Þjóðviljinn - 21.06.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.06.1964, Blaðsíða 1
Sunnudagur 21. júní 1964 — 29. árgangur tölublað. Áætlunarferðir til móts við gönguna Frá Steindóri Frá Steindóri Frá B.S.f. Frá B.S.Í. Frá Steindóri kl. 9,30 kl. 11,00 kl. 13,15 kl. 15,15 kl. 17,00 Strætisvagnar eru til Hafn- arfjarðar á 20 mínútna fresti frá kl. 13 til 20 og aka þeir úr Lækjargötu á heilum tíma, 20 mínútur yfir og 20 min- útur fyrir heilan tíma. Reykvíkingar! Komið til móts við göngumenn! ' - a Þorvarður Jónas Jón Snorri Sverrir Krústjofffer afstað til Stokkhólms KHÖFN 20/6 — Heimsókn Krústjoffs í Danmörku lýkur í dag og árdegis á morgun leggur snekkja hans, Basjkirja, úr höfn á- leiðis til Stokkhólms, sem er næsti áfangi á ferð hans um Norðurlönd. Áð- ur en heimsókninni í Dan- förku lýkur munu þeir Krústjoff og Jens Otto Krag undirrita sameigin- lega yfirlýsingu um við- ræður sínar mennu til móts við Kefiavíkurgönguna í dag □ í morgun klukkan átta hófu hernámsandstæð- ingar göngu sína frá herstöðinni á Miðnesheiði til Reykjavíkur til þess að leggja áherzlu á kröf- urnar.um hlutlaust og friðlýst ísland, óháð hern- aðarsamsteypum stórveldanna. Þessi kröfuganga hernámsandstæðinga er nú nærtækari nauðsyn en nokkru sinni fyrr, eftir að við blasir sú hætta að pólitískur ofstækismaður nái völdum sem forseti Bandaríkjanna og hagnýti herstöðvar Bandaríkj- anna — þar á meðal ísland — sem stuðning við alþjóðlega ofbeldisstefnu með lielsprengjur að vopni. Hinn almenni ótti íslendinga við sókn of- stækismannsins Barry Goldwaters er augljósust sönnun þess hver nauðsyn það er að losa ísland úr viðjum hernámsstefnunnar, undan yfirráðum þeirra manna sem hverju sinni kunna að komast til valda í Bandaríkjunum. □ Það voru nær 200 hernámsandsíæðingar sem hófu gönguna í morgun og höfðu tilkynnt að þeir myndu ganga alla leið. Er það ámóta fjöldi og tók þátt í fyrstu Keflavíkurgöngu og í Hvalfjarðar- göngunni, en allar fyrri göngur hafa vaxið smátt og smátt og þátttakendur skipt þúsundum þegar til Reykjavíkur var komið. Svo mun einnig verða í dag, en áætlunarferðir verða til móts við gönguna oft í dag eins og sjá má á öðrum stað í blaðinu. Er áætlað að göngumenn verði við Kúagerði milli klukkan eitt og tvö í dag og fyrir sunnan Hafnar- fjörð milli klukkan fjögur og fimm. □ í upphafi göngunnar mun Þorvarður Örnólfs- son kennari ávarpa göngumenn við hlið herstöðv- arinnar, en í göngulok — um kl. 20,45 — verður stuttur fundur við Miðbæjarbamaskólann. Þar flytja ræður Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur og Jón Snorri Þorleifsson fomaður Trésmiðafélags Reykjavíkur. Fundarstjóri á útifundinum verður Jónas Árnason rithöfundur. □ Bandarískir valdamenn á íslandi og ráðamenn hernámsflokkanna hafa að undanförnu verið að gera sér vonir um að íslendingar væru farnir að sætta sig við hernámið og að dátasjónvarpið hefði ásamt öðru orðið til þess að slæva siðferðisþrek manna og baráttuvilja. í dag þurfa hernámsand- stæðingar að sýna þessum herrum í verki að enn lifir með landsmönnum sá óbugandi sjálfstæðis- vilji sem aftur mun tryggja það að íslendingar lifi í landi sínu einir og frjálsir, óháðir erlendu valdi. Sjá forustugrein á bís, 0: Örlög Isíands. Ágæt síldveiði síðustu daga Síldarleitin fann tvö ný veiðisvæði fyrir austan ■ í fyrrinótt uppgötvaði síldarleitarflugvélin nýtt veiði- svæði, þegar hún sá tvær stórar síldartorfur og nokkrar minni sautján sjómílur undan Bjarnarey og virtust þær stefna til norðurs. ■ Engin skip voru á þessu svæði í fyrrinótt, en í gær- dag voru skipin byrjuð að tínast inn á þetta veiðisvæði. Viðstöðulaus löndun var á öllum Austfjarðahöfnum í gær- gær og var búizt við löndunar- slöðvun viðast hvar í gærkvöld. Þá var yfirvofandi löndunar- stöðvun á Raufarhöfn i gær- kvöld og verður nii flotinn að taka stefnuna til Eyj-afjarðar- hafna og Siglufjarðar vegna á- framhaldandi uppgripa fyrir austan. Frá kl. 18 í fyrrakvöld til kl. 10 í gærmorgun kom 21 skip til Raufarhafnar með samtals 20 þúsund mál síldar: Guð- mundur Péturs 1000 mál, Eld- borg 1200, Þórkatla 650, Jón Finnsson 700, Skírnir 900, Framnes 1150, Steinunn 400, Hafrún 1000. Árnj Magnússon 1600, Helga 1600, Gísli lóðs 450. Manni 750, Grólta 1700, Faxi 1300, Særún 1000, Elliði 1300, Bergur 1250, Páll Páls- son 900, Hrafn Sveinbjarnar- son II. 900, Rán IS 550. Síld þessi veiddist á Héraðsflóa og er stór og nokkuð feit. Sunnan átt og súld var á þessum slóð- um í gærdag. Ellefu bátar komu til Nes- kaupstaðar í fyrrinótt og gær- morgun með samtals 7800 mál. Þorbjörn II. 1600, Akurey 900, Einar Hálfdáns 700, Bergvík 700, Stjarnan 700, Baldvin Þorláksson 650, Pétur Jónsson 650, Gnýfari 500, Ingiber Ölafsson 500, Hvanney 500 og Mímir 400. Löndun stóð yfir í allan gær- dag í Neskaupstað og var veð- ur afbragðsgott. Einn bátur kom til Siglu- fjarðar og var það Æskan með 500 mál og voru fleiri skip af austursvæðinu væntanleg þang- að í dag. Yngsti bróðir Kennedys forseta stórslasaðist Sjá 12. síðu. Fy/kingarfélagar! □ Komið til móts við Kefavíkurgönguna og takið þátt í útifundinum í kvöld. j *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.