Þjóðviljinn - 12.08.1964, Qupperneq 1
Miðvikudagur 12. ágúst 1964 — 29. árgangur — 179. tölublað
25 skip hafa aflað yfir 15 þúsund mál og tunnur
Jðnmdur III. er með
26 þúsufíd múl og t.
■ Samkvæmt síldveiðiskýrslu Landssambands íslenzkra
útvegsmanna höfðu tvö skip aflað yfir 25 þús. mál og
tunnur á miðnætti sL laugardag. 5 skip höfðu aflað 20.000
til 25.000 mál og tunnur, 18 skip 15.000 til 20.000, 53 skip
10.000 til 15.000, 61 skip 6.000 til 10.000, 65 skip 3.000 til
6.000 og 37 skip undir 3.000 mál og tunnur. Alls stundar
241 skip síldveiðarnar og er meðalaflj á skip 8.000 mál og
tunnur.
Mikil leit í fyrrinótt að
gamalli konu i Kópavogi
I fyrrinótt var gerð mikil leit í Kópavogi að 81 árs
gamalli konu, Björgu Þorkelsdóttur, Hlaðbrekku 18, er
fór að heiman frá sér um kl. 10,30 í fyrrakvöld og kom
ekki heim aftur. Kom konan í leitirnar í gærmorgun heil
heilsu. .
Aílahæsta skipið sl. laugar-
dag var Jörundur III. Reykjavík
með 26.002 mál og tunnur en Jón
Kjartansson Eskifirði fylgir
fast á eftir með 25.010 mál og
tunnur. Hér á eftir fer listi yf-
ir þau 25 skip er aflað höfðu
15.000 mál og tunnur Qg þar
yfir:
Jörundur III. RE 26.002
Jón Kjartansson SU 25.010
Snæfell EA 23.941
Sigurður Bjarnason EA 22.580
Sigurpáll GK 21.073
Höfrungur III AK 20.890
Helga RE 20.826
Þrátt fyrir mikla síldveiði
í sumar er söltunin enn helmingi minni
Björg býr hjá dóttur sinni og
tengdasyni að Höfðabrekku 18 og
er hún nýflutt í bæinn og því
enn ókunnug þar. Hefur hún
haft þann sið að ganga spöl-
korn sér til hressingar á kvöldin
áður en hún fer að sofa.
Þegar Björg kom ekki heim á
venjulegum tíma í fyrrakvöld úr
kvöldgöngu sinhi hóf tengdason-
ur hennar leit að henni en hún
bar ekki árangur. Var þá leitað
til lögreglunnar í Kópavogi og
síðar til ,Hj álparsveitar skáta í
Hafnarfirði og komu skátamir
með sporhund með sér. Hund-
urinn kom þó að litlu gagni þar
eð hann hafði verið á leitaræf-
ingu í fyrrakvöld en hann þarf
alltaf nokkurn tíma til að jafna
sig eftir hverja æfingu.
Leitað var í Kópavogi og ná-
grenni í alla fyrrinótt en sú
leit bar engan árangur. 1 gær-
morgun var svo auglýst eftir
konunni í útvarpinu strax og
útvarp hófst. Var hringt til lög-
reglunnar í Kópavogi skömmu
Fékk spring-
inn í fótinn
I gær vildi það óhapp til i
Hafnarfirði. er togarinn Maí var
að leggja frá, að landfestar slitn-
uðu og slógust í fót ungs drengs
er var að leik þar hjá. Drengur-
inn var þegar í stað fluttur til
læknis og síðan heim til sín.
Hann heitir Ingólfur Sigur-
jónsson til heimilis að Suður-
götu 10 í Hafnarfirði og er sjö
ára gamall.
eftir að auglýsingin hafði verið
lesin og sagt að kona sem lýs-
ingin gæti átt við væri á gangi
á Breiðholtsyeginum skammt
frá Meltungflf Eór' lögreglan á
vettvang og fann konuna.
Gamla konan var heldur fá-
töluð um ferðir sínar en talið
er að hún hafi villzt og leitað
gistingar í hlöðu eða gripahúsi
einhversstaðar í Blesugróf um
nóttina því að hey var á fötum
hennar og búið var að leita
vandlega um nóttina svæði það
sem hún fannst á.
Helga Guðmundsdóttir BA 18.907 $■-
Bjarmi II EA 18638
Ámi Magnússon GK 18.006
Faxi GK 17.797
Þórður Jónasson, RE 17.755
Hafrún ÍS _ 17.147
Ólafur Friðbertsson ÍS 16.740
Jón Finnsson GK 16.560
Eldborg GK 16.494
Sólfari AK 16.335
Loftur Baldvinsson EA 16.321
Reynir VE 16.282
Ófeigur If VE _ 15.927
Guðrún Jónsdóttir ÍS 15.890
Vigri GK / 15.848
Oddgeir ÞH 15.616
Margrét SI 15.210
Ólafur Magnússon EA IÍS.164
SlLDVEIÐISKYRSL-
AN ER BIRT Á 2.
S*DU í HEILD.
en á sama tíma í fyrra. Talsvert hefur þó verið saltað síðustu daga
þótt úrkast sé enn mikið úr síldinni. Myndin er tekin á Xeskaup-
stað fyrir nokkru af söltunarstúlku. — (Ljósm. H.G.).
Tulsverð síld
en erfítt við
hunuuð eigu
Er Þjóðviljinn átti tal við síld-
arleitina á Dalatanga í gær-
kvöld var heldur dauft yfir
síldveiðinni. Bátamir höfðu
kastað talsvert fyrir hádeg-
ið en lítið í gær. Fundu þeir
talsverða síld en hún var
mjög neðarlega og erfitt við
hana að eiga. Héldu skipin
sig í gærkvöld á Reyðarfjarð-
ardýþi, Gerpisflaki og Norð-
fjárðardýpi.
Frá kl. 8 á mánudagsmorgun til
kl. 8 í gærmorgun tilkynntu
58 skip með samtals 27.888
mál og tunnur um afla til
síldarleitarinnar á Dalatanga
og 4 skip tilkynntu um afla
til síldarleitarinnar á Rauf-
arhöfn. f gær höfðu 16 skip
tilkynnt um afla til síldarleit-
arinnar á Dalatanga en sum
þeirra höfðu fengið hann í
fyrrakvöld og fyrrinótt.
Síldin er sæmileg én ákaflega
misjöfn í köstunum. í gær-
kvöld var þoka á miðunum
en gott veður.
Talsverð síld var á svæðinu 120
til 130 sjómílur norðaustur af
Raufarhöfn en hún var ljón-
stygg og fengu skipin þar
lítið.
Launþegasamtökln á fundum I haust:
Þing BSRB í sept.
ASÍ-þingið í nóv.
I Tvö fjölmennusitu launþegasamtök landsins halda þing sín í haust, Bandalag
starfsmanna ríkis og bæja í næstá mánuði, september,
nóvember.
---------------------------^
og Alþýðusamband íslands
Eldflaugaskot Frakkanna á
Mýrdalssandi heppnuðust vel
Hugum íslenzkra blaðles-
enda hefur óspart verið
beint að eldflaugarskotum
Frakkanna á Mý«dalssandi
síðustu dagana.
Blaðamönnum var í gær
boðið að sitja fund með
frönsku vísindamönnunum,
sem fengust við eldflaugar-
skotin og luku þeir upp ein-
um munni um að árangurinn
hefði verið hinn ágætasti og
væri jafnvel hugsað til ann-
Reynt að kveikga í húsi
við Laugaveg í fyrrinótt
Um kl. 1,30 í fyrrinótt voru
slökkvilið og lögregla kvödd að
húsinu nr. 34B við Laugavcg en
maður þar í nágrenninu hafði
orðið var við að eldur logaði
undir tröppum hússins. Er
slökkviliðið kom á staðinn var
eldur i rusli undir tröppunum
og var hann strax slökktur áð-
ur en tjón varð af.
Sterkur grunur leikur á því
að þarna hafi verið um íkveikju
að ræða því að kona sem býr
í húsinu heyrði mann hlaupa
burt frá húsinu um það leyti
sem eldurinn kom upp og öðru
vísi er líka erfitt að skýra
hvemig .hefði átt að kvikna í
ruslinu. Laugavegur 34 B er
gamalt timburhús og er mikið
lán að eldsins skyldi verða vart
svo snemma því annars hefði
getað farið illa.
Dr. Mozer.
arra tilrauna
tagi.
hér af sama
Dr. Moser, framkvæmdastjóri
tilraunanna. hafði orð fyrir vís-
indamönnunum og sagði hann
að þeir væru afar ánægðir með
árangurinn af eldflaugaskotun-
um. Þá bar hahn mikið lofsorð
á íslenzku vísindamennina. sem
aðstoðuðu við tilraunimar. Þeir
voru Þorsteinn Sæmundsson,
sem fylgdist stöðugt með segul-
hræringum í loftinu, Ágúst Val-
fells, sem aðstoðaði við að gera
nauðsynlegar varúðarráðstafan-
ir og Þorbjöm Sigurbjömsson,
sem aðstoðaði við undirbúning
geimskotsins.
Eldflaugarnar voru tvær af
Dragongerð, tveggja þrepa. Fyrri
eldflauginni var skotið á loft
klukkan 1 aðfaranótt laugar-
dagsins 1. ágúst og heppnaðist
það skot afar vel. Þeirri eld-
flaug var skotið 425 km út í
geiminn. Síðari eldflauginni var
skotið á loft kl. 12.04 aðfara-
nótt 7. ágúst og fór hún 415 km
út í geiminn. Það eldflaugarskot
heppnaðist einnig ágætlega en
eitt tæki bilaði, geislamælir, en
hann sýndi engu að síður rétta
útkomu.
Tilgangur rannsóknanna er
fyrst og fremst að rannsaka
hvers vegna rafagnir auka hraða
sinn í hinu svonefnda Allen
AUen belti. Aðstæður vom
mjög hentugar en helztu skilyrði
sem uppfylla þarf eru að segul-
hræringar séu í gufuhvolfinu, gn
á miili þeirra og rafagnanna er
Framhald á 3. síðu.
Bandalagsþingið verður háð í
Hagaskólanum í Reykjavík og
stendur yfir í fjóra daga, hefst
fimmtudaginn 17. september n.k.
og lýkur sunnudaginn 20. sept.
Um 120 kjörnir fulltrúar munu
sitja þingið, fulltrúar félaga op-
inberra starfsmanna Víðsvegar á
landinu. Allmörg félaganna inn-
an BSRB hafa þegar lokið kjöri
fulltrúa sinna á bandalagsþing-
ið og flest fyrir löngu, á aðal-
fundum sínum í vetrarlok og
vor og fundum sem síðar hafa
verið haldnir. Einstaka félög
eiga enn eftir að kjósa þingfull-
trúa sína en munu gera það inn-
an skamms.
Þing bandalags starfsmanna
ríkis og bæja eru haldin á
tveggja ára fresti. Áður fyrr
voru þau venjuleg^ haldin í
nóvembermánuði, á svlpuðum
árstíma og Alþýðusambandsþing,
en hin síðari ár hefur verið tal-
ið heppilegra að halda þingin
snemma hausts.
Þing Alþýðusambands íslands
eru einnig sem kunnugt er hald-
in annað hvert ár og nú hefur
miðstjórn sambandsins tilkynnt
að næsta þing verði haldið í
nóvembermánuði. Enn hefur þó
ekki verið ákveðið hvaða dag
þingið verður sett né heldur
hversu lengi það stendur, en
venjulega hefur það staðið yfir
í 4—5 daga og hin síðustu sam-
bandsþing verið haldin í íþrótta-
húsi KR við Kaplaskjólsveg.
Þing ASÍ munu væntanlega
sækja hátt á fjórða hundrað
fulltrúar víðsvegar af landinu.
Enn hefur ekki verið tilkynnt
hvenær kjör fulltrúa hinna ein-
stöku sambandsfélaga á að hefj-
ast né hvenær fulltrúakosning-
unum á að vera lokið.
Hannibal Valdimarsson
forseti ASÍ
Kristján Thorlacius
formaður BSRB
j
t