Þjóðviljinn - 21.06.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.06.1964, Blaðsíða 3
SIÐA 3 Kodak INSTAMATIC100 kr. 8 2 9,— innbygsSran fhslitoœia. Sunnudagur 21. júni 1964 -- — . FORMA VIVA HÖÐVILIIMN Portoroz nefnist smábær á Istríuskaga norSanverðum, ekki ýkjalangt frá Trieste. Þar eins og hvarvetna annarsstað- ar við Adríahafsströnd Júgó- slavíu er ágæt baðströnd, og gistihús og veitingastaðir handa erlendum ferðamönnum leggja sífellt undir sig meira land- rými umhverfis flóann sem baerinn stendur við. Þó má við árósana innst í flóanum finna leifar af aldagömlum atvinnu- vegi þorpsbúa sem eitt sinn þótti mjög merkur og arðbær, saltvinnslu úr hafinu. Sjónum er veitt inn í stórar en grunn- ar gryfjur, og í sólarhitanum gufar vatnið smátt og smátt upp, en eftir verður saltstork- an. Síðan þarf að hreinsa hana margsinnis og láta saltið kristallast á nýjan leik, og við alla þessa iðju beita menn eldfomum aðferðum, en einu hjálpai’tækin eru vindmyllur. Þessi framleiðsla er að sjálf- sögðu fyrst og fremst háð veð- urfarinu og þótt góðviðri sé næsta sjálfgeíið við Adríahaf mun afraksturinn stundum verða næsta lítill, og hið opin- bera verður þá að hlaupa undir bagga. Enda sáust þess merki að hinn nýtízkulegi þjón- ustuiðnaður í þágu ferðamanna sé tekinn að gerast yfirgangs- samur við saltgerðarfólkið; þess verður vafalaust ekki langt að bíða að ferðamenn sóli. sig á sandströnd þar sem nú eru saltgryfjur. en fjöl- skyldur þær sem haldið hafa tryggð við sérkunnáttu for- feðra sinna allt fram til þessa dags verða að læra önnur við- fangsefni. En þótt Portoroz sé í vax- andi mæli að verða dvalarstað- ur fyrir ferðamenn, hygg ég að hann verði nafnkunnari fyrir annað. Á hæðardrögum skammt frá bænum komum við inn í stóran og grósku- mikinn trjágarð, og í honum miðjum blasir allt í einu við einkennilegt höggmyndasafn. Myndir úr ljósum istrískum marmara umlykja okkur, sumar geysistórar. Þama má sjá dæmi um alla þá strauma sem hríslast um högg- myndalist okkar tíma, natúral- istískar eftirmyndir af fólki við hverskyns iðju, afstrakt sköpunarverk þar sem eðli og gerð marmarans er látið njóta fyllstu virðingar, upphafin minnismerki og undarlega súrrealistíska drauma. Og þeg- ar betur er að gáð kemur í ljós að höfundar þessara lista- verka exu víðsvegar að úr heiminum, mai’gir víðkunnir. Ég sá þarna til dæmis högg- myndir. eftir listamenn frá Eþíópíu, Bólivíu, Italíu, Ind- landi, Austurríki, Japan, Pól- landi, Hollandi, Venesúela, Þýzkalandi Bandaríkjunum, ísrael og Bretlandi, að ó- gleymdum Júgóslövum sjálf- um. Þetta einkennilega högg- myndasafn, sem ber heitið FORMA VIVA, er þannig til komið að fyrir nokkrum árum tók ferðamálaskrifstofan í Port- oroz að bjóða til sín lista-' mönnum og hlaut til þess styrk frá ýmsum aðilum, m.a. rík- inu. Myndhöggvurum er boð- ið að búa með fjölskyldum sín- um á þeim ágæta baðstað Portoroz um tveggja mánaða £>- skeið sér að kostnaðarlausu. Þeir fá hver um sig mikið marmarabjarg og nauðsynleg vex-kfæri til þess að leggja til atlögu við steininn, en til þess er svo ætlazt að þeir skilji listaverkin eftir sem framlag til þessa sérkennilega safns. Þetta frumkvæði hefur hvarvetna fengið hinar beztu mmh/iamKm er alveg sjálfvirk — filraan kemur i Ijösþétta sem sett cr f vélina á augnablik!, engin þrœðing, og vélin er tilbúin til zqyndatöklL I»a5 eru til 4 mismunandi fllrmir. f KODAK- bylkjum: VERICIIKOME PAN fyrir svart/hvítt, KODACHROME-X og EKTACHRpME-X fyrir Jit-skuggamyndir og KODACOLOR-X fyrir lit- myndir. — Myndastœrðin cr 9x9 cru. ( /A\kNI^ |D 8ÍW20313 BANKASTRŒTI 4 Kodak INSTAMATIC 50 kr. 496,- H TX Höggmynd úr marmara eftir Teddy Carrasco frá Bólivíu. Myndhöggvarinn er þrítugur að aldri og hefur kynnt sér sérstakiega forna indíánalist í Rómönsku Ameríku. Hann er nú búsettur í Evrópu. undirtekfir, og árlega sækjast margfalt fleiri en rúm er fyrir eftir því að komast til Portoroz, en gestimir þar hafa verið tíu á ári. Þegar ég skoðaði þetta al- þjóðlega höggmyndasafn, sem með hverju ári gefur fjöl- bi'eytilegri og nákvæmai-i mynd af list okkar tíma, varð mér hugsað til þess að við Is- lendingar erum svo lánsamir að eiga einn myndhösivara samkvæmt raunverulegri merk- ingu þess orðs, sem naumast á marga ofjarla ei-lendis um þessar mundir, Sigui-jón Ól- afsson. Ég held það væri verk- efni fyrir Félag íslenzkra myndlistai-manna að benda safnstjórunum í Portoroz á það, að safninu væri að því mikill fengur að fá Sigurjón til þess að glíma við mai-mara- bjarg. Hliðstætt albjóðlegt safn er einnig í Kostanjevica á eynni Krk. Þangað er boðið mynd- skurðarmönnum og þeim af- hentur eikarbolur með sömu skilmálum. Og enn frétti ég af því að á þriðja staðnum væri látin í té aðstaða fyrir þá sem gera vildu myndir úr málmi. Verði þessari stai-f- semi haldið áfram af sama kappi og hugkvæmni og hing- að til munu ekki líða mörg ár þar til áhugafólk um nútíma- list fer að mæla sér mót í þessum smábæjum við Adría- haf. — M. K. Tréskurðarmynd eftir Júgóslavann Petar Smajic. Smaiic er hálf- sextugur, sjáíimenntaður bóndi, sem hefnr sinnt tréskurði undan- (arna þrjá áratugi og er nú talinn einn fremsti naívisti í Júgóslavíu. Hvert sæti var skipað í Samkomuhúsi Háskólans á fimmtudagskvöldið, þegar þeir píanósnillingarnir Asjkenazí frá Ráðstjómarríkjunum og Frager frá Bandaríkjunum léku þar saman á tvö píanó. Samleikur þessarar tegundar mun varla hafa farið fram áð- ur í hljómleikasal hér á land’. og yfirleitt eru slíkir hljóm- leikar óvenjulegir, enda hafa tónskáldin ekki gert mikið að þvf að semja verk fyrir tvö píanó. Mozart samdi aðeins tvö tón- verk þessarar tegundar, og er annað þeirra sónata sú í D-dúr (K.448), sem var fyrsta við- fangsefni þeirra félaga á þess- um tónleikum. Þetta er mikið verk og stórglæsilegt og þann- ig samið, að varla verður tal- ið, að annað hljóðfærið hafi þar meira hlutvei-ki að gegna en hitt. Þessu jafngildi um hlutverk hljóðfæranna verður nú að sjálfsögðu að svara nokkurnveginn fullkomið jafn- ræði tónleikaranna, ef vel á að fara. I tónsmíð eins og þess- ari kæmi það sérstaklega ó- þægilega í ljós, ef þar væri tiltakanlegur munur á. En hér var ekki um slíkt að íæða. Hlustandi fann harla litla hvöt til að gera upp á milli þessai-a ungu snillinga, heldur hlaut honum að verða efst í huga aðdáun á leikni þeirra. fágaðri túlkun og furðulegri nákvæmni í samleik. Þetta var einkar skemmtilegt dæmi um samstillingu huga og handa Viðkunnanlegt var líka, hversu annt listamennirnir létu s.ér um að deila hlutverkum s.em jafnast, til dæmis með því að skiptast á um hljóðfæri. Að þessu leyti urðu tónleikarnir ofurlítil táknmynd lýðræðis, jafnx-éttis og bræðralags, sér- til þess að sýna frábæra kunn- áttu sína og samleikstækni i nýju ljósi. B.F. er alveg sjálfvirk — filman kemur f Ijósþéttu sem sett er f vélina á augnablikl, engin þræðing, og vélin er tilbúin til myndatöku. Þa5 ern tif*4 inlsraunandi filraur f KODAK- liylkjum: VERICIIROME PAN fyrir svart/hvitt, KODACTIROME-X og EKTACHROME-X fyrir Iit-skuggamyndir og KODACOLOR-X fyrir lit- myndir. — Myndastœrðin er 9x9 cm. ( tmé IPITS SiMi 2 0313 BANKASlRÆTi Útbreiðið Þjóðviljann Asjkenazí hverra þjóða listamennirnir eru, Tilbrigðaverk Schumanns og nxnu („rondo”) Chopins léku þeir félagar einnig af næmri stílkennd og hnitmiðaðri ná- kvæmni. Síðasta verkið á efn- isskránni, „Fantasía” eftir Rachmaninoff, er dálítið glam- urkennt á köflum, sérstaklega síðasti þátturinn, sem er furðu- lega eintrjáningslegur og gefur furðulitla hugmynd um þann Rachmaninoff, sem samdi snilldarverk eins og 2. píanó- konsertinn og hinn 3. enda er fantasían æskuverk, samin er tónskáldið var aðeins tvi- tugt að aldri. Eigi að síöur er hún gerð af mikilli tæknikunn- áttu á píanó, eins og öll verk þessa tónskálds fyiár það hljóðfæri. og veitti hún þeim Asjkenazí og Frager tækifæri tryggja sterkt efni og gott snið við hvert tækifæri JTORAUKIN SALA SANNAR VINSÆLDIR VÖRUNNAR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.