Þjóðviljinn - 07.03.1964, Síða 3
Laugardagur 7. marz 1964
Leiðrétting
Meinleg línubregl uröu í
grein Ófeigs >,Hver á sér
fegra föðurland“. . . á 7.
síðu blaðsins í gær. Réttar
eru umræddar málsgreinar
svona: „Slíkt gæti verið í
samræmi við það, að fram
hafa komið á síðustu tímum
þeir íslenzkir rithöfundar,
sem talið hafa framherjana í
sjálfstæðisbaráttu íslenzku
þjóðarinnar í byrjun nítjándu
aldarinnar óþurftarmenn eða
jafnvel misendismenn. Eða er
hugsanlegt að þetta sé vott-
ur um óhreina og órólega
pólitíska samvizku?"
Auglýsið í
Þjóðviijanum
a
WASHINGTON 6/3 — Dean Rusk utanríkisráðherra USA
skýrði frá því á blaðamannafundi í dag, að Bandaríkin
líti svo á, að hugmynd de Gaulle um hlutleysi Víetnam
og Suðaustur-Asíu í heild, sé eingöngu til þess að grafa
undan starfi Bandaríkjanna í þágu Suður-Víetnam.
Bertrand Russell:
Stefna USA í
Víetnam er óhæfa
WASHINGTON 6/3 — Washington Post birti í dag bréf
frá brezka heimspekingnum Bertrand Russell, þar sem
hann segir, að stefna Bandaríkjamanna í Suðaustur-Asíu
sé alröng og geti haft ægilegar afleiðingar. Segir Russell,
að eina friðsamlega lausnin sé, að þessi lönd séu hlut-
laus í hernaði.
Sagði ráðherrann, að Banda-
ríkin muni „halda áfram að
styðja víetnömsku þjóðina með
ráðum og dáð og láta henni í
té allt sem hún þarf til þess
að halda sjálfstæði sínu og
öryggi“.
Þagað um Norður-Víetnam
Ekki fékkst ráðherrann til
þess að tala um orðróminn, sem
uppi er, að Bandaríkin hyggist
fara með ófriði á hendur Norð-
ur-Víetnam.
Sagði hann, að Norður-Víet-
nam hefði flutt inn mikið af
vopnum til skæruliða í Suður-
Víetnam undanfarið og kæmu
þau frá Peking.
Fyrsta skilyrðið fyrir því, að
hægt væri að tala um hlutleysi
í Suðaustur-Asiu væri, að Kína
og Norður-Víetnam létu Laos og
Suður-Víetnam í friði.
Nýja Rapacki-tillagan
Rusk var að lokum spurður
um álit sitt á nýju tillögunni,
sem Pólverjar báru fram varð-
andi belti án kjarnavopna í Mið-
Evrópu. Sagði hann, að áætlun-
en bandaríska stjórnin hefði
rætt hana við stjórnir annarra
landa.
Dean Rusk.
Páll Grikkja-
konungur
er látinn
AÞENU 6/3 Páll konungur
Grikklands lézt kl. 17,12
í dag samkvæmt íslenzk-
um tíma. Nokkrum tím-
um seinna sór sonur hans
Konstatín konungseiðinn
og tók sér nafnið Kon-
stantín 13.
Páll konungur var 62
ára gamall og hefur hann
átt við alvarleg veikindi
að stríða undanfamar
vikur. Hann hefur legið á
sjúkrahúsi síðan 21. febrú-
ar er hann var skorinn
upp við afleiðingum maga-
sárs.
Ráðstefna hlutlausra
ríkja
BELGRAD 6/3 1 dag ræddu þeir
Ben Bella og Tító möguleikana
á því að halda nýja ráðstefnu
með hlutlausum ríkjum. Ben
Bella er sem kunnugt er í heim-
sókn í Júgóslavíu um þessar
mundir.
Russell er ekki fyrstur til þess
að benda á, að Suðaustur-Asía
eigi að gerast hlutlaust svæði
De Gaulle Frakklandsforseti
benti á það fyrir skömmu. að
þetta væri eina lausnin til þess
að koma í veg fyrir að allt færi
í bál og brand í álfunni.
Stefna Bandaríkjanna alröng
Tilefni bréfsins var sá orð-
rómur, sem nú gerist enn hávær-
ari, þrátt fyrir ítrekaðar tilraun-
ir Bandaríkjastj. að kveða þær
niður, um að Bandaríkin undir-
búi vopnaða árás á Norður-Viet-
nam. Segir Russell, að öll stefna
Bandaríkjanna í Suðaustur-Asíu
sé röng og geti ekki leitt til
neins nema hörmunga, bæði fyr-
ir Asíu og allan heiminn. Vill
hann, að þetta svæði verði gert
hlutlaust, þ.e.a.s. tilheyri hvor-
ugri hernaðarblökkinni.
Þar að auki eigi bandarísk í-
hlutun í Víetnam engan rétt á
sér og auki aðeins þá óvild, sem
Bandaríkjamenn séu þegar búnir
að skapa sér í Asíu.
Bertrand Russell segist álíta.
að meirihluti skæruliðanna í Ví-
etkong, séu ekki kommúnistar,
og því sé fáránlegt að hamra
eilíflega á hinni göfugu baráttu
gegn kommúnismanum.
Að lokum segir í bréfinu, að
Bandaríkjamenn geti ekki gengið
fram hjá því, að forsætisráð-
herra Norður-Víetnam, Ho Chi
Minh, hafi lýst því yfir, að hann
sé því mjög hlynntur, að báðir
hlutar Víetnam gerist hlutlausir
og bindist hvorki Sovétríkjunum,
Kína né Bandaríkjunum.
De Gaulle.
in væri nokkrum erfiðleikum
bundin, og gæti hann ekkert
sagt um álit sitt á henni fyrr
Bretar senda lið-
þjálfa til Kenya
LONDON og NAIROBI 6/3 —
Bretar ætla að aðstoða Kenya
við að koma sér upp öflugum
her o.g senda því hóp þjálfara
þangað á næstunni. Stjómin í
Nairobi hefur einnig farið þess
á leit við brezku stjórnina, að
hún hjálpi þeim til þess að
eignast smáflota til þess að ann-
ast strandvarnir.
Auschwits-réttarhöldin:
Fangarnir óttuðust
sprauturnar mest
Fyrrverandi fangi í fangabúðum nazista í Auschwitz,
Langbein að nafni, var í dag aðalvitni réttarhaldanna í
Frankfurt, sem haldin eru yfir 23 stríðsglæpamönnum.
Sagði hann m.a., að flestir fanganna hefðu heldur kosið
að halda áfram að þræla þótt þeir væru dauðveikir, en
segja frá veikindum sínum, af ótta við að fá banvæna
sprautu.
Er það sprengjan, sem þessu veldur?
Kynsjúkdómafarald-
ur herjar á Evrópu
GENF og LONDON 6/3 — Alþjóðlega heilbrigðisstofnun-
in birti í dag tilkynningu, þar sem varað er við örri út-
breiðslu kyns'júkdóma í Evrópu. Einnig lagði brezk nefnd
sem skipuð var til þess að rannsaka kynferðislíf unglinga
í Bretlandi, fram skýrslu sína í dag. Segir þar, að brýn
nauðsyn sé á því að efla sóknina gegn kynsjúkdómafar-
arldri, sem geysi meðal brezkra unglinga.
Langbein var sendur til Ausch-
witz árið 1942. Skýrði hann frá
því, að fangamir hafi flestir
óttazt sjúkradeildina mest aí
öllu, og fremur kosið að halda
áfram að vinna, þótt þeir væru
hálfdauðir, en þurfa að leggjast
inn á sjúkradeildina.
Óttinn við Joseph Klohr
Joseph Klohr. sem er einn
hinna ákærðu í Frankfurt, hef-
ur viðurkennt fyrir réttinuum,
að hann hafi gefið 300 föngum
banvænar sprautur. Þennan
mann, ásamt hinum illræmda
fangabúðalækni Endress, óttuð-
ust fangamir eins og pestina.
Mörg hundruð
á elnni nóttu
Langbein skýrði frá því, að
eitt kvöldið hafi mörg hundruð
sjúklingum úr sjúkradeildinni
verið raðað upp úti í garðinum.
Endress læknir stóð álengdar og
skráði fangana, en Klohr sat
og gætti þess að enginn slyppi.
Morguninn eftir rakst Langbein
á einn þeirra dauðan. Pólskur
fangi bættti því síðan við frá-
sögnina, að hinir hafi verið
drepnir með gasi um nóttina.
Alþjóðlega heilbrigðisnefndin
segir, að kynsjúkdómar séu nú
komnir á svipað stig og þegar
mest bar á þeim, en það var
rétt eftir stríðið. Þá var eins-
konar kynsjúkdómafaraldur í
Evrópu.
Mest aukning í Evrópu
Nýlega fór fram nákvæm
rannsókn á ástandinu á vegum
heilbrigðisstofnunarinnar. Hún
leiddi í ljós, að aukningin hef-
ur verið mest í Evrópu og með-
al unglinga, sjómanna og út-
lendinga, sem koma í leit að
vinnu.
Sagði í skýrslu stofnunarinn-
ar, að lyfin væru hin sömu nú
og eftir stríð, er faraldurinn var
stöðvaður, svo að það ætti ekki
að vera erfiðara þess vegna að
koma í veg fyrir sjúkdóminn.
Hins vegar væri nýtt vanda-
mál á döfinni, þar sem þau
sjúkrahús og læknastofur, sem
þá hefðu rekið herferð gegn
sjúkdómunum, hefðu verið lagð-
ar niður, þegar álitið var að
búið væri að ráða niðurlögum
faraldursins.
Er það kjarnorkusprengjan?
Sérstök nefnd var stofnuð
fyrir nokkru f Bretlandi til þess
að grennslast fyrir um kynferð-
islff unglinga þar í landi. Nefnd-
in hefur nú skilað áliti sínu,
og kom í ljós, að ástandið
virðist engu betra þar.
I skýrslunni segir m.a. frá
ungling.’m, sem eiga kynmök
sfn á milli til þess að vera ekki
kallaðir kjúklingar. T.d. komust
nokkrir 14 ára unglingar undir
læknis hendur eftir að þeir
höfðu tekið þátt i leik, þar sem
krafizt er, að allir þátttakendur
„sofi saman“.
Kennari f brezkum gagn-
fræðiskóla spurði nemanda sinn
hvað hann mundi gera, ef kjam-
orkustyrjöld brytist út. Nemand-
inn svaraði stutt og laggott:
„Sofa hjá Brendu".
Nefndin sagði, að erfitt væri
að segja hvort kjamorkusprengj-
an ylli þessu ástandi, en hins
vegar hefði hún komizt að þeirri
niðurstöðu, að það sé mjög al-
gengt, að ungt fólk hafi átt kyn-
mök áður en það giftist og að
vissu marki sé „ósiðsemi" kom-
in f tízku. Tvö af þremur böm-
um, sem konur innan við tvítugt
fæða í heiminn, séu óskilget-
in. Á ámnum 1957—1961 hafi
fjöldi bamsfæðinga hjú stúlk-
um á aldrinum 11—16 ára þre-
faldazt.
Segir nefndin, að eina ráðið
við þessu sé að ala böm upp
við kristilega siðsemi.
Kambodsja fær her-
gögn frá Sovét
PNOM PENH 6/3 — Skýrt var
frá því í dag i höfuðborg Kam-
bodsju, Pnom Penh, að Sovét-
rikin hyggist senda Kambodsju
allverulegan hernaðarstyrk bráð-
lega. Það var æðsti maður Kam-
bodsju, Norodom Sihanouk prins,
sem skýrði frá þessu.
Faðir í 12. sinn
83ja ára
STOKKHÓLMI 6/3 Emil Blixt er
orðinn 83 ára og kominn á eft-
irlaun. Hann býr í smábænum
Vingáker f Svíþjóð. 1 dag varð
hann þeirrar lukku aðnjótandi
að verða faðir í 12. sinn.
Blixt gifti sig þó ekki fyrr en
hann var orðinn sextugur, en
kona hans var 17 ámm yngri.
Þau eiga öll þessi 12 börn sam-
an.
Kleópatra er skilin
PUERTO VALLARTA, Mexíkó
6/3 — í dag veitti mexikanskur
dómstóll þeim Elisabetu Tayior
og Eddie Fisher löglegan skiln-
að. Er nú ekkert því til fyrir-
stöðu, að ungfrú Taylor gangi
að eiga brezka leikarann Richard
Burton.
Vilja ekki meira
hveiti
MOSKVU 6/3 Fyrsti varafor-
sætisráðherra Sovétríkjanna, Al-
exis Kossigin, sat í dag á rök-
stólum með bandarískri við-
skiptanefnd í Moskvu. Skýrði
hann nefndinni frá þvf, að Sov-
étríkin séu á engan hátt skuld-
bundin til að kaupa meira hveiti
af Bandaríkjunum og muni
sennilega ekki gera það.
Skozkt heimsmet í
tvisti
DUNDEE, Skotlandi 6/3 James
Mcensi er 21 árs gamall Skoti.
Hann setti f dag heimsmet f
tvisti, dansaði látlaust í 99
tíma og 27 mínútur, en það er
þremur mtnútum lengur en
gamla héimsmetið. Mcensi hafði’
ætlað að dansa í 100 tíma, en
læknar hans ráðlögðu honum
að leggjast í rúmið, hvað hann
gerði.
HÓÐVIHINN -----—
Dean Rusk:
McNamara til Saigon
WASHINTON 6/3 Vamarmála-
ráðherra Bandaríkjanna. Robert
McNámarra, lagði af stað til
Saigon frá Washington 1 dag.
Yfirlýstur tilgangur ferðarinnar
er að ráðherrann ætli að kynna
sér stjómmála- og hemaðará-
standið í Suður-Víetnam.
Maxwel Taylor, yfirmaður
várnamáladeildarinnar fer með
vamarmálaráðherranum í ferð-
ina.
Hugmynd De Gaulle grefur
undan starfi USA í Víetnam