Þjóðviljinn - 28.06.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.06.1964, Blaðsíða 6
 g SlÐA — ■— ... --------- ÞIÚÐVILIINN-------------;----Sunnudagur 28. júní 1884 Réttarhöld hafin í einu mesta hneykslismáli sem enn hafa farið sögur af á Ítalíu síðan heimsstyrjöldinni lauk Felice Ippolito, prófessor, á ákærubckk. Ilann er fyrsti sakborningrurinn í herfcrð saksóknara rík- isins gegn opinberri spillingu á Italíu. Sú spilling er svo alxnenn og útbreidd, að heita xná að hún sé Iögfest. Réttarhaldið yfir Felice Ipp- olito. sexn fyrir fáum mánuð- nm var yfirmaður aUra kjarnorkurannsókna á Italfu og meðlimur af Euratom, eru nú hafin. Ippolito er ákærð- ur fyrir misferli I itarfi, skjala- fals og fjárdrátt sem nemur um það bil 600 miljónum kr. Þetta er sérkennilegt og hættulegt réttarhald, þar sem um merira er að rseða en æru og frelsi hins ákærða. Réttar- haldið er fyrsta tilraunin sem gerð er af hálfu hins opin- bera til þess að uppræta spill- ---------------------------—<«> Hætfa að trufla útvarp að vestan LONDON 26/6 — Búlgaría hef- ur nú hætt að trufla útvarpa- sendingar frá veaturlöndum. Eins og kunnugt er var mikið um truflanastöðvar i Austur- Evrópu, þegar kalda stríðið stóð sem hæst, en nú hafa þær ílestar verið lagðar niður. ingarkerfi, sem er svo gott sem lögfest á Italíu eftirstríðsár- anna. Það sem dómstóllinn á að kveða á um. er raunveru- lega ekki það, hvort Ippolito sé sekur eða sýkn. heldur hitt, hvort refsivert sé athæfi það, sem hann er ákærður fyrir. Á því leikur að vísu enginn vafi, að samkvæmt lagabókstafnum er þetta athæfi refsivert. Spurningin er um hitt, hvort lögin séu sterkari en gildandi venjur í opinberu llfi, en þar fær lagabókstafurinn gjarnan leyfi til að blunda dag og dag ef þurfa þykir.' A ákærubekk situr ásamt Ippolito hin pólitíska og opin- bera spilling, svo og þau yfir- völd og einstaklingar, sem með kæruleysi sínu eða þegjandi samkoTmilagi hafa gert spill- ingunni kleift að þróast. Lögfræðingar Verður réttarhaldið formlega takmarkað við Ippolito einan, eða brýrt allt það sem undir býr upp á yfirborðið og endar í baráttu milli hinng lögfræði- legu yfirvalda og hinna stjóm- málalegu? Þessi spurning vekur sérstaka athygli vegna þess, að vera má að fjármálaráðherrann. Emilo Colombo, sé samsekur. Colombo er einn valdamesti maður f flokki kristilegra demókrata. Á þeim tíma er fjárdrátturinn og misferlið átti 6ér stað, var hann iðnað- armálaráðherra og þar með sjálfskipaður forseti CNEN, kjamorkunefndar ríkisins, en aðalritari hennar hét Ippolito. Undirskrift Colombos var nauðsynleg við allar meiri háttar fjármálaaðgerðir, sem Ippolito gerði í nafni nefndar- innar. Ýmislegt bendir til þess, að hin lögfræðilegu yfirvöld hafi ekkert á móti því að taka nú stjómmálamennina í karphús- ið. Það er athyglisvert, og hef- ur orðið fréttamönnum um- hugsunarefni, að ákæran gegn Ippolito heldur sig ekki ein- göngu við hin alvarlegri at- Varpa l]ósi á opinbera spillingu sem svo er almenn að heifa má að hún sé lögfesf riðin. héldur tekur xneð ým- islegt sem í fljótu bragði sýn- ist við samanburð smávægilegt: Ippolito hefur notað bifreiðar stofnunarinnar til eigin þarfa, skenkt fé dagblöðum, sem ráku áróður fyrfr CNEN, ráðið óþarfa fólk, sem stóð á launa- lista án þess að vinna o.s.frv. Enda þótt atriði sem þessi séu brot á lögum, eru þau svo al- menn og útbreidd, að það kann að sýnast veikja ákæruna og hefur verið kallað hemaðar- lega óskynsamlegt. En saksóknari ríkisins, Luigi Giannantonío, er ekki Ifklegur til þess að fara óskynsamlega ' að ráði^sínu. Allt frá því hann tók við stöðu sinni fyrir hálfu öðru ári, hefur hann háð harða baráttu gegn spillingunni í op- inberu lífi. svo harða, að hann er af andstæðingum sinum nefndur Stórrannsóknardómar- inn. Réttarhöldin yfir Felice Ippolito eru aðeins hin fyrstu, fleiri munu á eftir koma. Sennilegast er, að Giannanton- io sé með þessu að reyna að draga fram í dagsljósið hina almennu spillingu og setja hana á ákærubekk með Ipp- olito. Hlutafélög Alvarlegasta — og þó minnst refsiverða — ákæran fjall- ar um misferli í starfi. Asamt fjölskyldu sinni og vinuxn hef-' ur Ippolito stofnað fjöldan all- an af hlutafélögum til „ráð- gjafar og framkvæmda“, Ippol- ito fól svo hlutafélögum þess- um visindaleg verkefni, sem að sögn ákæruskjalsins voru ekki alltaf „nauðsynleg eða nytsamleg”, og rfkiskassinn borgaði svo að sjálfsögðu brúsann. Samvinna milli CNEN og þessara hlutafélaga gerðist svo náin, ,að oftlega unnu starfsmenn CNEN einnig i ein- hverju hlutafélaginu og á verzlunarferðum erlendis var Ippolito bæði fulltrúi kjam- orkumálanefndarinnar og sinna eigin hlutafélaga. f þessu sambandi hefur kom- ið fram önnur ákœra. sem þó er ekki tekin upp af saksókn- aranum, sennilega vegna þess, að ekki hefur reynzt unnt að afla sannana. Álitið er, að þegar Ippolito keypti í Banda- ríkjunum útbúnað til kjarn- orkurannsókna ftala, hafi hann þegið mútur af bandarískum fyrirtækjum og beint viðskipt- um sínum til hæstbjóðanda. Þær 600 þús. miljónir, sem hafa dregið sér, deilast á fjöld- Ippolito er ákærður fyrir að ann allan af margflóknum fjármálaaðgerðum, en eitt Hæstirétturinn bjargaði lífi ófædds barns í New Jersey — Móðirin neitaði að taka við blóðgjöf Haestiréttur j New Jersey lýsti þvi nýlega yfir, að rétt- ur ófædds bariu til þess að lifa vaeri meira virði en trú- ------------ —------------<$ Tshombe kominn til Leopoldville LEOPOLDVILLE 2676 — Moise Tshombe, fyrrverandi „forseti” Katanga, kom í gær aftur til Kongó eftir að hafa verið landflótta i ár. Strax við kom- una átti hann tal við Cyrille Adoula forsætisréðheiTa. f við- tali við blaðamenn hvatti hann til ráðstefnu allra ættflokka í Kongó og lagði áherzlu á, að það væri eina leiðin til' lausn- ar á vandamálum landsins. Tshombe sagði og .að þegar i stað yrði að láta lausa alia stjómmálamenn, sem nú væru í fangelsum. arsannfæring móðurinnar. Rétturínn var kvaddnr saman án minnsta fyrirvara tH þess að ákveða það, hvort móðir gætl neitað að taka við blóð- gjöf, enda þótt sú neitun gæti að ðllum líkindum kostað hana og ófætt bam hennar lífið. Kona sú er hér um ræðir er 29 ára að aldri og heitir frú William Anderson. Hún var áður kaþólikki en er nú einn af Vottum Jehóva, en sá trú- flokkur neitar algjörlega að taka við blóðgjöf, Læknar fullyrtu hinsvegar, að hálfs áttunda mánaðar gam- alt barn, sem hún bar undir brjósti, myndi ekki lifa, ef hún héldi fast við ákvörðun sína. Og ekki nóg með það. henni væri sjálfri að öllum líkindum einnig dauðinn vís. Urskurður réttarins er e.t.v. hinn fyreti af slíku tagi. Dóm- arinn Joseph Weintraub, lét svo ummælt þegar dómur hafði verið upp kveðinn, að dómur- inn hefði fulla stoð í lögum, sem samþykkt voru í New Jersey fyrir tveim árum. í þeim lögum var svo ákveðið, að ef talið sé nauðsynlegt vegna heilsu og velfarnaðar bams að gefa þvi blóð, sé slikt löglegt, enda þótt for- eldrar neiti. Hitt er svo annað mál, sagði dómarinn, hvort unnt er að þvinga fullorðinn mann eða konu til þess að taka við blóð- gjöf. Hann kvaðst efast um það. enda þótt svo stæði á, að blóðgjöf væri eina vonin til þess að bjarga lífi viðkomanda. Mál frú Andereon var þann- ig á mörkunum, en dómarinn lagði áherzlu á það, að hér væri um að ræða að bjarga ó- fæddu barni og það yrði að ganga fyrir öllu — jafnvel þótt móðurinni væri nauðugri bjargað um Ieið. helzta atriðið er i sambandi við leigu á íbúðum til starfs- manna CNEN. Annað atriði er fjárupphæð, sem nemur tæp- um tveim miljónum króna. Samkvæmt samningi átti Ipp- olito að fá þetta fé greitt væri honum sagt upp starfi. Hann lét formlega segja sér upp og setja sig síðan inn í starfið aftur til þess að fá peningana greidda, Þetta er að sjálfsögðu á móti lögum, en hinsvegar svo al- gengt. að undrun hefur vak- ið að einn liður ákærunnar skuli fjalla um þetta atriði. Giannantonio hefur hins vegar efalaust tekið þetta atriði með af ráðnum hug. Og ekki getur hjá því farið, að einhver minnist þess, að sá sem sagt gat Ippolito upp starfi og ráð- ið hann aftur var enginn ann- ar em forseti CNEN, Emilio Colombo. Afdrifaríkt mál Réttarhöldin yfir Ippolito eru nýlega hafin. Enn hafa ekki verið yfirheyrð nein vitni og Ippolito nefur enn ekki haft tækifæri til þess að láta mikið til sin heyra. Það sem hann hefiur sagt sýnir hins- vegar, að einnig hann hefur fullan hug á að gera þessi rétt- arhöld að ákæru gegn ,.kerf- inu”. 1 ræðu sinni til dómsforeet- ans lét hann svo ummælt: ..Þér hafið enga hugmynd um það, við hvaða erfiðleika er að stríða á ítalíu til þess að stjóma opinberri stofnun. Maður er undir stöðugum þrýstingi frá stjórnmálamönn- um. sumum mjög háttsettum, sem heimta það, að maður ráði skjólstæðinga þeirra, einkum og sér í lagi á tímabilinu fyrir kosningar”. En áhugi almennings fyrir þessu máli á sér aðrar orsakir en hneykslið eitt. Hneyksli eru þrátt fyrir allt daglegt brauð og alvanalegt, að þeir sem í þau eru flæktir sleppi skað- lausir. I þetta skipti er sú skoðun manna, að þetta mál muni hafa meiri áhrif en dóminn einn yfir hinum ákærðu. Herferð saksóknarans gegn spillingunni hefur gefið ítölsk- um almenningi meira traust á ítölsku réttarfari. Ef blöð á Italíu birta í dag uppljóstran- ir um spillingu í opinberu lífi vita menn, að saksóknarinn rannsakar málið og • höfðar mál, ef ákæran er á rökum reist. Fyrir'tveim árum birtu dagblöðin daglega að heita má slíkar fréttir án þess að neitt væri i málinu gert. Ekkert yfirvald hirti um málið og kæruleysið var svo almennt, að það var sára sjaldan sem úr varð meiðyrðamál hvað þá meira. (Úr Information) Því nær kirkjunni, þeim mun fjær guði. Lancelo (Andrews). Listamenn munu halda á- fram að deila. Þeir cru menn tilfinninganna og stundum andans. (Gunnar G. Schram í Vísi). Áskriftarsíminn er 17-500 Þjóðviljinn Vinstri fóturinn á Jensen er mér stöðugt áhyggjuefni. Gætuð þér ekki fundið honum eitthvert verkefni?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.