Þjóðviljinn - 10.04.1964, Blaðsíða 5
Föstudagur 10. apríl 1961
- HÖÐVIUINN
StÐA 'g
,,Spartakiadan“ í Tékkóslóvakíu er einstæður íþróttaviðburður. Myndin er tekin á hinum risastóra Strahovleikvangi í Prag þar seni
þessi íþróttahátíð fer fram. Þar rúmast 200.000 áhorfendur, og þar geta 30.000 manns sýnt íþróttir í einu. Á síðustu „Spartaködu”
voru rúmlega 721.000 þátttakendur, og áhorfendur yfir tvær miij ónir.
Frímann Helgason skrifar um íþróttir í Tékkóslóvakíu
Hvernig er hægt að gera
íþróttir að eign allra?
rÁ sunnudaginn var sagði ég nokkuð frá því
hvernig íþróttahreyfingin í Tékkóslóvakíu er
byggð upp og þeirri breytingu sem á henni var
gerð. er horfið var að því fyrirkomulagi að fela
sjálfu fólkinu og áhuga þess að annast fram-
kvæmd íþróttamálanna í landinu. — Þá var
og lýst hvernig þessi áhugamannahreyfing aflar
sér fjár til framkvæmda og stuðnings hinum al-
mennu áhugamannafélögum sem eru tæp 8 þús-
und. Virðist þar svo vel að verki staðið, að sam-
bandið hefur mikla fjármuni handa á milli fil
að miðia hinum ýmsu íþróttagreinum, eftir því
sem þörf krefur og áhugi stefnir til.
Eftir að hafa kynnzt þessum
þáttum sarfseminnar. lék mér
forvitni á að kynnast því
hvernig eða hvaða leiðir Tékk-
ar fseru í því að vekia hinn
almenna áhuga í landinu. Ég
sourði því: Hvert er í raun
oe veru aðalverkefni ykkar til
eflingar íþróttum í landinu?
Aðalverkefnið sem gengur
eins og rauður þráður í gegn-
um starfsemi íþróttasambands-
ins er að vinna að því og
skipuleggja að allir unglingar
f landinu fái aðstöðu til þess
að geta æft íþróttir f einhverri
mynd. minnst eina klukku-
stund á dag. Til bess að ná
bessu takmarki verðum við að
hafa mikla samvinnu við fleiri
aðila en þá sem standa að í-
bróttasamtökunum beinlínis, —
sögðu forvstumennimir. Koma
bar til skóiar. sem eru afar
nvðingarmiklir f þessu sam-
bandi. Fagfélögin eru virk
í þessu verkefni og fleiri fé-
lagasamtök vinna með okkur
að þessu starfi. Að siálf-
sögðu er starf íþróttafélag-
anna sjálfra þýðingarmest. Þau
leggja til þjálfara og leiðbein-
endur, velli og ýmsa aðra
aðstöðu.
Íhróttír alla da&ra
— Með hvaða aðferðum hygg-
izt þið ná þessu marki?
— Fyrst og fremst með því
að skipuleggja keppni í sam-
bandi við æfingarnar og bað
fyrir börn og unglinga á öllum
aldri. og láta keppnina henta
hver.iu aldurskeiði. bannig að
ekki sé í of mikið erfiði ráð-
izt. en að einstaklingurinn finni
að hann sé með, hafi keppt,
fái fyrir það einhverja viður-
kcnningu. sem hann hefur til
minja. Með því binzt hann í-
þróttunum fastari böndum, og
fær aukna löngun til að reyna
í næstu keppni. á næsta aldurs-
skeiði fyrir ofan.
Á þennan hátt leitum við til
unglinganna. Okkur er ljóst að
þetta næði litlum árangri ef við
nytum ekki áhuga hins vaxna
áhugamanns, sem alltaf er reiðu-
búinn til að koma og hjálpa í
þessari starfsemi, og þá líka
manna, sem ef til vill eru ekki
lengur bundnir neinu sérstöku
félagi. 1 sjálfum félögunum eru
fjölmargir sem koma og hjálpa
til með þjálfun og leiðbeining-
ar og gildir það sama fyrir hin
svokölluðu stóru félög og hin
smærri. Satt að segja væri ekki
hægt að koma á fjöldamótum
sem við gerum, árlega eða með
nokkurra ára millibili, ef á-
hugamennimir væru ekki reiðu-
búnir um allt landið þvert og
endilangt, og legðu fram vinnu
sína og frítíma sinn.
Þeir yngstu
H já þeim yngstu má nú ef til
vill kalla þetta meira leik en
keppni og algengt er að sjá á
sléttum brautum 4-5 ára snáða
keppa á hlaupahjólum, og er
þá algengt að feðumir taki
tíma, ræsi og skrifi niður ár-
angurinn. Þetta eru stuttir
sprettir, en það er nóg: þeir
eru byrjaðir, þeir eru með og
hafa fengið einhvem minja-
grip. mynd eða skjal til minja.
Svona staðbundin keppni
fyrir böm er oftast aðeins
framtak áhugamannanna, og er
af þeim sem á horfa talin mjög
skemmtileg, og veldur ekki síður
umræðum en keppni sem meira
fer .fyrir! .
Æskulýðsleikir
Við efnum til æskulýðsleikja
árlega um allt landið og 1963
tóku um 4 miljónir ungra pilta
og stúlkna þátt í mótinu. Á
þessu er keppt í stutt-
um hlaupum og tóku þátt
i þeim um 7-800.000 ungl-
ingar. Við teljum mjög þýð-
ingarmikið að æskufólk fái sem
flest tækifæri til þess að kom-
ast úti náttúruna, en hlaupin
fara fram sem víðavangs-
hlaup. Er ótrúlegur áhugi fyr-
Einn hópurinn í víðavangshlaupinu á Æskulýðsleikjunum 1963,
sem 2-4 miljónir æskufólks tóku þátt í.
ir þeim. Keppt er einnig í há-
stökki. langstökki og 25 metra
sundi. Fyrir þessa þátttöku fá
margir þátttakendur sérstakt
merki, Þama vinna allir aðilar
sem áhuga hafa fyrir í-
þróttum og er hlutverk skól-
anna því mikilvægt hér, svo og
áhugamannanna sem vinna að
skipulagi mótanna og sjá oft
um mestan hluta framkvæmd-
anna.
Á þessum unglingamótum er
það algengt að fram koma efni
sem veitt er athygli og síðar
koma fram sem beztu íþrótta-
menn þjóðarinnar og má þar
nefna Stanislav Jungwirth.
millivegahlauparann fræga.
Þessir æskulýðsleikir eru á-
kaflega þýðingarmiklir fyrir
hin n almenna áhuga meðal
fólksins í landinu og einn sterk-
asti þátturinn í því að unga
fólkið njóti æfinga minnst einn
klukkutíma á dag.
, ,Spartakiadan“
Enn einn þátturinn í því að
viðhalda og efla áhugann fyrir
íþróttum og líkamsæfingum,
eru hinir svonefndu „Spörtu-
leikir", sem fara fram fimmta
hvert ár. og voru í fyrsta sinn
haldnir 1955 f tilefni af því að
það ár voru liðin 10 ár frá þvf
að Rússar frelsuðu Tékkóslóv-
akíu undan hersetu Þjóðverja.
Hafa leikir þessir orðið ákaf-
lega vinsælir, en þar fara fram
leikfimissýningar — hópsýning-
ar — sem eiga vart sinn líka
í vfðri veröld. Fyrstu leikimir
fóru fram á Strahov-leikvang-
inum í Prag. en þar geta sýnt
um 30.000 manns í einu en
siálfur leikvangurinn er 300x
200 metrar, og tekur hann um
200.000 áhorfendur. Um 70.000
manns geta komizt fyrir í
búningsklefum vallarins. (Ég
skoðaði leikvang þennan og er
það furðulegt hve það er mik-
ið mannvirki sinnar tegundar.)
Á fyrstu leikjunum komu
fram um 560.000 manns í sýn-
ingum á öllum aldri. eða frá
5-70 ára. Standa sýningamar
f nokkra daga. Áhorfendur á
fyrstu leikjunum voru 1.800.000
mans geta komizt fyrir í
þátttakendur um 721.000 og á-
horfendur um 2.023.000, og nú
er þegar fyrir nokkru byrjað
að æfa undir leikina 1965. Þess
má geta að gestir frá 50 lönd-
um korhu beinlínis til að sjá
þessa Spörtu-leiki.
Af»-ek verðlaunuð
Við vinnum að því í ýmsum
greinum að verðlauna unga
fólkið ef það bætir árangur
sinn ár frá ári. _
Sem dæmi varðandi frjálsar
íþróttir. höfum við tekið það
upp eftir að ungir menn hafa
farið að sýna frjálsum fþrótt-
um verulegan áhuga, að hvetja
þá til þess að vinna sér smátt
og smátt olympisku hringina.
Þetta skeður þannig, að þegar
ungur drengur eða stúlka hef-
ur ákveðið að leggja fyrir sig
frjálsar íþróttir. fá þau einn
hring, og táknar það að fvrir
þennan árangur hefur aðilinn
fengið fyrsta hringinn af hin-
um fimm olympísku hringjum.
Næsta ár fær hann svo næsta
hring, þó þvf aðeins að hann
hafi bætt árangur sinn. Þetta
heldur svo áfram, þar til fimm
árin eru liðin og viðkomandi
hefur bætt. árangur sinn árlega.
Þetta er vinsælt, og þegar þetta
er byrjað. er oft sem viss spenn-
ingur vakni fyrir því að ná
öllum fimm hringjunum og
menn leitast við að æfa og
revna að fullkomna olympiu-
merkið og fá það í safn sitt.
Eru þessir hringir svo afhentir
við hátfðlegt tækifæri. í lok
keppnistímabilsins, og verkar
sem hvatning til að halda á-
fram.
Varðandi sundið, höfum við
tekið það upp um nokkurt
skeið. að efna til sérstakra
sundmóta fyrir böm, og þegar
þau hafa getað svnt 25 metra
fá þau sérstakt sundmerki,
sem í er saumuð bylgjótt lína.
Þegar þau geta synt 50 m
fá þau merki með tveim lín-
um og þegar þau hafa synt
100 m fá þau merki með þrem
línum sem þau festa í sundbol
sinn og þykir þeim að því
mikill heiður að hafa slíkt
merki í sundbol sínum.
Annars er það markmið okk-
ar að allir æskumenn læri að
synda. 1 Prag munu um 75%
íbúanna kunna að synda.
I öðrum greinum, hefur verið
komið á svipuðum verðlaunum.
Okkar rejmsla er það. að fyrir
æskumanninn sé það mikilvægt
að fá eitthvað áþreifanlegt í
hendumar fyrir afrek sitt. —
eitthvað sem hann getur sýnt
öðrum, og haft sjálfur til
minja.
100.000 þjálfarar
Við höfum sem naest 100.000
þjálfara og leiðbeinendur 1 í-
þróttafélögunum og skólunum,
en það er allt of lítið. Okkar
vandamál er að fá fleiri þjáíf-
ara sem geta kennt, svo að
verulegur árangur náist, og
það er okkar stóra verkefni að
leysa það mál. En eins og fyrr
segir eru það áhugaþjálfaranir
sem koma til hjálpar með mikl-
um árangri. Við vinnum að því
að geta haft einn þjálfara fyrir
hvem 12-16 manna hóp. Þá
getur orðið um verulega
kennslu að ræða. Maður, sem
hefur 25 nemendur. nær naum-
ast til hvers einstaklings, og því
síður ef hann hefur 50-70
manns að kenna.
Eins og við höfum áður
margsagt. kemur þetta allt
undir hinum almenna áhuga
fólksins hvað það vill gera fyrir
íþróttirnar, hvert viðhorf þess
er til þessara mála, — hvort
það vill koma í frístundvm sín-
um og vinna með okkur og
gera eitthvað fyrir íþróttimar.
Við höfum hingað til verið
heppnir hvað þetta snertir.
Að sjálfsögðu eru svo alls-
konar mót, eins og tfðkast í
öðrum löndum, fyrir alla ald-
ursflokka sem skráðir eru í í
þróttafélög, og er ákaflega
mikill áhugi fyrir þeim og mik-
il bátttaka.
I næsta þætti verður aðeins
vikið að viðhorfi Tékka til
atvinnumennsku í íþróttum, æf-
ingum afreksmanna þeirra og
heimsóknum til íþróttafélga
of1- — Frímann.
CIRKUSKABARETTINN
/ HÁSKÓLAB;*1 SÝNING íDAG KL 5,7. og 11rK