Þjóðviljinn - 07.03.1964, Síða 6
g SlÐA
ÞJðÐVILJINN
Laugardagur 7. marz 1964
Það gerðist nær samtímis, að tvær kúb-
anskar verzlunarsendinefndir komu til Spán-
ar og ameríska birgðaskipið PROTEUS
varpaði akkerum undan Rota á suðurströnd
Spánar, en þar er nú verið að byggja gríð-
armikla flotastöð fyrir kjarnorkukafbáta.
Þessi tilviljun undirstrikar á-
kvörðun Francos. einræðisherra
Spánar, að gefa skít í hin
bandarísku fyrirmæli um verzl-
unarbann á Kúbu, um leið og
Barátta gegn
fólksfjölgun
Ríkisstjórnin í Túnis hefur
hefur hafið mikla herferð gegn
fólksfjölguninni og notar óspart
hátalarabila til að koma á-
róðri sínum gegn bameignum
á framfæri. Stærðfræðingar
hafa reiknað út, að með ó-
breyttu ástandi mundi fbúa-
tala Túnis tvöfaldast á 30 ár-
um.
Heilbrigðisyfirvöldin þar í
landi hafa nýlega tilkynnt, að
þau muni útbýta getnaðar-
vamalyfjum ókeypis meðal al-
mennings, en þó sérstaklega til
þeirra, sem ekki hafa efni á að
kaupa slíka hluti, og mun það
vera meiri hluti íbúa lands-
ins. Þegar hefur verið varið
17 milljónum íslenzkra króna
í undirbúning að þvi, sem nefnt
er „áaetlun um skikkanlega
fjölskyldustærð".
hann stóreykur hemaðarsam-
vinnu sína við Bandaríkin.
Á blaðamannafundi fyrir
nokkrum dögum lýsti ráðu-
neytisstjómin í spánska verzl-
unarmálaráðuneytinu yfir því,
að Spánn myndi verzla við
þær þjóðir, sem hagkvæmt
væri að skipta við. Hann sagði
að nú væru Kúbanir búnir að
selja alla sykurframleiðslu
sína fram til 1967, og Kúba
hefði ekki upp á annað að
bjóða en tóbak og ávexti.
Kafbátastöðin
í Rota
Hemaðarmikilvægi Spánar
tók heldur en ekki stórt stökk
upp á við, þegar risaskipið
Proteus, sem er móðurskip
Polariskafbátanna, kom tíl
herstöðvarinnar í Rota, skammt
írá Cadiz. Þetta 20 þúsund
tonna herskip á að ganga 8
kjamorkukafbátum í móður
stað og verða þeir á ferðinni
í Atlanzhafi, og .Miðjarðarhafi.
Herstöðin í Rota er bæði
flug- og flotastöð og þar er
lengsta flugbraut Evrópu, tæp-
ir fjórir kílórfietrar á lengd.
Helztu mannvirki þar eru:
1. Skemmtistaðir og hvíldar-
heimili fyrir sjóliða í sjötta
Franco
bandaríska flotanum, Miðjarð-
arhafsflotanum.
2. Gríðarmiklir benzin- og
olíugeymar í tengslum við
margar aðrar amerískar flug-
stöðvar á Spáni.
3. Bækistöðvar fyrir fjarritun
og yfirstjóm bandaríska hers-
ins á þessum slóðum, en þessi
miðstöð yar áður staðsett við
Port Lyautey í Marokko.
4. Vopnageymslur fyrir allar
þær tegundir morðtóla. sem
flotinn notar.
Þessi mikla herstöð hefur nú
enn verið styrkt með komu
Ung stúlka var vinningurinn
í happdrætti kvöldsins
Lögreglan í Benevento hand-
tók fyrir nokkrum dögum tvo
menn á fertugsaldri. sem sak-
aðir eru um að hafa staðið
fyrir ólöglegu happdrætti, sem
í var dregið svo til daglega, en
vinningurinn var hvorki meira
né minni en ijóshærð og lag-
leg unglingsstelpa.
Mennimir eru sakaðir um,
að hafa á samvizkulausan hátt
notað sér fáfræði og gáfnaskort
seytján ára stúlku, sem nefnd
er Lucina F„ til að raka að
sér fé. Dregið var í happdrætt-
inu flest kvöld vikunnar og
vinningnum úthlutað fyrir
nóttina, en venjulega seldust
um 90 happdrættismiðar á dag
fyrir 100 lírur hver miði.
Stjómendur happdrættisins
segjast hafa fengið hugmynd-
ina, eftir að þeir sáu kvik-
myndina „Boccaccio 70”, en
aðalhlutverkið í þeirri mynd er
leikið af Soffíu Loren.
Pardusdýr í fjöllum Kirgisíu
í Kirgisíu, sem er eitt lýðvcldanna innan Sovét-
ríkjanna, eru gríðarlega há fjöll með snæviþöktum
tindum. Þarna er mikið af pardusdýrum og Iifa
þau í 3000—5000 metra hæð yfir sjávarborði. Viði-
mcnn hafa náð nokkrum slíkum dýrum og spóka
þau sig nú í dýragörðum. Hér á myndinni eru
f!'>tl«tin<*amir, þar sem dýrin hafa hreiðrað um sig
og nærmynd af einu þeirra.
ÞRÆLUtm
Ofneyzla lýsis er
hættuleg börnum
En teskeið af lýsi eða sanasol
þurfa öll lítil börn að fá
Fjórir sænskir vísindamenn hafa uppgötvað, að koma-
börn, sem gefið er of mikið lýsi, geta veikzt alvarlega 1
heila og höfuðkúpan getur skaðazt stórlega. Yngri börn
en sex mánaða gömul eru í sérstakri hættu af ofneyzlu
lýsis, og hættan er ekki hjá liðin, fyrr en bamið er orð-
ið þriggja ára gamalt.
birgðaskipsins Proteus, sem
flytur með sér mikið magn af
Polariseldflaugum.
•>.........................
Aflaskýrsls
leiðrétt
Sl. þriðjudag birtist hér í
blaðinu skýrsla um afla Ölafs-
víkurbáta í febrúarmánuði. Því
miður tókst svo illa til að hjá
sumum bátunum vantaði í róðra
■ og var afli þeirra því sagður
| minni en hann raunverulega var.
i Birtum við því skýrsluna aftur
leiðrétta.
I Heildarafli 11 Ólafsvíkurbáta
í febrúar sl. var 1112 tonn 205
kg og skiptist hann þannig:
i
Stapafell 227.710 kg. í 22
róðrum. Jón Jónsson 193.290 kg.
í 22 róðrum. Steinunn 167.460
kg. í 23 róðrum. Valafell 154.080
i kg. j 22 róðrum. Jökull 139.050
í kg. í 15 róðrum. Hrönn 93.005
i kg. í 20 róðrum. Bárður Snæ-
í fellsás 81.915 kg. í 17 róðrum.
! Baldur 19.610 kg. í 12 róðrum.
Freyr 18.280 kg. í 4 róðrum.
Gullskór 9.695 kg. í 10 róðrum.
Víkingur 8.110 kg. í 3 róðrum.
Heildaraflinn í febrúar 1963
var hins vegar 636 tonn 345 kg.
í 111 róðrum.
Nýti Víkingsblað
Sjómannablaðið Víkingur
Janúar — febrúarhefti er kom-
ið út. efnismikið og mynd-
skreytt.
öm Steinsson ritar greinina:
Hvert stefnir. Framhald er
hin fræðandi og sögulega
kafla: Upphafsár vélvæðingar
í Vestmannaeyjum. Greinin:
Frækileg björgun: Um björg-
un þýzka togarans TRAVER fyr-
ir réttu ári. Greinar um
Skipstjóra- og stýrimannafé-
lagið ÖLDUNA 70 ára, Félag
íslenzkra loftskeytamanna 40
ára og, Skipstjóra- og stýri-
mannafélagið VERÐANDI í
Vestmannaeyjum 25 ára. Frá-
sögn er af heimsókn þingfull-
trúa 21. þings í Kassagerð
Reykjavíkur. Viðtöl við Guð-
finn Þorbjömsson vélfræðing
vegna breytinga á b/v ISBORG
í flutningaskip og hinn kunna
skipasmið Peter Vigelúnd um
innlenda skipasmíði o.fl. Minn-
ing Ásgeirs Sigurðssonar heiðr-
uð. Sagan: Bræla eftir Jón frá
Bergi. Frívaktin og m. fl.
Forsíðumyndin er tekin úr
einu atriði hinnar frækilegu
björgunar þýzka togarans
TRAVER. — (Ljósm. Sigurgeir
Jónasson Vestmannaeyjum).
Þessi uppgötvun var gerð ár-
ið 1960, þegar smábam var
lagt inn á sjúkrahús, og í Ijós
kom, að höfuðkúpan hafði
breytzt verulega. Barnið hafði
líka of mikinn heilavökva, sem
þrýsti á heilann, og þ.jáðist það
af höfuðverk og miklum svima.
I nokkurn tíma var hætt að
gefa baminu A og D vítamín,
og fáeinum vikum síðar voru
sjúkdómseinkennin horfin,
barnið albata og gat farið heim
' til sín.
Víðtæk rannsókn
Læknarnir ákváðu að rann-
saka málið, og árið eftir komu
mörg sams konar tilfelli í ljós.
Börnin höfðu öll fengið of mik-
ið af fiskilifurolíu.
I desember síðast liðnum
gerðu læknarnir heilbrigðis-
yfirvöldunum aðvart, svo og
öllum sænskum lyfjaframleið-
endum, og i næsta hefti af al-
þjóðlega bamalæknablaðinu,
Acta Pediatrica, mun birtast
skýrsla um þessar rannsóknir.
Seinustu vikumar eru sænsk-
ar lyfjabúðir famar að selja
fiskilifurolíur útþynntari en
áður var. í viðtali við norska
blaðið DAGBLADET segir dó-
sent Seip við bamadeild Rík-
issjúkrahússins norska, að
hættan af fiskilifurolíu sé
minni í Noregi en Svíþjóð, þar
sem Norðmenn noti aðallega
lýsi og Sanasol, en í Svíþjóð
sé algengt að nota mjög sterka
fiskilifurolíu úr túnfiski og
bæta við öðrum vítamínum. I
Noregi, segir dósentinn, er ekki
vitað um nema eitt bam, sem
fengið hefur of mikiö af A og
D vítamínum, og þá stóð svo á,
að fyrir misgáning fékk bam-
ið bæði lýsi og vitamíntöflur.
Sömu áhrif á kjúklinga. •
Það er alkunna, segir Seip
dósent, að ofneyzla þessara
fjörefna getur verið mjög
hættuleg, og auðvitað vérða
mæður að gæta þess að vera
ekki svo góðar við bömin sín,
að þær gefi þeim háskalega
mikið af lýsi eða bætiefnum.
Hins vegar þarf að vera um
verulega ofneyzlu að ræða til
að hætta sé á ferðum.
I þessu sambandi hafa yfir-
menn norsku Neyzlulíffræði-
stofnunarinnar lýst því yfir, að
lýsiseitrun hjá kálfum eða
kjúklingum sé alls ekki óvana-
leg. Fjölmargar tilraunir hafa
verið gerðar á dýrum, og nið-
urstaðan er alltaf sú sama:
ofneyzla A og D vítamína léið-
ir til misvaxtar og veikinda í
heila. Hins vegar er talið, að
neyzla E-bætiefna hafi gagn-
verkandi áhrif. Þá þarf einnig
mjög mikið magn af E víta-
mínum, til þess að þau hafi
einhver áhrif. Og hvað sem
allri ofneyzlu líður er áreiðan-
legt, að smábörn eiga að fá
eina teskeið á dag af lýsi, segja
þessir norsku sérfræðingar í
neyzlulíffræði.
LÍFEYRISSJÓÐVR VERK-
STJÓRA STOFNAÐUR
Frá því Verkstjórasamband
Islands var stofnað hinn 10.
apríl 1938, hefur það verið við-
urkenndur samningsaðili Verk-
stjóra við flest atvinnurek-
endasamtök landsins, og hefur
fyrir störf þess tekizt að ná
fram ýmsum áhugamálum
stéttarinnar svo sem i sam-
bandi við kjaramál og fræðslu-
mál.
Er þess skemmst að minnast
að veturinn 1962—1963 tók til
starfa Verkstjóraskóli samkv.
lögum frá Alþingi, en skóla
fyrir verkstjóra höfðu samtök-
in rekið í mörg ár áður en lög
þau öðluðust gildi.
Fleiri áhugamál stéttarinnar
hafa náð fram að ganga.
Og nú um síðustu áramót
tók til starfa „lífeyrissjóður
verkstjóra”, en baráttan fyrir
lífeyrissjóði fyrir verkstjóra
hefur staðið í fjölmörg ár og
telja samtökin að með samn-
ingum um sjóðinn, hafi verið
stigið stórt spor fram á við í
kjarabaráttunni.
Verkstjónum sem félags-
bundnir eru í félögum innan
Verkstjórasambands Islands, er
bent á að láta ekki dragast að
hafa samband við félagsstjórn-
irnar á sínu svæði og ganga frá
inngöngu sinni í sjóðinn þann-
ig að beir verði með frá upp-
hafi.
Stjórn sjóðsins er þannig
skipuð: Jón G. Halldórsson
viðskiptafræðingur. sem jafn-
framt er formaður sjóðsstjórn-
arinnar, Hjálmar Finnsson
framkv.stj., Adolf Petersen
verkstj. Vilhjálmajr Ingvarsson
framkv.stj. og Gunnar Sig”v-
jónsson verkstjóri.