Þjóðviljinn - 23.02.1964, Page 12

Þjóðviljinn - 23.02.1964, Page 12
KÆRIR BORGARSJOÐUR OLIUFE- LÖGIN ÞRJÚ FYRIR LÖGBROT? ■ Þegar rætt var á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur á fimmtudagskvöldið um nauðsyn löggjafar um fyrirtækja- samsteypur og fleira benti einn áf borgarfulltrúum íhalds- ins á, að í gildi væru og hefðu verið um alllangt skeið lög um ólögmæta verzlunarhætti. ■ Varpaði Guðmundur Vigfússon borgarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins, í framhaldi af þessum umræðum fram þeirri spurningu, hvort ekki væri fyllsta ástæða til að kanna hvort borgarsjóður Reykjav'kur ætti ékki að kæra olíu- félögin fyrir lögbrot, er þau sendu samhljóða kopíur í stað tilboða í vetur, þegar Innkaupastofnun borgarinnar auglýsti útboðið á olíu- og benzínkaupum borgarsjóðs og borgarstofnana. 25 stúdentar I/úka námi við Háskólann 25 stúdentar luku kandídats- prófi frá Háskóla íslands í jan- úar óg febrúar og fara nöfn þeirra hér á eftir: Erindi um fæðing- ar m hjénabandið Erindaflokkur og kvikmynda- sýningar Félagsmálastofnunar- innar um fjölskyldu- og hjú- skaparmálefni heldur áfram í dag og hefs't kl. 4 e.h. í kvik- myndasal Austurbæjarskólans í dag verða flutt tvö erindi, sýndar margar litskuggamyndir og ein kvikmynd. Pétur H. J. Jakobsson, yfir- læknlr, flytur erindi um fæðing- ag, fjölskylduáætlanir og frjóvg- unarvamir, en Hannes Jónsson, félagsfræðingur. talar um hjóna- bandið og siðfræði kynlífsins. Að erindunum loknum verður sýnd kvikmyndin „Hjónabandið er gagnkvæmur félagsskapur". en mynd þessi er gerð í sam- ráði við dr. Lemo D. Roekwood, félagsfræðiprófessor við Cornell- háskóla. Embættispróf í guðfræði: Sigurður K. G. Sigurðsson. Embættispróf í læknisfræði: Bergljót Eríksson, Emst P. Daníelsson, Gísli Á. Þorsteins- son, Gottskálk Þ. Bjömsson. Guðmundur I. Eyjólfsson, Jón H. Alfreðsson, Magnús L. Stefánsson, Sigurður E. Þor- valdsson. Tryggvi Ásmunds- son, Víglundur Þór Þorsteiss- son, öm Smári Amaldsson. Kandídatspróf í tannlækningum: Ómar Konráðsson. Embættispróf í Iögfræði: Jónatan Þórmundsson, Krist- inn Einarsson, Stefán Hirst. Kandídatspróf í viðskiptafræði: Garðar V. Sigurgeirsson, Gunnar Finnsson, Hrafn Har- aldsson, Marínó S. Þorsteins- son, Þór Guðmundsson. Kandídatspróf í íslenzkum fræðum: Ingvar Stefánsson. Islenzkupróf fyrir erlenda stúdenta: Jane Vaughan. B. A. — próf: Ólafur Jens Pétursson. Ragn- heiður H. Briem. Á borgarstjórnarfundinum 6. febrúar urðu, eins og ýtarlega hefur verið skýrt frá hér í blað- inu, miklar umræður um þessa einstæðu ósvífni olíuhringanna. Við þær umræður flutti Óskar Hallgrímsson svofellda tillögu: „Borgarstjóm Reykjavikur beinir þeim tilmælum til hæst- virtrar ríkisstjórnar, að hún hafi forgöngu um, að sett verði á yf- irstandandi Alþingi sérstök lög- gjöf um rekstur og starfsemi stórfyrirtækja og fyrirtækjasam- steypa, þar sem reistar verði sérstakar hömlur gegn einokun- araðstöðu svo og gegn samtök- um um verðákvarðanir, en hags- munir neytenda verndaðir, m.a. með því að tryggja samkeppnis- skyldu slíkra fyrirtækja“. Samþykkt var þá að viðhafa tvær umræður um tillögu þessa, o£ það var síðari umræðan sem fram fór í borgarstjóminni á fimmtudaginn. Sigurður Magn- ússon, borgarfulltrúi íhaldsins, talaði þá af hálfu meirihlutans og drap á það sem getið var hér í upphafi, en fLutti siðan tvær breytingartillögur við tillögu Óskars: 1) Að á eftir orðunum á yfirstandandi Alþingi bætist MOSKVU 22/2 — Fulltrúar Sovétrikjanna og Bandaríkjanna undirrituðu í dag nýjan samning um menningarsamskipti eftir eins mánaðar viðræður. Samn- ingurinn gerir ráð fyrir aukinni menningarsamvinpu ríkjanna á árunum 1964—65. Meðal atriða í samningnum eru þessi: Skipzt verður á fjöru- tíu stúdentum frá hvoru landi á næsta skólaári. Einnig verður skipzt á tuttugu háskólakennur- um frá hvoru landi. Sömuleiðis munu hópar vísindamanna á ýmsum sviðum heimsækja hvort landið til skiptis, og er þar sér- staklega talað um stjameðlis- orðin „eða svo fljótt sem unnt er“, og 2) að niðurlag tiliögunn- ar orðist svo: „m.a. með því að tryggja samkeppni slíkra fyrir- tækja, frjáls viðskipti og frjálsa verðmyndun". Að loknum nokkrum umræð- um voru báðar þessar breyting- ar íhaldsins samþykktar, fyrri tillagan með 12 atkvæðum gegn 3 og sú síðari með 10 atkvæðum gegn 5. VEGNA FORFALLA vantar unglinga til að vera blaðið í Hverfisgötuhverfi. AFGREIÐSLA ÞJÓÐVILJANS fræðinga. Þá munu löndin einn- ig skiptast á niðurstöðum kjama- rannsókna. Flmm hópar lista- manna a.m.k. frá hvoru landi munu heimsækja hitt á samn- ingstímanum. Riti sem bandaríska upplýs- ingaþjónustan gefur út á rúss- nesku, „Ameríka’’, verður dreift um Sovétríkin, og sams konar sovézku riti um Bandaríkin. Þá er gert ráð fyrir auknum skipt- um á hvers konar tímaritum og bókum. Iþróttamenn landanna í mörg- um greinum munu leiða saman hesta sfna og þrjár sýningar verða haldnar í hvoru landi. símil 7-500 Sovétríkin og Bandaríkin auka menningarskiptí sín Landsleikurinn í gær: ÍSLENDINGAR SIGRUDU RfKJAMENN: 32 MÖRK í gær fór fram á Keflavíkurflugvelli einhver mesti íþróttaviðburður ársins, landsleikur milli íslands og Ban'daríkjanna í handknattleik. Leik- ar fóru þannig að íslendingar sigruðu með 32 mörkum gegn 17. íslenzka liðið tók for- ustuna í sínar hendur þegar 1 upphafi leiks og jók markatöluna jafnt og þéít allt til leiks- loka. Mikill mannfjöldi var saman kominn í íþrótta- húsinu á Keflavíkur- flugvelli þar sem leik- urinn fór fram og hvöttu menn landa sína ósoart. Dómari var Knud Knudsen. Leikurinn varð aldrei aeitt verulega spennandi vegna þess hve yfirburð- ir íslendinganna voru miklir og má segja að landslið okkar hafi ekki haft veruleg fækifæri til að sýna hvað í því býr. Margir okkar manna sýndu góðan leik, ekki sízt fyrirlitinn, Ragnar Jónsson og nýliðarnir, Hörður Kristinsson og Sigurður Einarsson. Þessi leikur við Banda- ríkin er nítjándi lands- leikurinn sem íslending- ar heyja og fyrsti leik- urinn sem háður er hér- lendis innanhúss. Þess- I ir leikir hafa farið þann- BANDA- GEGN 17 ig að íslendingar hafa tapað þrettán þeirra, tveim lauk með jafn- tefli, en leikurinn í gær er sá fjórði sem við ber- um sigur úr býtum í. Bandaríkjamenn hafa ekki mikla reynslu í þessari grein, en til- koma innflytjenda frá Evrópu hefur komið nokkru lífi í handknatt- leik þar vestra síðustu árin. * Síðari landsleikurinn við Bandaríkjamenn er háður í dag og hefst hann klukkan 15.30 í íþróttahúsinu á Kefla- víkurflugvelli. JÓSAFA TSKÝRSLA BOÐUÐ Á MORGUN ★ Þjóðviljinn haföi samband við Ólaf Þorláksson, rannsóknarilóm- ara í fjársvikamálinu á Keflavíkurflugvelli og boðaði hann skýrslu í þessu máli til blaðanna á morgun, mánudag. Jósafat Arngrims- son hefur setið í gæzluvarðhaldi að Skólavörðustíg 9 og hef«T ver- ið ýfirheyrður á hverjum degi fram að þessu. Byrjunarörðugleikar í blaðamensku AKUREYRI, 21/2 — Hrímnir heitir skólablað í Menntaskól- anum á Akureyri og lét skóla- meistari gera blaðið upptækt á dögunum. Nokkur eintök voru þó kom- in út á meðal lesenda. 1 skólablaðinu er veitzt að ráðsmanni mötuneytisins og hann þjófkenndur þar á heldur ó- tryggum forsendum. Er gefið i skyn að ráðsmaðurinn hirði í sinn vasa vexti af rekstrarfó mötuneytisins og hafi það auð- veldað honum að eignast Land- róverbifreið. Þetta mun að lík- um vera tilhæfulaust með öllu. Nemandi í fjórða bekk skólans er ábyrgðarmaður blaðsins. Síldin veidd með háfnum einum SAUÐÁRKRÓKI 22/2 — Nokk- ur smásíldveiði hefur verið hér inn með sandinum og hefur Fiskiðjan keypt aflann og fryst síldina til beitu. Síldin er ým- ist veidd í litlar nætur eða háfuð upp með stórum handháf við skært kastljós. Hvílir stemning yfir þessum veiðum í kvöld- myrkrinu. Síld þessi er tilvalin til niðursuðu. — H.S. Búið vel að ættfræðingum NESKAUPSTAÐ, 22/2 — A dögunum var opnað héraðsbóka- safn í nýjum húsakynnum að félagsheimilinu Egilsbúð. Bóka- safnið hefur fengið til umráða stóran sal og er aðalbókasalur- inn um 70 fermetrar. Hillupláss er fyrir níu þúsund bindi, en núverandi bókaeign safnsins telur 4500 skráðar bæk- ur til útlána. Bókavörður hefur verið ráðinn Ingibjörg Magnús- dóttir. Búizt er við. að þetta nýja bókasafn verði lyftistöng fyrir ættfræðirannsóknir og hef- ur safnið látið ljósmynda allar kirkjubækur og sóknamannatöl frá Norðfirði og Mjóafirði eftir frumritum á Þjóðskjalasafni og ná þær aftur allt til ársins 1740. Eru þetta sextán bindi samtals. Skemmtileg lesstofa er tengd safninu. Ingibjörg Magnúsdóltir bókavörður. Hagkvæmni ríkisreksturs SIGLUFIRÐI, 22/2 — Niður- lagningarverksmiðjan hér er nú á dagskrá og heyrir hún undir stjóm S.R. Mikil óstjóm hefur verið á rekstri verksmiðjunnar og fórst þannig fyrir í sumar að tryggja sér góða saltsíld á vertíðinni til úrviímslu. 1 haust var svo bmgðið við og keypt saltsíld austur á Seyðis- firði, sem bykir léleg vara og var seljandi formaður síldar- verksmiðjustjómar. Sveinn Ben- ediktsson. Sjðastli'ðinn vetur keypti Sveinn Benediktsson hinsvegar afgang af verksmiðjunni og var það valin síld að gæðum eins og raunar framleiðsluvörur verksmiðjunnar hafa sýnt fram að þessu. Mikið magn liggur nú af full- unninni síld á frystigeymslu og hefur aðeins árs geymsluþol og er drjúgur hluti þess þegar orð- inn ársgamall og ekki hægt að selja hann nema með geymslu í frystihólfum. — K.F. Sjómenn fá ekki útborgað KEFLAVlK, 22/2 — Línuver- tíð hefur brugðist á þessari ver- tíð og bera útgerðarmenn sig illa. Telja algengt hundrað þús- und króná tap á hverjum línu- bát fram að þessu. Bátasjómönn- um hér er yfirleitt borgað viku- lega og er nú orðinn mikill misbrestur á útborgun til sjó- manna. Afli hefur oft verið tvö til fjögur tonn í róðri. Einn bátur hér hefur verið með net undanfarið og afláð mun betur eða allt að tólf tonn í róðri. Er það Ingiberg Ólafs- son KE. Vonin KE landaði hér f dag 1600 tunnum af loðnu og fór hún öll f bræðslu hjá Fiskiðj- unni. Isfélag Keflavíkur sendi vörubíl til Grindavíkur í dag eftir loðnu og ætlar að frysta hana í beitu. Er þetta fyrsta prófraun þessa landsþekkta fyrirtækis. Mannlífið utan girðingar NJARÐVlKUM 22/ — Talið er að fimmtíu f jölskyldur Banda- ríkjamanna séu búsettar f Njarð- víkum og eitt hundrað fjölskyld- ' þessari búsetu. ur í Keflavík og eru þeir flest- i’- kvæntir íslenzkum konum. Draga byggðalögin dám af 75 ára afmæli Lágafellskirkju Um þessar mundir á Lága- fellskirkja í Mosfellssveit 75 ára afmæli og verður þess minnzt við messu í kirkjunni í dag sem sóknarpresturinn séra Bjanii Sigurðsson flytur. Jafn- framt verður efnt til sérstakrar kirkjuv ku f tilefni afmælisins og verða haldnar tvær samkom- ur í kirkjunni, sú fyrri á mánu- dagskvöld kl. 21 og hin síðari á þriðjudagskvöld á sama tíma og verða þar fluttar fjölbreyttar dagskrár með söng, ræðum, er- indum og skuggamyndum. Loks verður flutt föstumessa á mið- vikudagskvöld kl. 9. Séra Ólaf- ur Skúlason predikar. :

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.