blómgist og blessist. Við erum í varnaraðstöðu eins og er, en höfum ekki tapað leikn- um. Nú er að sækja fram og sigr- ast á erfiðleikunum, það getum wið gert ef við stöndum sam- an um málefni byggðarlag- anna. f undirbúningsnefnd bænda- fnndar Fljótsdalshéraðs 31. jan. 1964 Einar O Björnsson JAhann Magnússon ftfurður MagnússMi 15. apríl 1957 kom með • flugvél til landsins einn kassi, sem innihélt stálhringi. Á farmskírteini var viðtak- andi greindur vamarliðið. Ekki upplýstist af hvaða við- skiptareikningi félaganna fyr- ir vestan vara þessi hafði verið greidd. Tollverðið var metið kr. 305.00. Aðflutn- ] ingsgjald kr. 100.00 og leyfis- ] gjald kr. 1.00. Á tollinnflutn- j ingsskýrslunni var vamarlið- i ið skráður innflytjandi. Tollinnflutningsskýrslan er | dagsett 26. apríl 1957 og und- ] irrituð af einum verkstjóra Hins íslenzka steinolíuhluta- félags á Keflavíkurflugvelli. Á skýrslunni stendur, að varan sé tollfrjáls skv. vamarsamn- ingi. Með m.s. Goðafossi frá • Ameríku, 21. júní 1957, kom sending, einn kassi merktur á farmskírteini vam- arliðinu sem viðtakanda. I kassanum voru hlutar á á- fyllingarbíl, þ.e. vegna benz- ínafgreiðslubíla Hins íslenzka steinolíuhlutafélags á Kvíkur- velli. Verðmæti sendingarinn- ar að innkaupsverði nam $ 227.59 og var greiðslan innt af hendi úr reikningi 4138. Tollverðið hefði átt að nema kr. 3.747.00 og aðflutnings- gjald kr. 2.059.00 og leyfis- gjald kr. 35.00. Á tollinnflutningsskýrslu var vamarliðið skráður inn- flytjandi. Skýrslan er dagsett 21. júní 1957 og er gefin út í nafni vamarliðsins af ein- um starfsmanni Olíufélagsins hf. Með m.s. Tröllafossi, sem • kom til landsins 31. ágúst 1957, kom einn kassi. sem á farmskírteinin var merktur vamarliðinu sem viðtakanda. I kassa þessum voru tengi- hlutar fyrir benzinafgreiðslu- bíla Hins íslenzka steinolíu- hlutafélags á Keflavíkurflug- velli. Innkaupsverð nam S 344.30. Greiðslan kom af reíkningi 4138. Tollverðið hefði átt að vera kr. 5.657.00, aðflutningsgjald kr. 3.103.00 og leyfisgjald kr. 53.00. Toll- innflutningsskýrslan með sendingu þessari er dagsett 4. október 1957. Þar er skráð, að vamarliðið sé innflytjandi. Skýrslan er óundirrituð. 9Með m.s. Goðafossi 16. • október 1957 kom kassi, sem á farmskírteini var merktur vamarliðinu sem viðtakanda. í kassa þessum voru hlutar í benzínaf- greiðslutæki. Innkaupsverð nam $ 288.26 og var greitt af reikningi 4138. Tollverðið hefði átt að nema kr. 4753.00, aðflutningsgjald kr. 2608.00 og leyfisgjald kr. 45.00. Á tollinnflutningsskýrslunni sem dagsett er 18. 10. 1957, er vamarliðið talinn innflytj- andi. Skýrslan er gefin út í nafni varnarliðsins og undir- rituð af einum starfsmanni Olíufélagsins hf. og Hins ís- lenzka steinolíuhlutafélags. Með m.s. Tröllafossi, o sem kom til landsins 12. febrúar 1958, kom send- ing, sem í farmskírteini var merkt vamarliðinu sem við- takanda. Voru þetta 33 kass- ar af ísvamarefni og 151 kassi af bílafrostlegi. Eftir tollseðli að dæma, sem fylgdi vörunni úr Reykjavík til Keflavíkurflugvallar, hafa kassamir af isvamarefni ver- ið 32 og því virðist einum of mikið í lagt i ákæru að þessu leyti. Innkaupsverð sending- arinnar allrar nam $ 1517.22. Kom greiðslan fyrir sendingu þessa úr hinum almenna reikningi Olíufélagsins hf. hjá Esso Export Corporation, 6076. Tollverðið hefði átt að vera kr. 29.240.00 og aðflutn- ingsgjöld kr. 51.499.00. Áfram er haldið upptalningn á einstökum ákæruliðum kaflans sem fjallar um ólöglegan innflutning. í dag verður sagt frá 5 slíkum liðum, en síðan sleppt þremur ákæruliðunum sem eru svipaðs efnis og á morgun tekið aftur til við frásögnina og þá byrjað á 14. tölulið þessa sjöunda kafla héraðsdómsins. Lykillinn að dyrum Kína Framhald af 6. síðu. insins í Pekíng. Gamla Kína var sokkið í svaðið. Með falli síðasta Mansjúkeis- arans var blaði flett í sögu Kína. E3íki eingöngu, að dag- ■ ar keisaraveldisins væru tald- ir, heldur lauk einnig um þetta leyti baráttu Evrópu- ríkjanna um Kína. Árið 1914 hófst heimsstyrjöldin fyrri; og að henni lokinni fékk Evrópa nóg að gera við að bæla nið- ur byltinguna, sem knúði dyra í álfunni. Evrópurikin áttu fullt í fangi með að halda í nýlendur sínar í Asíu hvað þá að þau hyggðu á frekari landvinninga. Banda- ríkin voru upptekin af Japan, svo að Kína féll nokkuð í skuggann. Ástandið var frem- ur óöruggt í Evrópurikjunum þar sem borgarastyrjaldir voru tíðar, og þar af leiðandi lögðu þau ekki út í glæfraleg fyrirtæki, og þótt Bandaríkin væru vel stödd fjárhagslega, kom það við pyngjuna að þurfa að aðstoða Evrópuríkin í viðleitni þeirra til þess að koma jafnvægi á efnahaginn. I sögu Kína frá stríðslok- um 1918 og fram til 1948, þegar öreigabyltingin varð, ber mest á innanlandsátökum og átökunum við Japan. Ev- rópa féll í skuggann. En Evrópa var ekki gleymd! Þegar alþýðustjómin komst á í Kína komst í fyrsta sinn í tæpa öld á innanlandsfriður. Það liðu ekki nema tæp 10 ár, þangað til draumurinn um ,,Miðríkið“ skaut upp kollin- um á ný. Og þar með vaknaði gamla kenndin um óréttlæti útlendinganna á ný — Kín- verjar höfðu ekki gleymt árás ..útlendu diöflanna". Margir hafa bent á. að milli sögu Kínverja og deil- unnar við Sovétríkin sé beint samband. Þetta er að vísu ekki mikilvægasta ástæðan, en þó þess virði að tekið sé tillit til hennar. Deilumar á milli og óhentugasta. Sé sú kenning rétt. sem sögð er f Lilju Eysteins, að varði mest til allra orða að undir- staðan rétt sé fundin, bá er hinni djörfu hugmynd um Hallgrímskirkju vel borgið, en öðru máli gegnir um Ráðhús- hótelið tilvonandi. Nú er vinnu Bakkabræðra, nei ég meina arkitektanna, lok- ið við ráðhúshugmyndina. og er þvf mjög aðkallandi að huga að öðru verkefni handa þeim að glíma við, enda hefur snjölj hugmynd skotið hdd kollinum. sem sagt sú, að koma f veg fvrir að HallgrímsMrk-ia bækki um of. Vinna að bvf fvrir onkkrar milli nðp svn b’n næstn f"M 1 ár. Gvrr r>1 va»-. ? rf CPP- staklega fvrir aneum að finna nýtt nafn á höfundinn, sleppa Sovétríkjanna og Kína er ekki unnt að skýra, nema með því að líta á þær frá sem flestum hliðum og þá einnig þessari. urendann, því að þá verður það orðið úrelt gaman, að skreppa inn á Borgina til þess að huga að glasi. -< Góðir samborgarar! Vinnið að þvf af öllum kröftum að mótmæla og koma í veg fyrir að þetta tjamaræfintýri yerði að veruleika. Iðnaðarmenn hafa þá áður farið f verkfall, þó beir neiti að leggia hönd að bví verki, að grafa siö hæðir niður. áður en komið or niður á fast og und- írstaðan fundin. Leirskáld sem ort hafa þessa lönguvit.levsu. hverfa. eins og kollegar bafa gert. og Gúttó má bvorfp htin er nú bvort sem er 4 lejö að rísa "npi á Skólevn»';'">'olti, o7i lát- ið tjömina vera Iðnaðarmaður. <5--------------------------- Máninn glottir Framhald af 7. sfðu. mein, því varla er hugsanlegt, að reyklausir menn hefðu gert þá skyssu, svona óvart, að lenda með heilt ráðhús beint út í blávatnið, dómgreindarlaust. Einu sinni fannst dauður köttur f tjöminni, það kostaði ekkert að draga hann upp úr. því að hann var bara látinn vera, er sjálfsagt orðinn að botnfalli. eins og fleira sem þar er. En það kostar meira að byggja hús í tjöminni, jafn- vel þó að kattarbeinin yrðu nothæf sem undirstaða. En hvað gerir það til, fyrst hinum vísu herrum hefur tek- izt að finna lægsta blettinn í bænum, endilega þann lægsta t.d. guð úr Guðjón, og kalla hann bara Jón eða ójón. Breyta sæljóninu í heypoka handa þar til verðugum presti að messa í. Stúdentum þelm sem þá lifa, mun áreiðanlega takast að teikna mynd af þvi milljónaverki, til verðugrar dýrkunar afkomendum þeirra hjúa og gamalmenna, sem lof- syngja nú hina látlausu og lág- kúrulegu, fyrirhuguðu bygg- ingu í tjöminni. Ef til vill fá þeir líka vinnu við að teikna nýtt þinghús f hinum enda tjamarinnar, og gondol til þess að hægt sé að róa á milli höfuðóðalanna þeg- ar þingfundum er lokið. og hótelsalurinn opinn, við norð-

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.