Þjóðviljinn - 20.02.1964, Blaðsíða 4
4 SlÐA
tJtgefandi: Sameiningarflokfcur alþýðu — Sósialistaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.),
Sigurður Guðmundsson.
Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason.
Préttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19.
Simi 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 80 á mánuði.
Fjármáfasiðgæði
pétur Benediktsson bankastjóri flutti hressilegt
og vel samið úívarpserindi á dögunum um
afbrotamál í íslenzku þjóðfélagi, allt frá ávísana-
svikum til Hallgrímskirkju. Taldi bankastjór-
inn þörf harðari gagnsóknar gegn misindismönn-
um í þjóðfélaginu, og sízt af öllu bæri að áfell-
ast banka þótt þeir gerðu ráðstafanir til að vernda
fjármuni sína fyrir ræningjum.
Y^ert er að taka undir þessi sjónarmið bankastjór-
ans og það því fremur sem ýmsum finnst að
bankarnir sjálfir hafi naumast gætt virðingar
sinnar og hagsmuna svo sem skyldi. Það hefur
vakið mikla athygli í sambandi við fjársvika-
málin að undanförnu, að misindismennirnir virð-
ast hafa haft mjög greiðan aðgang að lánasfofn-
unum. Ýmsir þeirra hafa hreinlega vaðið í spari-
fé landsmanna, og hafi fyrirgreiðsla í Reykjavík
brugðizt hafa útibú hlaupið undir bagga. Láns-
loforð frá bönkum hafa gengið kaupum og söl-
um milli fjárplógsmanna og opinberra stofnana
Glersteypan, eitt furðulegasta fyrirbæri síðustu
ára, var kostuð af Framkvæmdabankanum, auk
þess sem sá banki hefur haft mjög raunalegan.
áhuga á fleiri hliðstæðum fyrirtækjum. Fyrir
nokkrum árum sannaðist það í dómsrannsókn
að ýmsir þeir menn, sem stunda okurlánastarf-
semi, sóttu rekstrarfé sitt beint í bankana; þeir
fengu þar fé með venjulegum kjörum en seldu það
áfram á tvöföldu verði til manna sem neitað hafði
verið um fyrirgreiðslu í opinberum lánastofnunum.
Það er einnig staðreynd, sem vakið hefur athygli,
að sá af embættismönnum bankakerfisins, sem
mest völd hefur haft, hefur oftar en einusinni
reynzt tengdur hinum stórfelldustu fjársvikum
samkvæmt niðurstöðu hæstaréttar. Ekki verður
þess vart að stjórnarvöldin telji slíkt hátterni ó-
samrýmanlegt hinni æðstu trúnaðarstöðu í banka-
kerfinu, en hætt er við að sú staðreynd hafi sízt
orðið til þess að efla í hugum manna það siðgæði
í fjármálaviðskiptum sem Pétur Benediktsson
lagði áherzlu á í ræðu sinní. Hvað höfðingjarnir
hafast að, hinir ætla sér leyfist það.
jgankarnir hafa á undanfömum árum verið
í þeirri aðstöðu að lánveitingar þeirra hafa ver-
ið ávísun á verðbólgugróða, og er því ekki að
undra þótt mjög hafi verið á þá sótt. Vitað er að
margir fleiri en sakborningar síðustu ára hafa
fengið óeðlilega ríflega fyrirgreiðslu, enda er það
nú orðið eitt æðsta virðingarheitið í þjóðfélagi
okkar að vera skuldakóngur. Eflaust kann oft að
vera erfitt að draga siðgæðismörkin milli þeirra
sem komast undir manna hendur og hinna sem
halda áfram að vaxa að auði og metorðum og
nefnast þá máttarstoðir þjóðfélagsins. Enda eru
hinar raunverulegu ástæður spillingarinnar ekki
að finna í sálarlífi manna. Verðbólgustefnan er
vermireitur afbrotanna; og það er sjálfur kjarni
viðreisnarinnar að gróðinn sé æðsta markmið ti1
verunnar, auðurinn mælikvarði á manngildið
— m. j
ÞJÓÐVILJINN
HEILDARSKIPULAG MIÐ-
BÆJARINS / REYKJA VÍK
ÞINCSiÁ HÖÐVÍLIANS
Áður hefur þess verið getið hér í blaðinu, að
Einar Olgeirsson hefur í neðri deild borið fram
frumvarp til laga um heildarskipulag miðbæj-
arins í Reykjavík. Fer hér á eftir frumvarpið
og greinargerð þess.
1. gr.
Ákveða skal heildarskipulag
miðbæjarins í Reykjavík og
gerð þeirra höfuðbygginga, sem
ákveðið verður að reisa þar,
með þeim hætti, er segir í
lögum þessum.
Gera skal uppdrátt af heild-
arskipulaginu, svo og teikn-
ingu af öllum höfuðbyggingum,
gera teikningar og líkön og
gangast fyrir hugmyndasam-
keppni. einn'g með þátttöku
erlendra manna. Félagsmála-
ráðherra setur með reglugerð
nánari ákvæði um starf nefnd-
arinnar. Hafa skai hún aðgang
að öllum þeim teikningum,
uppdráttum og öðru, sem unn-
ið hefur verið að áður á þessu
5. -gr.
Þegar starfi nefndarinnar er
lokiö ög endanlegar tillögur
gerðar um allt heildarskipulag
miðbæjarins og höfuðbygginga
hans, skal nefndin leggja til-
lögur sínar fyrir Alþingi, rlk-
isstjórn og borgarstjóm
Reykjavíkur. Fallist allir þess-
ir aðilar á sömu tillögu, er
heildarskipulagið þar með á-
kveðið. Verði ágreiningur milli
þeirra tekur rikisstjóm endan-
lega ákvörðun. Félagsmálaráðu-
neytið setur með reglugerð
ströng skipulagsákvæði til þess
að tryggja að framkvæmd
skipulagsuppdráttarins verði í
föstum skorðum.
6. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Kort af miðborginni og gamla Vesturbænum. Dökka óreglulega strikið nfmarkar þaó svæði, sem
skipulagsfrumvarp Einars Olgeirssonar tekur til.
er þar skulu vera. Skal upp-
dráttur sá gerður með hvort-
tveggja fyrir augum að varð-
veita gamíar, sögulegar bygg-
ingar miðbæjarins og svip
hans, eftir því sem við á, og
að tryggja fegurð og samræmi
í þeim byggingum, sem reist-
ar verða, sérstaklega þó hin-
um opinberu byggingum.
Heildarskipulag þetta skal
miðast við svæði, sem tak-
markast af Hringbraut að
sunnan, af Suðurg. og Garða-
stræti að vestan, af Tryggva-
götu að norðan og af Sóleyjar-
götu, Skothúsvegi, Þingholts-
stræti og (frá Bankastræti)
Ingólfsstræti og Sölfhólsgötu að
austan.
2. gr.
Ákvörðun þessa heildai'skipu-
lags skal sérstök nefnd ann-
ast: skipulagsnefnd miðbæjar-
ins. Skal hún skipuð með þeim
hætti, sem hér segir:
1. 4 menn skulu skipaöir af
Alþingi, einn tilnefndur af
hverjum þingflokki.
2. 4 menn tilnefndir af rík-
isstjóm.
3. 4 menn tilnefndir af borg-
arstjóm Reykjavíkur, einn frá
hvexjum flokki.
4. 4 menn tilnefndir af Arki-
tektafélagi íslands.
Þá skulu og eftirfarandi menn
eiga sæti í nefndinni án til-
nefningar: skipulagsnefndar-
menn ríkisins, borgarstjóri
Reykjavíkur, þjóðminjavörður
og skipulagsstjóri ríkisins.
Þessi nefnd skal kjósa sér
framkvæmdanefnd. Heimilt er
skipulagsnefnd miðbæjarins að
ráða í þjónustu sina sérfræð-
inga og aðra starfsmenn, láta
sviði. Kosnaður við nefndar-
störf greiðist úr rikissjóði.
3. gr.
Skipulagsnefnd miðbæjarins
skal alveg sérstaklega vinna að
staðsetningu og teikningu al-
þingishúss, til viðbótar eða í
stað hins núverandi, stjómar-
ráðshúss og ráðhúss Rvíkur,
ef ráðlegt þykir, að allar þess-
ar stórbyggingar verði innan
þessa svæðis. Þá skal hún og
ákveða hvort ráðlegt sé að
listasafn ríkisins og aðrar op-
inberar byggingar veröi innan
þessa svæðis. Það er og í henn-
ar verkahring að ákveða um,
hverjar einkabyggingar verði á
þessu svæði. og að móta í að-
alatriðum gerð þeirra, sem og
torga þeirra og opinberra
garða, er þar skal hafa.
Bannað er að rífa eða breyta
hið ytra menntaskólahúsinu,
alþingishúsinu, dómkirkjunni
og stjómarráðshúsinu, né
nokkru því inni í þessum hús-
ur, er raskar sögulegum minj-
um tengdum þeim.
Nefndin skal ákveða. hvaða
aðrar gamlar byggingar skuli
standa og bannað sé að fjar-
lægja eða rífa.
4. gr.
Þar til skipulagsnefnd mið-
bæjarins hefur lokið störfum
og heildarskipulag miðbæjar-
ins verið endanlega ákveðið, er
bannað að reisa varanlegar
byggingar innan þessa svæðis.
Ljúka má þó byggingum þeim,
sem byrjað var á fyrir 31. des.
1963.
Engar bráðabirgðabyggingar
má reisa á þessu væði, nema
með einróma samþykki skipu-
lagsnefndar miðbæjarins.
«>■
GREINARGERÐ
Sem stendur er um það rætt
að byggja allar helztu opin-
berar byggingar ríkis og höfuð-
borgar. þær sem venjulega
þykja svipmestar í höfuöborg-
um, á einum og sama .stað: í
„kvosinni”, hinum gamla mið-
bæ Reykjavíkur. Er hér um að
• Fimmtudagur 20. febrúar 1964
ræða stjómarráðhús, alþingis-
hús og ráðhús Reykjavíkur.
Eru starfandi sérstakar nefndir
í öllum þessum byggingarmál-
um, ein í hverju. Hins vegar
er enn ekkert heildarskipulag
ákveðið. a.
Samtímis er þao svo. að enn
standa á þessu svæði söguleg-
ar byggingar, sem hver menn-
ingarþjóð mundi setja stolt sitt
í að varðveita serri bezt til síð-
ari tíma áh þess að breyta
þeim. Er hér um að ræða hús
eins og menntaskólahúsið, al-
þingishúsið. dómkirkjuna og
stjómarráðshúsið, eða af yngri
byggingum Iðnó og gamla Bún-
aðarfélagshúsið, — sérkennilega
fulltrúa horfins byggingastíls.
geymandi einnig sögulegar
minjar. öll þessi hús og ótal
fleiri á þessum stað og víöar
í Reykjavík, ekki sízt í Vest-
urbænum. mundu aðrar þjóðir
reyna að varðveita sem lengst
á þeim stað, sem þau eru.
Komandi kynslóðir verða ekki
í neinum vandræðum með að
byggja hús, þær munu búa við
allsnægtir í þeim efnum, sem
við vart gerum okkur grein
fyrir. En eitt geta þær ekki
gert: þær geta ekki byggt
gömul hús. Þau sögulegu hús,
sem nú verða rifin, verða
aldrei byggð aftur. Núverandi
kynslóð er stundum orðhvöss
gagnvart fátækum forfeðrtrm,
er glatað hafa dýrmætum
skrifuðum söguminjtnn. en
hún má gæta þess, að komandi
kynslóðir dæmi hana ekki
harðar fyTÍr að hafa vísvit-
andi eyðilagt f bráðræði, steig-
urlæti eða gróðabraski sögu-
legar minjar, sem eigi verða
endurheimtar.
Það þarf að vanda það vel,
hvemig miðbærinn gamli í
Reykjavík verður, hvemig hið
gamla, sem á að haldast. og
hið nýja, sem á að rísa, fari
bezt saman, án þess að eyði-
leggja öll hlutföll og skemrna
heildarmynd. Það er algerlega
ófært að ákveða skipulag hvers
húss út af fyrir sig án þess
að hafa þegar ákveðið heildar-
myndina. Þess vegna er höfuð-
tilgangur þessa frv. að gera
ráðstafanir til þess, að slíkt
neildarskipulag sé ákvéðið fýr-
ir miðbik höfuðborgarinnar, áð-
ur en farið er að gera óaftur-
kallanlegar ráðstafanir um ein-
stök hús. Er þvf m.a. lagt til
að banna að reisa varanlegar
byggingar í miðbænum. unz
heildarskipulag hefur verið á-
kveðið.
Það er þegar búið að spilla
mikið útliti Reykjavíkur sök-
um skorts á yfirsýn, og mið-
bærinn hefur ekki farið var-
hluta af slíkri eyðileggingu.
AHar ' menningarþjóðir sýna
höfuðborg sinni sérstaka ræktí
þessum efnum.
Vér Islendingar eigum að
gera það líka. Og það eru síð-
ustu forvöð að taka í taumana,
Því er þetta frv. flutt.
HEIMUR MIKILLA
MÖGULEIKA
Heimurinn okkar er fullur
af möguleikum, sem ekki hafa
verið nýttir. Þetta cr stefið í
bók, sem Sameinuðu þjóðirnar
hafa nýlcga sent á markaðinn.
Bókin er yfirlit yfir þær til-
lögur og hugmyndir sem fram
komu á hinni miklu ráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna í Genf í
febrúar 1963 um það, hvernig
nota beri nútímavísindi og
tækni þróunarlöndunum í hag.
1665 sérfræðingar hvaðanæva
úr heiminum komu saman á
þessari ráðstefnu til að ræða
nálega 2000 vísindalegar
skýrslur. Árangurinn varð
greinargerð 10 milljón orð, sem
Sameinuðu þjóðimar munu nú
draga saman í átta bindi og
bera enska heitið „Science and
Technology for Development"
Einstök bindi fjalla um hin
einstöku viðfangsefni ráðstefn-
unnar, svo sem náttúruauðlind-
ir. landbúnað, iðnað o.s.frv.
En fyrsta bindið, „World of
Opportunity", er sero tá oUs-
herjaryfirlit um það, hvemig
sérfræðingamir á ráðstefnunni
hugsuðu sér, að vísindamenn
nútímans gætu leyst vandamál
þróunárlandanna. Þar er gerð
grein fyrir ástandinu eins og
það er nú, reynslu síðustu ára,
vandamálum sem upp kunna
að koma, hvaða aðferðum sé
hægt að beita óg hvaða at-
hafnasvið verði að ganga fyrir.
Það kemur m.a. fram. að það
sem hvert iand eða landsvæði
verður fyrst og fremst að gera
er að ganga úr.,-,skugga um,
hvaða náttúruauðlipdir séu fyr-
ir hendi og hvers kyns bær
séu: vatn, jörö. málmar, orku-
lindir, loftslag og mannafli.
Grundvaliarþörf allrar bróun-
arstarfsemi er menntun og
þjálfun hæfra inr\}endra manna
— manna sem geta tekizt á
hendur framkvæmdd hinna
ýmsu áætlana. önnur atriði
sem rík áherzla er löpa í eru
rannsóknir og vandlega nndir-