Þjóðviljinn - 07.07.1964, Qupperneq 12
TVÆR DÆTUR
KRÚSTJOFFS
Á ÍSLANDI
Elena Krúsjova veiddi sinn
fyrsta fisk í Elliðaám
Tvær dætur Krúst'joffs, forsaritisráðherra Sovétríkj-
anna, komu til Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags. Á
sunnudag fóru þær austur um sveitir í boði mennta-
málaráðherra. Og í gær veiddi yngri dóttirin lax í
Elliðaánum ásamt mági sínum, Gontar óperustjóra.
Sólfaxi lenti skömmu fyrir
eitt um nóttina og stigu dæt-
urnar, Júlía, kona Gontars
óperuhússtjóra og Elena, 27
ára gömul, lögfræðingur og
blaðakona, út úr vélinni
fyrstar farþega og voru báð-
ar ljósklæddar. Gontar og
sovézki söndiherrann heils-
uðu þeim og kynntu þær fyr-
ir menntamálaráðherra, þjóð-
leikhússtjóra_ og stjórnar-
mönnum MÍR. Fólkið gerði
stuttan stanz á flugvellinum
enda voru dætur Krústjoffs
þreyttar eftir strangt ferða-
lag.
Hrifning við Gullfoss
Á tólfta tímanum á sunnu-
dag var lagt af stað í ferða-
lag austur í sveitir ; boði
menntamálaráðherra og var
hann sjálfur með í förinni
svo og soyézki sendiherrann,
Halldór Laxness og Birgir
Thorlacius ráðuneytisstjóri og
Þær Krústjoffsdætur hafa
sannarlega átt erilssama daga
síðustu þrjár vikurnar er þær
fylgdu föður sínum um Norð-
urlönd, en þær kváðu vera
mjög ánægðar með þá á-
kvörðun að þiggja ágætt boð
menntamálaráðherra og þjóð-
leikhússtjóra að koma hing-
að. Þær höfðu áður haft
nokkrar spurnir af landinu,
ekki sízt af skáldverkum
Laxness sem þýdd hafa verið
á rússnesku. Og ferðalagið á
sunnudaginn varð þeim mjög
ánægjulegt þótt veður væri
ekki sem bezt; náttúra þessa
lands þótti þeim sérkennileg
og skemmtileg.
Laxar
Elena Krúsjova er sögð
hafa mikla ánægju af blóm-
um og hestamennsku. Blóm
sá hún í Hveragerði, sem
fyrr segir, <j>g má vera að
henni gefist timi til að bregða
A Lögbergi — Júlía Krúsjova, Gylfi Þ. og Auður Laxncss.
frúr þeirra. Fyrst var haldið
til Hveragerðis og skoðuð þar
gróðurhús. Paul Michelsen
garðyrkjumaður færði dætr-
unum púða gerðan úr islenzk-
um skinnum og bað þær
færa möður sinni, Nínu Petr-
ovnu að gjöf.
Þaðan var haldið til Geys-
is sem lét að vísu lítið á sér
bera, en hinsvegar gaus
Strokkur mjög myndarlega,
gestunum til ágætrar skemmt-
unar. Þama var snæddur há-
degisverður. Þaðan var að
sjálfsögðu haldið til Gullfoss
sem reyndist gestum meira
hrifningarefni en allt annað
sem fyrir augu bar í ferðinni
og mundaði Gontar Ijós.
myndavél óspart og kom
blautur frá því að ná sem
beztum myndum af fossinum.
Vel heppnuð ferð
Á heimleiðinni var komið
við á Þingvöllum og sagði
Gylfi Þ Gíslason frá sögu
staðarins og gaf greinargóð
svör við þeim spurningum
sem fram voru bomar. Að
lokum var svo komið við á
Gljúfrasteini. En daginn áð-
ur hafði dansfólk Kiefball-
ettsins heimsótt Halxdór Lax-
ness, og skáldið hafði rætt
um það sólskin sem sovézk*
listafólk hefur komið með t’’
þessa lands þar sem þok"- ~
rigningar eru helzt 1il t'*'
gestir.
sér á hestbak — og mun frú
Auður Laxness reyndar hafa
fullan þug á að af því verði.
Elena, túlkurinn Jakúp og Gontar, sem heldur á laxinum sem
mágkona hans veiddi. — (Ljósm. Þjóðv. J. Th. H-).
En í gærmorgun varð þessi
yngsta dóttir Krústjoffs fyrir
nýrri lífsreynslu, en þá fór
hún ásamt mági sínum, Vikt-
ori Gontar, að veiða lax í
Elliðaám.
Veiðiveður var ágætt og
eftir skamma stund hafði El-
enu Níkítítsjnu tekizt að
veiða ágætan lax, 3—4 kíló
að þyngd og mun þetta vera
fyrstd fiskurinn sem hún hef-
ur dregið. Reyndir veiðimenn
sögðu að hún myndi „fljótt
koma til“. Eftir nokkra hríð
hafði Elena sett í annan lax
og var sá sýnu meiri en hinn
fyrri. En nú urðu þau tið-
indí að laxinn losnaði af
önglínum og bylti hann sér
síðan hálfdasaður stundar-
kom rétt við árbakkann. Þar
stóð Ijósmyndari, reyndar
byrjandi í faginu, og stökk
hann út í ána er hann hafði
áttað sig á því sem fram fór
og reyndi að grípa fiskirin,
en hann smó úr höndum
hans og flúði sem skjótast
niður ána. Þannig varð Elena
Krúsjova fyrir því strax í
sinni fyrstu veiðiför „að
missa stærsta fiskinn“.
Viktor Gontar, mágur henn-
ar, veiddi einn lax og einn
sjóbirting. Hann hefur reynd-
ar meiri reynslu af veiðiskap,
því hann býr á sumrin á
bökkum Dnébrfljóts og veiðir
þar töluvert í net. En ekki
hefur hann glímt við laxa
fyrr. Spurði hann margs um
lifnaðarháttu þessara fiska.
Hann talaði einnig um, að
það væri góð tilbreytirig fyrir
þær systur að koma hingað í
íslenzka friðsæld eftir eril
og blaðamannahersveitir í öðr-
um No:rðurlöndum.
En lax sinn ætlar Elena að
geyma í kæliskáp og færa
Nínu Petrovnu í soðið.
Kl. 17 í gær sátu gestirnir
boð forseta íslands á Bessa-
stöðum og um kvöldið boð
Gylfa Þ. Gíslasonar mennta-
málaráðherra.
, . . vism
..z .
. * íl! j M (A > mIí
Elcna Krúsjova og Bivgir Thcirlacins við Elliðaír. — (Ljósm. Þjóðv. J. Th. H.).
Þriðjudagur 7. júlí 1964 — 29. árgangur — 149.
tölublað.
LONDUNARBIÐ i
NESKAUPSTAÐ
Neskaupatað í gær — Talsverð
löndunarbið hefur verið hér að
undanfömu. Síðan á föstudag
hafa efíirtalin skip komið hingað
með síld: Fákur GK 300 mál,
Þráinn NK 900, Sæfari BA 550,
Engey RE 1350, Mánatindur SU
750, Þórsnes SH 550, Framnes ÍS
80, Þorbjöm GK 400, Pétur Sig-
urðsson RE 1300, Jón á Stapa
1200, Mummi IS 500, Þorgrímur
IS 600, Björg NK 750, Sæfell SH
900, Hvanney SF 150, Andvari
KE 350, Vonin KE 700, Sigur-
fari SF 250.
Síðast var landað hér úr Mána-
tindi í morgun, og er þá lönd-
unarbið til kvölds, en þá losnar
tankur og þró fyrir hádegi á
morgun. 88 þúsund mál hafa nú
borizt til bræ-ðslunnar hér, en á
sama tíma í fyrra „aðeins“ 55
þúsund mál.
Eins og sagt er annars staðar
í blaðinu barst fyrsta söltunar-
síldin hingað til Neskaupstaðar
í gærmorgun. Það var söltunar-
stöðin Ás sem tók síld til söl-t-
unar úr Rán frá Hnífsdal og
vom saltaðar 155 tunnur. Fitu-
magn síldarinnar var 22.5% en
úrkast var um 50%*.
Nú er unnið við uppskipun á
900 tonnum af salti úr Bakka-
fossi. — H. G.
KIEFBALLETT-
INN KVADDUR
Kom, sá og sigraði, sagði Guðlaugur Rósinkranz um
Kiefballettinn á hátíðlegri kveðjustund í Þjóðleikhúsinu
á sunnudagskvöld. Leikhúsgestir ttóku hressilega undir
þakkarorð Þjóðleikhússtjóra og fögnuðu einnig vel orðum
Gontars óperustjóra, sem lýsti einlægri ánægju dansflokks-
ins vegna einkar hlýlegrar móttöku á þessu „unaðslega
ævintýralandi“.
Að lokinni sýningu Kíefball-
ettsins á sunnudagskvöld var
hópurinn kvaddur með viðhöfn.
Komu þeir fram á sviðið Guð-
laugur Rósinkranz Þjóðleikhús-
stjóri og Viktor Gontar óperu-
stjóri ásamt túlkum sínum. Þjóð-
leikhússtjóri þakkaði fyrir þá dá-
samlegu list, sem ballettflokk-
urinn hefði fært okkur og taldi
sýningar hans mesta listavið-
burð til þessa á sviði Þjóðleik-
hússins. Ekki kvaðst hann geta
tjáð tilfinningar sínar orðum ein-
um og sæmdi flokkinn miklum
lárviðarkransi.
Gontar þakkaði fyrir sig og
sína. Kvað hann hópnum vera
sérstak ánægjuefni að hafa kom-
ið hingað og þakkaði mennta-
málaráðherra, sovézka sendiherr-
anum, Menningartengslum Is-
lands og Ráðstjómarríkjanna og
þá sérstaklega forseta þess Hall-
dór Laxness fyrir framgang
þeirra í málinu. Hann sagði að
á þessu unaðslega ævintýralandi
liði þeim öllum eins og heima,
ekki væri það vegna undirtekta
éhorfenda, sem hefðu sízt verið
lakari á hinum Norðurlöndunum,
heldur vegna þess hlýja viðmóts
sem þau hefðu hvarvetna fundið
hér yfirleitt hvar sem þau hefðu
komið. Hann þakkaði einnig sér-
staklega hljómsveitinni, og bað
áhorfendur að hylla þá menn,
sem störfuðu að tjaldabaki, án
þeirra gætu engar sýningar far-
ið fram.
Lauk þessari athöfn með því
að hver klappaði sem betur
mátti, áhorfendur og dansarar.
Á sýningunni eru meðal annarra
gesta forseti Islands, mennta-
málaráðherra, Halldór Laxness
og þær Krústjoffsdætur.
Staðan í keppni deilda og héraða
Eins og skýrt er frá á öðrum
sta3 í blaðinu þá drógum við í
2. fl. Happdrættis Þjóðviljans í
gærmorgun og verða vinnings-
númcrin ekki birt fyrr en síðar
í vikunni, þar sem enn eiga eftir
að berast skil utan af landi og
enhfremur frá nokkrum hér í
Reykjavík, sem ekki hefur náðst
til vegna fjarvista úr bænum.
Það eru vinsamleg tilmæli til
alira þeirra scm ekki hafa enn
gert skil fyrir senda miða að
hafa samband við okkur strax
svo að ekki dragist að birta
númerin. Skrifstofan að Týsgötu
3 er opin daglega frá kl. 9—12
°g 1—6 og í kvöld frá kl. 8—10.
Við birtum nú röð deildanna í
næstsíðasta skipti, því enn liggja
ekki eins og fyrr segir heildar-
niðurstöður fyrir. Síðustu dag-
ana fyrir dráttinn voru ágæt
skil og tóku margar deildir og
by.íjgðahverfi vel á þannig að í
dag eru 9 komin í 100% og þar
yfir og mjög margar nálgast
100%. Við þökkum ö’.lum þeim
sem lögðu þar hönd á plóginn
fyrir gott starf og einnig þeim
er sendu okkur skil fjrrir senda
miða.
Röðin er nú þannig:
1. 4.a deild, Þingholtin 125%
2. 2. deild, Skjólin 125%
3. Siglufjörður 120%
4. 13. deild, Herskólahv. 110%
5 V estmannaey jar 109%
6. lO.b deild, Vogar 104%
7. 1. deild, Vesturbær 101%
8. 5. deild, Norðurmýri 100%
9. Norðfjörður 100%
10. 6. deild, Hlíðar 80%
11. 11. deild, Háaleiti 80%
12. 4,b deild, Skuggahverfi 79%
1S. 12. deild, Sogamýri 77%
14. 15. dcild 73%
15. Suðurland 72%
16. 7. deild, Rauðarárholt 70%
17. 3. deild, Skerjafjörður 64%
18. 8.a deild, Teigar 60%
19. 10,a deild, Heimar 50%
20. 8.b deild, Lækir 48%
21. Hafnarfjörður 47%
22. Kópavogur 46%
23. 9. deild, Kleppsholt 45%
24. Reykjanes 43%
25. Vestfirðir 34%
26. Austfírðir 30%
27. 14 deild, Blesugróf 25%
28. Vesturland 16%
29. Norðurland eystra 13%
30. Norðurland vestra 13%
J
4