Þjóðviljinn - 19.02.1964, Side 8

Þjóðviljinn - 19.02.1964, Side 8
g SÍÐA ÞIÖÐVILJINN ÞID HEYRT ÞA Samkvæmt gögnurrt sem mcr hafa borizt í hendur, þá er ís- Ienzka nýfiskverðið nú á ver- tíðinni, einni krónu níutíu og þremur aururn fyrir neðan iægsta þorskverð til vinnslu í Noregi. Þann 27. janúar s.l. gekk í gildi nýtt verð á nýjum fiski krónum 5,65 og er þá mismun- urinn á norsku og íslenzku þorskverði kominn upp í kr. 2,22 á kg miðað við slægðan fisk með haus. Þó er til hærra lágmarksverð á þessu svæði, en það er v'.ð Lofot, þar hefur verðið verið ákveðið n. kr. 1,15 fyrir kg af hausuðum og slægð- ■um fiski af sömu stærð og nefnt hefur verið hér að fram- an. Þetta verður í íslenzkum kr. 5,66 miðað við slægðan fisk með haus. Með ríkisuppbótinni kemst þó verðið til sjómanna og útvegsmanna upp í íslenzk- ar kr. 6,00 og er þá mismunur á norsku og íslenzku nýfisk- verði orðinn segjum og skr'.f- um ísl. kr. 2,57 á hvert kg af þorski sem nær 43 cm lengd. Smáfiskur fyrir neðan 43 cm sem nær 700 gramma þyngd greiðist lægst með 92 aurum norskum fyrir kg, en hæst með 92 aurum norskum fyrir kg, en hæst 98 aura. Þetta verður í íslenzkum krónum miðað við slægðan fisk með haus kr. 4,53 og kr. 4,82. Við þessi bæði smáfiskverð kemur svo sama uppbót frá ríkinu sem að framan greinir. Fyrir svokall- aðan handfisk, það er þorsk- smælki, greiðist á sama hátt 75 aurar norskir fyrir kg. 1 ís- lenzkum krónum miðað við slægðan fisk með haus 3,69 fyrir kg. Þegar ríkisuppbótin kemur á þetta þorsksmælkis- verð þá fer verðið til sjómanna og útvegsmanna upp í kr. ísl. 4,03 og verður þá verð á þorsk- smælki til vinnslu í Noregi 60 aurum hærra en fyrir vertíðar- þorsk á íslandi að ríkisuppbót- inni meðtaldri hér, Það er eft- irtektarvert, að nú er fiskverð í Noregi innan hvers verðlags- svæðis jafnt til allrar vinnslu, en áður hefur verð á fiski til frystingar verið hæst. Fiskur sem ætlaður er til neyzlu nýr eða isvarinn fyrir innanlands- eða erlendan markað, er greiddur 3—5 aurum hærra hvert kg. Verð á þorskhrognum sem höfð eru til frystingar, sykur- söltunar eða niðursuðu greiðast með n. kr. 1,30 hvert kg. I ísl. kr. 7,80. Verð á öðrum þorsk- hrognum er 70 aurar norskir. ísl. krónur 4,20 pr. kg. í Noregi, og á það að gilda fyrir það íyrsta til 26. aprii n. k. Samkvæmt tilkynningu frá Norges Ráfisklag gildir þetta verð frá og með Nórð- mæri að sunnari og til nyrztu annesja Noregs. Þessari víö- áttumiklu strandlengju er skipt niður i 9 verðlagssvæði. Á þrem nyrstu verðlagssvæð- unum er verðið fyrir hausaðan og slægðan þorsk sem nær 43 cm, eða rúmum 17 tommum og þar yfir n. kr. 1,02 fyrir kg. Þetta verður samkvæmt gengi í íslenzkum krónum miðað við slægðan fisk með haus kr. 5,02 fyrir kg. Á þetta verð til sjó- manna og útvegsmanna koma svo uppbætur frá ríkinu og nema þær 7 aurum norskum á hvert kg af hausuðum og slægðum fiski, eða 42 aurum íslenzkum. Fyrir slægðan fisk með haus nema uppbæturnar sem næst 34 aurum á kgi Fá þá seljendur fisksins saman- lagt frá kaupendum og rík'nu kr. 5,36 fsl. fyrir kg slægt með haus. Islenzka verðið er hins- vegar kr. 3.43 og verður þá mismunur á hverju þorsk kg. kr. 1,93, Eftir því sem sunnar dregur með ströndinni hækkar verðið, og er það rökstutt með því að flutningskostnaðurinn sé minni hjá þeim fiskvinnslustöðvum sem sunnar iiggja. Á Norð- mæri, syðsta verðlagssvæðinu, verður t.d. lægsta verð til vinnslu miðað við sömu fisk- stærð n. kr. 1,08 eða í íslenzk- um krónum samkvæmt gengi miðað við slægðan fisk með haus kr. 5,31. Þegar búið er að bæta uppbótinni frá ríkinu við verðið þá verður það í ísl. KKI HÆGT AD L0KA AUGUNU R ÞESSUM STADREYNDUM Ég hef áður margsinnis bent á það ósamræmi sem er og verið hefur á síðustu árum á milli íslenzks og norsks hrá- efnisverðs. Þessi verðmunur fer vaxandi til stórtjóns fyrir íslenzka sjómenn og útvegs- menn. Það er haldlaust að vitna til hækkana sem orðið hafa á vinnulaunum hér. það e-' vitað, að norsk vinnulaun við fiskvinnsluna eru hærri. Hinsvegar er það vitað, að út- flutningstollurinn hér á fiskaf- urðir verkar til ca 50 aura lækkunar á kíló á nýjum fiski, slægðum með haus, og vextir af rekstrarlánum umfram það sem Norðmenn greiða lækka hvert nýfisk-kíló um ca 10 aura. En þetta samanlagt ætti ekki að fara langt fram úr 60 auru'm. og er það lítið brot af þeim mikla mismun, sem bent hefur verið á hér að framán. sem er í dag á íslenzku og norsku nýfiskverði til vinnslu. Hér þarf tafar- lausa rannsókn Það er alveg út í hött eins og ég sagði hér í þættinum um daginn, að greiða uppbætur úr ríkissjóði á nýfiskverðið, ef ekki verður jafnhliða stofnað til tafarlausrar rannsóknar á ástandi þessara mála. Það þarf að færa sannanir fyrir því, í hverju hann er fólginn þessi gífurlegi verðmunur á ný- fiskverði hér og í Noregi. Það verður að draga liðina sem valda þessu fram í dagsljósið og að þvf búnu þarf að ganga hreint til verks og leiðrétta misfellurnar sem þessu valda, hvort svo sem þær eru sök ríkisvaidsins eða fiskiðnaðar- ins sjálfs, eða beggja sök. Það er í sjálfu sér ekkert við því að segja. þó uppbætur séu gre ddar á nýfiskverð. sé þess þörf. En ef farið er inn á þessa braut, þá A líka almenningur þá kröfu á hendur ríkisvald- inu, að það verði gert heyrin- kunnugt að undangenginni rannsókn hvers vegna uppbót- anna er þörf. En þetta hefur ekki verið gert, og allur orða- vaðall um að hátt, kaupgjald á Islandi sé að sliga fiskiðnað- inn er kjaftæði sem ekki hefur við minnstu rök að styðjast. Enda varpar verðið sem norsku fiskvinnslustöðvarnar greiða f dag ásamt hærra kaupgjaldi, svo skæru Ijósi á þessi fals- rök að þau geta engan glapið. Bezta hjálpin til handa ís- lenzka fiskiðnaðinum í dag er nákvæm rannsókn á rekstri hans sjálfs, sölu afurða hans og álögum ríkisvaldsins á hann. Þess vegna á að stofna til þessarar rannsóknar tafar- laust, en að henni lok nni bæta þar um sem þarf. Verkefnin á Skagaströnd Atvinnuleysi á Skagaströnd hefur orðið umræðuefni blaða nú á þessum vetri, og hefur verið skorað á opinbera aðila að láta það til sín taka, og bæta um. Af þessu tilefni vill þátturinn Fiskimál vekja at- hygli á eftirfarandi. A Skagaströnd stendur síld- arverksmiðja í eigu íslenzka ríkisins. Verksmiðju þessa hefur skort verkefni allt frá því að hún var byggð, í enda- lok þess tímabils þegar síld- veiðarnar voru stundaðar að stórum hluta á „vestursvæð- inu” fyrir Norðurlandi. Er hægt að finna nokkurt verk- efni handa þessari ónotuðu verksmiðju til að vinna úr? Ég tel það vera ómaksins vert fyrir Skagstrendinga, og þá einnig fyrir opinbera aðila sem vildu leita að verkefnum fyrir þetta kauptún. að láta rann- saka hvort ekki megi finna síldarverksmiðjunni á Skaga- strönd annað verkefni á meðan hún þarf að bíða eftir því, að síldin komi aftur á „vestur- svæðið” Það sem mér kemur í hug í þessu sambandi er þara- og þangvinnsla í verksmiðjunni. Þarna þarf engu til að kosta í stofnkostnað. Þurrkarar og kvarnir verksmiðjunnar eru þau tæki sem til þessarar vinnslu þarf. Þá er hinni höfuðspur-ning- unni ósvarað: Er til nægjanlegt hráefni af þangi og þara í og v:ð Húnaflóa sem hægt væri að grundvalla slíkan rekstur á? Ég tel að rannsókn muni leiða í ljós að svo sé. I þriðja lagi. Er hægt að finna markað fyrir slíka fram- leiðslu? Sem svar við þessari spurningu vil ég benda á, að innanlandsmarkaður ætti að vera nokkur fyrir þang- og þaramjöl í fóðurblöndur handa búpeningi. Ennfremur verður það að tel.jast líklegt að hægt yrði einnig að finna erlenda markaði fyrir þessa framleiðslu, og dreg ég þá ályktun pf því. í þessum fyrri hluta töluliðs B er greint frá 145 þúsund dollurum sem greiddir voru af geymaleig-ureíkningnum fræga, nr. 6078, og síðar komusí inn á reikninga Sambands ís- Ienzkra samvinnufélaga vestan hafs. Kemur núverandi yfirmaður gjaldeyriseftirlitsins á íslandi, seðlabankastjóri, allmjög við þessa sögu. B. 1. og 2. Áður hefur verið gerð grein fyrir hlutverki viðskipta- reiknings 6078, svonefnds geymaleigureiknings Olíufé- lagsins h.f. hjá Esso Export Corporation. Undir rekstri málsins var gerð húsleit í skrifstofum Hins íslenzka steiriolíuhlutafélags og Olíu- félagsins h.f. að gögnum, er mættu verða til upplýsingar í málinu. Lagt var hald á ríiik.'nn fjölda skjala. M. a. fannst þar yfirlit um reikning Olíufélagsins h.f. hjá skrif- stofu Sambands íslenzkra samvinnufélaga í New York, svo og ýmis gögn varðandi reikninginn. Hefur áður verið gerð grein fyrir þessum reikningi. Með bréfi ds. 16. sept. ‘54 bað ákærður Jóhann Gunnar Esso Export Corporation um að greiða inn á reikning Ol- íufélagsins h.f. hjá skrifstofu Sambandsins í Nev: York $ 145.000.00 af geymaleigu- reikningnum 6078. Stóðu þá inni á reikningnum $ 146.284.07. Geymale'gureikningurinn og reikningur Olíufélagsins h.f. hjá skrifstofu Sambandsins í New York bera það með sér. að þetta hafi verið gert. Reikningur 6078 er skuldfærð- ur í sept. 1954 um þessa 145 þúsund dollara og 1. októb- er ‘54 er reikningurinn hjá skrifstofu SlS í New York eignfærður um þessa sömu fjárhæð. Ákærður Jóhann Gunnar skýrði frá því, að ákærður Vilhjálmur Þór hafi nokkru áður en þetta varð beðið sig að sjá um, að % 145.000.00 væru færðir frá Esso Export Corporation til skrifstofu Sambandsins í New York. Hafi hann gert þetta með bréfinu, sem að ofan getur. Ákærður Jóhann Gunn- ar kveðst hafa vitað það, að þessi ráðstöfun hafi staðið í sambandi við einhvem inn- flutning á vegum Sambands- ins. Er ákærður Vilhjálmur Þór var í fyrstu inntur eftir þessuf $ 145.000,00 í þing- haldi kannaðist hann ekki við ráðstöfunina á þessum $ 145.000.00. Eftir að ákærðum Vilhjálmi Þór hafði verið kynntur fram- burður ákærðs Jóhanns Gunnars, eins og að ofan greinir, kvað hann sig ráma í, að hann hefði spurt ákærð- an Jóhann Gunnar, hvort Ol- íufélagið h.f. hefði ekki lausa peninga fyrir vestan, sem það gæti séð af *>’ bráðabirgða og út af þessu hafi komið að Olíufélagið h.f. lét íæra þessa S 145.000.00 af inn- stæðu sinni fyrir vestan og leggja inn á reikning sinn hjá Sambandinu í New York. Sagði ákærður Vilhjálmur Þór, að með þessari ráðstöf- un hafi vakað fyrir sér að halda almennum vörukaupum og innflutningi til Islands að vestan eðlilegum, en á þess- um tíma ársins, þ. e. haustið, væri mikil þörf fyrir korn- vörur, fóðurbæti og aðrar venjulegar vörur. Viðurkennt var af ákærðum Vilhjálmi Þór að ekki hefði verið sótt um leyfi íslenzkra gjaldeyr- isyfirvalda til ráðstöfunarinn- ar. Sagði ákærður Vilhjálm- ur Þór það ætlun sína, að þessi ráðstöfun væri aðeins bráðabirgðaráðstöfun til nokkurra vikna eða mánaða og síðan yrðu peningamir fluttír heim. Ákærður Vilhjálmur Þór bar þessa ráðstöfun ekki undir samstjómarmenn sína hjá Olíufélaginu h.f. Það hefur að vísu ekki þýðingu, er meta skal, hvort ráðstöfunin á $ 145.000.00 hafi verið brot á gjaldeyrislögun- um eða ekki. í hvaða skyni ráðstöfunin var gerð. Rann- sókn beindist lítillega að þessu og kom það fram f framburði framkvæmdastjóra véladeildar Sambandsins að hann hafi er það varð ljóst árið 1954, að til stæði að rýmka um bifreiðainnflutn- inginn til landsins, ákveðið, til að örva sölu á þeim bif- reiðum sem Sambandið hefur umboð fyrir, að fá lánsfé til kaupa á bílum, með það fyr- ir augum að geta veitt vænt- anlegum kaupendum lán til allt að 18 mánaða. Ræddi framkvæmdastjórinn þessa hugmynd sína við ákærðan Vilhjálm Þór, forstjóra Sam- bands íslenzkra samvinnufé- laga, er féllst á hugmyndina og útvegaði lánið. Ekki vissi framkvæmdastjórinn, hversu hátt lánið var né hvernig til- högun þess var að öðru leyti né hvar það var fengið. Hann minntist þess, að ákærður Jóhann Gunnar hefði eitt sinn sagt sér, að Sambandið hefði fengið lán hjá Olíufé- laginu h.f. til bifreiðakaupa. Framkvæmdastjórinn hóf síð- an bifreiðainnflutninginn, án þess að fyrir lægju gjald- eyris- og innflutningsleyfi. Sá skrifstofa Sambandsins í New York um að gre'ða bíl- ana, a.m.k. þá sem keyptir voru í Ameríku. Ákærðan Vilhjalm Þór rámaði í að hann hefði út- vegað lán í þessu skyni, en mundi annars ekki neitt nán- ar um það. Áður er greint frá því sem ákærður Jóhann Gunnar hefur borið um þetta. Mðvkudagur 19. febrúar 1964 hve hratt þessi framleiðslu- grein hefur vaxið í Noregi á síðustu ámm. En það eru til- tölulega fá ár síða.u Norðmenn hófu þessa framleiðslu, en þó er útflutningur þeirrá á þang- og þaramjöli orðinn um þrett- án þúsund smálestir á ári, og framleiðsla þeirra fer vaxandi með hverju ári. Efnsiðnsður og þaravinnsSa Þá virðist efnaiðnaður úr þara vera býsna arðvænlegur atvinnuvegur, ef dæma má eft- ir hráefnisverði sem greitt hef- ur verið í Noregi. af verk- smiðjum sem fást v'ð slíka framleiðslu, Verkefnin á Is- landi sem bíða þess að vevða leyst ei'u mörg. og nærtækast virðist þegar rætt er um auk- inn iðnað í landinu, að byrja á þeim hráefnum, sem liggja algjörlega ónotuð eins og sjáv- argróðurinn við strendur lands- ins ásamt þeim fiskafurðum sem nú eru seldar hálfunnar úr landi. eða í mörgum tilfellum notaðar í skepnufóður og á- burð í stórum stíl eins og er með síldina okkar. í dag, í staðinn fyrir að breyta henni í lostætar fæðutegundir, sem gefa mikinn gjaldeyri. Þegar á það er litið hve mörg iðnaðarverkefni bíða ó- leyst á tslandi í dag, þar sem hægt er algjörlega að vinna úr íslenzkum hráefnum, þá þarf til þess alveg sérstaka hug- kvæmni að láta sér detta i hug, að olíuhreinsunarverk- smiðja sé eitt af því mest að- kallandi í íslenzkum iðnaði, og sem fyrst þurfi að leysa. En það virðist vera sá eini iðn- aður sem ásamt alúminíum- vinnslu kemur í hug íslenzkra valdamanna í dag. Það er nú svo, að sé horft yfir iðnaðar- sögu þeirra landa sem okkur eru skyldust í menningu og að stærð, þó þeirra þjóðfélög séu nokkrum sinnum stærri en okkar, þá var alltaf fyrst leitað eftir innlendum hráefnum í viðkomandi löndum til iðn-r.. reksturs, áður en farið ýar að flytja hráefni yfir hálfan hnö.tt- inn. Þá fyrst þegar innlend hráefni fullnægðu ekki þörf- inni fyrir atvinnuaukningu var byrjað að flytja hráefni um langan veg en ekki fyrr. Hér virðist eiga að fara alveg öfugt að. A meðan við flytjum út í stórum stíl sem hráefni af- urðir sjávarútvegsins og land- búnað.arins. Ég vil sérstaklega benda á ullina og skinnin frá irndbúnaðarframleiðslunni í þessu sambandi. Og á meðan auðæfi þara- og þanggróðurs við Islandsstrendur liggja ó- hreyfð og flestar fiskafurðir eru fluttar út sem hálfunnin hráefni, þá er hvorki tímabært að stofna til alúminíumvinnslu eða olíuhreinsunar í íslandi. heldur eru það allt önnur og nærtækari verkefni cem þarf að leysa. Þó er aukin iðnaðarfram- leiðsla aðkallandi Þó aukin iðnaðai'framleiðsla sé hér aðkallandi þá er engan- veginn sama, hver framleiðslan er, sem í er ráðizt. Við þurf- um fyrst og fremst að sníða okkar iðnaðarframkvæmdir við íslenzkar þarfir og íslenzka hagsmuni. Og í því sambandi er mest þörf iðnaðar sem und- irbygg r okkar gömlu atvinnu- vegi, landbúnað og sjávarút- veg, og gerir framleiðslu þeirra arðbærari heldur . en hún er í dag. Um þessi verkefni þai'f þjóðin að sameinast í stóru á- taki. Þessum aðkallandi verk- efnum má skipta í tvennt. Ann- arsvegar bein þjónustufyrir- tæki við atvinnuvegina. Hins- vegar bein framleiðslufyrir- tæki sem breyta íslenzkum hráefnum í verðmiklar út- fiutningsvörui'.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.