Þjóðviljinn - 20.02.1964, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.02.1964, Blaðsíða 5
Finuntudagur 20. febrúar 1964 ÞIÖÐVILIINN stoA g Álit heimsmethafans, Valeri Brumels: ÞAÐ ÞARF 2,20 m. TIL AÐ SIGRA í HÁSTÖKKI í TOKÍÓ Sovézka fréttastofan „Novostj Press“ hefur átt viðtal við Valeri Brumel, heimsmethafa í há- stökki, í tilefni hins nýbyrjaða olympíuárs. Fyrsta spurningin var sú sama og Brumel er langoftast spurður i hinum fjölmörgu bréfum sem honum berast: — Hversvegna viltu iðka hástökk? — Iþróttafréttamenn kalla hástökkið nýtízkulegustu og rómantískustu grein frjálsra i- þrótta. Ég er alveg sammála þessu. — Hversvegna er það ný- tízkulegt? Vegna þess að kapp- amir á olympíuleikum fyrri tíma kepptu ekki i hástökki, heldur í ýmsum öðrum grein- um. eins og hlaupum og köst- um. 'Þegar tímar liðu þá voru vísindin tekin í þágu íþrótt- anna og hinar frumstæðu að- ferðir gömlu Grikkjanna viku fyrir nútíma tækni. En formið er ennþá hið sama á íþrótta- greinum og keppni, enda þótt betri árangur náist nú vegna bættra teknískra aðferða og nýrra þjálfunaraðferða. — Hástökkið er yngra, og þar af leiðandi nýtízkulegra, en hinar gömlu greinar frjálsra íþrótta. — Hvers vegna er hástökk rómantísk íþrótt? Þegar mað- ur færir hástökksrána stöðugt hærra og hærra. þá er eins cg maður sé að vinna bug á náttúruöflunum, hinum ósýni- lega krafti sem Newton kall- aði þyngdarlögmál. Sérhver sentimetri sem maður vinnur af þessum máttugu náttúruöfl- um færir þá sömu sigurgleði og sérhver annar sigur mann- legs máttar yfir náttúruöflun- um. — Ég ber þakkarhug í brjósti til þess manns, sem fann upp röndóttu hástökkssúl- urnar og silfruðu rána. Ég hugsaði aldrei um þessa hluti þegar ég byrjaði að stökkva hástökk fyrir tæpum tiu árum. Ég fann bara gleðina yfir því að stökkva, og ég hef haft stöðugt vaxandi ánægju af því síðan. Ástralíumaður í spilið Sp: Hvað segirðu um hinn tvítuga Ástraliumann Anthony Sneazwell, sem óvænt náði ..geimhæðinni” 2,20 m. f há- stökki á síðasta ári? — Það er ekki að ástæðu- lausu að íþróttafréttaritarar segja nú að hástökksbaráttan í Tokíó verði ekki eingöngu milli sovézkra og bandarískra há- stökkvara. Sovétmenn, Banda- ríkjamenn og Ástralíumenn hafa hverjir sitt hástökkskerfi, ef svo mætti segja. Eitt kerfið tekur hinum fram í sumum atriðum, en er lakara í öðrum, en í grundvallaratriðum eru þessi kerfi lík og byggð á til- raunum og vísindalegum nið- urstöðum hinna beztu þjálfara í þessum löndum. Sjálfur byrj- aði ég í hástökkinu þegar Banda ríkjamenn voru allsráðandi og ósigrandi taldir í hástökki. En allt setn þurfti var nokkurra ára vinnu sovézkra þjálfara. og árangurinn kom í Ijós. Það er. • ekkert eilífti einræði til í. íþróttum, cg ógerningur að segja hverjir „taka völdin” næst. Það er miklu auðveldara fyrir unga menn að byrja í Skoblikova líka heimsmeistari Lidia Skoblikova, sú sem sigraði í ölium greinum skautahlaups kvenna á olympíuleikj- unum, varð heims- meistari í skautahlaupi kvenna, en heimsmeist- aramót kvenna fór fram í Kristinehamn í Svíþjóð um síðustu helgi. Úrslit í einstökum greinum urðu þessi: 500 m. Lidia Skoblikova, Sovét, 46-f sek. Irina Jegerova, Sovét, 46,2 sek. Maria Loveler. USA, 46,4 sek. 1500 m. :.o\a nieð OL-verðlaun. 3000 m. 1. Skoblikova 5.114 2. Voron na 5.12,3 mín. mín. 1. Skoblikova 2,26,7 mín. 3. Valentina Stenina, Sovét, 2. Voronina, Sovét, 2.28,0 5,14.4 mín. mín. 3. Mustonen, Finnl.. 2.28,9 Samanlagt: mín. 1. Lidia Skoblikova 194,450 2. Inga Voronina 196,733 100 m. 3. Tamara Rylova 198,517 1. Skoblikova 1.34,9 min. 4. Kaja Mustonen, Finnl. 2. Inga Vononina, Sovét, 199,750. 1.35,5 mín. 5. Irina Jegerova. 3. Tamara Rylova, Sovét, 6. Pil Hva Han, Norður- 1.36,4 mín. Kóreu. Þessi myntl er tekin i metstökki Brumels síðastliðið sumar. i Ilann er að stökkva 2,28 metra. hástökki nú en fyrir nokkrum árum. Þeir hafa reynslu heilla rannsóknastofnanna 'beztu há- stökkvara til að byggja á. Sp: Hvaða árangur telurðu að þurfi til að sigra í hástökki á olympíuleikunum í ár? — Ekki minna en 2,20 m. — Ef til vill kann sumum að þykja þetta fremur lág tala miðað við heimsmetið. En í fyrsta lagi eru heimsmet ekki sett samkvæmt pöntun, og í öðru lagi má benda á árangur- inn á undanförnum olympíu- leikum. Charles Dumas nægði 2.12 til að sigra í Melboum 1956. Robert Shavlakadze sigr- aði með 2.16 m. í Róm 1960, sem þótti afbragðsgóður árang- ur á þeim tíma. Nú er maður með 2,16 m. ekki einu sinni öruggur með bronzverðlaunin. Nú er 2.20 m. orðin raunhæf úrslitatala til að ræða um á plympfuleikum (ef veðrið spill- ir ekki, eins og stundum vill verða). Ég er sannfærður um að baráttan um verðlaunasætin kemur til með að verða háð í kringum þessa hæð, og meira að segja er hugsanlegt að sig- urvegarinn stökkvi örfáum sentimetrum hærra. Það er staðreynd að í dag eru fjórir hástökkvarar í fullu fjöri i heiminum, sem stokkið hafa 2.20 m. Það er ekki óhugsandi að þessi hópur verði orðinn stærri í haust. Keppínautarnir — Ég hef því miður ekki haft tækifæri til að keppa við Ástralíumanninn Sneazwell. Mér er sagt að hann sé ná- kvæmlega jafnhár og jafnþung- ur og jafngamall og ég. Sov- ézki landsþjálfarinn, Korobkov, sem sá hann stökkva 2,20 m. segir að margt sé ábótavant við stökkstil hans. og getur hann því átt eftir að bæta árangur sinn verulega. Hann hefur ekkert keppt við aðra beztu hástökkvara heimsins, og get- ur það háð honum nokkuð á olympíuleikunum, nema hann hafi því sterkari taugar. En þarna er áreiðanlega hæfileika- maður á ferðinni. — Óneitanlega álít ég mögu- leika míns gamla vinar, John Thomas, mun meiri en Ástral- íumannsins. Þessi reyndi og á- gæti hástökkvari hefur stóra möguleika, og hann byrjaði ol- j ympíuár.ð í baráttuskapi, og stökk 2.19 m. Bandaríkiamað- urinn Gene Johnson mun einn- ig án efa stökkva 2,20 m á ár- inu, ef hann bætir stökkstíl sinn. — Svíinn Kjell-Ake Nilsson hefur tekið miklum framför- um undanfarið og stokkið 2,15 metra. Hann gatur orðið skeinu- hættur í sumar, og landi hans Stig Petterson veitir honum stöðugt harða keppni. Kínverj- inn Ni-Sí-sín, sem stokkið hef- ur 2,20 m., mun því miður sennilega ekki keppa í Tokío. Þar með held ég að séu upp- taldir helztu erlendu keppi- nautarnir, en það myndi gleðja mig mikið ef þessi hópur stækkaði og breikkaði þegar fer að líða á árið. Af sovézk- um hástökkvurum, sem lik- legir eru, má nefna Viktor Bolshov, sem stökk 2,15 m. s.l. sumar og hinn 18 ára gamla Valeri Skvortsov. sem stökk 2,09 m. Þessa ungu menn vant- ar fyrst og fremst meiri tækni og meiri hraða í stökkin. Með- alstökkhæð 10 efstu manna _á afrekaskrá Sovétríkjanna 1963 er 2,12 m. Meðal þeirra er Viktor Slabchuk, sem er 21 árs og stökk 2,11 m., Shavlak- adse með 2,10 m. og Igor Kas- karov, sem varð þriðji á OL 1956, og stökk í fyrra 2,10 m. Heimsmet I ár? Sp: Hvemig er æfingum þínum háttað núna? — Ég æfi fjórum sinnum í viku. Meirihluti þriggja æfing- anna fer í þrekæfingar og stökk með þunga á herðunum. Einnig æfi ég ^alsvert hraðann og hleyp úti. Einni æfinguni er varið til skíðaiðkana. Auk þessara aðalæfinga eru svo ýmsar séræfingar. — Það er alltaf verið að spyrja mig hvort ég muni gera tilraun til að setja nýtt heims- met í sumar. Ég mun taka þátt í nokkrum stórmótum fyrir Ol- impíule'kana. Þar ber hæst landskeppnina við Bandaríkin í Los Angeles í júlí og sovézka meistaramótið í ágúst. Ég mun reyna að gera mitt bezta á þessum mótum. Kópavogsbúar! — Kópavogsbúar! HÖFUM OPNAÐ rafvélaverkstæði að Melgerði 6. — Önnumst vind- ingar og viðgerðir á heimilistækjum, nýlagnir húsa og viðhald raflagna. Ennfremur viðgerðir á raf- kerfum bifreiða. RAFNYTING s7f símí 41678. Grétar Kristjánsson Jón Pétursson. Körfuknattleikur Kðrfuknattleiks' mót skólanna Körfuknattleiksmót skólanna hefst sunnu- daginn 1. marz n.k. kl. 13,30 í íþróttahúsi Há- skólans. Verzlunarskóli íslands sér um fram- kvæmd mótsins í ár. Keppt verður í tveim flokk- um karla og einum flokki kvenna. Skipting í flokkana er þannig: 1. fl. karla: Háskól'nn, Menntaskólinn, 4.—6. bekkur, Verzlunarskólinn, 4.—6. bekk- ur Kennaraskólinn. 3.—4. bekkur, Iðnskólinn, 3.—4. bekk- ur og aðrir hliðstæðir skólar. 2. fl. karla: Allir lægri bekk- ir fyrrgreindra skóla. Kvennaflokkur er aðeins einn sameiginlegur fyrir alla bekki fyrrgreindra skóla. Keppnin er útsláttarkeppni. Þátttökutilkynningar þurfa að berast fyrir 25. þ. m. til Bene- dikts Jakobssonar. Með hverri bátttökutilkynningu fylgi 100 króna gjöld. Allar nánari upp- lýsingar í síma 10390 frá kl. 10—12 f.h. í íþróttahúsi Há- skólans. Dámarafundir mei K. Knudsen Danski handknatt- leiksdómarinn Knuó Knudsen, sem verður dómari í landsleikjum íslendinga og Banda- ríkjamanna um helg- ina, heldur hér um- ræðufundi með hand- knattleiksdómurum á vegum dómaranefndar HSÍ, en formaður henn- ar er Hannes Þ. Sig- i urðsson. Umræðufundir með danska handknattleiksdómaranum ■ Knud Knudsen fara fram í Gagnfræðaskóla Austurbæjar, n.k. fimmtudags og föstudags- kvöld og hefjast kl. 20 bæði kvöldin. Einnig er ráðgerður fundiir á sunnudagsmorgun kl. 10 fyr- ir hádegi í fimleikasal Gagn- fræðaskóla Austurbæjar. Allir handknattleiksdómarar í Reykjavík og nágrenni eru hvattir til þess að sækja þessa fundi. Ovæntír olympíumeistarar Ludmilla Belusova og Olcg Proíopopov urðu fyrst til að hreppa gullverðlaun á vetrarolympíuleikunum í Innsbruck. Þau hlutu verðlaun sín fyrir sigur í par-Iisthlaupi á skautum, en í öðru sæti urðu Marika Kilius og Hans Jiirgen Baumler, Þýzkalandi, en Þau eru fimmfaldir Evrépumeistarar og margfaldir heimsmeist- arar í þessari grein. Sigur sovézka parsins kom talsvert á ó- vart. En þau sýndu mikil tilþrif og fataðist aldrei. Þýzka par- ið varð hmsvegar fy.-i þvi óláni að hrasa og missti þar með af gullinu. Á niyndinni =jást sigurvegararnir brosandi með gull- verðlaunin. __

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.