Þjóðviljinn - 03.03.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.03.1964, Blaðsíða 4
4 SlÐA ÞIÓÐVILJINN Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: tvar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður GuðmundssoT- Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjarnason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 80 á mánuði. Upp með hendurnar! jlfeð fræðslulögunum sem Alþingi samþykkti rétt eftir stríðið, á tímum nýsköpunarstjórn- arinnar, vannst mikill sigur í þeirri viðleitni að jafna aðstöðu íslenzkra ungmenna til framhalds- menntunar. Sjaldan eða aldrei er þess höfuðatrið- is minnzt þegar afdankaðir pólitíkusar eða ofvitr- ir spekingar þurfa að atyrða fræðslulöggjöfina, sem sett var eftir vandlegan undirbúning manna úr öllum stjómmálaflokkum. Sú löggjöf er síður en svo fullkomin og sjálfsagt margt í henni sem þyrfti nú að breyta, en menn þurfa kannski að hafa kynnzt sjálfir hversu erfitt var fyrir ung- linga utan af landsbyggðinni að komast í mennta- skólana og framhaldsnám til þess að meta til fullnusfu hvílík stórbreyting til bóta varð með til- komu nýju fræðslulaganna. Alger glundroði var í skólakerfinu, engin skynsamleg tengsl milli þeirra unglingaskóla sem til voru, eins og t.d. héraðsskólanna, og framhaldsnámsins. Hefðu menn ekki aðstæður til að setjast í 1. bekk menntaskólanna í Reykjavík og á Akureyri urðu menn yfirleitt langflestir að taka utanskóla gagn- 'fræðapróf og setjast í 4. bekk. Við þetta bættust svo fáránlegar fakmarkanir á inngöngu í Mennta- skólann í Reykjavík og reglugerðarákvæði um skc-ðanakúgun, menn ypru^reknir úr ^kólum fyrir það eitt að skrifa grein í tímarit eða koma fram opinberlega utan skólanna. ¥»eir eru ekki orðnir fáir íslenzkir efnismenn, sem *■ komizt hafa í framhaldsnám vegna þeirrar ráð- stöfunar í nýju fræðslulögunum frá 1946 að hægt væri að taka landspróf víðsvegar um land, og vegna þess að skólum landsins var skipað í nokk- urn veginn samfellf kerfi. Hvorttveggja var mik- ill ávinningur. En eftir sem áður blasir við mis- rétti, sem að vísu verður ekki bætt úr að fullu 'fyrr en íslenzkir námsmenn fá námslaun í fram- haldsskólunum, og það er að menn'faskólarnir eru enn ekki nógu margir né nógu dreifðir um landið. TVTú liggja fyrir Alþingi tvö frumvörp um nýja menntaskóla, annan á Eiðum og hinn á ísa- firði. Flutningsmenn eru þingmenn úr öllum þingflokkunum og frumvörp um menntaskóla fyr- ir Vestfirðinga og Austurland hafa áður verið flutt á Alþingi án þess að ná fram að ganga. Þetta mál er ekki einungis réttlætismál til að jafna að nokkru aðstöðu ungmenna til framhaldsnáms hvar sem þau eiga heima á landinu. Það er einnig prófsteinn á heilindin í endalausum ræðum og skrifum utan þings og innan um nauðsyn svo- nefnds jafnvægis í byggð landsins. Og það hlýt- ur að vera ljóst alþingismönnum, líka öðrum en heimaþingmönnum Austurlands og Vestfjarða, að mikill ávinningur yrði fyrir þá landshluta og þjóðina alla þegar Alþingi sýndi þann rausnar- skap að gera heilan menntaskóla úr vísinum að menntaskólanámi sem þegar er til á ísafirði, og annar menntaskóli rís á Eiðum fyrir Austurland. Þarf enn að bíða í mörg ár þess rausnarskapar Al- þingis? Hitt væri bæði skynsamlegra og mann- dómslegra að alþingismenn sambykktu þegar á þessu þingi bæði frumvörpin. — & Þriðjudagur 3. marz 1964 ÖFLUG STARFSEMI VERKALÝDS- HREYFINGARINNAR Á AKUREYRI Verkalýðshreyfingin á Akureyri hefur lengi verið öflug og þróttmikil. Þar eru nú tvö félög langstærst, Verkalýðsfélagið Eining, sem stofn- að var við sameiningu Verkamannafélags Ak- ureyrarkaupstaðar og Verkakvennafélagsins Ein- ingar, en það hefur nú 678 félaga; og Iðja, félag verksmiðjufólks á Akureyri, sem er mannflesta verkalýðsfélagið á staðnum, með 735 félagsmenn, Hér fer á eftir frásögn af aðalfundum þess- ara tveggja verkalýðsfélaga, en þar er skýrt frá starfinu á liðnu ári. Reikningarnir voru einróma samþykktir. jafnframt var á- kveðið að hækka félagsgjöldin nokkuð og verða þau fyrir þetta ár kr. 500,00 fyrir karla, en kr. 300,00 fyrir konur. Hærri greiðslur sjúkrasjóðs Með tilliti til þess, að afkoma Sjúkrasjóðs hefur verið góð og nokkurt fé safnast fyrir, var ákveðið að hækka greiðsl- ur frá sjóðnum í slysa- eða veikindatilfellum. Nemur hækkunin-frá 20 til 50 prósent. b) Fyrir einhleypa og gift- ar konur, sem ekki eru fyrir- vinna heimilis, kr. 45,00 á dag. c) Fyrir hvert barn innan 16 ára aldurs á framfæri hins veika eða slasaða kr. 6,00 á dag. d) Dagpeningar greiðast ekki sé um varaniega örorku eða ellihrumleika að ræða“. Stjórnarkjör Stjóm félagsins var einróma kjörin eftir tillögum uppstill- ingarnefndar, og er nú þannig skipuð: Þrír af forystumönnum verkalýöshreyfingarinnar á Akureyri: Björn Jónsson, formaður Verka- lýðsfélagsins Einingar, Jón Ingimarsson formaður Iöju, félags verksmiðjufólks á Akureyri, Xryggvi Hclgason, formaður Sjómannafélags Akureyrar, og Hannibal Valdimarsson, forseti Alþýðusambands lslands. — Myndin er tekin á síðasta þingi V erkalýössambands Norðurlands. Stjórn verkalýðsfélagsins Einingar varð sjólfkjörin Aðalfundur Verkalýðsfélags- ins Einingar var haldinn í Al- þýðuhúsinu á Akureyri 9. febr. sl Formaður félagsins, Björn Jónsson, stýrði fundi og minnt- ist í upphafi hans 12 félaga, er látizt höfðu á síðasta ári. Þá flutti formaður skýrslu um störf félagsins á árinu 1963, en starfsmaður félagsins, Þór- ir Daníelsson, las reikninga og skýrði þá. Skýrsla formanns Aðalstarf félagsins á árinu var að sjálfsögðu bundið kjara- málunum. Þrívegis á átrinu náðust fram nokkrar hækkanir á kauipi, sem nema alls 29,8°'„ miðað við kaup í árslok 1962. Þá rakti formaður lauslega breytingar á kaupmætti launa verkafólks siðustu árin og lagði áherzlu á þá staðreynd, að ekkl hefur haldið í horfinu þrátt fyrir þær hækkanir, sem náðst hafa, og sum árin hafa verið ailmiklar að prósentu- tölu. Á sama tíma, sagði hann, að kjörin hefðu farið síbatn- andi í öllum Evrópulöndum fsland eitt sker sig úr þrátt fyr- ir verulegan vöxt þjóðartekn- anna Benti formaður á, að verk- efnið framundan væri að sækja á í þessu efni, og yrði i því sambandi að leggjá alla áherzlu á að fá verðtryggingu á kaupið, því að auk þeirrar beinu tryggingar, sem hún veitti launþegum, væri hún stjórnarvöldunum aðhald um að láta ekki verðhækkanlr sí- fellt dynja yfir. Jafnframt yrði einnig að keppa að því að na fram kjarabótum með öðrum aðferðum en beinum kaup- hækkunum. Að lokum lagði Björn ríka <jþerzlu á, að horfur væru nú. þannig í verðlags- og kjaramál- um, að full ástæða væri fyrir verkalýðsfélögin og hvern einn félagsmann að halda vel vöku sinni, ef ekki ætti illa að fara. Einnig ræddi formaður um skipulagsmái verkalýðsfélag- anna og ýmis sérmál Einingar. í sambandi við skipulagsmálin gat hann þess, að skammt myndi nú að bíða þess, að boð- að yrði til stofnfundar verka- lýðssambands. Taldi hann, að nú væri einmitt knýjandi nauð- syn til að koma slíku sambandi á fót vegna þess hve verka- fólk hefur dregizt aftur úr með kjör sin í samanburði við aðr- ar stéttir Er því nauðsyn, að það fái sinn sérstaka vettvang til að ráða málum sínum til lykta. Fjármál Vegna mikils kostnaðar við samninga og vinnudeilur á ár- inu, var afkoma félagsins ekki góð, en þó ekki um skuldasöfn- un að ræða. Niðurstöðutölur á reikningi félagssjóðs voru kr. 194.910,73. en skuldlaus eign við áramót kr. 338.336,87. Niðurstöðutölur á reikningi Vinnudeilusjóðs voru krónur 57.900.00 og er það sama upp- hæð og úthlutað var úr sjóðn- um í verkfallinu í desember. Skuldlaus eign um áramót kr 76.671,28 Úr styrktarsjóði var úthlut- að kr 4.200,00, en skuldlaus eign hans um áramót var kr 43.790.66 Tekjur sjúkrasjóðs voru á árinu kr 242.418,12. Úthlutað var úr sjóðnum 127 þús. kr til 61 félaga. Skuldlaus eign við áramót kr 181.138,97. Heildareignir félagsins við áramót eru bókfærðar á kr. 671.118,78. iVar 4. grein reglugerðar sjóðs- ins breytt, þannig að nú hljóð- ar hún svo: „Fyrstu 7 dagana eftir að samningsbundinni eða lög- ákveðinni greiðslu til hins veika eða slasaða lýkur, greið- ast engir dagpeningar, en sið- an greiðast dagpeningar sem hér segir í allt að 75 virka daga á hverju 12 mánaða tímabili: a) Fyrir gifta eð sambúa (fyrirvinnu heimilis) kr. 60,00 á dag. Aðalfundur Iðju, félags verk- smiðjufólks á Akureyri, var haldinn 8. febr. sl. í Bjargi. Formaður félagsins, Jón Ingi- marsson, stýrði fundl og flutti skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu árl, en gjaldkeri las reikninga. sem siðan voru sam- þykktir. Iðja er fjölmennasta verka- lýðsfélagið á Akureyri, og hafði þó félagsmönnum fækkað smávegis frá aðalfundi í fyrra. Félagatalan er nú 735, eru kon- ur 469 en karlmenn 266. Fé- lagsfundir á liðnu ári voru 5. en stjórnarfundir 14. Afkoma félagsins var góð á árinu, samanlagður rekstrar- hagnaður allra sjóða krónur 463.092,13 á árinu og bókfærð- ar eignir í árslok krónur 1.474.517,83. Félagsgjöld fyrir þetta ár voru ákveðin kr. 40t0,00 fyrir kárla og 350,00 fyrir konur. Tveir stjórnarmanna. Arn- finnur Arnfinnsson og Páll Ól- afsson. báðust undan endur- kosningu. og var stiómin þann- ig kjörin: Jón Ingimarsson, formaður: Hreiðar Pálmason, varaformað- ur: Ouðmundur Hialtason, rit- ari; Ingiberg Jóhannesson, Bjöm Jónsson, formaður; Þórir Daníelsson, varaformað- ur Þórhallur Einarsson, rit- ari Vilborg Guðjónsdóttir, gjaldkeri; Björgvin Einarsson, Auður Sigurpálsdóttir og Björn Gunnarsson meðstjórnendur. í varastjórn eru: Þorgerður Einarsdóttir, Loft- ur Meldal, Freyja Eiríksdóttir, Adolf Davíðsson og Kristján Larsen. Trúnaðarmannaráð skipa auk stjómar: Loftur Meldal, Jónína Jónsdóttir, Adolf Davíðsson, Gunnar Sigtrýggsson, Freyja Eirjkdóttir, Geir Ivarsson, Gústaf Jónsson, Þórdís Brynj- ólfsdóttir, Ingólfur Árnason, Margrét Magnúsdóttir. Félagatal Tala félaga í Einingu er nú 678, og hefur þeim fjölgað um 8 frá aðalfundi 1963. — Á að- alfundi núna gengu 36 nýir fé- lagar inn, en 6 úrsagnir voru kynntar. Þá voru 23 strikaðir út af félagaskrá, flestir vegna brottflutnings af félagssvæð- inu, en nokkrir vegna þess að þelr eru komnir í aðrar starfs- greinar en hafa þó ekki hirt um að segja sig úr félaginu. Bamahcimili Helzta nýmæli, sem stjórn félagsins vakti máls á á þess- um fundi, var að athugaðir yrðu möguleikar á að koma á fót sumardvalarheimili fyrir böm félagsmanna. Var kosin nefnd til að athuga það mál og, ef fært þætti, hrinda því í framkvæmd í samráði við stjóm félagsins. gjaldkeri; Hallgrimur Jónsson, meðstjómandi. f varastjórn eru: Hjörleifur Hafliðason, Sveinn Árnason, Sigurbjörg Benediktsdóttir og Þorbjörg Brynjólfsdóttir. I' trúnaðarmannaráði: Hjör- leifur HaflVlason, Kjartan Sutn- arliðason, Gestur Jóhannesson, Árni Ingólfsson, Friðþjófúr Guðlaugsson og Adolf Ingi- marsson. Verðlags- og kjaramál Eftirfarandi ályktun var ein- róma samþykkt á aðalfundin- um: „Síðan árið 1858 hafa laun- þegasamtökin í landinu verið í stöðugri baráttu fyrir því . að halda uppi kaupmætti laun- anna og verjast heiftarlegum árásum ríkisvaldsins á samn- ingsbundin laun. Hefur ríkis- valdið, bæði með laffasetningu og skipulögðum veyðlaeshækk- unum. iafnan t.eklð til baka bær leiðréttingaT ' á launum, sem stéttarfélögunum hefur tekizt að ná fram. nú m.a bin mikla bækkun á söluskatti • Loforð eða fvrirheit um bað að stöðva dvrtíðina og skana stöðurt vonvi ‘iqfa revnzt fals- loforð Afeð hverjum nýium Framhald á 8. síðu. Iðja krefst breyttrar stefnu í verðlags og skattamálum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.