Þjóðviljinn - 14.04.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.04.1964, Blaðsíða 6
MðSVILIINN Þriðjudagur 14. apríl 1964 Q SlÐA \ Skyggnzt inn í horfna tíð — á landsetri Hemingways á Kúbu, þar sem klukkurnar hættu að ganga einn júnídag 1960, þegar eigandinn fór þaðan í hinsta sinn. YFIR HÆÐIRNAR, ÚT Á HAFIÐ..: Þótt ekki séu nema nokkrir kilómetrar til Havana, iðnað- arhverfin teygi sig alla leið hingað og hersveitir af þel- dökkum börnum leiki sér frammeð veginum, er í raun- inni kyrrlátt hérna. Malar- stígurinn vefur sig eins og slanga upp á milli pálma og rauðra blóma, sem regnið hefur lamið niður. En allt í einu opnast rauðu blómin, og þá erum við komin inn í rjóð- ur með þyrpingu lágreistra húsa. Fremst er lítið beð með bókstöfum klipptum í sortu- lyngsvið: MUSEO HEMING- WAY, síðan taka við breið steinþrep upp að gulu bygg- ingunni. Húsið er næstum hulið trjágróðri, en því er vel við haldið og nýkalkað. Villa Real Dyrnar eru opnar í hálfa gátt. Það marrar lítið eitt í hjörunum og bjöllustrengur- inn slæst upp að veggnum rennvotur í rigningunni. Lyktina, sem einkennir flest Hann reikaði um gróðursælan garðinn. Dyrabjallan, sem oftast w i notkun. Ernest Hemingway tóm hús, leggur á móti okk- ur í anddyrinu. Þetta er sem sagt Villa Real, þar sem Hemingway leitaði hælis, þegar veröldin reis öndverð gegn honum. Nú er hér safn, þar sem liggur við að höfundurinn sé grafinn lifandi. Að minnsta kosti eru hér geymdar lífsvenjur hans og smekkur — eins og tómur rammi. Lagt á borð fyrir þrjá Á borðinu í borðstofunni er samankomið postulín frá öll- um heimsins homum: kín- verskar skálar á dönsku postulínsfati og sérkennilegir diskar með gullnu fanga- marki. Á því voru þrír fjalls- tindar, tákn indjána um þol og neðst þrjár rendur, sem tákna ævilanga kapteinstign sem hálf öld og fjórar styrj- aldir höfðu fært frægum rit- höfundi að launum, rithöf- undinum sem hóf feril sinn með „Vopnin kvödd“. Kínversku skálamar voru alltaf lagðar á borð fyrir konu hans, en diskamir með fangamarkinu fyrir hann. Og það var alltaf lagt á borð fyrir þriðja manninn: gest- inn, 6em þá og þegar gat stungið inn höfðinu. Svona var haldið áfram að leggja á borð á meðan hnötturinn snerist um möndul sinn og þriðja sætið varð smám sam- an óþarft. Antilópan frá Nairóbi Frá veggjunum stara antí- lópur og gazellur niður í tóm sætin. Hvert dýr ber vott um einn veiðisigurinn öðrum stærri. Hér er antílópan með skrúfulaga hom, sem Hem- ingway skaut hjá Nairobi ár- ið 1926. Fyrir þetta afrek fékk hann heimsverðlaun og Mussolini vildi ólmur kaupa fyrir hvaða verð sem var. En Hemingway vildi ekki selja hana: „Ég er veiðimaður — og pranga ekki með villi- bráð.“ Seinna kastaði Mussolini honum á dyr ásamt öllum hinum rithöfundunum, sem skrifuðu á móti einræðisherr- anum fyrir heimsstyrjöldina. Jarðnesk tímarit Þó bókahillur Hemingvays hafi verið úttroðnar af æðstu listaverkum mannsandans, virðist smekkur hans á tima- ritum hafa verið öllu jarð- neskari. ,,Life“, „Boating“ og „Toros“ liggja á víð og dreif um stofuna. Æsifregnir, skip og naut — allt sem fyllti líf hans í svo ríkum mæli — varð honum hér á Villa Real til afþreyingar. Þó voru það skipin — eða réttara sagt bátamir — sem voru honum nákomnari en nokkuð annað. Hann sigldi dögum saman á „Pilar“ sinni, sem hét eftir sterku, skyn- sömu konunni í „Hverjum klukkan glymur" og hélt fast um veiðistöngina. Hann var að leita að stóra fiskinum, sem hann gæti reynt krafta sína við. Give me a ship to sail Mitt á stofugólfinu stendur lítið borð, eligað af hálftóm- um flöskum. „Haig“, „Gor- dons“ „Bacardi" stendur á hálffölnuðum miðum. Við hlið- ina á þeim standa ölkeldu- vatnsflöskur með ryðguðum töppum. Rommið safnar botn- falli og viskíið gufar upp og sætan, daufan ilm leggur yfir eftirlætisetólinn hans. Þetta er reglulegur gróss- erastóll — vel bólstraður með fótaskemli. Þama fékk eng- inn að setjast nema hann, og ef það kom fyrir að góðum vini hlotnaðist sá heiður að mega hringa um sig í stóln- um gat Hemingway staðið klukkustundum saman á bast- mottunni framan við hægind- ið, og rætt við gestinn, því hann kunni ekki við sig í öðru sæti. Kringum stólinn liggja síð- ustu bækumar, eem hann las hér. Efsta bókin í staflanum er „Give me a ship to sail“ (Gefðu mér skip að sigla). Er það tilviljun? „Mitt aðalstarf er að lesa“. Hemingway kallaði kúbanska húsið sitt „paradís“. Þama dvaldist hann síðustu ár róstu- samrar ævi. Sjö og hálfur dollar á orðið Bókasafnið einkennist af því, að mikinn hluta b'kanna hefur eigandinn sjálfur skrif- að. Hér era bækur Heming- ways, þýddar á 43 tungumál og sum verkanna eru einnig skrifuð á blindraletri. Þama er „Hverjum klukkan glym- ur“ á rússnesku blindraletri, sem Anastas Mikojan færði honum, þegar hann heimsótti hann 1960. Ásjáleg ljónshúð liggur á gólfinu — fyrsta Ijónið sem Hemingway skaut. Og á lága bókaskápnum eru hauskúpur fleiri ljóna. Hlébarði sem lét lífið í snjóum Kilima Njaros, starii' nú geðvonskulega niður á borðið. Á þessu borði liggur stafli af ósvöruðum bréfum. Hem- ingway var bréflatur og af- sakaði sig með því „að hann væri skáldsagnaritari, en ekki bréfritari." Og hvílíkur skáldsagnarit-^ ari! Allur heimurinn kunni að meta hann — ekki aðeins í yfirfærðri merkingu, held- ur einnig bókstaflegri. Hann fékk 7,50 dollara fyrir orðið og stutt skáldsaga eins og „Gamli maðurinn og hafið“ er meira en 20.000 orð. í stuttu máli sagt: miljónir dollara fyrir bókina. Ásýnd dauðans Og hér vann hann. Heming- way vann standandi og meira að segja oftast á sama blett- inum. Skinnið á gólfinu er orðið þunnt undan fótum hans og ennþá má lesa nokkr- ar línur úr „Gamla mannin- um“ í rissblokkinni á borðinu. He is að very good barber, He is. I saw him cut your hair. That’s why I’ve confi- dence in him. I want it not to be a careless thing, you Á rúminu liggur stafli af tímaritum. Andersonville, Time og Newsweek. Alltaf til reiðu að slökkva lestrarþrá hans, ef hún skyldi vakna skyndilega. Og flaska af öl-: kelduvatni við rúmstokkinn. | Hún er lokuð og ósnert — j þrátt fyrir góð ráð læknanna. I Svefnherbergið prýðir gríð- j arstórt afríkanskt buffala- höfuð, sem eitt sinn sat á öxlum eins þesara geðvondu, framhleypnu drjóla, sem æða. fram þegar minnst varir. Hættulegasta dýr Afríku, eem eitt sinn þaut út úr iðrum skógarins, þegar Hemingway var að reyna að koma tauti við byssuna sína. Hann átti tíu metra eftir — og skotið reið af. Hlaupvídd 3,6 og mark! Buffalinn kiknaði nið- ur eins og skriðuhlaup. Nú hefur höfuðið fengið brún mild augu, en hann er þrátt fyrir það tákn um eitt af mörgum stefnumótum Hemingways við dauðann. „Ef það verða mín örlög“ Líf Hemingways og vinir voru af sama toga spunnin. Vígvöllunum á ítalíu, spánska borgarastyrjöldin, franska mótspyrnuhreyfingin og græn fjöll Afríku allt er þetta í samræmi við menn eins og Gary Cooper, Louis Miguel Domingin eða ævintýramann- inn Errol Flynn, sem skyndi- lega stakk upp kollinum með- al skæruliða Castros. En tímarnir breyttust. Og ævintýrin, sem Hemingway leitaði að og gat ekki án ver- ið, urðu torfundnari. Vinirnir dóu einn á fætur öðrum. Síð- ast sá bezti: kúrekinn mikli, Gary Cooper, sem þjáðist af hvítblæði. „Ef það verða örlög mín,“ sagði Hemingway, „áskil ég mér rétt til þess að velja endalokin sjálfur". Það urðu einmitt örlög hans — og hann kaus sjálfur sinn dauða, Júnímorgun árið 1962 í kofa í Idaho, einu bandarísku fylkjanna lét hann lífið. Hann var að hreinsa byssu sína og ein bezta skytta heimsins hleypti af í síðásta sinn — voðaskoti! Og nú er Villa Real orðin að safni á hinni nýju Kúbu. Safni um rithöfundinn Ernest Hemingway, en einnig um hermanninn, sem alltaf barð- ist réttu megin. Út um gluggann sér yfir hæðirnar, út á hafið . — BOK EFTIR 36,6 , SKALD | TÆKIFÆRISGJÖF VIÐ (j V FERMINGAR BRUÐKAUP ' AFMÆLI FAGURT VERK OG GAGNLEGT SEM ÆTTI AÐ VERA TIL A HVERJU HEIMILI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.