Þjóðviljinn - 14.07.1964, Síða 2

Þjóðviljinn - 14.07.1964, Síða 2
SfBÁ Þiðsmnmr Þriðjudagur 14. júlí 1964 MINNINGARORÐ Jálíus Jónsson skósmiður 1 dag er til moldar borinn Júlíus Jónsson skósmiður, Vesturgötu 50 c hér í borg. Hann var fæddur 13. júlí 1892 að Svignaskarði í Borgar- hreppi. Foreldrar hans voru Jón Hermannsson og Guð- björg Guðmundsdóttir og er hún enn á lífi, 96 ára að aldri. Júlíus var elztur þriggja bræðra. Hermann bróðir hans fórst, þegar e.s. Súðin varð fyrir árásinni árið 1943, en ölafur bróðir þeirra dó í æsku. Júlíus heitinn ólst upp hjá fósturforeldrum, Valgerði Bjömsdóttur og Guðmundi Skarphéðinssynj á Laugalandi sem nú heitir Varmaland. Þar ólst hann upp þar til að fóstra hans dó sama vor og hann fermdist, og var það mikið áfall fyrir dreng á þeim aldri, því að þar voru kærleik- ar á milli eins og hún hefði verið móðir hans. Heyrðj ég hann oft tala um þessa fóstru sina með virðingu og við- kvæmni og saknaði hann hennar mjög öll sín þroska- ár sem ástríkrar móður. Eftir þetta áfall varð Júl- íus að hafa vistaskipti ag fara til ókunnugra. Fór hann þá að Amarholti til Sigurðar Þórð- arsonar sýslumanns. Þar var hann í fjögur ár. Næsta skrefið var til Borg- amess; fór hann þangað til náms í skósmíði hjá Gísla Magnússyni skósmíðameist- ara. Júlíus dvaldist á heimili þeirra hjóna í 11 ár og minnt- ist þeirra oft með hlýhug og taldi dvalarár sín þar til gleði- stunda í lífl sínu. Og lengra var haldið, Reykjavík seiddi hann sem aðra unga sveina. Þangað flutti Júlíus 1920 og stundaði hann þar iðn sína. Árið 1924 kvæntist hann Magneu Guð- jónsdóttur og áttu þau fjögur böm: Valgerði, Jón, Svavar og Selmu, öll mjög mannvæn- leg, og eru þau búsett hér í borg, nema Svavar sem býr á Vesturlandi. Móður sína misstu þau 1960 í bílslysi. Nú á síðustu ámm kenndi Júlíus alvarlegs sjúkdómg er að siðustu leiddi hann til bana. Júlíus heitinn var léttur og glaður og eðlilega undi hann ekki lengi einlífinu. Hann var svo hamingjusamur að taka til sín góða stúlku, Þóru Guð- mundsdóttur frá Fíflholti í Landeyjum. Hún annaðist hann af mikilli alúð í veikind- um hang nú síðustu árin. Hún var einnig heilsutæp og þurft; þar af leiðandi á samúð og skilningi að halda og held ég sem kunnugur maður á heim- ili þeirra að á það hafi ekki skort frá beggja hálfu. Nú ert þú horfinn yfir móð- una miklu. Við söknum þín öll, móðir þín, böm þín og þinn' trausti fömnautur sem stóð þér við hlið í bliðu og stríðu og biðjum þér bless- unar á þinni framtíðarbraut sem við eigum öll eftir að kanna. Vertu sæll Júlíus, kæri sam- ferðamaður. Ég átti með þér marga glaða stund á heimili þínu og ræddum við þar mörg mál sem báðum var ofraun að leysa, urðum stundum heit- ir, en aldrei ósáttir. Þú hélzt fast á þínu máli og ég á mínu en ætíð var ■ vinarhöndin rétt að skilnaði og báðum bros á vör þegar við sáumst næst. Nú ert þú á undan mér að þeim brunni vísdóma og skiln- ings sem við báðir leituðum að, en gátum ekki fengið hér nema í litlum brotum og ráð- gátum en „leitið og þér mun- uð finna“, það gildir alla daga lífsins og áfram hvar sem leiðir liggja. „Ég lifi og þér munuð lifa“ og þar sem lif og vitsmunir em þ*ar er og starf. Ég óska þér til hamingju kæri vinur og bið þér blessunar. Þakka þér fyrir allt á liðnum dög- um. Blessuð sé minning þín. Frímann Einarsson. Frjálsíþróttir Ingi Ámason (IBA) 50,46 m. Leif Andersson (YMER) 47,67. Kringlukast: Guðm. Hallgrímss. (HSÞ) 39,87 Jón Þ. Ólafssan (IR) 38,06 m. Valbjöm Þorlákss. (KR) 37,37. Langstökk: Sig. Friðrikss. (HSÞ) 6.16 m. Sig. V. Sigmundssori (UMSE) 6.13 m. Ófeigur Baldurss. (HSÞ) 5,89. Þrístökk: Anders Olander (YMER) 13.04 Sig. Friðrikss. (HSÞ) 12,97 m. Haukur Ingibergss. (HSÞ) 12,68 Stangarstökk: Valbjöm Þorlákss. (KR) 4,00 m. Valgarður Sigurðss. (ÍBA) 3,45 Leif Andersson (YMER) 3,35. Hástökk: Jón Þ. Ólafsson (ÍR) 1,93 m. Valbjöm Þorlákss. (KR) 1.72 m Sigmar Jpnss. (USAH) 1.65 m. KONUR: 100 m. hlaup: Sigr. Sigurðard. (IR) 13,1 sek. Lilja Sigurðard. (HSÞ) 13,2 sea. Linda Ríkarðsdóttir (ÍR) 13,3. 200 m. hlaup: Sigr. Sigurðard. (ÍR) 27,8 sek. Lilja Sigurðard. (HSÞ) 28,6 sek. Linda Ríkarðsd. (ÍR) 28,7 sek. Langstökk: Birgitta Persson (YMER) 4,82 Sigr. Sigurðard. (ÍR) 4,78 m. María Hauksd. (IR) 4,73 m. Kringlukast: Bergljót Jónsd. (UMSE) 25.65 Marfa Hauksd (ÍR) 24,80 m. Halla Sigurðard. (UMSE) 23,55. Mótsstjóri var Haraldur Sig- urðsson. Vel af sér vikið Það hefur vakið athygli hversu vel Bjama Benedikts- syni forsætisráðherra hefur orðið ágengt að temja skap sitt á undanförnum árum. Sú var tíð að reiðiköst þessa stjómmálaleiðtoga vom mönnum reglubundið undr- unarefni; stundum þeysti hann án sjáanlegs tilefnis úr sér hinum furðulegustu illyrðaræðum á þingi eða birti ámóta flaum á síðum Morgunblaðsins. Minnti þetta hátterni helzt á frásagnir biblíunnar um menn sem haldnir era illum öndum, þótt hérlandsfólki dytti að sjálfsögðu fyrst Móri í hug. En ráðhérranum hefur semsé tekizt ánægjulega að vinna bug á þessari veilu á undan- fömum árum, og í stað fúk- yrðanna hefur komið hrjúf gamansemi sem ekki er öld- ungis óskemmtileg þótt hún sé þunglamaleg. Að slá niður En í Reykjavíkurbréfi sinu í fyrradag er Bjarai Bene- diktsson allt i einu kominn í sinn gamH ham. Heift hans beinist að tveimur ágætum Skandínövum sem hér hafa dvalizt um skeið. norska bókaútgefandanum BHrn^ Steinsvik og sænska nor- rænufræðinguum dr. Áke Ohlmarks. Þetta eru ein- hverjir kærkomnustu gestir sem hingað hafa komið, því erindi þeirra var að færa forseta Islands og lands- bókasafninu að gjöf heildar- úfgáfu af íslendingasögum sem kemur út i Svíþjóð í haust á forlagi Steinsviks og í þýðingu Ohlmarks. En for- sætisráðherrann vandar þeim ekki kveðjumar. Hann bein- ir orðum sínum að „tveim- ur svokölluðum sænskum ,menntamönnum‘, er hér hafa dvalizt að undanförnu", og með þeirri ofrausn að nota hvorttveggja í senn, orðið svokallaðir og gæsa- lappir, er hann auðvitað að leggja sérstaka áherzlu á það, hvað það séu lélegar menntir að látg sér annt um Islendingasögur. Einnig kallar hann þá „sænska uppskafninga" og „einstaka oflátunga“ sem ekki „kunni sig“ og hafi „mjög tekizt að spilla vinsældum þjóðar sinn- ar út á við“ og þar fram eftir götunum. Arf- taki Móra Þetta ósjálfræði Bjama Benediktssonar stafar af þvi einu að þessir erlendu vinir Islendingasagna létu sér fátt um dátasjónvarpið finnast Þeim þótti það hrein van- virða að eina s.jónvarpsstöð in hér væri starfrækt af er- lendu herliði; slíkt væri til- ræði við tungu Islendinga oe menningu og í rauninni djöf- ulsins forsmán. Þvkkia Bjama Benediktssonar sýn- ir að honum finnst mun að það er farið að hafa hlið- stæð áhrif á skaplyndið og þau sem Móra voru kennd áður. Fyrir- rennararnir Bjami Benediktsson rök- styður hinar ruddalegu árás- ir á útgefendur íslendinga- sagna með þvi að það sé skortur á háttvísi að gagn- rýna málefni annarrar þjóð- ar Þetta er furðuleg kenn- ing frá stjómmálaleiðtoga sem hefur verið öllum öðr- um dómhvatari og dómharð- ari um málefni ríkja sem hann hefur aldrei gist og veit ekki minnstu vitund um. En þvi fer fjarri að við eig- um að fyrtast við gagnrýni þeirra erlendu manna sem hafa lagt ástfóstur við menningu okkar; hreinskilni þeirra er margfalt meira virði en hégómlegt skrum og skjall þeirra svokölluðu „Is- landsvina" sem blöðin eru alltaf að hlaupa uppi. Er- lendir menn hafa unnið ís- lenzkri menningu og ís- lenzkri tungu miklu meira gagn en ýmsir íslenzkir vald- hafar. Það voru fyrirrenn- arar Bjama Benediktssonar forsætisráðherra. danskir dáfasinnar. sem ollu þvi að Rasmus Rask komst svo að orði þegar hann heimsótti Reykiavík fyrir háifri ann- ari öld: „Annars þér ein- læglega að segja held ég að islenzkan bráðum mun útaf deyja: reikna ég að varla mun nokkur skilja hana í ið var Rask auðvitað kall- aður uppskafningur og of- látungur af fyrirfólki i Reykjavfk, en með verkum sínum átti hann góðan þátt í því að spádómurinn rætt- ist ekki. Enn er auðsjáan- lega svo ástatt að erlendir menn eiga rikari íslenzkan þjóðarmetnað en sumir þeir sem hæst hreykja sér i valdastólum. Það sem sannara reynist Ég hef fengið örugga vitn- eskju um það að sagan um laxveiðar Matthiasar Jo- hannessens í Elliðaánum er ósönn og flýti mér að leið- rétta hana. Hins vegar er hún sígilt dæmi um það hvemig þjóðsögur myndast um nafntogaða menn. Til- drögin voru þau ein að Matt- hías varð fyrir því einkenni- lega óhappi að lögreglu- þjónn á bifhjóli ók aftan á bílinn hans við Elliðaámar. Viðræður Matthíasar og lög- regluþjónsins hjá laxveiði- ánni hafa svo orðið kveikj- an í þá rökréttu og alsköp- uðu gamansögu sem endur- tekin var í þessum pistlum Sízt vil ég verða til þess= að breiða út gráglettnar þjóðsögur um náungann Mér munu aldrei fyrnast ör lög mannsins sem varð fyri bví óláni að frakkanum han var stolið og hlaut af þv tilefnj einu að bera viður nefnið „þjófur“ alla ævi — Austri. Handtökum haldið áfram í S-Afríku mz E ”1 T 3 w m I ,.,meira jtil_ dáÍAsjónvarpeins Reykjavík að 100 árum liðn- koma en Islendingasagm, um, en varla nokkur í land- eins og hann hafði raunar inu að öðram 200 þarappfrá, lýst eftirminnilega í full- ef allt fer eins og hingað veldisræðu sinni 17. júní, til og ekk; verða rammar þegar hann dáði hvað mest skorður viðreistar; jafnvel reykinn af réttunum. Og her- hjá heztu mönnum er ann- mannasjónvarpinu hefur aðhvort orð á dönsku, hjá tekizt að hreiðra um sig svo almúganum mun hún hald- PRETORIA 12/7 — öryggis- lögreglan i Suður-Afríku hand- tók á laugardag efflisfræðikenn- ara við Witwatersrand háskóla. B M. Hirson er annar eðlis- fræffikennarinn viff bennan há- skóla scm tekinn er í þcirri handtöituöldu, sem gengur yfir í Suður-Afríku. Áður en Hirson var færður á lögreglustöðina, ók lögreglan honum til háskólans og rannsak- aði skrifstofu hans. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem lögregl- an framkvæmir slíka rannsókn á yfirráðasvæði háskólans. Hir- son hefur kennt við háskólann um tólf ára skeið. Háttsettur talsmaður lögregl- unnar í S-Afríku. lýsti því yf:r á laugardag, að nýjustu hand- tökur öryggislögreglunnar upp á síðkastið hafi verið rothögg á leifar kommúnistískrar neðan- jarðarstarfsemi í S-Afríku. Hann sagði að stöðugt væru myndað- ar nýjar flokksde'ldir, en bætti þvf við, að lögreglan vissi um allt sem gerðist og væri alltaf á hælum þeirra. Frá Jóhannesarborg berast þær fréttir að suður-afríski lög- maðurinn, Abram Fischer, sem var verjandi þeirra Nelson Man- dela og félaga hans, hafi verið látinn laus úr fangelsi en þar hefur hann setið síðan á þriðju- dag. Er hann hafði verið hand- tekinn var heimili hans rann- sakað í fjóra klukkutíma, og síðan skrifstofur hans í Jóhann- esarborg ekki síður rækilega. Mörg blöð í Jóhannesborg láta á sunnudag í Ijós undrun sína yfir því, að almenningur skuli ekki láta sig lögregluyfir- heyrslur og húsrannsóknir neinu skipta. Eitt blaðanna segir að fleiri hundruð heimili séu rann- sökuð og telur það valda mestum áhyggjum að mikill meirihluti taki þessum aðgerðum með þegjandi þögnirmi. Annað telur það jafngilda samsekt að kæra sig ekki einu sinni um bað að mótmæla. I þriðia blaðinu segir m.a.: ,.Hvenær vöknum við Suður- Afríkubúar npp af dvalannm og horfumst í augu viff þá stað- reynd að enginn er öruggur undir því ægivaldí sem lögregl- an hefur fengiff. FóHd er sama þó íbúar S-Afríku hafi glatað öllum hugmyndum um rcttar- vemd. Þetta afskiptaleysi er ennþá ógnvænlegra en sjáif þró- unin Sundkenpni Framhald af 12. síðu. aði, án þess að leggja verulega að sér, á 2.28,9 mín. Davíð Val- garðsson synti á mjög góðum tíma — 2.37.6 mín., sem er næst- bezti tími fslendings. Met Guð- mundar Gíslasonar er 2.25,3 mín Davíð getur örugglega stór- bætt tíma sinn í þessari greln. Eftir baksundið höfðu Danir betur í stigum — 23:22. Þá'Var komið að 100 m. skriðsundi kvenna. Kirsten Strange var í vígamóði vegna óhappsins f. flugsundiml. Hún 'Synti áf mikL um kraftí og sigraði á nýju dönsku meti — 1.03,0 mín. Hrafnhildur synti á 1.04,5 min., sem er hennar næstbezti tími. Met hennar er 1.04,2 mín. Dan- mörk 28 stig — ísland 25 st. 1 200 metra flugsundi karla sigraði Guðmundur Gíslason glæsilega á nýju Islandsmeti — 2.20,8 mínútum. Gamla metiðvar 2.23.5 mínútur. Daninn John Messner Petersen synti á 2.43,8 mín. Norðmaðurinn Per Ame Petersen synti sem gestur og varð fyrstur að marki á ágæfcum tíma — 2.19,0 mín. Guðmundur var fyrstur alla leiðina. nema á endasprettinum þegar Norðmað- urinn geystist fram úr. Guð- mundur fór mjög geyst af stað og synti fvrri 100 metrana á 1.05.1 mínútu. Eftir þetta stóðu stigin 31:30 fyrir Dani. 1 4x100 metra fjór- sundi kvenna synti danska sveit- in á 4.58,2 mínútum, fslenzka sveitin synti á 5.20,6 mínútum, sem er íslenzkt met. Auður Guð- jónsdóttir synti baksundið á 1.26.2, Matthildur Guðmunds- dóttir bringusundið á 1.25,4, Hrafnhildur Guðmunds. flug- sundið á 1.14,7 mín. og Ingunn Guðmundsdóttir skriðsundið á 1-14.3 mín. Eftir þessa grein höfðu Danir 36 stig. Islendingar 33 stig. 1 4x100 m fjórsundi karla hafði verið búist við hnífjafnri keppni. en svo fór að íslenzka sveitin vann með miklum yfirburðum — 2.24.2 mínútur. Þetta er nýtt Is- landsmet og hvorki meira né minna en rúmum 20 sek. betra en gamla metið, sem var 2.44.5 mínúfrjr. Danska sveitin synti á 4.32.4 mínútum. Tímar í=lpnzku sundmannanna voru mjög góðir. Guðmundur Gíslason svnti baksvndið á móti Tens Kraus Larsen. Báðir syntu á 1.07.5 mín. Ámi Kristjánsson svnti bringusundið á 1.14.2 aín. og var aðeins meter á eftir Dan- anum Petersen. Þá svnti Davíð Valgarðsson flugsundið með mikl- um glæsibrag á afbragðsgóðum tíma — 1.02,9 mín., og fór langt fram úr hinum danska keppinaut. Met Guðmundar Gíslasonar á vegalengdinni er 1.03,8 mínútur. Guðmundur Þ. Harðarson synti svo skriðsundið á 59.6 sek. sem er heilli sek. betra en hans bezti árangur áður. Þar með höfðu Danir hlotið 39 stig — Islendingar 38 og þann- ig lauk keppninni Þetta var semsagt óvenju Jöfn og spennandi keppni, þar sem löndin höfðu forystuna á vjxl , U nglingakeppnin Um leið og þessi landskeppni var háð, fór einnig fram ungl- inga-Iandskeppni 1 sundi mUli Norðmanna og Dana Norðmenn sigruðu með 94 gegn 82. Þjóðviljirm fékk þessar upp- lýsingar í gærkvöldi í sfmtali við Sólon Sigurðsson, fararstjóra ís- lenzka hópsins í Danmörku. Sól- on kvað móttökur og aðbúnað i hezta lagi í Danmörku. og Mði öllum fslendingunum prýðilega. Allir væru og ánægðir með ár- angurinn. enda frammistaða ís- lenzka sundfólksins með ágætum og samkvæmt beztu vonum. Báðu allir í íslenzka sundhópn- um fyrir beztu kveðjur heim. A morgun og á fimmtudaginn taka nokkrir ungir, íslenzkir sundmenn og sundstúlkur þátt í Unglingamóti Norðurl. í sundi,' sem fram fer í Danmörku. Umferfcrslys Framhald af 1. síðu. Slysavarðstofuna og reyndist hann rotaður en ekki alvarlega slasaður. Hitt slysið varð á mótum Hringbrautar og Framnesvegar um kl. 4 á sunnudaginn. Var fólksbifreið ekið þar í veg fyr- ir vörubíl er kom vestan Hring- brautina. Varð áreksturinn all- harður og meiddust öldmð hjón sem voru í fólksbílnum bæði nokkuð og voru flutt á Slysavarðstofuna. Þau heita Jó- hanna og Cæsar Mar, til heim- iiis að Sogavegi 136. TALLUAH. Louis 13/7 — Lögreglan hefur fundiff ann- að lík í þverá, sem rennur t Mississippi fljótið í grennd Talluah í Louisiana á svipuðum slóðum og mjög illa útleikið lík fsnnst degi fyrr. Að sögn tals- manns lögreglunnar eru miklar líkur á því að hinir látnu séu tveir þeirra 'iriggia haráttu- manna fyrir bhrgáraréttindum, sem saknað hefur verið. t

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.