Þjóðviljinn - 27.05.1964, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 27.05.1964, Blaðsíða 12
Byggingaframkvæmdir í Isafjarðarkaupstað Við náðum stuttu spjalli á dögunum af Daníel Sig- mundssyni um byggingafram- kvæmdir í Isafjarðarkaup- stað. Hann gegnir stöðu byggingafulltrúa í kaupstaðn- um og var hér á ferð í höf- uðborginni. Nú er íþróttasvæðið á Torfunesi senn fullsmíðað og verður lokið við síðasta á- fangann á næstunni og kemst þetta íþróttasvæði í notkun i sumar. Byggingafélagi verkamanna hefur verið út- hlutað lóðum á gamla í- þróttasvæðinu við Eyrargötu og eru þar í smíðum tvö hús með sextán íbúðum og hafa þá verið smíðaðir fimm verkamannabústaðir í kaup- staðnum. Var fótboltavöllur- inn við Eyrargötu tekinn í notkun í fyrrahaust. Þá hefst nú senn bygging á barna- skóla og er undirbúningur á lokastigi. Þetta verður vink- ilbygging og er staðsett við Austurveg og Aðalstræti og hefur Gunnlaugur Pálsson, arkitekt teiknað húsið. Gamli bamaskólinn stendur nú á sextugu og er kominn til ára sinna. Þá hefst nú senn bygging á tvíbýlishúsi við Sundstræti og tveim húsum við Sætún. Þá hefur Marselíus Bem- harðsson látið smíða stál- grindahús (16x40 fermetrar) og þar verða smíðuð stálskip inni í húsinu og í fyrra lauk hann smíði dráttarbrautar, sem tekur allt að fjögur hundruð smálesta skip og er það miðað við austurþýzku skipin. Þetta er nú það helzta að Daníel Sigmundsson frétta af byggingamálum í Isafjarðarkaupstað, sagði Daníel að lokum. Miðvikudagur 27. maí 1964 — 29. árgangur — 116. tölublað. Halldór Laxness ekki á blaði KEFLAVlK 26/7. — Málgagnið Faxi skýrir frá því hvaða höf- undar séu eftirsóttastir af við- Skiptavinum bókasafnsins hér í bas. Það er ekki Guðrún frá Lundi eins og menn vildu kannski ætla, heldur Ingibjörg Sigurðar- dóttir og nema útlán á henni 289 bindum. Guðrún er svo í öðru sæti með 279 og hafa kefl- vískir sýnilega mikinn smekk fyrir konum. Það sést einnig á þvi að Kristmann Guðmundsson er í þriðja sæti með 164 bindi. Skýrslan nefnir átta íslenzka höfunda sem vinsælastir voru en ekki kemst Halldór Laxness þar á blað. Bókaeign safnsins er nú 7270 bindi. Lánþegar í fyrra voru 729._____________________ Samvinna íraks oq Eqyptalands KAIRO 26/5 — Nasser, forseti Sameinaða arabalýðveldisins, og Aref, forseti íraks, undirrituðu í dag samning þess efnis, að komið skuli á fót sameiginlegu forsetaráði landanna beggja í þvi skyni að efla einingu þeirra. f ráðinu skulu forsetarnir báð- ir vera — ennfremur 6 ráðherr- ar og 6 aðstoðarráðherrar. Ráð- ið skal halda fundi í þriðja hverjum mánuði, en oftar, ef forsetarnir óska þess. I tengsl- um við ráðið verða sameiginleg- ar nefndir stjórna beggja ríkj- anna, sem fjalla um stjórnmál, hermál. fjármál og menningar- mál. Allt er þetta gert til að vinna að undirbúningi samein- fngar Egyptalands og íraks, seg- ir í tilkynningu um fund for- Setanna. Vændisstarfsemi? □ Kvartað hefur verið um hávaða og slæma umgengni í húsi einu nálægt Tjörninni og gerði lögreglan út skyndilegan rannsóknarleiðangur þangað um miðja aðfararnót’t þriðjudags. □ Mun hún hafa fundið þar fyrir hóp ung- linga og leikur grunur á að þarna hafi farið fram skipulögð vændisstarfsemi. Og mun einn piltanna hafa verið settur í gæzluvarðhald, grunaður um forystu 1 hópnum. □ Málið er í rannsókn og vildi lögreglan sem fæst um það segja er blaðið sneri sér til hennar í gærkvöld. Sýning trésmíða- véla frá Berlín Myndin er af hinum ungu leikurum, tekin við skólauppsögn sl. laugardag. A tta nýir ieikarar útskrifast frá LÞ S.I. laugardag var Leiklistar- skóla Þjóðleikhússins slitið og brautskráðust þaðan 8 nemcndur eftir tveggja ára nám. Leiklist- arskóli Þjóðleikhússins er 2ja ára skóli og Útskrifast leiklist- arnemar annaðhvert ár þaðan. Þeir sem útskrifuðust að þessu sinni voru: Arnar Jónsson, Anna Herskind, Bryndís Schram. Jón Júliusson, Leifur Ivarsson, Okt- avia Stefánsdóttir, Sverrir Guð- mundsson og Þórunn Magnús- dóttir. Þetta er 9. árgangurinn, sem Fundur í Kvenfélagi sósíalista í dag Dvenfélag sósíallsta heldur fund í Tjarnargötu 20 í kvöld klukk- 4n 20.30. DAGSKRÁ: Hafliði Jónsson garðyrkjuráðunautur flytur erindi með skuggamyndum og talar um voryrkjuna. Þá verða tekin fyrir félagsmál. r élagskonum er heimilt að taka með sér gesti og eru þær jafn- framt hvattar til að fjölmenna á fundinn sem verður hinn síðasti á þessu vori. AÐALFUNDUR ÆFR Aðalfundur Æskulýðsfylkingarinnar í Reykjavík verður haldin á morgun klukkan 8.30 e.h. í Tjarnargötu 20. FUNDAREFNI: 1. Inníaka nýrra félaga. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Starfið framundan. 4. önnur máí. 5. Félagsmenn cru hvattir til að fjölmenna og eru beðnir að sýna félagsskírteini við innganginn. STJÖRNIN. brautskráðst hefur frá Leiklist- arskóla Þjóðleikhússins, en sam- tals hafa 55 nemendur lokið prófi frá skólanum. Kennarar við skólann í vetur voru, leikararnir Gunnar Eyj- ólfsson, Kristín Magnús. Klem- enz Jónsson; Benedikt Árnason og Jón Sigurbjörnsson, sem kenndi til áramóta. Elizabeth Hodgshon, balletmeistari, kenndi sviðshreyfingar og ballet. Auk þess kenndu prófessorarnir Steingrímur J. Þorsteinsson og Símon Jóh. Ágústsson við skól- ann, héldu þar m.a. fyrirlestra um sálarfræði, leiklistarsögu o. fl. Skólastjóri er Guðlaugur Rós- inkranz, þjóðleikhússtjóri. Þrír af nemendunum, sem útskrifuð- ust að þessu sinhi, hafa farið með stór hlutverk á leiksviði Þjóðleikhússins á s.l. vetri. Arn- ar Jónsson lék stórt hlutverk í Gísl. Þórunn Magnúsdóttir lék Ofelíu í Hamlet og Bryndís Schram lék titilhlutverkið í Mjallhvít og stórt hlutverk i Táningaást/ Prófdömarar voru mjög á- nægðir með frammistöðu nem- Framhald á 9 siðu. Þessa daga er haldin hér í bæ sýning á trésmíðavélum frá WMW EXPORT í Berlín. Það er austur-þýzk framleiðsla. Mik- ið af svona vélum hefur verið flutt hingað inn undanfarin ár og hafa þær reynst vel á mark- aðnum. Á sýningunni eru tuttugu gerðir af vélum eins og band- slípivélar, tréfræsarar, hjólsag- ir, hefilvélar, brýnsluvélar bæði einstakar og sambyggðar í vél- setti. Austurþýzkir fagmenn sýndu vélamar í gangi og notk- un þeirra og athyglisverð er sú viðleitni að bægja frá allri slysahættu í meðferð vélanna með öryggishlífum og mörgum slökkvurum á hverri vél jafnvel með þeim útbúnaði, að þær slökkva á rér sjálfar ef eitthvað fer úrskeiðis. Á þessari sýningu er lögð á- herzla á að sýna vélar af þeirri stærð, sem hentar trésmíðaverk- stæðum hér á landi. Þannig er fróðlegt að leggja leið sína i vélasal Húsasmiðjunnar við Súðavog, þar sem þessar vélar eru til sýnis daglega frá kl. 5 til 10 e.h. og laugardag og sunnudag frá kl. 2 til 7 e. h. Skoðanakönnun um sjónvarp Sýningunni lýkur næstkomandi sunnud agskvöld. Fyrstu þrjá daga sýningarinn- ar komu á fimmta hundrað fag- menn til þess að skoða sýning- una. Heildverzlun Hauks Björnssonar hefur söluumboð fyrir vélamar hér á landi. Páll Bergþórsson form. Sósíalista- fél. Reykjavíkur í gærkvöld var haldinn aðal- fundur Sósíalistafélags Reykja- víkur og flutti formaður þess. Páll Bergþórsson veðurfræðingur, skýrslu um starfið á liðnu starfs- ári og ræddir vom reikninngar félagsins. Þá var gengið til stjórnarkjörs og vom bæði formaður, Páll Bergþórsson og varaformaður, Gísli Ásmundsson, endurkjömir. Meðstjórnendur vom kosnir Guð- mundur Egilsson, Gunnlaugur Einarsson, Guðni Guðnason, Jón Þorvaldsson og Margrét Auðuns- dóttir. I varastjórn voru kosnir þau Halldóra Danívaldsdóttir. Helgi Eiríksson og Karl Finnbogason. Fæstir viija Kanann einan □ Menningarsamtök háskólamanna létu gera skoðanakönnun nýlega um afstöðu íslendinga til sjónvarps. Hún leiddi það í ljós, að meir en helm- ingur þeirra sem spurður var vill bæði íslenzkt sjónvarp og alþjóðlegt. í fréttatilkynningu um skoð- anakönnunina er það tekið fram að hún hafi verið hvergi nærri fullnægjandi, þar eð bæði hefði skort aðstöðu og starfs- lið til að svo mætti verða. Höfð var sú aðferð, að hver spyrjandi fékk ákveðinn blað- síðufjölda í símaskránni til um- ráða og hringdi í fimmta hvert símanúmer og bað fullorðmn mann á viðkomandi heimili að taka afstöðu til fimrn hugsan- legra atriða varðandi framtíð- arskipulag sjónvarps á landinu f Reykjavík voru 271 manns spurðir og fór svo að lang- flestir, eða 158 kusu helzt þann möguleika að hér yrði bæði is- lenzkt sjónvarp o.g alþjóðlegt. 17 vildu aðeins íslenzkt sjón- varp, 11 vildu bæði bandarískt og islenzkt sjónvarp en aðeins sjö vildu halda núverandi á- standi óbreyttu — þ.e. aðeins hafa bandariskt sjónvarp. 15 hinna aðspurðu vildu ekkert sjónvarp 64 vildu vera hlut- lausir eðii færast undan að svara. 53 af þeim sem spurðir voru ’-5fðu sjónvarp sjálfir. Hliðstæð könnun fór fram á Akranesi og varð útkoma þar mjög svipuð — 22 af 42 vildu bæði íslenzkt sjónvarp og al- þjóðlegt, 9 vildu aðeins ís- lenzkt, 4 vildu bæði bandarískt og íslenzkt, 7 vildu ekkert sjón- varp en enginn vildi óbreytt á- stand. Svipuð útkoma varð og hjá 30 kennurum sem tóku skriflega afstöðu til málsins. Þess sakar ekki að geta, að sá kosturinn sem flestir völdu — islenzkt sjónvarp og alþjóð- legt — er um leið sá óraunhæf- asti, þvi sjónvarpssendingar frá gervihnöttum eru erfiðar í framkvæmd og dýrar. S AM TOK HERNAMS ANDSTÆ ÐINGA SKBIPSTOFAN _ w Fundur í miðnefnd samtakanna kl. 8.30 í kvöld í Mjóstræti 3. fslenzk _ dönsk menningartengsl Að frumkvæði próf. Þóris Kr. Þórðarsonar, formanns Dansk- íslenzka félagsins, hefur verið sett á laggirnar nefnd, sem stuðla skal að gagnkvæmum menningarsamskiptum fslands og Danmerkur, einkanlega með tilliti til þýðinga á skáldverkum hvors lands um sig yfir á tungu hins. Nefndin var stofnuð í til- efni af heimsókn Pouls P. M. Pedersen, hins kunna danska ljóðaþýðanda, hingað fyrir skömmu í sambandi við útgáfu á þýðingum hans á Ijóðum Steins Steinars, sem út komu hjá Helgafelli og G.yldendal und- ir nafninu „Rejse uden löfte“. Bókin er fyrsta bindi í ljóða- flokki, sem ber heitið „Moderne islandsk lyrikbibliotek", og er í ráði að út komi alls 12 bindi í bessum floikki á næstu 5 árum. Nefndin mun eiga náið sam- starf við Pedersen og 'jafnframt stuðla að frekari þýðingum ís- 'onzkra orðsaverka á dönsku ^ Framhald á 3. síðu. í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.