Þjóðviljinn - 14.07.1964, Qupperneq 1
Þriðjudagur 14. júlí 1964 — 29. árgangur — 155. tölublað.
Bætt lífskjör á dagskrá
í Sovétríkjunum
Sjá frétt á 3. síðu
FfSKIMÁL
FISKIMÁL, þáttur
Jóhanns J. E. Kúld.
fellur niður nokkrar
næstu vikur vegna
sumarleyfis höfundar.
Slæmar horfur
Þjóðviljinn hafði sam-
band við Síldarleitina á
Seyðisfirði um kl. 20,30 í
gærkvöldi og var útlitið þá
lítið fiskilegt. Hálfgerð
bræla var á miðunum
einkum á Héraðsflóa, 6
vindstig. Á Dalatanga voru
aðeins 3 vindstig. Útlit er
fyrir að hann hægi með
nóttinni á Héraðsflóanum.
Mikil löndunarbið er nú
á öllum höfnum eystra og
mun það taka langan tíma
að hreinsa upp allt síldar-
magn, sem nú er fyrir
hendi. Mest síldarinnar fer
í bræðslu því hún er smá
og aðeins eitt og eitt skip
setur í söltunarhæfa síld.
Stöðvamar eru yfirleitt
reiðubúnar að taka á móti
síldinni og allmargar hafa
þegar hafið söltun.
Aðeins eitt skip hafði
feng'ð síld í gær er Þjóð-
viljinn hafði tal af Síldar-
leitinni.
Ekki voru þó önnur skip
inni á fjörðum en þau,
sem b;ðu eftir löndun „ekki
einu sinni Norsarar” að því
er tíðindamaður blaðsins
sagði.
Siglufjörður
hæsti/öndun-
arstaðurinn
Þótt öll síldin veióist
fyrir austan land í sumar
er Siglufjörðuí enn »em
komið er hæsti löndunar-
staðurinn. Hafði verið land-
að þar til bræðslu um síð-
ustu helgi um 186 þúsund
málum. Myndin sem hér
fylgir er tekin á Siglufirði
fyrir skömmu og sést reyk-
inn frá síldarverksmiðjun-
um leggja yfir bæinn en í
baksýn er fjallið Hóls-
hyrna. — (Ljósm H.A.).
FRYSTIHÚSIN ÞIGGJA EKKI
LÆKKUN A FARMGJOLDUM
□ Fyrir nokkru auglýsti Eimskipafélag ís-
lands mjög verulega lækkun á farmgjöldum á
frystum fiskafurðum. Gerðu útvegsmenn og sjó-
menn sér vonir um að þessi farmgjaldalækkun
kæmi þeim m.a. að gagni í hækkuðu fiskverði, en
svo hefur ekki orðið. Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna heldur áfram að senda afurðir sínar með
skipum hlutafélagsins Jökla og greiðir mun hærri
farmgjöld en Eimskipafélagið býður!
Farmgjaldalækkun sú er Eim-
skipafélagið auglýsti var mjög
veruleg, allt upp í þriðjung.
Þannig lækkuðu farmgjöld fyr-
ir fryst flök úr 151 shillingi
tonnið í 100 shillinga, og gjald
fyrir tonnið af frystri síld úr
120 s'hillingum í 90 shillinga.
Mun Eimskipafélagið hafa gert
sér vonir um að tryggja sér
aukna fiskflutninga með þessu
móti, en kæliskip félagsins sem
rúmað gætu svo til allan út-
flutning landsmanna af fryst-
um vörum og taka samtals um
500.000 teningsfet, fara einatt
hálftóm milli hafna. En ráða-
mönmun Eimskipafélagsins hef-
I ur ekki orðið að vonum sínum,
I frystihúsin í landinu hafa ekki
' þegið kostaboðin!
Frystihúsin eru flest í Sölu-
miðstöð hraðfrystihúsanna eða
í Sambandi íslenzkra samvinnu-
félaga. Forráðamenn SH hafa
sem kunnugt er komið upp
skipafélaginu Jöklar h.f. Ekki
er það félag þó eign Sölumið-
stöðvarinnar, heldur hlutafélag
einstakra ráðamanna sem einn-
ig fara með öll völd hjá Sölu-
miðstöðinni. Munu þeir hafa
ráðið því að útflutningsvörurn-
ar eru fluttar með skipum
Jökla eftir sem áður, þótt farm-
gjöldin þar séu nú mun hærri
en hjá Eimskipafélaginu. Á
sama hátt láta frystihús SÍS
skipafélag Sambandsins sjtja
fyrir flutningum gegn hærri
greiðslu.
„Undirboð"
Ráðgimenn SH munu halda þvi
fram að hin nýju farmgjöld
Framhald á 9. síðu.
Kæliskip Eimskipaíélagsins geta rúmað svo til allan útflutning landsmanna af frystum vörum en
sigla nú einaitt hálftóm milli hafna. — Hér sést einn al nýjustu fossunum, Brúarfoss, létthlaðinn.
Banaslys og dauðsfall á
Þingvöllum um helgina
Aðfararnótt laugardagsins varð banaslys á Þingvöllum,
þegar ung stúlka féll út úr bíl og beið bana samstund-
is. Á laugardaginn varð svo maður örendur á þessum stað.
Nafn stúlkunnar hefur ekki verið látið uppi, þar sem ekki
hefur náðst til allra aðstandenda, en maðurinn hét Hannes
Torfason og var bóndi að Gilstreymi í Lundareykjadal.
Samið um sölu á 329 þús.
af Norhurlandssíld
tunnum
■ Þjóðviljanum barst ílað búið sé að semja um fyr-
gær fréttatilkynning frá Síld- irframsölú á 329 þúsund
arútvegsnefnd þar sem segir I tunnum af Norðurlandssíld
til Norðurlandanna, Banda-
ríkjanna og Vestur-Þýzka-
lands. Hins vegar hafa enn
ekki náðst neinir samningar
við Sovétríkin um sölu á
saltsíld þangað en samning-
ar standa enn yfir.
Síldarútvegsnefnd hefur sam-
ið um fyrirframsölu á saltaðri
Norðurlandssíld sem hér segir:
Sviþjóð ............. 213.000
Finnland ............. 60.000
Noregur .............. 11.000
Danmörk .............. 13.000
V-Þýzkaland .......... 10.000
Bandaríkin ............22.000
Samtals ca. 329.000
Hér er um verulega aukn-
ingu að ræða á fyrirframsölu
til þessara landa samanborið
við sl. ár og ennfremur hefur
fengizt talsverð verðhækkun í
öllum þessum löndum.
Samningaumleitanir um fyr-
irframsölu til Sovétríkjanna
hafa nú staðið yfir síðan í
byrjun aprilmánaðar, en samn-
ingar hafa ekki tekizt, þar sem
Rússar hafa ekki viljað fallast
á að greiða tilsvarandi verð og
aðrir kaupendur, né þá verð-
hækkun sem aðrir kaupendur
hafa samþykkt á þessu ári.
Um klukkan fjögur aðfara-
nótt laugardags var vörubif-
reið ekið vestur með Ármanns-
felli. 1 vörubifreiðinni voru 2
auk bílstjórans í stýrishúsinu
en á palli bifreiðarinnar var
skýli, sem í gátu verið fjórir
farþegar en voru aðeins þrir.
Hins vegar lágu á pallinum
tveir menn.
Bíllinn var kominn góðan
spöl niður í Bolabás er óhapp-
ið gerðist. Önnur bílhurðin,
farþegamegin í bilnum, opnað-
ist og féll þá farþeginn, sem
nær sat hurðinni út samstundis
Gatan sem billinn fór, var í
þröngum skorningi svo að
stúlkan kastaðist inn undir bíl-
inn og var látin þegar lög-
reglumenn komu á vettvang.
Bifreiðaeftirlitsmaðnr, sem
skoðaði bílinn lét í ljósi það
álit, að hemlar bifreiðarinnar
hefðu verið í lagi en læsingar-
útbúnaður hurðarinnar hins
vegar í lélegu ástandi.
Unga stúlkan var Reykvík-
ingur, 21 árs að aldrL
Hannes Torfason féll niður
örendur á Þingvöllum á laug-
ardaginn um kluklcan sex sið-
degis. Hannes heitinn var að
horfa á kappreiðarnar á hesta-
mannamótinu og stóð innan um
hóp áhorfenda. Skyndilega hné
hann niður og hlupu synir hans
til en þeir héldu að hér væri
um aðsvif að ræða, sem Hann-
es átti vanda til að fá. Læknir
var þegar sóttur og gaf hann
þann úrskurð að Hannes væri
látinn.
Tvö umferðarslys um
helgina í Reykjuvík
Um helgina urðu einnig tvö
umferðarslys hér í Reykjavík.
Fyrra slysið varð síðdegis á.
laugardag. Hafði ölvaður piltur
stolið jeppabíl á Grettisgötu og
lagði síðan af stað í ökuferð
um borgina. Er pilturinn kom
inn á Sundlaugaveg ók hann á
kyrrstæðan bíl er kastaðist við
höggið yfir merkjasteina við
götuna og stórskemmdist. Öku-
maðurinn hélt áfram ferðinni
eins og eklcert hefði í skorizt.
Þegar hann atiaði að beygja
inn á Hrai’nteig misstl hann
vald á bifreiðmni og ók í gegn-
um girðinguna við hús nr. 23
við Hraunteig, yfir lóðina og út
í gegn um girðinguna aftur.
Mölbraut hann að sjálfsögðu
girðinguna og olli skemmdum á
blóma- og trjágróðri á lóðinni.
Enn hélt pilturinn áframakstr-
inum en á mótum Hraunteigs
og Gullteigs ók hann út af og
endastakkst bíllinn og hafnaði
á hjólunum eftir heila veltu.
Lá ökuþórinn meðvitundarlaus
og særður á höfði í aftursæti
jeppans er að var komið en
jeppinn var að sjálfsögðu stór-
skemmdur eftir allar þessar að-
farir. Pilturinn vi- fluttur á
Framhald á 2. síðu.
i