Þjóðviljinn - 07.07.1964, Síða 1
Þriðjudagur 7. júií 1964 — 29. árgangur — 149. tölublað.
Frá Raufarhöfn:
Brædd 170 þús. mál
9344 tunnur / snlt
Frá fréttamanni Þjóðviljans á Raufarhöfn í gær —
í kvöld hefur Síldarverksmiðjan á Raufarhöfn
tekið á móti 170 þús. málum. í nótt losnaði 12 þús-
und mála tankur, og biðu þá löndunar mörg skip
sem höfðu fengið veiði á Seyðisfjarðardýpi á
laugardagskvöld.
Eftirtalin skip hafa þegar
landað eða bíða löndunar: Lóm-
ur KE 950. Sæfaxi NK 700,
Skarðsvík SH 600, Sigurður Sf
650, Jón Jónsson SH 600, Ás-
kell ÞH 350, Kristján Valgeir
GK 800, Höfrungur III. AK
2000, Sigfús Bergmann GK 400,
Faxi GK 1100, Þorleifur Rögn-
valdsson ÓF 550, Víðir II. GK
850, Runólfur SH 1100, Stjarn-
an RE 250, Friðrik Sigurðsson
ÁR 550, Eldey KE 500, Guð-
björg GK 1000, Manni KE 600.
Nú er búið að salta hér á
Raufarhöfn 9344 tunnur alls, og
skiptist það svo milli stöðvanna:
Gunnar Halldórsson 350 tunn-
ur, JBorgir 1680, Björg 320, Haf-
silfúr 1875. Skor 80, Óðinn 2500,
Óskarsstöðin 400, Norðursíld
1439, Síldin 700.
11 söltunarplön verða starf-
rœkt hér í sumar, og verður
síldin einungis sérverkuð. Or-
kastið er mjög mikið eða allt
upp í 65%, en með fullri nýt-
ingu á saltaðri síld er úrkast
25%. — G.M.
Myndin er tekin þegar dregið var í 2. flokki Happdrættis Þjóð-
viljans 1964 og sést stúlkan sem dró rétta Jónasi Thoroddscn
borgarfógeta vinningsnúmer. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.).
Vinningsnúmer í Huppdrætti
ÞjóB viíjans birt i vikunni
★ í fyrradag var dregið í 2.
fl. Happdrættis Þjóðviljans. —
Vinningsnúmerin verða birt síð-
ar i vikunni.
★ Að þessu sinni var dregið
Aðalfundur ÆFH
er á morgun
Aðalfundur Æskulýðsfylking-
arinnar i Hafnarfirði verður
haldinn iniðvikudaginn 8. júlí í
Góðtemplarahúrinu (uppi). Oag-
skrá samkvæmt félagslögum.
Æ.F.H.
um 6 vinninga, Trabant-station
bíl og ferðalög um Evrópu.
Vegna þess að ’.Ilmargir hafa
ekki átt þess kost að skila hér
í Rcykjavík og nágrenni vegna
fjarvista úr bænum og enn hafa
ekki borizt þau skil sem póst-
lögð hafa verið utan af landi,
verður að fresta að birfa vinn-
ingsnúmerin þar til síðar í þess-
ari viku.
★ Þeir sem ekki gátu gert
I skil fyrir sunnudagskvöld eru
beðnir að Iíta inn til okkar í
skrifstofu happdrættisins að Týs
J götu 3 Skrifstófan er opin kl.
9—12 f.h. og 1—6 e.h^ síminn
er 17514.
Slæmur horf-
ur á vestur-
svæðinu
Frá fréttamanni Þjóðvilj-
ans á Raufarhöfn í gær. —
Ægir hefur Ieitað síldar á
vestursvæðinu síðan 30.
júní, allt frá Strandagrunni
austur að Langanesi. Hann
hefur gefið út tilkynning-
ar daglega og eru slæm-
ar fréttir af öllu þessu
svæði, sérstaklcga af svæð-
inu frá Strandagrunni að
Eyjafjarðarál, þar varð
ekki vart neinnar síldar og
engrar rauðátu og aðeins
peðringur þar fyrir aust-
an. Horfur eru því mjög
slæmar á vestursvæðinu.
— G.M.
Fyrsta síldin söltuð á Neskaupstað
Veiði í Seyðis-
fjarðardýpi
Frá fréttamanni Þjóðviljans á
Raufarhöfn í gær. — Sl. sól-
arhring hafa 28 skip tilkynnt
afla sinn til síldarleitarinnar á
Dalatanga samtals 19.750 mál.
Fyrir hádegi í dag fengu nokk-
ur skip veiði á Seyðisfjarðar-
dýpi: Vonin 700 mál, Vattames
650, Garðar 700, Sæfari 1500.
Draupnir 800 mál. Veðurútlit er
gott. — G.M.
Hæstu vinningar
í happdr. SlBS
1 gær var dregið í 7. flokki
um 1240 vinninga að fjárhæð
alls kr. 1.882.000.00. — Þessi
númer hlutu hæstu vinningana:
500 þúsund krónur nr. 53473
-umboð Grindavík.
10 þúsund krónur hlutu:
4326 Isafjörður, 4784 Húsavik,
7561 Vesturver, 29965 Vesturver,
45761 Eskifjörður, 53044 Stöðv-
arfjörður, 53472 Grindavík.
(Birt án ábyrgðar)
Siglfirðingur
kom í fyrrinótt
Siglufirði í gær. — 1 nótt
kom hingað til Siglufjarðar nýtt,
togskip, 173 tonna, og ber það
heitið • Siglfirðingur, Er skipið
smíðað í Noregi og er það
fyrsta íslenzka skipið sem tekur
trollið inn að aftan. Eigandi
er hlutafélagið Siglfirðingur.
Skipið fer á veiðar í nótt. — K.F.
SI. sunnudag hófst söltun f Neskaupstað eins og frá er sagt í frétt á öðrum stað í blaðinu. Það
var Rán IS 51 sem kom með fyrstu síldina til söltunar til söltunarstöðvarinnar As sem rekin er af
Samvinnufélagi útgerðarmanna. Stúlkurnar á myndinni heita Sæbjörg Jóhannsdóttir, 17 ára, Lilja
Dóra Gunnarsdóttir, 16 ára og Maria Aðalsteinsd óttir 15 ára, — (Ljósm. Þjóðv. H. G.)
Fiugfélag íslands semur um
smíii á Fokker-skrúfuþotu
Tryggir sér jafnframt forkaupsrétti á annari samskonar
Q Flugfélag íslands hefur nú stigið stórt
skref til endurnýjunar á flugflota sínum í innan-
landsflugi: Fyrir helgina undirritaði forstjóri fé-
lagsins samning um kaup á 48 farþega skrúfu-
þotu af gerðinni Fokker Friendship og tryggði
F.í. jafnframt forkauprétt á annarri samskonar
flugvél.
Kaupsamningurinn var und- ■
irritaður i Amsterdam sl. föstu-
dag af Emi Ö. Johnson forstjóra
og H. C. van Meerten, forstjóra,
hollenzku Fokkerflugvélaverk-
smiðjanna. Þessi samningagerð
er söguleg að því leyti, að nú
var i fyrsta sinn samið um kaup
á flugvél, sem smíðuð er sér-
staklega fyrir íslendinga.
Afhent í apríl næsta ár
Öm Ó. Johnson sagði á fundi
með fréttamönnum í gær, að
við flugvélakaupin hefðu tvær
brezkar tegundir einnig komið
til greina, en sú hollenzka orð-
ið fyrir valinu vegna ágætarar
reynslu þar sem hún hefur ver-
ið í notkun og fjölmargra kosta.
Flugvél sú sem samið var um
að kaupa verður afhent Flug-
félagi íslands i síðari hluta
aprílmánaðar 1965 og væntan-
lega tekin í notkun þegar sum-
áætlun félagsins gengur í gildi.
Sú flugvél sem Flugfélag Is-
lands hefur forkaupsrétt á verð-
ur afgreidd frá verksmiðjunum
í apríl 1965. Enn er alveg óráð-
ið um kaup á þriðju flugvél-
inni af þessari gerð og eru þau
háð allmjög þróun Færeyja-
flugs Flugfélagsms á næstunni
og þá einkum því að aðstæður
batni á flugvellinum í Vágum
í Færeyjum.
Jafnafkastamikil
og 3 Dakotavélar
Nokkrar staðreyndum um
Fokker Friendship flugvélina
fara hér á eftir:
Þetta er 2ja hreyfla skrúfu-
þota; hreyflamir samskonar og
í Viscount-flugvélunum en
nokkru aflmeiri. Flugvélin flýg-
ur með 435 km hraða á klst.
og styttist því flugtíminn á inn-
anlandsflugleiðum mikið. Á ein
vél af þessari gerð að geta
afkastað jafnmiklu og þrjár
Dakota-vélar sem hú eru notað-
ar til innanlandsflugs Flugfé-
lags Islands, og á t.d. auðveld-
lega að geta farið hvem dag —
ef veður er hagstætt — eina
ferð milli eftirtalinna staða og
Reykjavíkur (fram og aftur):
Vestmannaeyja, Isafjarðar, Ak-
ureyrar og Egilsstaða.
Framhald á 3. síðu,
Valur vann
KR, 1:0
I gækvöld fór fram leikur 1
I. deildarkeppni Islandsmótsins
í knattspyrnu milli KR og Vals
á Laugardalsvelli. Leikar fóru
svo að Valur sigraði með 1
marki gegn engu. Skoruðu
Valsmenn markið er þrjár mín-
útur voru eftir af leiknum.
Teiknlng af Fokker Friendship F—27 100 skrúfuþotu með merkjum Flugfélags fslands.
■4|