Þjóðviljinn - 03.03.1964, Blaðsíða 10
|0 SlÐA
ÞIÓÐVIUINN
Þriðjudagur 3. marz 1964
ARTHUR C. CLARKE
í MÁNARYKI
I
tuttugu og fjórar stundir — af
ýmsum augljósum ástæðum og
öðrum sem eru ekki eins aug-
Ijósar. Það er til dæmis hinn
kynlegi kvilli sem kallaður er
geimfarakláði og leggst á mjó-
bakið eftir dagsvist í búningi.
Læknamir halda því fram að
þetta sér sálrænt fyrirbrigði og
nokkrar hetjur hafa verið heila
viku í búningi til að sanna
þetta. Það hefur þó ekki haft
nein áhrif á útbreiðslu kvillans.
Saga geimbúninga er fjöl-
breytileg og flókin og mikið um
nafngiftir. Enginn veit með
vissu hvers vegna eitt frægt
módel frá 1970 gekk undir nafn-
inu Jámgerður, en allir geim-
farar geta fúslega útskýrt hvers-
vegna módel XIV frá 2010 var
kallað Kvalastaðurinn. En senni-
lega er lítið til í þeirri kenn-
ingu að hann hafi verið teiknað-
ur af kvenverkfræðingi með
kvalalosta, sem hafði í huga að
ná sér djöfullega niðri á hinu
kyninu.
En Lawrence leið skikkanlega
í búningi sínum, meðan hann
hlustaði á hina áhugasömu leik-
menn leggja fram hugmyndir
sínar. Það var hugsanlegt —
þótt ólíklegt væri — að einhver
þessara sjálfumglöðu hugvits-
manna kæmi með hugmynd sem
hægt væri að færa sér í nyt.
Hann vissi slíks dæmi og var
reiðubúinn að hlusta á mál
þeirra með öllu meiri þolinmæði
en dr. Lawson — sem sýnilega
myndi aldrei geta sýnt kjánum
umburðariyndi.
Hann var að enda við að skera
Sikileyjarmann niður við trog,
en sá vildi blása burtu rykinu
með sérstaiklega útbúnum loft-
blásurum. Þessi tillaga var ein
af mörgum svipuðum; jafnvel
þótt vísindalegur grundvöllur
gæti verið fyrir þeim, urðu þær
einskis virði þegar farið var að
kryfja þær til mergjar.
Það var hægt að blása rykinu
burt — ef til væri ótakmarkað
magn af lofti. Meðan maðurinn
lét móðan mása á ensk-ítölsku,
hafði Lawson gert skyndiút-
reikninga. Mér telst svo til,
signor Gusalli, sagði hann, að
það þyrfti að minnsta kosti
fimm tonn af lofti á mxnútu til
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðslu og
snyrtistofa STEINU og OÖD0
Laugavegl 18 m. h. Oyfta)
SfMI 24616.
P E R M A Garðsenda 21
SfMl 33968. Hárgreiðslu- Og
snyrtistofa.
Dðmur! Hárgreiðsla «dð
allra hæfi.
TJARNARSTOFAN
Tjarnargötu 10. Vonarstrætis-
megin. — SfMI 14662.
HÁRGREIÐSLUSTOFA
AUSTURBÆJAR
(Maria Guðmundsdóttir)
Laugavegi 13 — SfMI 14656.
— Nuddstofa á sama stað. —
að halda opinni holu sem væri
nógu stór til að koma að gagni.
Það væri ógerlegt að flytja svo
mikið magn út að flekanum.
— Aha, það er hægt að ná
loftinu aftur og nota það upp
aftur!
— Kærar þakkir, signor Gus-
alli, greip rödd fundarstjórans
fram í. — Nú talar næstur herra
Robertson frá London, Ontario.
Hver er yðar tillaga, herra Ro-
beidson?
— Ég legg til frystingu.
— Andartak, andmælti Law-
son. — Hvemig er hægt að
frysta ryk?
35
— Pyrst myndi ég gegnvæta
það í vatni. Þá myndi ég reka
niður kælipípur og breyta öllum
massanum í ís. Það héldi ryk-
inu í skefjum og þá yrði auð-
velt að bora í gegnum allt sam-
an.
— Þetta er athyglisverð hug-
mynd, viðurkenndi Tom með dá-
litlum semingi. — Að minnsta
kosti er hún ekki eins fráleit og
sumar aðrar sem fram hafa
komið. En það þyrfti geysimikið
magn af vatni. Þér verðið að at-
huga að ferjan er á fimmtán
metra dýpi.
— Hvað er það mikið í fet-
um? spurði Kanadamaðurinn og
rödd hans gaf til kynna .að hann
væri einn af þessum gallhörðu
andstaaðingum metrakerfisins.
— Fimmtíu fet — eins og ég
er viss um að þér vitið mæta-
vel. Nú hefði maður þama súlu
að minnsta kosti metra i þver-
mál — yard á yðar máli — og
það útheimti — já — á að gizka
fimmtán sinnum tíu fer .... já
héma — auðvitað fimmtán tonn
af vatni. En þetta gerir ekki ráð
fyrir að neitt fari í súginn; í
rauninni þyrfti mörgum sinnum
meira en þetta. Kannski færi
það upp í hundrað tonn. Og
hvað haldið þér að allur þessi
frystiútbúnaður yrði þungur?
Lawrence var stórhrifinn.
Gagnstætt flestum vísindamönn-
um sem hann hafði kynnzt,
hafði Tom auga fyrir hversdags-
legum staðreyndum og var auk
þess eldfljótur að reikna. Lawr-
ence virtist útkoman ævinlega
rétt hjá honum.
Kanadíski frystimeistarinn
var enn í fullu fjöri, þegar hon-
um var kippt útúr þættinum, og
í hans stað kom náungi frá
Afríku, sem vildi nota hið gagn-
stæða — hita. Hann vildi nota
geysistóran íhvolfan spegil til
að beina sólarljósinu á rykið og
bræða það í þéttan massa.
Það leyndi sér ekki að Tom
gat með erfiðismunum stillt
skap sitt; sólargeislanáunginn
var einn af þessum, þrjózku,
sjálfmenntuðu „sérfræðingum"
sem viðurkenna aldrei að þeir
geti gert skyssu í útreikningum
sínum. Það var kominn tölu-
verður hiti í umræðumar. þegar
nálægari rödd yfirgnæfði út-
varpsdagskrána.
— Skíðin eru að koma, herra
Lawrence.
Lawrence brölti upp og klifr-
aði upp á flekann. Ef eitthvað
sást, þá voru þau alveg komin
að þeim. Já, þarna voru Ryk-
skiði eitt — og lika Rykskíði
þrjú, sem höfðu komið langa og
erfiða leið frá Þurrahafi á Ytri
hlið. Það ferðalag var ævintýri
út af fyrir sig, sem engum var
kunnugt um nema þeim fáu
mönnum sem tóku þátt í því.
Hvor skíði drógu sleða, há-
fermda af alls kyns útbúnaði.
Þegar þau námu staðar hjá flek-
anum, var hið fyrsta sem ofan
var tekið, stóri kassinn sem
hafði að geyma íglúið. Það var
alltaf jafngaman að horfa á þau
blásin upp, bg Lawrence hafði
sjaldan beðið þess með annarri
eins eftirvæntingu. (Já, hann
hafði sannarlega geimfarafiðr-
ing). Þetta var allt saman sjálf-
virkt; innsigli var rofið, tveim-
ur sveifum var snúið — til ör-
yggis gegn útþenslu af vangá
— og svo var beðið.
Lawrence þurfti ekki að bíða
lengi. Kassahliðamar lögðust út-
af og í Ijós kom silfurlitt efni,
lagt þétt saman. Það hreyfðist
og iðaði eins og lifandi vera;
Lawrence hafði einu sinni séð
mölflugu sprengja af sér púpu-
hýðið og vængimir lágu enn
samanbrotnir, og þetta tvennt
var undarlega líkt. Skordýrið
hafði hins vegar verið fulla
klukkustund að ná eðlilegri
mynd og formi, en iglúið var
fullbúið á þremur mínútum.
Meðan loftdælan dældi lofti
inn í slyttislegt silfurumslagið,
tók það Mppi og viðbrögð og
reis upp. Nú var það orðið metri
á hæð og’ breiddist út á við
fremur en upp. Þegar það var
búið að ná mesta utanmáli, fór
það aftur að hækka, og loft-
gangurinn teygðist útúr aðal-
hvelfingunni. Það hefði verið
eðlilegt að þessu fylgdu hvæs
og stunur; það var næstum ó-
hugnanlegt að þetta skyldi eiga
sér stað í algjörri þögn.
Nú var byggingin næstum til-
búin og það var augljóst að
„íglú“ var eina rétta nafnið. Þótt
þau hefðu verið gerð til að veita
vemd fyrir allt öðru — að vísu
jafnfjandsamlegu — umhverfi.
höfðu snjóhús eskimóanna verið
nákvæmlega eins að lögun.
Tæknivandamálið hafði verið
svipaðs eðlis; lausnin sömuleiðis.
Það tók talsvert lengri tíma
að koma fyrir innvolsinu en
blása íglúið upp — því að allan
útbúnaðinn — rúmstasði, stóla
borð, skápa, rafeindaáhöld —
þurfti að bera inn gegnum loft-
ganginn. Stærstu hlutimir kom-
ust með naumindum inn. En að
lokum heyrðist útvarpskall inn-
anúr hvelfingunni. — Við erum
tilbúnir! var sagt. — Gerið svo
vel og ganga í bæinn.
Lawrence lét ekki segja sér
þetta tvisvar. Hann fór að losa
frá sér geimbúninginn meðan
hann var í ytra loftganginum og
hjálminn tók hann af sér strax
og hann gat heyrt raddir innan-
úr hvelfingunni, sem náðu til
hans gegnum þykknandi loftið.
Það var dásamlegt að vera
aftur frjáls maður — að geta
ekið sér, klórað sér, hreyft sig
hindrunarlaust, tala við félaga
sína augliti til auglitis. Baðklef-
inn sem var á stærð við líkkistu,
losaði hann við óþefinn af bún-
ingnum og honum fannst hann
aftur vera orðinn hæfur til að
vera í mannlegu samfélagi. Síð-
an fór hann í stuttbuxur — öðru
klæddust menn ekki i íglúi —og
settist á ráðstefnu með aðstoðar-
mönnum sínum.
Flest af því sem hann hafði
beðið um, hafði komið í þess-
ari ferð; hitt kæmi á Rykskíðum
tvö innan fárra klukkutíma.
Meðan hann fór yfir birgðalist-
ann. fannst honum sem hann
hefði allt í hendi sér. Súrefni
var tryggt — nema eitthvert ó-
happ kæmi fyrir. Vatn var orð-
ið af skomum skammti þama
niðri; hann gæti auðveldlega
bætt úr því. Matarvandamálið
var erfiðara viðureignar, þótt
vandinn lægi aðeins í umbúðun-
um. Pökkunarmiðstöðin hafði
þegar sent dálítið af súkkulaði,
pressuðu kjöti, osti og jafnvel
frönskum langbrauðum — allt í
þriggja sentímetra víðum hylkj-
um. Innan skamms gæti hann
skotið þeim niður loftpípumar
og hresst upp á líðanina um
borð í Selenu.
En þetta skipti minna máli en
árangurinn af heilabrotum vís-
indamannanna, sem nú var
skráður á margar teikningar og
stuttorða sex síðna skýrslu.
Lawrence las hana mjög vand-
lega og kinkaði öðm hverju kolli
til samþykkis. Sjálfur hafði hann
komizt að svipaðri niðurstöðu og
hann sá ekki aðra leið færa.
Hvað sem um farþegana yrði,
þá hafði Selena farið sina síð-
ustu ferð.
TUTTUGASTI OG FJÖRÐI
KAFLI.
Stormurinn sem blásið hafði
um Selenu virtist hafa borið
burt með sér meira en dautt og
mengað andrúmsloftið. Þegar
Hansteen geimsiglingaforingi
rifjaði upp fyrstu dagana undir
rykinu, varð honum Ijóst að þau
höfðu oft verið æst, jafnvel
móðursjúk. Til þess að herða
upp hugann, höfðu þau stundum
gengið of langt í uppgerðar
kátínu og bamalegum galsa.
Nú var það allt liðið hjá og
það var auðvelt að sjá hvers
vegna. Sú staðreynd að björg-
unarleiðangur var að starfi í
nokkurra metra fjarlægð átti
sinn þátt í því, en þó aðeins að
nokkru leyti. Þessi rósemi sem
þeim var öllum sameiginleg
núna. stafaði af nálægð dauð-
ans; ekkert gat orðið eins aftur
eftir það sem á undan var geng-
ið. Sjálfselskan og gunguskapur-
inn höfðu orðið að víkja.
Enginn vissi þetta betur en
Hansteen; 'hann hafði kynnzt
þessu oft áður, þegar áhöfn
skips var í bráðri hættu langt
úti í sólkerfinu. Þótt hann væri
ekki heimspekilega sinnaður,
hafði honum gefizt góður tími
til að hugsa úti i geimnum.
Hann hafði stundum velt fyrir
sér hvort hin raunverulega á-
stæða til þess að menn sóttust
eftir hættunni, væri sú að þá
fyrst gætu þeir fundið hinn
djúpa og sanna félagsskap sem
þeir þörfnuðust óafvitandi.
Honum þætti leitt að þurfa að
kveðja allt þetta fólk — já, jafn-
vel ungfrú Morley, sem nú var
eins viðfelldin og tillitssöm og
skapgerð hennar frekast leyfði.
Það sýndi bjartsýni hans að
hann skyldi geta horft svo langt
fram í tímann; auðvitað mátti
maður aldrei verið of ömggur, en
þetta virtist orðið viðráðanlegt.
SKOTTA
Nei. Skotta! Þú hefur fundiö allar glerkúlurnar mínar þarna varstu
snjöll. Þakka þér kæriega fyrir!
Byggingarfélag verkamanna í Reykjavík.
m sölu
3ja herb. íbúð í 4. byggingaflokki. Þeir félagsmenn
sem neyta vilja forkaupsréttar, leggi inn um-
sóknir sínar á skrifstofu félagsins, Stórholti 16,
fyrir kl. 12 mánudaginn 9. marz.
Stjórnin.
Sveitarstjórí
Starf sveitarstjóra Stykkishólmshrepps er laust til
umsóknar. Laun skv.23. fl. launaskrár Sambands
íslenzkra sveitarfélaga. — Umsóknir, með upplýs-
ingum um menntun og fvrri störf, sendist Oddvita
Stykkishólmshrepps, hr. Ásgeiri Ágústssyni, Stykk-
ishólmi, og skulu hafa borizt fyrir 1. apríl 1964.
Hreppsnefnd Stykkishólmshrepps.
SVEFNSÓFAR
- SÓFASETT
HNOTAN, húsgagnaverzlun
Þórsgötu I.
ininiiiiiiiiiiiiiiiiiMiniiiriiimtiiiiiitiiiittmitiittfiitHiiiiiiiiiiiiimiiiiiiii
Aða/fundur
Aðalfundur Tollvörugeymslunnar h.f. verður hald-
inn miðvikudaginn 15. apríl n.k. kl. 8,30 e.h.
Tillögur, sem bera á upp á fundinum, þurfa að
berast skrifstofu vorri sem fyrst, til þess að hægt
sé að geta þeirra í fundarboði.
Stjórnin.