Þjóðviljinn - 14.04.1964, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 14.04.1964, Blaðsíða 12
Sleppa fíugmennimir við að sæta fangelsisreísingu? ■ Eins og kunnugt er liggur nú fyrir Alþingi frum- varp til laga um loftferðir en innlend lög þeim að lút- andi eru mjög gömuí orðin og úrelt. Mörg ákvæði í frumvarpinu virðast þó orka tvímælis og gera bau meðal annars ráð fyrir. að flugverj- ar séu vegna starfa síns sviptir ýmsum réttindum sem hvarvetna eru talin til frummannréttinda. ■ Hafa þingmenn úr öllum flokkum. b.e Pétur Sifmrðs- son C S jálfstæðisfl.), Einar Olgeirsson (Albbandal.), Jón Skaftason (Framsókn) og Sig. Tngimundarson (Alþfl.) borið fram sameieinlega margar breytingartillögur við frumvarnið og verða þær birtar í heild í blaðinu á morgun. Allmiklar umræður urðu um frumvarpið i neðri deild í gær en þá hafði Pétur Sigurðsson framsögu með breytingartillög- um þeirra fjórmenninganna. Lagði hann höfuðáherzluna á að niður yrði felld ýmis ákvæði um skerðingu persónufrelsis flugverja svo sem ákvæðið um að þeir séu ekki frjálsir ferða sinna sex fyrstu tímana eftir að þeir ljúka störfum, að þeir megi á því tímabili eiga von á blóðrannsókn til að gengið verði úr^ skugga um að þeir hafi ekki brotið ákvæði laga um áfengisneyzlu og svo 160, grein frumvarpsins þar sem seg- ir að mæti flugverji of seint til> starfs skuli það varða sekt- um eða varðhaldi í allt að 6 mánuði. f 1 ‘breytingartillögum fjór- menninganna er lagt til að sú grein falli niður. Flugdómstóll. _ Þá dvaldi Pétur nokkuð við tillögu þeirra fjögurra um að stofnaður verði sérstakur flug- dómstóll og sagði m.a. að mið- HúsnæðismáI Framhald af forsíðu. minnkandi ár frá ári. Allt hef- ur þetta þó verið ófullnægjandi og fjöldi umsækjenda orðið að bíða árum saman eftir þeim 150 þús. kr. sem lánakerfinu er heimilt að veita á íbúð. Þessi lán eru auðvitað með öllu ófullnægjandi þegar íbúðar- verð hagkvæmustu íbúða er komið upp í 650—750 þús. kr. og er fyrir löngu orðið óhjá- kvæmilegt að hækka þau stór- lega, þótt það komi að litlu gagni fyrir almenning nema vextirnir séu um leið lækkaðir stórum frá núgildandi okur- vaxtakerfi ríkisstjómarinnar. En það sem er þó hneykslanlegast er að almenningur sem er að brjótast í að byggja yfir sig skuli þurfa að bíða jafnvel ár- um saman eftir þessum litlu lánum, sem hann á þó rétt á samkvæmt lögum. Þessi langa bið eftir lánum Húsnæðismálastjórnar hefur það í för með sér að byggingarnar eru stöðvaðar tímunum saman vegna fjárskorts og margir hús- byggjendur neyðast til að gefast upp og selja íbúðir sínar Er að- gerðaleysi ríkisstjórnarinnar i þessum málum því óafsakan- legra sem vitað er að ríkið hef- ur nú ár eftir ár tekjuafeang sem nemur hundruðurn miljóna, auk beirra miklu frystinsar á sparifé sem fram fer í Seðla- bankanum að tilhlutun ríkis- stjórnarinnar Fiárskorti er því ekki um að kenna heldur vilia- j^VSÍ g'Hómnrvplí^aT'nia. SPTTi v'.a- halda sér í vitlaus stefnumið hinnar gjaldþrota „viðreisnar“. að við þýðingu flugsins og hinn- ar sívaxandi miljarða veltu ís- lenzkra flugfélaga væri það ekki oíætlandi ríkisvaldinu að stofna slíkan dómstól er kosta mundi tvö til þrjú hundruð þúsund árlega. Sigurður Bjamason Framsögumaður samgöngu- málanefndar varð fyrir svörum og bar fram skriflega tillögu frá nefndinni þar se'm hún legg- ur til að tveir liðir breytingar- tillagnanna verði samþykktir, það er: að 160. greinin falli niður og að samþykkt verði til- laga um: að slasist flugverji erlendis verði hann fluttur heim á kostnað atvinnurekenda. Auk þessa gerir samgöngumálanefnd það að tillögu sinni að flugmála- ráðherra verði gert að gefa út. í samráði við félag atvinnuflug- manna, reglugerð um lágmarks hvíldartíma íslenzkra flugverja. Að öðru leyti lagðist Sigurður og samgöngumálanefnd gegn breytingartillögum fjórmenning- anna. Umræðum um frumvarp'ð var frestað í gær til klukkan níu í gærkvöldi og verður nánar skýrt frá þessu máli i blaðinu á morgun. Þriðjudagur 14. apríl 1964 — 29. árgangur — 84. tölublað. H ^ M k; 2 A Bölv og ragn á Blönduósi I | Mesta vinnudeilan eftir stríðið 130.000 boða ver Noregi frá föstudagskvöldi OSÓ 13/4 — stjórn AiþýGusambands Noregs ákvaS í. sambandið hefur boðað vinnu- dag aö hefja vinnustöövun aö loknum veniulegum;stöðvun. bafa atvlnnurekendur , . . boðað vmnubann í sumum grein vmnutima a fostudagmn Kemur. Ef ur þessan vmnu- Einn af velunnurum blaðsins liafði tal af okkur í gær, og sagði sínar farir ekki sléttar. Hann hafði verið staddur á Blönduósi og séð þar fyrir viku sýningu heimamanna á Manni og konu, Jóns Thoroddsen. Er þar skemmst frá að segja, að í lcikriti Emils Thoroddsen hafa þeir Norðanmenn vikið við texta. uppi veður böiv og ragn og nútíma „slang”. Er það eink- um Staða-Gunna sem bölvar. að annara frammistöðu ólastaðri, en hlutverk Hallvarðs hefur verið „fært til nútímamáls”. Nú er svo spurningin, hvort ekki nái yfir það lög að breyta þann- ig verkum látinna höfunda. Leikstjóri þessarar athyglisverðu sýningar mun heita Tómas R. Jónsson. Afli Þingeyrarbáta stöövun veröur, eins og flest bendir nú til, mun þetta veröa víðtækasta vinnudeila sem komiö hefur upp í Noregi síöan stríði lauk og munu rúmlega 130.000 laun- þegar leggja n.’Öur vinnu á fóstudagskvöld. Upp úr samningum alþýðu- sambandsins og vinnuveitenda slitnaði fyrir helgina og var þá fyrirsjáanlegt að til vinnu- stöðvunar myndi koma, ef ekk- ert nýtt kæmi á daginn. Ger- hardsen forsætisráðherra hefur rætt við báða aðila hvorn í sínu lagi, en ekki hefur neitt verið ákveðið um frekari við- ræður þeirra sín á milli. Þær verða a.m.k. ekki á morgun, þar sem forseti alþýðusamþands- ins verður þá ekki viðlátinn, en hugsanlegt er að viðræður fari fram á miðvikudag eða fimmtu- dag. Á miðvikudaginn mun rik- isstjórnin ftoma saman og vafa- laust fjallar hún um vinnu- deiluna. Alþýðusambandið hefur boðað að það muni senda frá sér skýrslu um deiluna eftir hádegi á miðvikudag. Vinnustöðvunin sem er í formi heildaruppsagna mun, ef úr henni verður, ná til fjöl- T-argra greina norsks atvinnu- lífs Þannig munu um 30.000 verkamenn í byggingariðnaðinum leggja niður vinnu, 47.000 í málmiðnaðinum. 13.000 f efna- iðnaðinum, 3.800 prentarar, 5.000 verzlunarmenn, 2.000 f matvælaiðnaðinum. 1.400 prent- myndasmiðir, 11.000 almennir verkamenn og 3.000 vagnstjórar. Ljóst er að vinnustöðvunin mun valda geysilegri röskun í norsku atvinnulífi og ríkisstjóm- in mun gera sitt ýtrasta til að koma í veg fyrir það. Bygg- um og mun það hefjast 24. apríl, ef ekki takast samningar fyrir þann tíma Samtals mun kaup- deilan þá ná til um 138.000 manna. Hér er aðeins um að ræða þau verkalýðsfélög sem hafa haft lausa samninga frá 31. ÞINGEYRI 13/4 — Þrír bát- ar réru héðan með þorskanet í marz-mánuði — Afli þeirra í mánuðinum varð: Framnes 342 tonn. Fjölnir 270 tonn. Þorgrímur 255 tonn. Heildaraflinn frá áramótum ,er orðinn 1502 lestir og er Fram- nes aflahæst með 569,3 tonn. Fjölnir er með 485 tonn og Þor- grímur 447 tonn U. M F. Mýrahrepps æfði leikritið ,.Græna lyftan” í vet- ur. 21 marz hafði það tvær sýningar á Þingeyri við góðar undirtektir áhorfenda. Leik- stjóri var Inga Þórðardóttir, leikkona. Lítilsháttar snjókoma var í páskavikunni en þann snjó leysti fljótt og er nú alautt og bílfært bæði yfir Hrafnseyrar- heiði og Breiðdalsheiði. — G.F.M. Hofsá brúuð næsta sumar VOPNAFIRÐI 13/4 —Ætlunin ; cr að byggja brú yfir Hofsá hjá i Teigi næsta sumar og kemst ingarvinna um allt land mun! marz. en fleiri munu bætast 1 þá á hringakstur um aðalbyggð sveitarinnar. Þá er nýlokið stöðvast, en almenningur mun mest verða var við stöðvun á- ætlunarbíla á flestum leiðum í lándinu. Vínnubann Jafnframt því sem alþýðu- við ef samningar takast ekki fyrir næstu mánaðamót. Samningar eru nú einnig að hefjast milli ríkisins og opin- berra starfsmanna„ en gldandi kjarasamningar þeirra renna út 31. maí. námskeiði til meiraprófs fyrir bifreiðastjóra hér í Vopnafirði og voru nemendur þrjátíu héð- an úr hreppnum og þar af all- margir bændur. — G. V. Búmerang á Sauðárkróki SAUÐÁRKRÓKI, 1174 — Tveim dögum eftir að mikil ritsmíð, samin af bæjarstjóra Sauðár- lcróks birtist snemma í vikunni í Mbl. féll hæstaréttardómur í máli Kaupfélags Skagfirðinga gegn bæjarstjómarmeirihlutan- um á Sauðárkróki út af oflögðu útsvari og verður nú þessi hrjáði bæjarstjómarmeirihluti ■ í þessari viku og um næstu helgi efnir Pólífónkórinn til fjögurra fónleika í Kristskirkju að Landakoti undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar söngst’jóra. Undirleik í sumum verkanna á efnisskránni annast dr. Páll ísólfsson og hann mun einnig leika einleik á orgel. Leiðretting Laugardaginn 11. þ.m. var frá því skýrt hér í blaðinu að Jón- as Fr. Guðmundsson verkamað- ur. sem starfað hefur hjá Eim- skipafélagi fsiands í meira en 40 ár, hafi tekið sér frí frá störfum á sjötugsafmæli sínu fyrir nokkru — og kaup ver- ið dregið af honum þann dag. Jónas kom að máli við Þjóð- viljann í gær og bað hann fyrir svofellda le;ðréttingu: Það er rétt að uphaflega var dregið af kaupi mínu vegna þess að ég tók mér frí á sjö- tugsafmælinu 31. marz síðast- liðinn. Föstudaginn 10. þ.ni. — daginn áður en fréttin birtist i Þjóðviljanum — var mér hins vegar tilkynnt að samkvæmt fyrirmælum forstjórans yrðu mér greidd óskert laun fyrir bann dag, enda hafi þeim sem launagreiðslur annast ekki ver- ið kunnugt um ástæðuna fyrir fiarvist minni. Eins og þetta her með sér vnru ummæli blaðs- ins birt án minnar vitundar. Jónas Fr. Guðmundsson. Sðngskráin er svipuð að efni og á fyrri tónleikum kórsins, annars vegar gömul kirkjuleg tónlist og hins vegar nútíma andleg tónlist en það hefur frá upphafi verið á stefnuskrá kórs- ins að kynna pólifóníska tónlist svo og nútímatónlist. Efnisskráin er þríþætt. Fyrst eru fjórar mótettur frá blóma- skeiði pólífóntónlistar á 16. öld eftir Orlando di Lasso. Gio- vanni Palesterina og Carlo Gesualdo. Þá koma fimm kór- lagaútsetningar sálmalaga eftir Bach og leikur dr. Páll Isólfs- son undir á þessum hluta tón- leikanna. Einnig leikur dr. Páll einleik á orgel Passacaglíu í g- m.oll eftir Georg Muffar. Á síðasta hluta efnisskrár- innar eru svo 6 lög við Davíðs- sálma eftir Willy Burhard (1900—1955) en hann var mjög þekkt svissneskt tónskáld og eru þeir Hallgrímur Helgason og Jón Nordal meðal nemenda hans. Ekkert af verkunum á efnis- skránni hefur verið flutt áður hér á landi nema kórlagaútsetn- ingar Bachs sem kórinn hefur flutt áður á tónleikum. Tónleikamir verða fjórir eins og áður segir eða á miðviku- dag, fimmtudag, föstudag og sunnudag. Verða þeir þrír fyrstu fyrir styrktarfélaga kórsins sem eru á sjöunda hundrað að tölu en síðustu tónleikamir verða fyrir almenning. Tónleikarnir hefjast allir kl. 9 að kvöldi. Þetta er 7 starfsár Pólífón- kórsins og hefur kórinn haldið tónleika einu sinni til tvisvar á ári. síðast í apríl f fyrrr, Söngstjóri hefur frá upphafi verið Ingólfur Guðbrandsson. í vetur hefur hins vegar frú Guð- rún Tómasdóttir söngkona ann- azt raddþjálfun kórsins en hún kom heim frá framhaldsnámi í Bandaríkjunum á sl. hausti. Áttræður í gær, 13. apríl varð Elías Guðmundsson, Þórsgötu 21A, áttræður. Elías er lesendum Þjóðviljans að góðu kunnur en hann hefur ritað í blaðið marg- ar ágætar greinar auk þess sem hann hefur borið blaðið út hér í borginni um árabil. Annars hef- ur hann fengizt við mörg störf um dagana, var m.a. lengi tog- arasjómaður svo að eitthvað sé nefnt. Þjóðviljinn færir Elíasi beztu ámaðaróskir á áttræðisaf- mælinu með þökk fyrir sam- starfað á liðnum árum. að endurgreiða 340 þúsund kr. t.il kaupfélagsins. Þetta þykja heldur seinheppin endalok á mikilli ritsmíð með aðaluppi- stöðu svívirðingar á kaupfélagið fyrir að svíkja undan skatti og téð útsvar haft í huga. Hér á Sauðárki'óki þykir þetta eitt mesta búmerang siðari ára í pólitík. Norðaustan brimið er hættulegt VOPNAFIRÐI 1374 — Þessa daga eru að hefjast hafnarfram- kvæmdir hér á Vopnafirði. Er ætlunin að búa til nýja höfn og hafa verið veittar fjórar miljón- ir til hafnargarðs. Takmarkið er að loka höfninni fyrir norð- austan briminu. sem hér hefur1 komið margri fleytunni á hafs- botn eða hrakið upp í fjöm. Fyrir tveimur ámm sópaði þetta brim heilu sfldarplani burt og er mikil þörf á þessari hafnargerð fyrir vaxandi síldar- bæ. - G. V. Skepnuhöld góð á Kvíabryggju Kvíabryggja, 13/4 — Heilsufar hefur verið gott hér í vetur og skepnuhöld góð og tíðarfarið með eindæmum gott, tjáði okkur einn vistmaður á Kvíabryggju i gær- dag. Við emm að eltast við kind- ur dag hvem, því að hér er all- stórt fjárbú eða um tvö hundmð kindur og hýsum við þær alltaf á hverju kvöldi. Við emm lífs- reyndir menn og treystum ekki náttúrunni og veðráttunni, þó að ásjónan sé blíð og vorleg á köfl- um. Kindumar skulu f hús á hverju kvöldi og það er margur spretturinn kringum þessi grey. Vistmenn em hér með færra móti og emm við níu þessa stundina og er aðbúnaður í fæði með miklum ágætum. Eru þeir að stelast? LANGEYRI 13/4 — Á næstu dögum stendur til að sjóða niður hrogn í Niðursuðuverksmiðju Björgvins Bjarnasonar hér á Langeyri við Isafjarðardjúp og er von á fyrsta skipsfarmi að sunnan af frystum hrognum frá vetrarvertíðinni. Verksmiðjan lauk við að sjóða niður rækju- skammt sinn um fjögur hundmð tonn um mánaðarmótin febrúar og marz og tekur nú þetta ný- mæli upp í framleiðslu sína. Nokkrir Isafjarðarbátar héldu þó á dögunum norður á Húna- flóa með Ásdísi sem flaggskipi og er hún nýlega komin með 4 tonn af rækjum til verksmiðj- unnar. Er ætlunin að veiða rækju á Húnaflóa meðan sætt er. Bátarnir halda sig hjá Sel- skerjum. — A. K. Steinbítshrota bjargar vertíðinni Súðavík, 11/4 — Steinbítisafli hefur verið nær eingöngu hjá Súðavíkurbátum í marzmánuði og hafa þeir veitt hann aðal- lega út af Kópi og suður af , Látrabjargi. Þannig fékk Svan- urinn 26 tonn i einum róðri annan páskadag og er það met- afli hjá Súðavíkurbát á stein- | bi't. Afli Súðavíkurbáta í marz- | mánuði er sem hér segir: Svan- ur með 175 tonn í 17 róðrum og Trausti með 117,8 tonn í 19 róðrum. Er þetta bæði á línu og net. Heildarafli Súða- víkurbáta á vertíðinni er sem hér segir: Svanur með 365 tonn og Trausti með 292,3 tonn og voru aflabrögð þessara báta lé- leg framan af vertíðinni. Stein- bítshrota ætlar þó að bjarga vertíðinni hjá bessum bátum þessar vikur. — A.K. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.