Þjóðviljinn - 19.02.1964, Blaðsíða 1
I
Bandaríkjastjórn sviptir
bandamenn hernaðaraðstoð
Sjá síðu Q
íslendingar fái full
umráð yfir landgr.
[]] Fiskiþing 1964 sem staðið hefur yfir hér í Reykjavík
að undanförnu hefur gert tvær ályktanir varðandi land-
helgismál íslands. í annarri ályktuninni er skorað á Al-
þingi og ríkisstjórn að vinna að því að íslendingar öðlist
full umráð yfir öllum fiskveiðum á landgrunninu en í
hinni ályktuninni er skorað á sömu aðila að láta fara fram
athugun á því að fækka grunnlínupunktunum þannig að
hún verði sem beinust miðuð við yztu annes.
X. — „27. Fiskiþing haldið í
Reykjavík í febrúar 1964 lýsir
ánægju yfir því að í næsta mán-
uði öðlast íslendingar fulla lög-
sögu yfir 12 míl” fiskveiði-
svæði umhverfis landið. Jafn-
framt vill Fiskiþing lýsa yfir
því, að það telur tólf ,úna fisk-
veiðilögsögu aðeins áfanga að
því takmarki að íslendingar öðl-
ist full umráð yfir öllum fisk-
veiðum á öllu landgrunninu. Því
vill Fiskiþing skora á Alþingi
og ríkisstjórn að láta ekkert
tækifæri ónotað til að hrinda
því máli áleiðis."
II. — „Fiskiþing beinir þeirri
eindregnu áskorun til ' Alþingis
og ríkisstjórnar, að nú þegar
fari fram athugun á því að
fækkað verði grunnlínupunkt-
um, frá því sem nú er, með það
fyrir augum, að grunnlínan
verði sem beinust miðað við
ystu annes og sker.“
FJÖLSKYLDUBÓTA-
HÆKKL’NIN FELLD
★ Frumvarpið um hækkun á bótum almannatrygginga var af-
greitt sem lög frá Alþingi í gær að lokinni 3. umræðu í efri deild.
★ Frumvarpið gerði ráð fyrir hækkun á öllum bótum almanna-
trygginga nema fjölskyldubótum. Alfreð Gíslason bar fram breyt-
ingartillögu um að frá 1. janúar skyldu bætur greiddar með 32,25%
álagi í stað þeirra 15% hækkunar scm ákveðin var í lögum 1963
að fjölskyldubætur skyldu frá sama tíma hækka um 15%. Þessi
breytingartillaga Alfreðs var felld af stjórnarliðinu og er þetta I
fjórða skipti á nokkrum árum sem fjölskyldubætur verða afskiptar
við hækkun á öðrum bótum álmannatrygginga.
★ Þá var einnig felld svohljóðandi breytingartillaga frá Alfreð
við Bráðabirgða ákvæði frumvarpsins. Tryggingarstofnuninni er
heimilt að greiða þá 15% bótahækkun, sem felst í lögum þessum,
í einu lagi fyrir tímabilið 1. janúar 1964 til 31. marz 1964 með bóta-
greiðslum fyrir aprflmánuð 1964.
★ Bótaþegar verða því að gera sér að góðu að bíða fram á
mitt sumar eftir því að fá þessa hækkun greidda.
Kristján Guðlaugsson, fonnaður Loftleiða, og Arne Wickborg,
stðstoða’fcrsíjórí SAP, ræðást við á Reykjavíkurflugvelli við komu
BAS sembmfiul; >.pa> liingað í gær. — (Ljósm. Þjóðviljinn A. K.).
Nýtt landnám alþýðusamtakanna
....- —-
Þetta er fyrsta myndin sem ;
birt er af sumarhúsum al-
þýðusamtakanna í orlofs-
heimilislandinu undir Reykja-
felli í Ölfusi. Ari Kárason
Ijósmyndari Þjóðviljans tók
myndina í sl. viku. Greinar
um byggingu orlofsheimilis-
ins og fleiri myndir þaðan
eru á 7. siðu í dag og f
blaðinu á morgun.
Bílslys við
Grindavík
Alvarlegt bílslys varð á Grinda-
víkurveginum síðastliðið laugar-
dagskvöld; þegar Vólkswagenbif-
reið ók á mikilli ferð á vegar-
beygjunni út að Grindavíkurstöð
hemámsliðsins.
Tveir karlmenn og tvær stúlkur
frá Reykjavík voru í bifreiðinni
og fótbrotnáði annar karlmann-
anna. sem var Bandaríkjamaður
en Islendinginn sákaði ekki.
Stúlkumar slösuðust hinsvegar
illa. . .
Hinum slösuðu var ekið á Sjúkra
hús Keflavíkur og þar gert að
sárum þeirra.
í gær kl. 17.30 varð 10 ára
drengur, .Tón Sjgurðsson, Kara-
mel 33, fyrir ' bífreið á Hofs-
vallagötu á móts við Melabúð-
ina. Meiddist drensurinn tals-
vert í andliti og á höfði
□ Tveir bankastjórar frá ÚtVegsbánkanum
í Reykjavík flug'u í ofboði til Akureyrar fyrir
helgi og dvöldu þar síðastliðinn laugardag og
sunnudag við rannsókn á viðskiptum Brynjólfs
Brynjólfssonar, veitingamanns á Akureyri við
Útvegsbankann þar. Eru það bankastjórarnir Jó-
hannes Elíasson og Jónas Rafnar.
Fyrir nokkrum árum nam
hafnfirzkur sjómaður land í höf-
uðstað Norðurlands og gerðist á
skömmum tíma einn umsvifa-
mesti véitingamaður á Norður-
lándi og hefur þannig rekið tvö
stærstu hótelin á Akureyri og
anda- og hæiisnabú' í nágrenni
Akureyrar.
Nýlega var Brynjólfur Brynj-
ólfsson sviptur leigu ,á Hótel
KEA vegna vanskila og hafði
Brynjólfur þriggja mánaða kred-
it hjá verzlunum KEA á Akur-
eyri og skuldar KEA um tvær
milljónir króna.
Útvegsbankinn á Akureyri
hefur lánað hinum umsvifamikla
veitingamanni um sex milljónir
króna síðustu árin og munu
bankastjórarnir hafa verið að
kanna á þessum síðustu og
verstu tímum, hvort allt væri
með felldu í þessum viðskipt-
um.
Stendur þannig yfir rannsókn
á fjárreiðum og rekstri veit-
ingamannsins. Nokkur bókhalds-
Samninganefnd frá SAS
kom til Reykjavíkur í gær
□ Fimm manna sendinefnd frá skandinav-
íska flugfélaginu SAS kom hingað til Reykja-
víkur síðdegis í gær með flugvél Flugfélags ís-
lands. Koma SAS-mennirnir hingað til að halda
áfram viðræðum þeim er frestað var á Stokk-
hólmsfundinum í síðustu viku.
Formaður sendinefndarinnar Herra Wickborg varðist . allra
er Ame Wickborg, aðstoðarfor- frétta þarna á flugvellinum og
stjóri SAS, og með honum bar einnig forstöðumenn Loftleiða,
mikið á sérfræðingum SAS í sem þarna voru komnir til þess
fargj aldamálum. að taka á móti viðræðunefnd-
inni.
Talið er víst að fargjöld-
in yfir Atlanzhafið verði til
umræðu fyrir utan ýms vanda-
mál í sambandi við samkeppni
Loftleiða og SAS að undanförnu.
Þannig munu þetta verða
framhaldsumræður frá fundi
flugmálastjóra í Stokkhólmi á
dögunum, en þann fund sat
Agnar Kofoed Hansen.
Flugmálastjóri var með þess-
ari sömu flugvél á heimleið.
óreiða mun vera fyrir hendi
með rekstur beggja hótelanna,
Hótel KEA og Hótel i ’.ureyri,
en þess ber að gæta, að þetta
er einn daufasti tími ársins til
hótelreksturs. Þegar við höfð-
um samband við bæjarfógeta-
embættið í gærdag hafði engin
kæra borizt embættinu um mis-
ferli í rekstri.
Bróðir
Jósafats
viðriðinn
málið?
Talið er að einn angi af
fjársvikamálinu á Vellinum
snerti skrifstofu nokkra á
vegum bandaríska flotans
og gengur hún undir nafn-
inu .,Navy Exchange“. For-
ráðamaður á þessari skrif-
stofu heitir Jón Arngríms-
son og er hann bróðir
Jósafats Arngrímssonar,
höfuðpaurs i fjársvikamál-
inu.
Óreiða mun vera á
resktri þessarar skrifstofu
og hafa meðal annars tveir
menn frá Skattstofunni hér
í Reykjavík gert umfangs-
miklar rannsóknir á launa-
greiðslum skrifstofunnar að
því er Halldór Sigfússon,
skattstjóri hefur staðfest.
Yfirheyrslur standa nú
yfir dag hvern í Hegning-
arhúsinu við Skólavörðu-
stíg. En sama leyndin er
viðhöfð yfir málinu.
i