Þjóðviljinn - 27.05.1964, Page 4

Þjóðviljinn - 27.05.1964, Page 4
q SIöA Otgerandi: Samelningarflokkur alþýOu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: tvar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.). Sigurdur Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudagsins: Jón Bjarnason. Fréttaritstjóri: Sigurdur V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja. Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 linur) Áskrjftarverð kr. 90 á mánuði. Sé viiji fyrír hendi ^thygli alls almennings beinist af vaxandi at- hygli með degi hverjum að þeim víðtæku samningaumleitunum sem um þessar mundir fara fram um hagsmunamál alls vinnandi fólks; bæði þeim samningum sem standa yfir milli verkalýðs- félaga og atvinnurekenda fyrir norðan og austan og hinum almennu kjaraviðræðum milli Alþýðu- sambandsins, ríkisstjórnarinnar og atvinnurek- enda. Það er því ekki úr vegi að rifja stuttlega upp meginatriðin úr tillögum Alþýðusambands- ins, sem eru grundvöllur þeirra viðræðna, sem nú eiga sér stað. Þar var í fyrsta lagi lögð höfuð- áherzla á stöðvun dýrtíðarinnar og réttlátar og óhjákvæmilegar kjarabætur til handa launþegum, tekin verði upp verðtrygging kaupgjalds og leitazt við að ná samkomulagi um örugga og jafna hækkun á kaupmætti launa til að tryggja vinnufrið í landinu, vinnudagurinn verði s’tyttur án skerðingar heildartekna og samkomulag gert um ýmis réttinda- og hagsmunamál verkafólks, svo sem vinnuvernd og aukin orlofsréttindi og síðast en ekki sízt gerðar nauðsynlegar og raun- hæfar ráðstafanir í húsnæðismálum almennings. jjíkisstjórnin féllst á þessar tillögur Alþýðusam- bandsins, sem viðræðugrundvöll, og viður- kenndi raunverulega þar með að það væri að verulegu leyti á hennar valdi, hvort samkomu- lag næst og viðunandi ráðstafanir verða gerðar á þeim sviðum, sem lögð er megináherzla á í tillög- um Alþýðusambandsins. Efnahagsmálasérfræðing- ar ríkisstjórnarinnar hafa þegar lýs't yfir þeirri skoðun sinni, að eina leiðin út úr ógöngum við- reisnarverðbólgunnar sé að taka upp verðtrygg- ingu kaups, og ætti því ekki að þurfa að deila um það atriði. Það er einnig ljóst, að ríkisstjórninni er opin leið að lækka tolla og afnema söluskatt á almennum neyzluvörum og stuðla þannig að aukn- um kaupmætti launa, en eitt af því sem stjórnar- flokkarnir hafa sfært sig hvað mest af er tekju- afgangur ríkissjóðs en hann er tilkominn vegna þess hve ríkiss'tjórnin hefur hækkað þessar álögur á almenningi. Telji ríkisstjórnin þá leið ekki færa, hljóta menn að spyrja, hvenær sé raunhæfara en einmitt nú að auka kaupmáttinn með beinni kaup- hækkun, þegar fyrir liggur að framleiðsla þjóðar- innar hefur aldrei verið meiri og viðskiptakjör hafa stöðugt farið batnandi. Stórfellt átak í hús- næðismálunum er einnig eitt brýnasta verke'fnið, en ásíandið á því sviði hefur mjög örfað verð- bólguþróunina. ^ nýafstöðnu alþingi fluttu þingmenn Alþýðu- bandalagsins fjölmörg frumvörp og tillögur, sem miðuðu að raunhæfri lausn þessara mála. Og þótt ríkisstjórnin og stuðningsmenn hennar fengj- ust ekki til þess að sinna þessum málum, er nú augljóst, að tillögur Alþýðubandalagsins vísa veginn til lausnar vandamálanna. En nú þegar Al- þingi er lokið. er það í höndum ríkisstjórnarinn- ar að semja um málin við verkalýðshreyfinguna: spurningin er einungis. hvort sá vilji er fyrir hendi hjá ríkissfjórninni. — b. ^ HðÐVILIINN Miðvikudagur 27. maí 1964 KVENFÉLAGS SÓSÍALISTA félagsins hefur jafnan verið starf út á við innan kvenna- samtakanna í landinu svo sem í þeim samtökum er áður voru nefnd, Kvenfélagasambandinu, styrksnefnd o.fl. hafa konur úr Kvenféiagi sósíalista jafnan haft frumkvæði um ýmis þau mál er orðið hafa aðalbaráttu- og hagsmunamál kvennasam- taka landsins þótt róttækar konur hafi alltaf verið f minnihluta í heildarsamtökum kvenna hér á landi. En ýmis stefnuskrármál Sósíalista- flokksins hafa einnig orðið baráttumál kvennasamtakanna, svo sem tryggirigamál, barna- heimili o.fl. o. fl. Starfsemin inn á við Xnn á við hefur starfsemi fé- Tilgangur félagsins Um tilgang með stofnun fé- lagsins segir svo í lögum fé- lagsins frá 1939 að hann sé ,,að safna sem flestum konum til sameiginlegra átaka í þágu flokksins (Sósíali-staftokksins) og efla félagsiegán þroska kvenna innan Sósíalistaflokks- ins n« að gera konunum auð- veldara að vinna að þéim hugðarmálum sem þær hafa sirstaklegan áhuga fyrir.” Nauðsyn á stofnun kvenfélags Allt frá stofnun Kvenfélags- ins hafa verið uppi innan Sósíalistaflokksins, bæði með- al karla og kvenna, skiptar skoðanir um það, hvort það eigi að vera sérstakt kvenfé- lag starfandi innan flokksins. Telja ýmsir að þar sem eitt af grundvallarsjónarmiðum flokksins er fullkomið jafn- rétti kynjanna þá eigi karlar og konur að geta unnið saman innan vébanda hans að sam- eiginlegum áhugamálum og þvi sé ekki ástæða til að hafa sér- stakt kvenfélag starfandi er aðeins verði til þess að dreifa kröftunum. Nú er það hins vegar svo að þótt jafnrétti kynjanna sé viðurkennt í þjóðfélaginu í orði þá er það í framkvæmd enn ekki komið á það stig að konur geti notfært sér þessi réttindi sín til fullnustu, og jafnvel innan sósíalistahreyf- ingarinnar eru bæði konur og karlar enn að nokkru bundin af gömlum venjum og for- dómum í sambandi við kven- réttindi. Konur yfirleitt hafa heldur ekki, mikla löngun til þess að ganga fram fyrir skjöldu í pólitfskri baráttu og því verður það þeim hvatning til starfa og eflir félagsþroska þeirra að bera sjálfar allan hita og þunga af starfi í eigin félagi. Tilgangurinn með stofn- un Kvenfélagsins og starfi er því m. a. sá að víkka sjón- deildarhring kvennanna op gera þær hæfari til að vinns að félagslegum störfum og til þess að taka að sér ábyrgðar- störf í þjóðfélaginu. Jafnhliða starfinu innan Kvenfélagsins hafa fjölmargar konur innan '•>ess að sjálfsögðu unnið full- p’ld störf í Sósíalistaflokknum ne bannig leyst af hendi tvf- bætt verkefni í þágu hreyfing- arinnar. Núverandi stjórn Kvenfélags sósíalista. Fremri röð, talið frá vinstri: Ragnheiður Jónsdóttir, Mar- grét Sigurðardóttir formaður, Halldóra Kristjánsd óttir. Aftari röð: Þorbjörg Sigurðardóttir, Margrét Ottósdóttir, Guðrún Guðvarðardóttir og Agncs Magnúsdóttir. — (Ljósm. Þjóðv. Ari Kárason). lands. ef þeir hafa kvenfélög starfandi innan vébanda sinna, og þannig er því varið um fleiri kvennasamtök t. d. Mæðrastyrksnefnd og Kvenn- félagasambandið. Starf i kvennasamtökum landsins Snar þáttur í starfi Kven- lagsins fyrst og fremst mótazt af reglulegum fundahöldum og skipulagðri fræðslustarf- semi á fundum. Þá hefur fé- lagið unnið að mörgum hag- nýtum störfum til eflingar sósíalistahreyfingunni og til stuðnings stofnana á vegum hennar, t. d. Þjóðviljanum. Félagirt hefur haldið uppi árið 1948 safnaði félagið á veg- um Rauða krossins fyrir Al- þjóða barnahjálpina nær 15 þúsund krónum í peningum og auk þess 10 kössum af fatnaði ýmis konar og á stríðsárunum efndi félagið til mikillar fjár- söfnunar til Sovétríkjanna. Loks má þess geta að félagið á Framhald á 9. siðu. Þetta eina rakblað hafa þessir 15 rakarar notað --------með Schick ryðfría rakblaðinu með langvarandi egginni fengu þeir allir þann mýksta og þægilegasta rakstur, sem þeir höfðu nokkru sinni upplifað. \f \ . '\^ Hvert blað gefur sömu þægindin dag eftir dag í 10 — 15 — 20 Boillloas Steel rakstra og jafnvel enn fleiri. Við auglýsum sjaldan. Schick blaðið gerir það sjálft, og þar af leiðandi er verðið lágt — 3 blöð í pakka kr. 19,85. 5 blöð í hylki kr. 32,95. Passar í allar rakvélar Heildv. Péturs Péturssonar, Suðurgötu 14, RÍmi 19062 30. marz sl. voru liðin 25 ár frá stofnun Kvenfélags sósíalista og af því tilefni var fréttamanni Þjóðviljans boðið að sitja fund með núverandi stjórn félagsins og fléstum fyrrverandi formönnum þess er haldinn var sl. mánudag þar sem rætt var um tilganginn með stofnun félagsins og um starfsemi þess á liðnum aldarfjórðungi, en afmælisins hyggst félagsstjórnin minnast rækilegar í haust með samkomu er vetrarstarfsemin hefst. skipulögðu starfi fyrir hverjar kósningar, gengizt fyrir opin- berum kvennafundum. staðið að kvennasíðu og kvennaþátt- um í Þjóðviljanum og reynt að létta baráttuna í löngum og erfiðum verkföllum með kaffi- veitingum og matargjöfum svo að eitthvað sé nefnt. Þá hef- ur félagið gengizt fyrir fjár- söfnunum, t.d. í húsbyggingar- sjóð Sósíalistaflokksiris, í' kosningasjóði o.s.frv. Er það mikið og margvíslegt starf er' liggur að baki eftir 25 ára starfsemi. Mörg fleiri verkefni Fjölmargt fleira mætti teljn upp en það yrði of langt mál að fara að rekja það allt hér,- Þess má þó geta að lokum að Kvenfélag sósíalista var stofnað 30. marz 1939 og er því litlu yngra en Sósíalista- flokkurinn. Félagið hét í fyrstu Kvenfélag Sósíalistaflokksins, og félagar í því voru allar konur sem þá voru félagar í Sósíalistaflokknum og voru ó- flokksbundnar konur ekki teknar í félagið. Þetta skipulag hélzt til árs- ins 1946 er nafni og lögum fé- lagsins var breytt og það gert sjálfstæðara og óháðara Sósíal- istaflokknum. Tók félagið þá upp núverandi nafn: Kvenfé- lag sósíalista og fellt var nið- ur úr lögum félagsins það á- kvæði að félagskonu’- yrðu að vera flokksbundnar í Sósíal- istaflokknum, en í stað þess segir svo í núgildandi lögum: Meðlimir félagsins geta allar frjálslyndar konur orðið. Er nú svo komið að tæpur helm- ingur félagskvenna er óflokks- bundinn. Annað atriði sem gerði stofnun Kvenfélag&ins nauð- synlega er það að kvennasam- tökin í landinu eru þannig upp byggð að það verða að vera sjálfstæð kvenfélög inn- an pólitísku flokkanna er til- nefni fulltrúa í þau. Þannig eiga t.d. pólitísku flokkarnir rétt á að tilnefna fulltrúa í stjórn Kvenréttindafélags Is-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.