Þjóðviljinn - 20.02.1964, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 20. íebráar 1964
mvw
c5” ' 3
Enn aukast heldur víðsjár með mönnum
Englendingar senda nú 1501
manna liðsauka til Kýpur
Alsírforseti á ferð í eyðimörkinni
Ben Bella, forseti Alsír, hefur nýlega tekið sér ferð á hendur um vinjar Saharaeyðimerkurinnar.
Hvarvetna hefur hann talað kjark i fátæka íbúa og skýrt J>eim frá því, að ætlunin sé nú að
nytja auðlindir eyðimerkurinnar og bæta lífskjör íbúanna. — Á myndinni hér að ofan sjáum við
Ben Bella taka kveðju íbúanna í bænum Colomb-Bechar.
Uppreisnin í Gabon barin
niður af frönsku herliði
NEW YORK, NICOSIA, LONDON 19/2 — Enska
stjórnin hefur nú ákveðið að senda 1500 hermenn
til Kýpur til viðbótar þeim 5000, sem fyrir eru.
Liðsflutningamir hefjast á fimmtudag. Að sögn
varnarmálaráðuneytisins er þessum viðbótarher-
styrk ætlað það hlutverk að aðstoða við að halda
uppi lögum og reglu á eynni, unz alþjóðlegt lið
getur tekið við. Jafnframt þessu verður mikill
herútbúnaður fluttur til eyjarinnar. Á framhalds-
fundi Öryggisráðsins gerði fulltrúi Sovétríkjanna
harða hríð að yesturveldunum fyrir stefnu þeirra
á Kýpur. Ekki linnir bardögum á eynni.
með Makariosi voru innanríkis-
ráðherrann á Kýpur, Pólykarpos
Giorkadjis, og háttsettur emb-
ættismaður Sameinuðu þjóðanna.
Sklpuð nefnd
Er Makaríos kom aftur til
Nikósíu skýrði hann svo írá, að
skipuð hefði verið nefnd, sem
í ættu sæti fulltrúar beggja
bjóðarbrota i borpinu. Hann
kvaðst vona það, að ástandið
myndi senn batna í bænum, og
lagði á það áherzlu, að forystu-
menn Tyrkja í Polis hefðu tek-
ið sér vinsamlega. Makaríos
kvaðst einnig hafa komið til
borpsins Krima, þar sem ó-
eirðir hafa orðið undanfarið.
Kvaðst hann myndu fara fleiri
slíkar ferðir svo fremi þess
gerðist þörf.
MAKARÍOS
Enn berast fréttir af nýjum
bardögum á Kýpur. Talsmaður
stjórnarinnar lét svo um mælt
á miðvikudag, að vopnaðir Tyrk-
ir hefðu tekið á sitt vald sem-
entsverksmiðju nokkra við þjóð-
veginn milli Nikósíu og hafnar-
borgarinnar Kyrenia. Komið
hefði til átaka og vopnavið-
skipta áður en Tyrkjunum hefði
tekizt að ná verksmiðjunni á
sitt vald, en að því búnu hefðu
þeir dregið tyrkneska fánann að
hún. Samkvæmt enskum heim-
ildum munu Tyrkimir síðar
hafa yfirgefið verksmiðjuna.
Makaríos á ferSinni
Á miðvikudag hélt Makaríos
forseti Kýpur, með þyrilvængju
til þorpsins Polis, en þar voru
um sjö hundruð tyrkneskir
Kýpurbúar umkringdir af grísk-
um eyjarskeggjum fyrr í vik-
unni. Haft er eftir góðum, ensk-
um heimildum, að enn haldi
Tyrkirnir hópinn og hafist við
i skólahúsi þorpsins. f fylgd
Hótað stríði
Frá Ankara berast þær frétt-
ir, að upplysingamalaraðherra
landsins hafi látið svo um mælt
í dag, að svo framarlega sem
Öryggisráðinu takist eKki að
finna varanlega, friðsamlega
lausn Kýpurdeilunnar, hljóti að
koma til ófriðar milli þjóðar-
brotanna á eynni. Ráðherrann
lét þessi ummæli falla á blaða-
mannafundi í dag, og bætti þvi
við, að ef svo kynni að fara að
Makaríos lokaði dyrum skyn-
seminnar yrðu Tyrkir að Ijúka
þeim upp með valdi.
Deilt á vesturveldin.
f dag klukkan 19.15 eftir ísl.
tíma hófst framhaldsfundur í
öryggisráðinu um Kýpurdeiluna.
Nikolai Fedorenko, fulltrúi Sov-
étríkjanna, var fyrstur á mæl-
endaskrá. Gerði hann harða hríð
að vesturveldunum fyrir stefnu
þeirra á Kýpur, og sakaði Eng-
land og Tyrkland um að reyna
að dylja innrásarfyrirætlanir sín-
ar bak við Kýpursamninginn frá
1960. Federenko kvað Englend-
inga hafa notað ófyrirgefanlegan
siðferðisprédikunartón gagnvart
Makaríosi og bætti því við, að
einstaka vesturveldi virtust eiga
furðu létt með að gleyma sinni
e'gin fortíð. Fulltrúinn taldi Kýp-
urbúa fullfæra um að ráða fram
úr málum sínum sjálfir, og Kýp-
urdeilan, eins og hún væri nú
lögð fyrir öryggisráðið, væri ár-
angurinn af erlendri íhlutun.
Kýpursamninginn frá 1960
hefði verið reynt að nota til
þess að gera eyná að hernaðar-
bækistóð Nató.
BONN 19/2 — Á þriðjudag var
fyrrverandi SS-liðsforingi, Wil-
helm Doering að nafni, dæmd-
ur í fjögurra ára fangelsi. Hann
var sekur fundinn um þátttöku
í morði 187 sovétgyðinga í heims-
styrjöldinni síðari.
Jens Otto Krag er
kominn til Moskvu
MOSKVD 19/2 — Forsætisráð-
herra Danmerkur, Jens Ottc
Krag, kom síðari hluta dags ti
Moskvu. Forsætisráðherrann e<
í níu daga opinberri heimsóki’
f Sovétríkjunum ásamt kom
sinni frú Helle Krag.
Krústjoff tók á móti Krag r
flugvellinum ásamt varaforsætis
ráðherrunum Alexei Kosygin
Anastas Mikojan og Konstantír
Rúdnéff. Hermenn stóðu heiðurs-
vörð á vellinum og leiknir voru
þjóðsöngvar landanna.
1 móttökuræðu sinni lagði
Krústjoff á það áherzlu, að Sov-
étríkin vildu halda sem beztu
samkomulagi við nágranna sína
persónulegur kunningsskapu’-
þjóðarleiðtoganna væri mikils-
verður til styrktar vináttu op
Viðræðuhnduí um
hlutleysi Kamhodsju
LIBREVILLE 19/2 — Franskar hersveitir börðu í
dagf niður bylting/una í Gabon og settu Leon Mba,
hinn afsetta forseta landsins, aftur inn í embætti.
Herliðið var flutt flugleiðis til Gabon frá Brazze-
ville og Dakar síðari hluta dags. Tók það strax á
sitt vald mikilvæga staði og byggingar svo sem
flugvöllinn í Libreville, útvarpið og helz'tu póst-
hús og símstöðvar. Til bardaga kom er Frakkar
tóku höfuðborgina á sitt vald, og varð nokkuð
mannfall af báðum.
Italíuforsetinn
fer til Parísar
PHNOMPEN 19/2 — Norodom
Sihanouk, prins í Kambodsja,
fór í dag þess á leit við Banda-
ríkin, Thailand og Suður-Víet-
nam að þau sendu fulltrúa til
viðræðufundar um hlutleysi
Kambodsja.
1 fréttatilkynningu, sem send
var út af hinni opinberu frétta-
stofu í Kambodsja, segir, að
prinsinn leggi það til. að und-
irritaður verði samningur fjög-
urra rikja þess efnis, að Banda-
ríkin, Thailand og Suður-Víet-
nam ábyrgist hlutleysi og landa-
mæri Kambodsja.
Kambodsja mun svo hinsveg-
ar lýsa yfir fullkomnu hlutleysi,
standa fyrir utan öll hemaðar-
bandalög og ekki leyfa erlendar
herstöðvar í landinu. 1 yfiriýs-
ingunni segir ennfremur, að fari
svo, að þessi tillaga Kambodsja
nái ekki fram að ganga muni
heimurinn lýsa sök á hendur
Bandaríkjunum, Thailandi og
Suður-Víetnam fyrir það. að
landið hafi séð sig neytt til að
ganga í bandalag við Kínverska
alþýðulýðveldið.
Eácki er enn kunnugt um við-
brögð viðkomandi ríkja við þess-
um tilmælum Kambodsja. Eins
og menn muna vakti það mikla
athygli ekki alls fyrir löngu er
Kambodsja frábað sér alla
bandaríska efnahags- og hern-
aðaraðstoð.
Jens Otto Krag
samvinnu þjóða í milli og friði
í Evrópu.
Krag þakkaði fyrir heimboðið
og lagði áherzlu á það, að
danska stjómin væri ákveðin i
þvi að halda hinu góða sam-
komulagi við Sovétríkin. Einnig
kvað hann Dani myndu gera
allt sem í þeirra valdi stæði
til að styrkja frið í heiminum.
Þetta er i annað sinn sem
Jens Otto Krag kemur til Sovét-
ríkjanna, fyrsta skiptið var 1946,
en þá var Krag meðlimur
danskrar verzlunarsendinefndar.
Fyrirhugað var, að Krag kæmi
til Sovétríkjanna í fyrravor, en
af því gat ekki orðið sökum
þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Dan
mörk. E^rsti viðræðufundur
þeirra Krústjoffs verður á
fimmtudag.
Að loknum viðræðunum við
Krústjoff mun Krag ferðast um
Sovétríkin. Mun hann koma víða
við, m.a. til Leningrad og Stal-
ingrad.
Það var á mánudagskvöld, sem
bylting hófst í Gabon og fór
hið friðsamlegasta fram, enda
varð fátt um vamir hjá stjóm-
inni og liðsmönnum hennar.
Síðla miðvikudags tilkynnti svo
PARlS 19/2 — Þeir Antonio
Segni, ítalíuforseti, og Giuseppi
Saragat, utanríkisráðherra, komu
í dag tii Parísar í f jögurra daga
opinbera heimsókn. Þeir félagar
komu með flugvél til Parísar,
og þegar eftir komu sína hélt
Segni tii fundar við de Gaulle,
Frakklandsforseta. Ræddust þeir
við í þrjá stundarfjórðunga.
Samhliða þessu fóru fram við-
ræður utanríkisráðherranna, þ.e.
Saragat og Maurice Couve de
Murville. Á fundi sínum ræddu
þeir forsetarnir einkum um það,
hvemig styrkja megi fransk-
ítalska vináttu og samvinnu.
Stjómmálafréttaritarar í París
halda því fram, að ekki sé við
því að búast að viðræður for-
setanna um nánara stjómmála-
samband ríkja Efnahagsbanda-
lagsins hafi í för með sér nein-
ar ákveðnar aðgerðir.
í móttökuræðu sinni á Orly-
flugvellinum sagði de Gaulle
m.a. að Italíuforseti hefði jafn-
an unnið að þvi að bæta sam-
búð Frakklands og Italíu, og
vafalaust myndu þessar viðræð-
ur stuðla að nánari og betri
útvarpið í Libreville, að upp-
reisnin hefði verið barin niður.
Það var liðsforingi nokkur í
her Gabons, Palar að nafni, sem
þetta tilkynnti. Ekki nefndi Pal-
ar þessi að franskt herlið væri
samvinnu landanna. Segni svar-
aði í svipuðum dúr, cg kvaðst
sannfærður um það, að góður
árangur myndi verða af viðræð-
um þeirra kolleganna.
Ekki hefu enn verið skýrt
nánar frá viðræðum utanríkis-
ráðherranna né fundi forset-
anna.
Lœknar í
verkfalli
RÓMABORG 19/2 — Yfirlækn-
ar við sjúkrahús á ítalíu hófu
í dag tveggja daga verkfall til
að leggja áherzlu á kröfur sín-
ar um endurbætur á sjúkrahús-
um landsins, hærri laun og eft-
irlaun. Meðan á verkfallinu stend-
ur munu yfirlæknamir ekki
starfa nema í nauðir reki. Aðr-
ir sjúkrahúslæknar munu hefja
þriggja daga verkfall í næstu
viku. Þá hafa um tvö hundruð
þúsund verkamenn í lyfjaiðnaði
landsins hafið verkfall, sem
standa skál í þrjá daga.
komið til landsins. sagði aðeins
að vonlaust væri fyrir uppreisn-
armenn að sýna mótþróa. Hvatti
hann þá til að leggja niður
vopn og hét þeim sakaruppgjöf,
er það gerðu. I París var það
tilkynnt, að herlið Frakka myndi
taka að sér að sjá um ró og
frið í landinu.
Stjómmálakúgun
Stjórnmálafréttaritarar í Ga-
bon halda því fram, að upp-
reisninni hafi það fremur öðru
valdið, að Mba forseti hafi kné-
sett og kúgað alla pólitíska mót-
spymu í landinu. Síðari hluta
miðvikudags var allt orðið með
kyrrum kjörum í Libreville. Elr
Frakkar höfðu náð höfuðstaðn-
um á sitt vald og sett Mba aftur
inn í embætti hófu þeir þeg-
ar að endurskipleggja stjómina.
Hefur Jean Aubame verið skip-
aður forsætisráðherra í nýrri,
tíu manna stjóm. Aubame hef-
ur lengi verið þekktur sem and-
stæðingur Mba forseta.
Varaforsetinn. kærði
Embættismenn í París lögðu á
það áherzlu í dag, að Frakkar
hefðu gripið inn í rás viðburð-
anna í Gabon samkvæmt samn-
ingi, sem gerður var milli Ga-
bon og Frakklands 1961, en þar
eru ákvæði um að Frakkar skuli
ef þörf gerist halda uppi lög-
um og reglu í landinu. Frétta-
stofa Reuters skýrir svo frá. að
það hafi verið varaforseti lands-
ins, Paul-Marie Yembit, sem far-
ið hafi þess á leit við stjóm-
ina í Frakklandi að hún sendi
herlið til landsins. Yembit var
ekki staddur í höfuðborginni er
uppreisnin varð, og slapp því
undan.
Hlaut sjálfstæði 1960
Gabon er lítið ríki á vestur-
strönd Mið-Afríku. Það laut
áður Frökkum, en hlaut sjálfs-
forræði 1957. 1958 varð landið
meðlimur franska samveldis-
ins, og sjálfstæði sitt hlaut það
í ágúst 1960. Landið er 267 þús.
ferkm. að stærð, íbúar um 500
þús. Franska er hið opinbera
mál í landinu. en ýmsar Bantú-
málízkur eru talaðar af alþýðu
manna. Höfuðborgin er Libre-
ville með um 30 þús. íbúa.