Þjóðviljinn - 19.02.1964, Page 10

Þjóðviljinn - 19.02.1964, Page 10
10 SIÐA ÞlðÐVIUINN Miðvikudagur 19. febrúar 1964 ARTHUR C. CLARKE I MÁNARYKI Ekki sízt þegar eitthvað fór úr skorðum. — Ég er hræddur um, sagði umferðarstjórinn í Clavisus, að erfiðasta vandamálið verði út- reikningar. Það verður að ferja hvern einasta hlut þangað út á skíðunum og þau eru að minnsta kosti tvo tíma í ferð- inni — lengur ef þau eru með þungan farm. Áður en hafizt yrði handa yrði að smíða ein- hvers konar vinnupall — fleka — sem hægt er að skilja eftir á staðnum. Það tæki ef til vill heilan dag að koma honum fyr- ir og enn lengur að koma öllum tækjunum fyrir á honum. íi — Og auk þess bráðabirgða íveruhúsnæði, bætti eihhver við. — Verkamennimir verða að vera þama um kyrrt. — Það er einfalt; strax og okkur tekst að útbúa fleka, get- t um við blásið upp iglúr á hon- um. — Það þarf þá ekki einu sinni fleka. Iglúr flýtur sjálft. — Svo að við komum aftur að þessum fleka, sagði Lawrence, þá þurfum við í hann einhverj- ar sterkar, eftirgefanlegar ein- ingar sem hægt væri að lóða saman á staðnum. Nokkrar hug- myndir um það? — Tóma benzínbrúsa? — Of stórir og viðkvæmir. Kannski eiga Teck-verzlanimar eitthvað. Þannig héit þetta áfram; gáfnaprófið var í algleymingi. Lawrence ætlaði að halda þessu áfram í hálfa stund ennþá. síð- an myndi hann taka ákvarðan- ir sínar. Það var ekki hægt að eyða of miklum tíma í kjaftæði, þeg- ar mínúturhar þutu áfram og mörg mannslíf voru í húfi. En samt voru flumbrulegar og illa undirbúnar áætlanir verri en gagnlausar, því að þær útheimtu tæki og tækni sem kynni að ráðin úrslitum um velgengni eða mistök. 1 fyrstu virtist þetta svo ein- falt allt saman. Þama var Sel- HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðsln og snyrtlstofa STEINU og DÖDÖ Langavegi 18 III. h. (lyfta) SIMI 24616. P E R M A Garðsenda 21 SlMI 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dömur! Hárgreiðsla ^ið allra hæfi. TJARNARSTOFAN Tjamargötu 10. Vonarstrætis- megin. — SlMI 14662. -------------— HARGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SlMI 14656. •— Nuddstofa á sama stað. — ena, í tæpra hundrað kílómetra fjarlægð frá vel útbúinni tækni- stöð. Staða hennar var kunn og hún var aðeins -á fimmtán metra dýpi. En þetta fimmtán metra dýpi olli Lawrance þeim mesta vanda sem hann hafði staðið andspænis á öllum sínum starfs- ferli. Og hann vissi vel að sá starfs- ferill kynni að taka bráðan enda Því að það yrði erfitt að afsaka mistökin, ef þessir tuttugu og tveir farþegar létu lífið. Það var synd og skömm að enginn sjónarvottur skyldi horfa á Aurigu setjast því að það var stórkostleg sýn. Geimskip sem lendir eða tekur sig upp er eitt hið áhrifamesta afrek mannsins. Og þegar þetta á sér stað á 24 Tunglinu, hægfara og í óhugn- anlegri þögn, er yfir þessu ein- hver undarlegur draumablær sem enginn mun nokkru sinni gleyma sem séð hefur. Anson skipstjóra fannst óþarfi að vera með neina sérvizku í siglingu, einkum þar sem aðrir borguðu eldsneytið. Hvergi i handbók hans voru neinar leið- beiningar um hvemig ætti að fljúga geimskipi hundrað kíló- metra leið — hundrað kílómetra. ekki nema það þó! — enda þótt stærðfræðingum hefði ugglaust þótt gaman að framkvæma út- reikninga um það meðlágmarks- eldsneyti. Anson þaut bara beint upp þúsund kílómetra leið og kom síðan niður aftur í venjulegri lóðréttri lendingu með radarleiðsögn. Raddarinn og reiknivélin í skipinu unnu sam- an og Anson hafði yfirumsjón með báðum. Hver sem var þess- ara þriggja hefði getað fram- kvæmt allt verkið, svo að þetta var í rauninni ósköp einfalt og öruggt — þótt það sýndist ekki svo. Að minnsta kosti fannst Maur- ice Spenser það ekki, sem nú fór að finna ákafa þrá eftir á- völum, grænum hæðunum á Jörðinni, þegar þessir eyðilegu tindar teygðu sig upp á móti honum. Hvemig hafði honum nokkurn tíma getað dottið þetta í hug? Það hlaut að vera hægt að fremja sjálfsmorð með minni tilkostnaði .. Verst var frjálsa fallið á milli þess sem hemlað var. Ef það stæði nú á bremsuflaugunum og skipið héldi áfram að falla í átt að Tunglinu, og yki ferðina hægt að vísu, en örugglega, unz það brotnaði í spón? Það var til- gangslaust að reyna að telja sér trú um að þetta væri ástæðu- laus ótti, vegna þess að einmitt þetta hafði gerzt oftar en einu sinni. En það varð samt ekki hlut- skipti Aurigu. Geysilegur ofsi bremsuflauganna gusaðist yfir klettana, þeytti upp í loftið ryki og sandi sem ekki hafði haggazt í þrisvar sinnum billjón ár. And- artak dokaði skipið nokkra sentímetra frá landi; svo var eins og eldtungurnar drægju sig nauðugar til baka aftur. Gleið- fætt undirstellið tók niðri og allt skipið titraði ögn meðan högg- deyfamir drógu úr átökum iend- ingarinnar. 1 annað skipti á tuttugu og fjórum stundum hafði Maurice Spenser lent á Tunglinu. Fáir gátu státað af slíku.. — Jæja, sagði Anson skip- stjóri um leið og hann reis á fætur frá stjómborðinu. — Ég vona að þú sért ánægður með útsýnið. Það hefur kostað þig drjúgan skilding — og enn er þetta óklárt með yfirvinnuna. Samkvæmt fyrirmælum stéttar- félags geimverkamanna — — Ertu tilfinningalaus, skip- stjóri? Hvernig geturðu minnzt á slíka smámuni undir þessum kringumstæðum? En ef mér leyfist að segja það, án þess að þurfa að greiða aukagjald — þá var þetta ijómandi lending. — Ó, þetta kemst allt upp í vana, svaraði skipstjórinn, þótt hann gæti ekki leynt ánægju sinni. — Meðal annarra orða, — viltu gera svo vel að árita þessa skýrslu um lendingartím- ann. — Til hvers? spurði Spenser tortryggnislega. — Til staðfestingar því að við höfum skilað farminum á leið- arenda. Þetta er okkar lögbók. — Það er dálítið gamaldags að hafa skrifaða dagbók, sagði Spenser. — Ég hélb að rafeindir væru látnar gera allt nú orðið. — Þetta er gömul hefð, svar- aði Anson. — Auðvitað er raf- ritarinn í gangi allan tímann sem við erum á lofti og það er alltaf hægt að skrá ferðina eft- ir honum. En aðeins dagbók skipstjórans geymir smáatvikin sem gera eina ferð ólíka ann- arri — eins og þetta: — Einn farþeginn ól tvíbura í morgun, eða — Sáum Hvíta Hvalinn á stjómborða klukkan sex. — Ég ét allt ofaní mig, skip- stjóri, sagði Spenser. — Þú ert ekki tilfinningalaus eftir allt saman. Hann skrifaði undir síð- una í dagbókinni, færði sig síð- an að athugunarglugganum til að horfa á útsýnið. Á stjómborðsklefanum, sem var hundrað og fimmtíu metra frá yfirborði, voru einu útsýnis- gluggamir á skipinu og það var dýrlegt að horfa útum þá. 1 norðri gnæíðu efstu tindar Ókleifu fjalla yfir hálfan himin- inn. Þetta var naumast réttnefni iengur. hugsaði Spenser; hann hafði komizt upp á þau og með- an skipið stóð hér við væri jafn- vel hægt að nota tækifærið og safna steinum og bergsýnishom- um. Auk þess sem hann var himinlifandi yfir fréttagildi þess að vera á þessum framandi stað, hafði hann lifandi áhuga á þvi sem kynni að finnast þar. Eng- inn maður gat nokkru sinni orð- ið svo lífsþreyttur að hið ó- þekkta og ókunna gæti ekki hrifið hann á einhvern hátt. 1 hina áttina gat hann séð yf- ir fjörutíu kílómetra svæði af Þorstahafinu sem náði yfir megnið af sjónmáli hans, flatt og óbreytilegt. En það sem hann hafði áhuga á, var aðeins fimm kílómetra frá honum og tveim fyrir neðan hann. Greinilegur í góðum sjónauka var málmsteinninn sem Law- rence hafði skilið eftir til mið- unar og tengdi nú Selenu við umheiminn. Þetta var ekki merkileg sjón — aðeins einmana teinn sem stóð upp úr óendan- legri flatneskju — samt var það þessi einfaldleiki sem hreif Spenser. Þetta væri ágæt byrj- un; þetta sýndi smæð mannsins í hinum geysistóra og fjandsam- lega heimi sem hann var að reyna að sigrast á. Eftir nokkra klukkutíma yrði þessi slétta ekki lengur einmanaleg, en þangað til myndi teinninn marka sviðið, meðan þulimir ræddu björgun- aráætlanimar og fylltu upp í með viðeigandi viðtölum. Það var ekki hans vandamál; starfs- fólkið í Calvius og stúdíóin á Jörðinni gætu séð um það. Hann hafði aðeins einu hlutverki að gegna núna — að sitja hér í am- arhreiðrinu og sjá um, að mynd- imar birtust á tjaldinu. Með hinum stóru linsum sínum gat hann næstum tekið ' nærmyndir héðan þegar allt byrjaði, vegna þess hve allt var hreint og tært í þessu loftleysi. Hann leit til suð-vesturs þar sem sólin var að tosa sér ofur rólega upp á himininn. Næstum tvær vikur af dagsbirtu, eftir tímareikningi Jarðar, voru fram- undan. Það var óþarfi að hafa áhyggjur af lýsingunni. Sviðið var reiðubúið. SAUTJANDI KAFLI. Olsen tunglstjóri kom sjaldan fram opinberlega; hann kaus að stjóma Tunglinu í kynþey bakvið tjöldin. og lét félagsverur eins og Ferðamálafulltrúann um að tala við fréttamenn. Þeim mun áhrifameira var það, þegar hann sýndi sig — enda var leikurinn til þess gerður. Þótt milljónir manna horfðu á hann, gátu mannverumar tutt- ugu og tvær sem hann var í rauninni að ávarpa, alls ekki séð hann, því að ekki hafði verið talin ástæða til að búa Selenu sjónvarpstækjum. En rödd hans var nægilega skýr og uppörv- andi;' hún sagði þeim allt sem þeir vildu vita. — Góðan dag, Selena, byrjaði hann. — Mig langar til að segja ykkur, að nú er verið að virkja öll öfl á Tunglinu ykkur til hjálpar. Verkfræði- og tækni- deildir undir minni stjóm vinna látlaust að björgun ykkar. — Herra Lawrence, yfirverk- fræðingur, Jarðhlið, hefur yfir- umsjónina, og ég treysti honum fullkomlega. Hann er nú staddur í Roris virki, þar sem verið er að koma upp fullkomnum út- búnaði fyrir björgunina. Það hefur verið ákveðið — og ég er viss um að þið eruð sammála — að mest aðkallandi sé að tryggja það að súrefnisforði ykkar gangi ekki til þurðar. Af þeim sökum ætlum við að reka pípur niður til ykkar; það er tiltölulega fljótlegt, og þá getum við dælt súrefni — og sömuleiðis mat og vatni ef þörf krefur. Og strax og búið er að festa pípumar, kaupv eitt cagblað. ræuingje í borginni sé alltaf að Ulu með gát. að aukast. i Allt í lagi, þú skalt leita á mér, en ég er ekki með neina peninga. SKOTTA £g ætla að vinna hérna í viku, ég gat ekki sleppt þessu cinstaka tækifæri til að sjá Cliff fjórum sinnum á dag. Trésmiðafélag Reykjavíkur flllsherjar- atkvæða- greiðsla 1964 # um kosningu stjómar og í aðrar trúnaðarstöður í félaginu fer fram laugardaginn 22. febrúar kl. 14 til 22, og sunnudaginn 23. febrúar kl. 10—12 og 13—22, og er þá lokið. Kosið verður á skrifstofu félagsins að Laufásvegi 8. Kjörstjórn. Æskulýðssamband íslands heldur Félagsmálanámskeið föstudagskvöld og laugardag 6. og 7. marz n.k., ef næg þátttaka fæst. Þátttaka tilkynnist fyrir 1. marz. til skrifstofu ÆSÍ, Suðurlandsþraut 4, sími 14955 (opið kl. 3—5 e.h.), sem gefur allar nánari upplýsingar. Stjórn ÆSÍ.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.