Þjóðviljinn - 10.07.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.07.1964, Blaðsíða 1
Föstudagur 10. júlí 1964 — 29. árgangur — 152. tölublað. HerBaðantstafíd ríkir nú á SC YBISFIRBI ■ í gær var enn bræla á miðunum fyrir austan land og liggur flotinn í höfn. Samkvæmt upplýsingum fréttaritara Þjóðviljans á Seyðisfirði liggur þar nú inni mjög mikill fjöldi skipa, bæði íslenzkra og norskra og fjöldi aðkomufólks í bænum gífurlegur, bæði sjómenn af skipunum og fólk sem kom- ið hefur hingað i atvinnuleit víðsvegar að af landinu. Einnig er margit útlendinga í bænum, einkum brezkir skólastrákar, sem hér eru á ferðalagi og í leit að vinnu, en annars ægir saman öllum þjóðemum og er hver smuga í bænum yfirfull. Mjög mikið hefur verið um drykkjuskap í bænum undan- farna daga og allt logað í slags- málum og óeirðum og ræður lögreglan ekki við neitt enda eru aðeins tveir fastir lögreglu- þjónar á staðnum og auk þeirra Þau vinna við að salta síldina á Raufarhöfn ★ Myndirnar sem hér fylgja eru teknar fyrir skömniu á síldar- planinu hjá söltunarstöðinni Öðinn h.f. á Raufarhöfn. Eigenda- skipti urðu á þessu plani í vor og er Sverrir Júliusson meðal hinna nýju eigenda, en framkvæmdastjóri er Einar Guðmundsson er á vetrum starfar á skrifstofu Varðar í Valhöll i Reykjavík sem sér- fræðingur Sjálfstæðisflokksins í verkalýðsmálum. Fyrri cigendur stöðvarinnar voru Vilhjálmur Jónsson frá Hafnarfirði og Einar Jónsson kaupmaður á Raufarhöfn. ★ A efri myndinni sjást þcir Gunnar Sverrisson, Efstasundi 93 í Reykjavík, en hann cr í 5. bekk MR, og Snorri Guðmundsson, Norðurgötu 37 á Akureyri, þeir vinna báðir í saltinu. ★ A neðri myndinni sjást fjórar reykvískar stúlkur er salta hjá Óðni en þær heita talið frá vinstri: Fríður Sæmundsdóttir, GuIIteig 2S, Sigrún Sigvaldadóttir, Gullteig 29, Guðrún Jónasdóttir, Básenda 1 og Ingrid Björnsdóttir, Tunguvcgi 13. — (Ljósm. Þjóðv. G. M.). tveir aðrir í ígripum. Fyrir fá- um dögum var sjómaður barinn svo illa í höfuðið með flösku að hann var fluttur meðvitund- arlaus og skorinn á sjúkrahús og varð að lífga hann við með súrefnisgjöf. Þá varð sá atburð- ur í fyrrinótt að maður sem lögreglan var búin að handjárna slapp frá henni er fleiri réðust að henni, og komst um borð í skip. Er lögreglumennirnir höfðu hrundið árásinni og fóru út í skipið til þess að sækja hinn handjárnaða ætlaði hann að flýja undan þeim, en féll í sjóinn og var nærri drukknaður. Vildi honum það til lífs að hann gat læst tönnunum í netatrossu og haldið sér uppi þar til hon- um var bjargað. Þetta eru að- eins tvö dæmi um ástandið en nægilegt virðist af brennivín- inu, sagði fréttaritarinn, þótt á- fengisútsalan sé lokuð. Varð fyrír bí! í gær Það slys varð í gær á homi Laugarvegs og Laugarnesvegar, að drengur. Björgvin Friðr'ks- son að nafni, lenti fyrir bíl. Sjúkrabíll fór þegar á vettvang og kom í Ijós að Björgvin hafði verið á reiðhjóli. Kvartaði hann lít'ls háttar um eymsli í fæti og var fluttur á slysavarðstof- una. Líðan hans er nú góð. Vinningsnúmer í 2. flokki Q Eins og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu fór dráttur fram í 2. fl. happdrættis Þjóðviljans mánudaginn 6. júlí hjá borgar- fógeta. Upp komu eftirtalin númer: 1. TRABANT (station) bifreið 14711 2. 18 daga ferðalag 10. ágúst með flugvél og skipi, Reykjavík — London — Vín, eftir Dóná ftil Yalta og til baka 13134 3. 18 daga ferðalag 21. ágúst með flugvél Reykjavík — Kaupmannahöfn — Constanza (Mamaia) og til baka 1335 4. 18 daga ferðalag 17. júlí með flugvélum Reykjavík — Kaup- mannahöfn — Búdapest — Balatonvatn og til baka 8063 5. 21 dags ferðalag 5. september með flugvélum Rvík — Lux- emburg — Munchen — Júgóslavía og til baka 2279 6. Ferðaútbúnaður: Tjald, svefnpoki, bakpoki ferðaprímus og fleira að verðmæti 15.000,00 krónur 24098 Vinninganna má vitja í skrifstofu Happ- drættis Þjóðviljans Týsgötu 3. — Sími 17514, opið frá kl. 9—12 f.h. og 1—6 e.h. Sambandið var mikifvirkasl við misnotkun ávísananna ■ Eins og skýrt var frá hér í blaðinu í gær leiddi könnun sem bankarnir gerðu s.l. laugardag í ljós að þá voru í umferð ávísanir að fjárhæð um 1,3 miljónir króna sem innstæða var ónóg fyrir. Er þetta svipuð upphæð og reyndist vera í umferð við könnun í febrú- ar s.l., en í fyrstu könnun í nóvember í fyrra, námu upphæðir á fölskum ávísun- 'un 5,8 miljónum króna. ■ Bankarnir hafa ekki gefið upp opinberlega hverj- ir helzt hafa reynzt brotleg- ir. Þjóðviljinn hefur hinsveu- ar fregnir af því að stær i ' aðilinn muni hafa verið I stæðu skorti fyrir í fyrstu Samband íslenzkra sam- könnun munu um tvær milj- vinnufélaga. Af þeim tæpum ónir króna hafa verið á á- sex miljónum sem fulla inn-'byrgð Sambandsins. Lé Höfuicíipubrotinn á kafi í leðju í 40 mínutur Akranesi í gær — Það slys varð í Sementsverksmiðjunni sl. miðvikudagskvöld kl. 6.30, að einn af starfsmönnum verk- smiðjunnar, Guðmundur Þórð- arson vélstjóri, höfuðkúpubrotn- aði við vinnu sína. Guðmundur var að gera við b'lun neðst í leðjugeymi sem Vísindasplur veitir 63 styrki, alls 3.4 milj. krónur AUs bárust Raunvísindadeild 56 umsóknir, en veittir voru 42 styrkir að fjárhæð 2 miljónir og <s>- .OLLWlAllliWÍjWMlMlfe ■ Báðar deildir Vísindas'jóðs hafa nú veitt styrki árs- ins 1964 og er þetta í sjöunda sinn sem styrkir eru ve'i’.tir úr sjóðnum. Ve'i.tir voru 63 styrkir samtals að upphæð 3,4 miljónir króna. 300 þúsund krónur. í fyrra veitti deildin 44 styrki, er námu samtals 2 miljónum og 230 þús. krónum. Formaður stjórnar Raunvís- indadeildúr er Sigurður Þórar- insson jarðfræðingur, en aðrir í Stjórn eru Davið Davíðsson pró- fessor, dr Gunnar Böðvarssón, dr. Beifur Ásgeirsson prófessor og dr. Sturla Friðriksson. Dr. Gunnar Böðvarsson dvelst nú erlendis, og tók því varamaður hans, dr. Guðmundur E. Sig- valdason, sæti hans við þessa úthlutun. Ritari deildarstjórnar er Guðmundur Arnlaugsson yf- irkennari. Alls bárust Hugvísindadeild 32 umsóknir að þessu sinni, en veitur var 21 styrkur að heild- arfjárhæð 1 miljón og 100 þús- und krónur. Árið 1963 veitti deildin 23 styrki, er námu sam- tals 965 þús. kr. Formaður stjórnar Hugvís- indadeildar er dr. Jóhannes Nor- dal bankastjóri. Aðrir í stjórn eru dr. Halldór Halldórsson pró- fessqr, dr. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður, Ólafur Björns- son prófessor og Stefán Pét- ursson þjóðskjalavörður. Ritari deildaretjórnar er Bjami Vil- hjálmsson skjalavörður. Skrá yfir úthlutunina i heild verður birt hér í blaðinu siðar. Fjórar fjölskyldur á gö tunní - Sjá 12. síiu er 17 m. hár. Hafði hann far- ið inn um mannhol á trekt sem er neðsti hluti geymisins, en þarna eru mjög mikil þrengsli og hafði Guðmundur fætur út úr mannholinu. Þegar hann hafði lokið viðgerð og var að fara út úr geyminum. hrundi leðja yfir hann og færði hann á kaf. Starfsfélagi Guðmundar reyndi að ná honum út, en tókst ekki og fór því og náði í fleiri menn til hjálpar. Tók það um 40 mínútur að ná mann- inum út. eftir að tekizt hafði að rífa loka undan trektinni og hleypa leðjunni niður. Guð- mundur mun ekki hafa misst meðvitund allan þann tíma sem hann var á kafi í Ieðjunni, þrátt fyrir mikil meiðsli, og hefur það m.a. orðið til lífs. Guðmundur liggur á Sjúkrahúsi Akraness og líður sæmilega eft- ir atvikum, en meiðsli hans hafa ekki að íullu verið rann- sökuð. Hann er höfuðkúpubrot- inn og eitthvað meira slasað- ur. Manns saknaft í Vestmannaeyjum Að morgni hins 27. júni hvarf í Vestmannaeyjum 49 ára gam- all maður og hefur ekkert til hans spurzt síðan. Maður þessi er úr Reykjavík en hefur verið við vinnu í Vestmannaeyjum undanfarið ár eða frá því í júlí í fyrra. Lögreglan í Vestmanna- eyjum hefur haft mál þetta með höndum undanfarna fjóra daga og m.a, leitað til lögreglunnar í Reykjavík og Hafnarfirði en ein- 1 skis orðið vísari. Engin sérleg leit hefur verið gerð í Vest- mannaeyjum en hafizt mun handa strax og víst er að ekk- | ert fæst upp úr eftirgrennslun- um þeim sem nú standa yfir. t V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.