Þjóðviljinn - 03.03.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.03.1964, Blaðsíða 7
r ÞriðjrJdagur 3. marz 1964 ÞIÚÐVILIINN ---------------------------—-------------------------2 MARGT AF VITI MARGIR SOGÐU... TURNINf'J A AÐ HVÍLA A OKKAR HERDUM E3E1BB TURKSIKS 51 WTES Bffí TUSHSIHS 71 HETRAR Þannig »kýrir Lúðvig C.uðniundsson stærð Hallgrímskirkju. Síðastliðinn sunnudag var fundur haldinn í Sigtúni og var umræðuefnið Hallgrímskirkja. Fundurinn hófst kl. rúmlega þr.jú og sótti hann fjöldi manns. Umraeður urðu þó vart eins fjörugar og skyldi og bar mest til þess, að þeir er helzta ábyrgð bera á húsi þessu, svo sem biskupinn, Sigurbjöm Ein- arsson, séra Jakob Jónsson og gamli maðurinn frá Hriflu. létu ekki sjá sig á fundinum. Átti kirkjan raunar formaelend- ut fá á þessum umrseðufundi, aðeins þrír raeðumenn fylgjandi byggingunni. Saga málsins Páls postula til Efesusmanna: ..Reiðizt. en syndgið ekki, sól- in gangi ekki undir jrfir yðar reiði. Og gefið ekki djöflinum rúm.” (Pétur heldur sig við hinar eldri biblíuþýðingar. og er það að vonum). Tilhugsunina um „tumbáknið” kvað Pétur líkasta martröð, stærð kæmi ekki í íegurðar stað. Á Laugar- ásbrúninni væru tvö þrettán hæða stórhýsi 37,5 metra á hæð, hvort. Tum Hallgríms- Enga nízku við Guð Þá tók til máls frú RóSa B. Blöndals og talaði í fyrstu mest um torfkirkjur, en studdi ella Hallgrímskirkju. Rósa flutti mál sitt sköruglega og voru röksemdir hennar aðgllega tvennskonar, almenns trúarlegs eðlis (ekki mætti vera nízkur gagnvart guði) og svo tillits- semi við látinn höfund kirkj- unnar, Óheilindi Hannes Davíðsson. arkitekt, kvaðst harma það, að ekki kæmu á fundinn þeir biskups- liðar og bætti við: „Þeir fyrstir ragir renna, sem raupa mest óhultir . . .“ Hannes kvaðst ekki mundu ræða byggingarlist kirkjunnar, hún væri afleiðing en ekki orsök. Tildur þeirra manna er að kirkjubyggingunni stæðu væri tilraun til aö breiða til að eiga orðrasður við Hall- grlmskirkjumenn og saknaði andstöðunnar, kvað það heilaga skyldu að brjóta niður það sem komið væri af kirkjunni. Heldur var Skúli tortrygginn á sáttatillögu Péturs, ef við tækj- um það næst bezta fengjum við vanalega það versta. Trúmálin ekkert aukaatriði Gunnar Gunnarsson. rithöf- undur, var á móti kirkjunni og harmaði það að hafa ekki ver- ið „nógu duglegur við skemmd- arverkin.” Jón BjarnaSon kvaðst vera „hugleiðingamaður” um þetta mál og ekki vera fyllilega á- nægður, t.d. væri tuminn „raunverulega of hár.” Sigurbjöm Guðmundsson hélt uppi vömum fyrir Hallgríms- kirkju. Hann kvað tuminn vera 74,5 metra, ekki 78 eins og stæði í Stúdentablaðinu. Ým- mál nokkuð og komst að þeirri niðurstöðu, að breytingar á kirkjunni brytu ekki í bága við löggjöf þá um höfundarrétt er væntanlega hlýtur senn staðfestingu. Glæpur Nú var komið að lokum þessa fundar. Sigurjón Bjama- *on kvað kirkjuna forljóta, þó væri huggun hörmum gegn, að arkitektum væri svo fyrir að þakka að ekki saeist nema rétt í næsta húsvegg hér í henni Reykjavík. Sigurjón lagði megináherzlu á þjóðfélagslega hlið málsins og komst svo að orði, að það væri glæpur að kasta svo miklu fé i kirkju- byggingu meðan brýn þjóðfé- lagsvandamál biðu úrlausnar. Kirkjan væri ekki svo og svo mörg tonn af steinsteypu held- ur i h.jarta hvers kristins manns. Annars væru íslending- ar trúlaus þjóð, og var á ræðu- manni að heyra, að það væri engum fremur að þakka eða Fjörugur fundur um Hallgrímskirkju Lúðvig Guðmundsson Pétur Benediktsson bera hönd fyrir höfuð sér á öldum ljósvakans, prestum leyfðist bersýnilega allt í skjóli helgi sinnar og skinhelgi. islegt væri athugavert við Stúdentablaðið og ýmis rök þar fyrir neðan allar hellur. Trúmál væru ekkert aukaatriði í þessu máli, þeir menn er veður gerðu út af Hallgrímkirkju væru á móti sjálfri þjóðkirkj- unni. Þetta væri fámennur hópur, sem ekki hirti alltaf um að segja sannleikann. Rök Pét- urs Benediktssonar væru þess eðlis, að hann væri ekki dóm- bær um útlit kirkjunnar. .Skuggavaldið7 I sama streng tók Jón Þórð- arson. Hann kvað Lúðvig Guð- mundsson hafa verið hugsjóna- mann á sínum tíma og séð áratugi fram í tímann. „Skuggvaldið” hefði hinsvegar séð aldir fram í tímann (Það var eftirtektarvert, hve mjög fundarmenn fundu hvöt hjá sér,, til að umskrifa nafn Jónasar kenna en kirkju Krists hér á landi. Ragnar í Smára flutti fal- lega hugvekju. Skinhelgi Að lokum talaði svo Lúðvig Guðmundsson aftur. Upplýsti það, að innanhússteikningar væru engar til af kirkjunni frá hendi Guðjóns Samúelsson- ar. Spurði hvort Jónas stýrði þessum leikbrúðum, er að Hall- grímskirkju stæðu. hann hefði að minnsta kosti skrifað undir ' leyfi fyrir Guðjón að breyta kvistherbergjum á Hótel'Borg. Heimtaði málfrelsi og sagði að séra Jakob, góðvinurinn frá því úr framsöguræðunni, hefði ráð- izt á sig úr predikunarstól i útvarpi og það á ódrengilegasta hátt. Hinsvegar hefði skóla- stjórinn ekki fengið að Leitar stuðnings þingmanna í deiiu sinni við biskupinn um afturköllun ó skírnarheiti 1 fundarbyrjun minntist fund- arstjóri, Hákon Guðmundsson, hæstaréttarritari, Davíðs Stef- ánssonar og risu fundarmenn úr sætum til virðingar við hið látna þjóðskáld. Fyrsti frum- mælandi. Lúðvig Guðmunds- Son, skólastjóri tók síðan til máls. í ræðu sinni ræddi Lúðvig einkum sögu þessa máls. Hann harmaði það, að þeir menn, er boðið hefði verið á fundinn. hefðu ekki þorað að standa þar fyrir máli sínu og kirkj- unnar og sagði háðslega: ,,Þeir runnu!” Þeirri spumingu, hvers vegna ekki hefði fyrr verið komið með gagnrýni á kirkjuna, væri því til að svara, að fyrir 22 árum, strax og lík- anið hefði verið sýnt almenn- ingi, hefði hann hafið ,.hóg- væra, sanngjama og drengi- lega gagnrýni.“ Lúðvig ásakaði biskup, „hans heilagleik,” er hann nefndi svo, fyrir dylgjur og ásakanir. vitnaði í ummæli biskups í dagblaðinu Vfsi um „skemmdarverk” og virtist bersýnilega telja biskup hinn mesta ódreng. Til marks um fyrri gagnrýni á Hallgrímskirkju las Lúðvig kafla úr bréfi frá Kurt Zier t.il *éra Jakobs, „góðvinar síns” úr guðfræðideild háskólans frá þeim tíma er Lúðvig hugði á prestskap. Lúðvig bætti við: „Ef ég hefði orðið prestur þá, er ég ekki viss um að séra Sigurbjöm væri biskup nú!” Þá ræddi Lúðvig um „skugga- völd” bak við líkneskið, en lýsti þeirri skoðun sinni, að upprunalega hefðu þeir séra Jakob op Sigurbjörn ekki ætlað sér að reisa neitt kirkjubákn. Þessu sama ■ kirkjubákni lýsf.i ræðumaður sem „gífurlegum tumi með áfastri kirkju,” blandað væri saman gotnesk- um, rómönskum og býzantísk- um stil, að viðbættum allskon- ar pífum eða kögri frá b meistara ríkisins. /Turnbáknið' Annar frummælandi, Pétur Benediktison, bankast.jóri, kvaðst ekki hafa tilvitnun handhæga fyrir ..ormagarð Nýma vikutíðinda”, en „herra- dóminn” vildi hann minna á orð kirkju væri fyrirhugaður 75 m, með öðrum orðum álíka hár og 26 hæða hús. Ekki ynn- ist við þetta aukið rúm svo nokkru nemi, Dómkirkjan tæki 800 manns í sæti, Hallgríms- kirkja eitt þúsund eða tólf hundmð — allt eftir því hver segði frá! Ekki kvaðst Pétur amast við kirkjum né því að Hallgríms sáluga væri minnzt, og mót- mælti því harðlega, sem fram hefði komið hjá séra Jakobi, að hann vildi „rífa niður hálf- byggðar kirkjur. „Séra Jakob má fara heim og læra betur” sagði Pétur og vitnaði í Stúd- entablaðið fræga máli sínu til stuðnings. Ella lagði Pétur á- herzlu á það. að enn mætti bjarga málinu, breyta kirkjunni og fá fram viðunandi lausn. Bar hann fram eftirfarandi til- lögu: „Almennur fundur haldinn ( Sjálfstæðishúsinu í Reykjavík 1. márz 1964 skorar á alla, sem áhrif geta haft á byggingu Hallgrímskirkju á Skólavörðu- holti f Reykjavík, að fá tekn- ar til gaumgæfilegrar endur- skoðunar ráðagerðir þær, sem nú eru uppi um byggingu kirkj- unnar, Leitað verði að niðurstöðu. sem not:ð geti sem fyllstrar samstöðu þjóðarinnar og bendir fundurinn á þá leið, að efnt verði til samkeppni meðal arki- tekta um tillögu til áfrar^-’-’ andi framkvæmda.” Hálfvolgur Er fundarmenn höfðu lokið máli sínu tók fyrstur til máls Þórir Kr. Þórðarcon, prófcssor, og var hvorki hrár né soðinn. Mótmælti hann því að ekkert sambandi 'væri m lli Hallgríms og Reykjavíkur, það væri þvert á móti einkar náið. Allt umtalið um Guðjón heitinn Samúelsson hefði verið ákafleea einhlítt, sagði síðan arkitektón- iskan kost og löst á Guðjón' heitnum en átt.i bersýnilega erfitt með að kingja Hallgríms- kirkju Tiliögu Péturs kvaðs' hann styðja. sagði ella að höf- uðnauðsvn vævi að hefía andl°e verðmæti á tímum auðhyggju. yfir það skoðanalega skipbrot, er þeir hefðu beðið, svo og annan andlegan vesaldóm. Hvergi kvað Hannes eins breitt bil á milli kenningar og fram- kvæmdar og hjá kirkjunnar þjónum. Eitt sinn kvað hann að unnið Iiefði verið fyrir sr. Jakob, og klerkur hefði ..gengið nokk- uð fast eftir framkvæmd- um”. Hannes hefði þá spurt eitt sinn: „Hvar er nú guðsmaður- inn Jakob minn?” og klerkur svarað að bragði: „Það þýðir nú ekki alliaf að láta hann ráða!“ Enn kom Hannes að því er hann nefndi „svipumanninn” bak við kirkjubygginguna og hafði eftir honum þau orð, að „nú vantaði ekkí nema einn ríkap mann með vonda sam- vizku til að ljúka verkinu.” Þá upplýsti Hannes það, að þeir kirkjunnar þjónar hefðu látið á þrykk út ganga gjafabréf til Hallgrimskirkju, og þótti hon- um þetta minna ískyggilega mikið á aflátssöluna forðum daga. Óheilindi Hallgríms- kirkju á holtinu væri aðeins ytra tákn um óheilindi þeirrar ’úthersku evangelísku kirkju. Niður með hana! Gísli Halldórsson, vcrkfræð- ingur. varpaði fram þeirri spumingu, hve guð væri marg- ir kúbikmetrar af steinsteypu, og yrði e.t.v. bænin 75 metra á hæð eins og tuminn? Ann- ars væri íslenzk menning með slagsíðu. Kaupverð kirk.junnar mætti nota til þess að reisa náttúrugripasafn og dýragarð. bar gætu reykvísk börn séð hest og kú — eða jafnvel hund. Hörður Ágústsson, Iistmálarí gerði harða hríð að Hallgríms- kirkju og spurði, hvort þeir menn, er að henni stæðu. hefðu aldrei heyrt nútímalistar að neinu getið. Hjörtur Kristmundsson, hellt sér yfir „óbermið” á Skóla- vörðuholtinu, en hafði ella þá athyglisverðu skýringu á upp- rana hins rammþjóðlega bursta- stíls. að menn hcfðu orðið nð hafa bökin brött til að forðast ’iúsleka. Skúli Norðdahl hafði hlakkaö frá Hriflu, ætla mætti að gamli maðurinn væri orðinn eitthvert feimnismál með okkur Islend- ingum.). Þá lýsti Jón þeirri skoðun sinni, að Lúðvík hefði lagt allan kristindóm niður í landinu hefði hann orðið bisk- up. Ekki kvaðst Jón hafa séð Pétur Benediktsson fyrr en nú — og láta það svona vera! ,Hálfhýddur banan' Sigurður Líndal ítrekaði það, að trúmál væru aukaatriði í sambandi við Hallgrímskirkju, enda gætu trúaðir jafnt og heiðnir verið sammála um það, að kirkjan væri ljót. Þær upp- lýsingar, að tuminn væri 78 metra á hæð, væru fengnar fi’á skrifstofu húsameistara ríkisins. Ofan á turninn hefði hinsvegar verið klesst einhverju, sem líktist hálfhýddum banan, og gæti mismunurinn legið í því! Þá sagði Sigurður, að ræðutimi hefði verið tekinn frá handa boðsgestum fundarins, og gætu þeir sjálfum sér ein-! um um kennt, ef einstefnuakst- ! ur yrði á þessum fundi. Þá drap Sigui’ður á höfundarrétt Hallgrímskirkju, reifaði það Helgi Hóseasson trésmíða- meistari, Skipasundi 48, Reykja- vík, hefur nýlega sent alþingis- mönnum svofellt bréf: ,,menn hafa oft átt fullt í fángi að forða sér við yfirgángi klerkavalds í kristnum sið.” Gr. Th. Ég leita fulltingis ykkar, al- þingismanna, í baráttu minni við framámenn kirkjumála, vegna þess að Sigurbjörn Ein- arsson biskup neitar mér um að afturkalla við Jehóva á Himnum skímar-fermingar- heiti það sem ég var látinn vinna honum, barn að aldri. Ævinlega. þegar prestar og b skupar eru að reyna að á- netja mann Jehóva, tala þeir við hann eins og hann sé í altarisskápnum eða þá undir kjóli þeirra, en vilji maður af- netjast, er eins og öll sambönd Fundarlok Tillaga Péturs Benediktssonar var svo borin undir atkvæði og samþykkt gegn atkvæðum þeirra Slgurbjarnar Guðmunds- sonar og Jóns Þórðarsonar, (Rósa B. Blöndals Var farin af fundi.) Þá var og dreift miðum til undirskriftar. og er þar lagt til, að núverandi ráða- gerðir um Hallgrímskirkju verði allar endurskoðaðar og efnt til samkeppni arkitekta til að reyna að finna lausn, sem geti hlotið almennan stuðning. Og lýkur hér frá „Péturs- kirkju” að segja. Það var á- berandi hve jmgri ræðumenn á þessum fundi töluðu lakara mál en hinar eldri kempumar, og er svo að sjá sem orðsins list eigi nú mjög í vök að verj- ast með landanum. J. Th H, séu rokin út í veður og vind. í opnu bréfi mfnu, sem „Tím- inn” birti snemma á fyrra ári, voru prentuð bréfaskipti okkar Sigurbjörns um þetta mál. Ég spurði Sigurbjöm hvem- ig háttað væri úrsögn úr ís- lenzku Þjóðkirkjunni og rnn gríin gert, að ég væri laus við Jehóva og annað Himnalið. Og enn: hvort kirkjufeður Iitu ekki svo á, að ég væri tengdur „allsvaldanda guði”, meðan ég bæri það heiti, *em mér var gefið að viðlögðu nafni hans. Eins og sjá má af svari bisk- ups er hann tvísaga um sumt er ég spyr hann um, segir að ég megi þvarga persónulega við Jehóva um nokkuð af því, fer í ki’ingum annað eins og það sé óþægilega heitt og neitar með öllu. að, ég fái afturkallað skírn-fermingu. En með skírn- Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.