Þjóðviljinn - 07.07.1964, Síða 6

Þjóðviljinn - 07.07.1964, Síða 6
0 SlÐA ÞIÖÐVILJINN Af hverju stafa sigrar pólskra kvikmyndamanna? Einn stærsti sigur Póiverja var mynd Kavalierowicz um djöf- ulsins spilverk í nunnuklaustri á miðöldum, Margir hafa velt því fyrir sér, hvaða ástaeður liggi til þess að Pólverjar hafa náð svo ágætum árangri í kvik- myndagerð síðari árin sem raun ber vitni. En það er sjaldgæft að kvikmynda'hátíð sé haidin þar sem þeirra er ekki getið sérstaklega fyrir framúrskarandi framlag. Margir setja hina ágætu kvikmyndaframleiðslu Pól- verja í samiband við kvik- myndaskóla þann er pólska ríkið rekur í borginni Lodz. 1 skólanum eru nú fjörutiu nemendur og þar af nokkrir útlendingar. Stærsti útlend- inga'hópurinn eru Elnglending- ar, en þeir eru fjórir talsins. Einn þeirra, Mira Coopman, segi svo frá, að af 48 fast- ráðnum kvikmyndaleikstjór- um Póllands séu 37 úr þess- um skóla en hann er nú 15 ára gamall. Það er þvi auð- séð að hann hefur haft úr-4> slitaþýðingu fyrir framvindu pólskrar kvikmyndagerðar. Skólinn er mjög erfiður og strangleg-a valið úr umsækj- endum. 1 fyrsta lagi þurfa menn annaðhvort háskóla- próf eða raunhæfa reynslu úr einhverrj listgrein. Sömuleið- is verða menn að taka strangt iimtökupróf þar sem reynt er bæði á minni og bókmennta- lega hæfileika. Auk þess er í þessu prófi innifaiin skilgrein- ing á einhverri kvikmynd, hvernig hún hefur orðið til og verið klippt. Ef menn svo standast allar raunir hefja þeir strangt fjögurra ára nám og alltaf heltast einhverjir úr Þokkaleg sænsk mynd um æsku- fólk í dag Svíar eru alltaf öðru hvoru að gera kvikmyndir um þann vanda sem því fylgir að vera ungur í dag. Bo Widerberg hefur nýlega gert eina slíka og kallar hana „Bamavagn- inn.“ Widerberg þessi sendi fyrir nokkru frá sér ritsmíð þar sem hann kvartar um að sænskir kvikmyndamenn séu á flótta undan veruleikanum og kæri sig kollótta um félags- leg vandamál. 1 mynd sinni iýsir hann unglingum í þjóð- félagi sem þrátt fyrir vel- ferð hirðir ekki um þá sem landið skulu erfa. Brit er átján ára verk- smiðjustúlka og í engu ólík stöllum sínum og iíf hennar virðist álíka laust við tak- mark og tilgang og líf þús- unda annarra. Hún býr með foreldrum sínum og yngri bróður í lítilli íbúð í stórri blokk. Foreldrar hennar vinna bæði úti og á kvöldin er horft á sjónvarp. Að sjálfsögðu skiptir sér enginn af Brit og hún fellur mjög auðveldlega fyrir fyrsta áhugamanninum sem 'hún hittir, en er ver- andi dægurlagastjarna. Og hún verður ólétt. „Er það okkur að kenna?“ spyr móð- irin fyrir hönd þeirra for- eldranna og stúlkan svarar: „Hví skyldi það talltaf vera einhverjum að kenna þegar eitthvað slæmt kemur fyrir — þetta rúllar bara yfir mann“. Síðar hittir Brit einstak- leg-a komplexeraðan ungan mann, en hann er úr yfir- stéttarumhverfi og foreldrar hans hafa skilið. En þeirra samskipti fara heldur illa líka. Ein situr hún eftir með sitt barn og þegar faðirinn að lok- um sýnir sig og er þá í gift- ingarþönkum, þá vísar hún honum á dyr. Þannig er hinn hversdags- legi söguþráður þessarar myndar: þetta er þroskasaga ungrar stúlku og hún vex af baslinu eins og algengt er. Allavega er Widerberg talinn ná góðum tökum á þessu efni og er bæði sannfærandi og laus við tilfinningasemi. 1 aðalhlutverkum eru þau Ing- er Taube og Lars Passgárd. Brit og dægurlagasöngvarlnn '(Inger Taube og Lars Passgárd). lestinni á leiðinni. Höfuðstyrkur skólans eru þeir miklu möguleikar sem hann gefur nemendum á því að þeir geri sjálfir kvikmynd- ir. Hann hefur eigið kvik- myndaver. Nemandinn verður að gera tvær stuttar myndir á hverju ári, eina heimilda- kvikmynd og eina leikna mynd og á síðasta ári gerir hann lengri mynd sem loka- verkefni og getur fengið allt að tuttugu leikdaga til ráð- stöfunar. Ríkið ver upphæð sem svar- ar 3000—5000 sterlingspund um (ca 380—630 þús ísl. kr.) til að mennt-a hvem nemanda skólans, og enginn Pólverj- anna borgar skólagjöld. Pólverjar hafa þegar kom- Framhald á 9. siðu Dauðinn í Feneyjum á kvikmynd? Verk einhvers ágætasta sagnameistana aldarinnar, Thomasar Mann, hafa verið töluverð freisting fyrir kvik- myndamenn. Siðasta saga hans sem kvikmynduð var voru „Játningar stórsvindlar- ans Felix Krull“, hin sérkenni- lega skeimissaga sem flutt var í íslenzka útvarpinu ekki alls fyrr löngu. Nú eru á döfinni áform um að kvikmynda tvö af smærri skáldverkum Manns. Annaðer Tonio Kröger, sem er reynd- ar eina saga höfimdarins sem komið hefur út í íslenzkri þýðingu og var það hjá Mál og menningu. Hluti þeirrar myndar verður tekinn í Dan- mörku. Hin sagan sem áformað er að kvikmynda er „Dauðinn í Feneyjum", æskuverk frá 1911. En efni hennar er með þeim hætti að mönnum hefur ekki fyrr en nú þótt fært að ráðast í slíkt fyrirtæki: þessi stutta skáldsaga lýsir ást mið- aldra rithöfimdar til fagurs pólsks unglings. Tveir Amer- íkanar standa að þessari mynd, Joseph Beseh og José Ferrer. Illgjarnar tungur halda því þó fram, að í kvikmyndinni verði drengnum breytt í unga stúlku. Regnhiifurnur í Cherbourg fú fjöidu verð/uuna Regnhlifarnar í Cherbourg, myndin sem hlaut fyrstu verð- laun í Cannes í ár, hlýtur nú margskonar viðurkenningu og hrós. Höfundur hennar Jau- ques Demys, hefur fengjð m. a. alþjóðleg kaþólsk kvik- myndaverðkiun, og Catherine Deneuve, sem leikur aðal- kvenhlutverkið hefur fengið heiðursverðlaun frönsku aka- demíunnar sem bezta leikkona ársins. Englendingar eru þeg- ar orðnir mjög hrifnir — Pat- rick Graham skrifar m. a. að tilraun Demys með að láta syngja öll tilsvör hafi heppn- azt ágætlega og tónlistin sé mjög spísfyndug og falli prýðilega að hugblæ myndar- innar Ennfremur hafi hann aldrei séð betur farið með liti í kvikmynd og hvíli yfir þess- ari angurværu ástarsögu á tjaldi svipaður þokki og er yfir málverkum Renoirs. Þriðjudagur 7. júli 1964 Maurice Kenet og Jane Fonda í Astarhringnum. Astarhríngurínn enn á t/aldið ★ íslenzkir kannast ágætlega við leikrit Arthurs Schnitxlers ,,Reigen“ sem Leikfélag Rcykjavíkur sýndi á næstsíðasta leikári undir nafninu „Ástarhringurinn“. Nokkrum árum áður hafði komið hingað kvikmynd gerð af Max Ophiil eftir leikriti þessu. ★ Lcikur þessi er létt lýsing á kvennafari Vínarbúa um síð- ustu aldamót og hefur þetta efni freistað þess fræga og mis- tæka Roger Vadim og ætlar hann að gera nýja kvikmynd byggða á verkinu. Heldur munu menn vera vantrúaðir á það fyrirtæki. Dansmær leikur hlutverk Natösju Kvikmyndin um ,Stríð og frið' langt komin Skáldsögur Tolstojs hafa margoft verið kvikmyndaðar. Fyrir nokkrum árum gerðu Ameríkanar mjög þokkalega mynd um „Stríð og frið“. Hún var sýnd í Sovétríkjun- um og voru Rússar sérstak- lega hrifnir af túlkun Audrey Hepburn á þeirri kvenpers- ónu BÖgunnar sem Rússar dá meir en nokkra aðra bók- menntapersónu sína aðra — Natösju Rostovu. Skömmu síðar var ákveðið að gera risastóra mynd eftir sömu skáldsögu í ættlandi höfundarins — gert er ráð fyrir að sú mynd verði sýnd á þremur kvöldum, máske fjórum. Leikstjóri var ráðinn Sergei Bondartsjúk Hann hefur ýmsa hluti vel gert, hlaut allmikið lof fyrir leik sinn í Ótello og leikstjóm myndarinnar og leik í mynd- inni „örlög nranns“ sem hann gerði eftir samnefndri smá- sögu Sjolokofs — en hún hlaut einmitt fyrstu verðlaun á fyrstu alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í Moskvu. Eru þó skiptar skoðanir um það eystra hvort hann fái valdið þessu mikla verki. Eins og búast mátti við var beðið með mikilli eftirvænt- ingu eftir ákvörðun leikstjór- ans um það hver skyldi leika hina elskuðu Natösju. Bond- artsjúk spilar þar mjögdjarft, því stúlkan sem hann hefur valið í hlutverkið er ekki leikkona heldur listdansmær. En slíkar tilraunir (þ.e. að velja óleiklært fólk í hlutverk vegna heppilegs útlits) hafa verið reyndar áður í Sovét og tekizt misjafnlega, til dæmis var einni kvikmynd,. gerðri eftir sögu Túrgenéfs „Kvöldið áður“ stórspillt með því að draga þybbna læknastúdinu þar inn í aðalhlutverk. Fleiri eru hinsvegar ánægð- ir með valið á mótleikara Natösju. Vadislav Tíkhonof mun leika Andrei Volkonski, unga greifann sem hefur þátt- töku sína í Napóleonsstyrjöld- um með töluverðum áhuga á hetjuskap og heimsins dýrð en fjarlægist þann hugsana- gang mjög rækilega áður en lýkur og er nánast heilagur maður orðinn er hann hverf- ur úr sögunni. Mel Ferrer fór með þetta hlutverk í Amer- ísku útgáfunni. Það er einnig uppi orðróm- ur um að Rússar hafi mikinn áhuga á að kvikmynda aðra mikla skáldsögu Tolstojs, Önnu Karenínu. Áður eru til um hana þrjár kvikmyndir — þar af tvær með Grétu Garbo. Sagt er að Tatjana Samojlova eigi að leika Önnu, en hún hlaut á skammri stund heims- frægð fyrir leik sinn í „Trön- urnar fljúga" sem fyrst sov- ézkra mynda varð til að hljóta fyrstu verðlaun á kvikmyndahátíð í Cannes.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.