Þjóðviljinn - 14.07.1964, Side 10

Þjóðviljinn - 14.07.1964, Side 10
10 SflJA MÖÐVILJINN Þriðjudagur 14. júli 1964 á yður meðan þér gerðuð það? Kunnið þér ítalska orðið yfir það? Hvar er hún? Nú hrópaði hann hátt. — Hún er farin frá mér, hvar er hún núna? Hann kom nær Jack; frítt, beinabert andíitið var tárvott og Jack hörfaði hálft skref afburá- bak og tók í leðurtöskuna, reiðu- búinn að þrífa hana og sveiflaði henni til vamar. — Þér hljótið að hafa verið al- veg frábær í dag, sagði Bresach. — Þér hljótið að hafa verið hreinasta viðundur, þvi að hún komst varla nógu fljótt í fötin til að þjóta heim og pakka og yfirgefa mig. Hún gat ekki .... hvíslaði hann. — Hvað eruð þér, þorpari, tarfur, graðhestur? Þér hittið stúlku í hádeginu og vipp- ið yður uppí með henni, af því að þær hafið ekkert þarfa að gera, og það breytir öllu lífi hennar. Ást, segir hún, ást. ást, ást. Hvað hafið þér þama? Hníf- urinn rauk allt í einu niður fyr- ii beltisstað og Jack fann hvem- ig eistu hans heptust saman eins og í krampa. — Það hlýtur að vpra furðuverk, þetta djöfuls átt- unda furðuverk heimsins. Déyáið niður um yður, ég vil sjá það, ég ætla að hylla áttunda furðu- verk heimsins. Bresach tók and- köf og það skein í tennumar í dýrslegu urri og handleggurinn skalf og nötraði og hann opnaði og lokaði lófanum í sífellu svo að hnífurinn hoppaði upp og niður. Jack greip fastar um tösku- hankann. Hann hafði hægri handlegg beygðan fyrir framan sig og hann einblindi á hnífinn. Ef pilturinn hreyfði sig, ætlaði hann að ráðast á hann. sveifla töskunni að honum og reyna að ná í úlnliðinn á hendinni sem hétt um hnífinn. — Heyrið mig nú, sagði Jack sefandi. — Þér eruð í svo mik- illi geðshræringu — þér vitið ekki hvað þér eruð að gera. Gef- ið yður tíma til að hugsa mál- íð, Og SYO — — Hvar er hún? Hvar ■'elið þér hana? Bresach leit ofsalega í kringum sig. Með snöggri hreyf- ingu reif hann upp dyrnar að stóra skápnum. eins og hann væri allt í einu sannfærður um að HÁRGREIBSLAN Hárgreiðsiu og snyrtistofa STETNU og DÓDð Laugavegi 18. TIT h. flyftal SlMI 24616 P E R M A Garðsenda 21 SlMI: 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa Dömur! Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN Tjamargötu 10 — Vonarstræt- ismegin — STM! ■ 14662 HÁRGRETÐSLUSTOF A AUSTURBÆJAR (Maria Guðmnndsdóttir) Laugavegi 13. — SlMI: 1465« — Nuddstofa á sama stað. stúlkan væri falin þar inni. Föt Jacks dingluðu á herðatrjánum. — Svona Andrus, sagði Bresach sárbænandi. — Segið mér "hvar hún er. Ég verð að fá að vita hvar hún er. — Ég veit ekki hvar hún er. sagði Jack. — Og ég myndi ekki segja yður það þótt ég vissi það. Ekki meðan þér standið þama og otið að mér þessum hnífi. — Það er tilgangslaust að tala við yður, sagði Bresach loðmælt- ur. Hann tók af sér gleraugun og þurrkaði vot augun með úlpu- 18 erminni. Það urgaði f grófu efn- inu þegar það nerist við emnið á honum. — Ég skil ekki. hvers vegna ég er að þvæla við yður allan þennan tfma. Af hverju er ég að sóa tímanum? Ég hefði átt að stinga yður á hel um leið Ög ég kom inn úr dyrunum. Jæja, það er ekki um seinan ennþá. Hann brosti annarlegu brosi. — Það er aldrei um sein- an að gera góðverk. Nú kemur það, hugsaði Jack. Höndin sem hélt um töskuhank- ann var vot af svita. Hann beið í ofvæni, beið þess að ungi mað- urinn hreyfði sig. Þá hringdi síminn. Aðkomupilturinn stóð þama hreyfingarlaus, hljóðið lamaði þá báða. Síminn hringdi aftur. Ungi maðurinn leit hikandi á hann. Hann var ekki vanur að myrða. hugsaði Jack út í bláirm. Ekki fremur en ég. Við erum báðir byrjendur. Þetta er ekki fyrir nýgræðinga. — Takið símann, sagði Bresach loks með titrandi röddu. — Kannski er það hún. Segið henni að koma. SVARIÐ STRAX! Jack gekk að náttborðinu, framhjá Bresach. Hann tók sím- tólið, hélt því þétt upp að eyr- anu til þess að Bresach heyrði ekki röddina í hinum endanum. — Halló. sagði Jaek. Hann undr- aðist sjálfur hve rödd hans var róleg. — Það er Delaney. sagði rödd Maurices. — Hvar í fjandanum hefurðu verið í allt kvöld? Ég hélt þú kæmir í boðið? — Ég gat það ekki. sagði Jack og honum var ljóst að augu niltsins horfðu tortryggnislega á hann. — Þú verður að fyrirgefa það. — Er það hún? hvíslaði Bres- ach. Jack hikaði. Svo kinkaðí hann kolli. — Segðu að hún eigi að koma hingað upp. Undir eins, hvíslaði Bresach. — Heyrðu, sagði Delaney. — Ég er héma með fólk sem mig langar til að kynna fyrir þér Við erum héma niðri í anddyr- inu. Áttu nokkuð að drekka þama uppi? — Auðvitað. sagði Jack: — Komdu endilega hingað upp.... Hann gaut augunum til Bresachs. — Ástin mín. — Ha? Hvað sagirðu? spurði Delaney og Jaclc var hræddur um að hávær röddin myndi bergmála um fcerbergið, þótt hann þrýstd tólinu þétt upp að eyranu. — Ég sagði. komdu hingað upp. Þu manst herbergisnúmerið. sagði Jack greinilega. — 654. Hann lagði tólið á og sneri sér að Bresach. — Og nú getum við kannski gert upp sakimar eins og skyn- semi gæddar verur? sagði hann rólega og virtist mun öruggari en hann var í raun og veru. Hann gekk hratt framhjá Bresach, sem stóð á báðum áttum við rúmhlið- ina með hnífinn dinglandi í hendinni og stikaði einbeittur inn í stofuna. Bresach þaut á eftir honum, hljóp að dyrunum sem lágu fram í ganginn, tók sér stöðu fyrir framan þær og sagði: — Engin undanbrögð. — Æ, þegið þér, sagði Jack þreytulega. Hann settist á stólinn hjá skónum sínum sem lágu á gólfinu. Hann færði sig í skóna með hægð. það var erfitt, því að þeir voru þröngir og hann hafði ekkert skóhom. Hann batt skóreimamar vandlega, svo teygði hann úr sér í stólnum og horfði á skóna, sem voru þungir, með tvöföldum sólum og gætu ef til vill komið að gagni seinna. Velheppnað spark með þungum skóm gæti lamað hvem sem var. — Fáið yður eitthvað að drekka, sagði Jack og bandaði yfirlætislega með hendírmi að gluggaborðinu, sem á stóð flaska af skozku og önnur af banda- rísku whiskýi. — Það róar sjálf- sagt í yður taugamar. — Hafið engar áhyggjur af mínum taugum. sagði Bresach og minnti á hortugan og hikandi skóladreng. — Það er ekkert at- hugavert við taugamar í mér. — Þér eruð bandvitlaus, sagði Jack. — Þér hljótíð að skilja, að ef þér gangið um og hagið yður á þennan hátt, þá endar það á því að þér verðið tekinn og lok- aður inni á geðveikrahæH. Jafn- vel á Italíu, sagði Jack og þótt undarlegt væri, var honum far- ið að þykja gaman. — jafnvel á Italíu eru tafcmörit fyrir því sem hægt er að leyfa sér. Ungi maðurinn andvarpaði. Hann virtist þreyttur og þjakað- ur og grófa úlpan virtist alltof stór handa honurn, eins og hún hefði verið saumuð handa stærri jruuini. —-Ó guð minn góðurl sagði hann lágri röddu. — Guð minn góður! Hann leit tvílráður á hníf- inn sem hann hélt á í hendinni. Svo lokaði hann honum með hægð og stakk honum í vasann. — Látið mig hafa hana aftur, hvíslaði hann. — Viljið þér ekki láta mig fá hana aftur. Það var barið að dyrum og áður en þeir gátu aðhafzt eitt eða neitt, var hurðinni hrandið upp og mannamál heyrðist og Delaney kom inn í herbergið á- samt tveim pelsklæddum konum og þremur karlmönnum öðrum. Einn mannanna var með grá- bleikan sombrero með mjóu, brúnu bandi. — Farðu í frakkann, sagði Dél- aney. — I lyftunni á leiðinni upp ákváðu stelpumar að þær vildu fara út að dansa. Hann þagnaði og starði á Bresach sem stóð andspænis hópnum með útrétta handleggi og glennta fingur, eins og hann vænti þess að þau réð- ust á hann öll í hóp. Varir hans voru nú aftur samanbitnar og hann sýndist vonsvikinn og aumkunarverður og hann hélt á- fram að horfa nærsýnum augum yfir axlir kvennanna fram í ganginn eins og einhversstaðar hlyti að vera um misskilning að ræða og gesturinn sem hann átti von á gæti ennþá birzt í dyrunum. Delaney horfði forvitn- islega á Bresach, þegar Jack reis á fætur og brosti til þeirra. — Heyrðu Jack, sagði Delaney og horfði ennþá á Bresach. — Sagðirðu — ástin mín, við mig í símann rétt áðan? — Já. ég gerði það víst, sagði Jack. — Mér var mjög hlýtt til bín á þeirri stundu. Bresach hnykkti til höfðinu og leit á Jack. — Þorpari, tautaði hann. Svo æddi hann til dyra. Jack heyrði skóhljóð hans berg- mála eftir ganginum. — Heyrðu, hver fjandinn geng- ur hér á! snurði Delaney. — Gamall vinur. sagði Jack. — Ég kem rétt strax með ykkur. Ég þarf bara aðeins að snyrta mig til. Þama era flöskumar. Hann bandaði hendlnni að borð- inu við gluggann og fór inn í svefnherbergið og lokaði á eftir sér. Hann fór inn í baðherbergið og horfði á andlit sitt í speglinum. Svitinn bogaði af enninu og vangamir voru teknir af þreytu eins og hann hefði . verið að hlaupa nokkra kflómetra upp í móti. Hendur hans skulfu þegar hann skrúfaði frá krönunum og hann baðaði andlitið og hárið hvað eftir annað úr ísköldu vatni, meðan hann hóstaði og ræskti sig í vota lófana. Hann þurrk- aði sér vandlega. neri roða í kinnamar, svo greiddi hann sér, lagfærði hálsbindið og andlitið í speglinum var innrammað af rauða V-inu. I svefnherberginu fór hann í jakkann og heyrði óminn af kvenhlátri í næsta her- bergi. Áður en hann fór inn i stofuna, breiddi hann teppin yfir rúmið og tók eftir því að Bres- ach hafði skorið rifu í lakið með hnífnum. Þeman fær um nóg að hugsa í fyrramálið, hugs- aði Jack. þegar hún kemur og tekur til. Hún fer sjálfsagt að leita að bandarískum rýtingum. Gatullus lá opinn á skrifborð- irru. Sjá, hvar ungu mennirnir koma.... Hann fór inn í dagstofuna til að láta kynna sig fyrir gestum sínum. — 9 — Næturidúbburmn var dimmur og skreyttur eins og höll frá endurreisnartímanum, með vegg- teppum og kertaljósum í gyíltum smálömpum sem vörpuðu mjúk- um bjarma yfir þéttsetin borð- in. Hann var til húsa á efstu hæð í byggingu frá sextándu öld, rétt við Tfber. A neðstu hæðinni var lítill bar þar sem svertingi lék á píanóið. A annarri hæð var veitingahús með strok- tríói og á efsta hæðinni enn einn bar, sem fara þurfti í gegnum til að komast inn í sjálfan næt- urklúbbinn. Á þeim bar þekkti Jack aftur nokkra af gljástrofcnu. svarthærðu ungu mönnunum, sem hann hafði séð tveim kvöld- um áður i bamum á hótelinu þar sem hann bjó; þeir voru, jafnvel svo seint á nóttu, ó- þreytandi, ungir, áfjáðir. spilltir, óslitinn lttþráður í hinni róm- versku nótt. Jack sat við horn á borðinu, í skugga og hlustaði á tónlist- ina, kominn vél á veg með þriðja whiskysjússinn og feginn þvi og notalega fjarri fólkinu í kring- um sig. önnur pelsklædda kon- an var Barzelli, stjaman í kvik- myndinni sem Delaney var að taka. Hún sat við hliðina á Del- aney við borðsendann; hún drakk kampavín og strauk honum blíð- lega og vélrænt «m lærið undir borðinu með ómengaðan leiða- svip á fríðu og tignarlegu and- litinu. eins og hún nennti hvorki að tala né skilja ensku eftír margra tíma vinnu. Við hliðina á henni sat hin pelsklædda konan, mögur ljóshærð kona á fimm- tugsaldri, með Titað hár og í stelpulegum kniplingakjól; hon drakk líka kampavín. Hún hét frú Holt og var dálítið drukkrn. Öðru hverju þerraði frú Holt burtu tár með geysistóram knipl- ingavasaklút meðan hún horfði á dansfólkið sem vaggaöi fram og aftur milli ljósgeislanna sem komu frá smálömpum, hugvit- samlega földum hér og þar í salnum. Andspænis henni sat Tuoino, framleiðandi kvikmyndarinnar. Hann var lítill maður með Na- pólíaugu og nógu fríður til að leika aðalhlutverk f eigin kvik- myndum, ef hann hefði verið tiu sentímetram hærri. Hann talaði hraða og óheflaða ensku og beygði sig fram á borðið og tal- aði áfjáður við Delaney án þess að fylgjast með því sem var að gerast undir borðinu. Við sama enda og Jack sát annar Itali sem hét Tasseti. lág- vaxinn, þrekinn maður með and- lit eins og hryggur glæpamað- ur; hann var li'fvörður Tucinos eða aðstoðarmaður eða forsætis- ráðherra: öðru hverju sneri hann sér við f stólnum og virti um- hverfið fyrir sér með vöfcum. hættulegum augum í leit að morðingjum, lánardroltnum eða illa séðum hlutverkabetiurum meðal gesta r.æfarklúbbsins. Hann talaði ekki ensku. en sat VÖRUR Kartöflumús — Kokómalt — Kaffi — Kakó. KRON - búðirnar. FERDIZT MEÐ LANDSÝN • Sol|um farseðla með flugvélum og skipum Greiðsluskilmálar Loftleiða: • FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR • Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir REYNIÐ VIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN éZmm^ Lfí N a SYN TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK. UMBOÐ LOFTLEIÐA. AsigiýsiB i ÞjóSviijanum t * i i

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.