Þjóðviljinn - 01.09.1964, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 01.09.1964, Qupperneq 4
4 SIÐA ÞIÖÐVILJINN Þriðjudagur 1. sepember 1964 Otgeíandi: í Sameiningarflokkur alþýðu — Sósfalistaflokk- urinn — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags; Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavöröust. 19, Simi 17-500 (5 iinur) Áskriftarverð kl 90.00 á mánuði. 12 mí/na landhelgin sex ára j dag eru liðin sex ár frá því íslendingar unnu stóran sigur í sjálfstæðisbaráttu sinni. Þennan dag fyrir sex árum varð 12 mílna landhelgin við ísland veruleiki. Þq að vinstri stjórnin svonefnda hefði ekkert annað gert sér til frægðar í íslands- sögu hefði þessi mikilvægi sigur í landhelgismál- inu, nægt henni til langlífis í sögu þjóðarinnar. Forysta sjávarútvegsmálaráðherra Alþýðubanda- lagsins, Lúðvíks Jósepssonar, og harðfylgi þing- flokksins sem þurfti til að knýja ákvörðunina fram, þrátt fyrir andstöðu Atlanzhafsbandalags- ins að utan og Sjálfstæðisflokksins heima, og jafn- loðna afstöðu eins stjórnarflokksins og frægt er orðið, mun lengi í minnum haft og á það skilið. Hefði forystu hinnar róttæku verkalýðshreyfing- ar ekki notið við í þessu máli vor og sumar 1958 og fram yfir 1. september það ár, hefði alveg eins getað orðið þau úrslit í málinu að 12 mílna land- helgin við ísland væri enn ekki orðin veruleiki og sókn strandríkja til stækkunar landhelgi sinn- ar væri þá sennilega miklu verr á vegi stödd en nú er. Og það hefur ekki farið fram hjá íslending- um sem lifðu þessa atburði, hvaðan kom einbeittn- in og hikleysið að fylgja fram íslenzkum málstað, ;hvernig svo sem söng í svonefndum „vinum“ ís- íendinga í ríkisstjórn Bretlands og stjórnum ann- arra Natoríkja. Og það hefur sannazt síðan, líka í landhelgismálinu, að margrómuð „vinátta“ Atl- anzhafsbandalagsríkjanna í íslands garð getur orðið þjóðinni dýr. Jjað voru þeir flokkar sem í raun voru andvígir hinu djarfa spori íslendinga 1958 að stækka landhelgina í 12 mílur, Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn, sem gerðu 1961 undanhalds- samninginn við ofbeldisríkið Bretland, einmitt þegar brezka stjórnin var runnin á rassinn og her- hlaup brezka flotans á íslandsmið orðið Bretum varanlegur álitshnekkir um heim allan. Þessir samvöxnu flokkar sömdu ekki einungis um að hleypa Bretum inn í landhelgina 1 þrjú ár, heldur sömdu þeir um að allar frekari útfærslur íslend- ingá á landhelginni skuli háðar samþykki ríkis- stjórna Bretlands og V.-Þýzkalands, og geti hvort þessara ríkja sem vill dregið ísland fyrir erlendan dómstól, sem hafi úrskurðarvald um útf^ersluna. Þessu afsali íslenzkra landsréttinda var mótmælt með óvenjulegum hætti af öllum þingmönnupi stjórnarandstöðunnar á Alþingi, sem lýstu yfir að slík samningsgerð gæti ekki talizf bindandi fyrir íslenzku þióðina. íslendingar ætla sér stærri land- helgi en. 12 mílurnar. Á grundvelli laganna frá 1948 um vísindalega friðun fiskimiða landgrunns- ins var sótt fram til 12 mílna landhelginnar 1958, með einhliða ákvörðun af íslands hálfu. Og íslend- ingar munu ekki láta svikasamning Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins aftra sér frá því að halda áfram sókninni. En á miklu ríður í þeirri sókn að þau öfl ráði ekki á Alþingi íslendinga, sem reynt hafa að gefa tveimur erlendum auðvalds- ríkium og erlendum dómstól neitunarvald um þetta lífsbjargarmál íslenzku þjóðarinnar. — s. Jón Magnússon formaður mótanefndar KSÍ afhenti Akureyringum bikar þann sem kcppt er um í 2. deiid. Hér sést hann ávarpa þá að því loknu. Lið ÍBA er þannig skipað talið f.v.: Páll Jónsson, Kári Árnason, Valsteinn Jónsson, Jón Stefánsson fyrirliði, Samúel Jóhannsson, Númi Friðriksson, Magnús Jónatansson, Skúli Ágústss ., Steingrímur Björnss., Ævar Jónss., Guðni Jónss. (Ljósm. Bjarnl.)] Akureyringar komust í 1. deild \ sigruðu ÍBV með 2 gegn 1 Leikstaður: Laugardalsvöllur í Reykjavík. Lið Akureyrar: Samúel Jó- hannsson, Númi Friðriksson, Ævar Jónsson, Guðni Jónsson, Jón Stefánsson, Magnús Jónat- ansson, Páll Jónsson, Skúli Ág- ústsson, Steingrímur Björns- son, Kári Árnason og Valsteinn Jónsson. . Lið Vcstmannaeyja: Páll Pálmason, Helgi Sigurlásson, Atli Einarsson, Sigurjón Gísla- son. Viktor Helgason, Sigurður Ingi Ingólfsson, B.iarni H. Baldvinsson, Sigmar Pálmason, Aðalsteinn Sigurjónsson, Val- ur Finnbogason og Sffevar Tryggvason. Satt að segja var beðið með mikilli eftirvæntingu eftir þessum leik milli þeirra norð- -anruanna „og ..Vestmannaeyinga, Báðjr höfðu unnið riðla stna með miklum yfirburðum. Báð- ir hafa sínar íeikaðferðir: Norðanmenn með stuttan sam- leik, yfirleitt pokkuð léttan og leikandi, en Vestmannaeyingar hraðir, kraftmiklir og sterkir í návígi og fullir af baráttu- vilja. Yfirleitt munu Akureyr- ingar hafa verið taldir líklegri sigurvegarar í þessari viður- eign, en spurningin var hvem- ig hið unga og leikandi lið mundi bregðast við krafti og vaxandi getu Eyjamanna. Eng- um sem á leikinn horfði duld- ist að Akureyri var betra lið- ið, en samt var það vítaspyma, og það endurtekin, sem gerði út um leikinn. Vafalaust hefur það komið norðanmönnum á óvart að Eyjamönnum hefur farið gevsimikið fram í sum- ar. og þeir sýndu á köflum góð tilþrif sem komu vörn Akureyringa úr jafnvægi. Þó vom það Akureyringar sem sköpuðu sér mun oftar opin tækifæri, en heppnin var ekki með beim. ýmist fóru skotin lanvt framhjá eða vam- armenn Vestmannaeyja vörðu á línu og kom það fyrir nokkr- um sinnum. Við það bættist að markmaður þeirra yarði hvað eftir annað mjög vel. (Það flaug fyrir að hann væri nýkominn af síldveiðumi). Gangur leiksins Leikurinn var aðeins 3 mín. gamall þegar Akureyringar fundu fyrir því, að þeir yrðu að beita sér við þá Eyjamenn. Var það fráþær . markvarzla Samúels sem forðaði marki. Gerðu Eyjamenn áhlaup hægra megin þar sem Biamj Balö- vinsson komst láglega innfyr- ir yöm Akureyrar, og skaut hörkuskoti sem b.iargað var eins og fyrr segir Næstu 15 rm'núturnar voru stóratburða- litlar, þar sem liðin skiptust á um að sækja, og þeim tókst ekki áð skapa sér hin nauð- synlegu opnu tækifæri. Það er ekki fyrr en á 18. mín. að norðanmenn skapa verulega hættu, er Kári skall- ar að marki en knötturinn lendir í bakverði sem stend- ur á línu, og hrekkur þaðan t)l markmanns, sem bjargar. Á 24. mínútu leiksins er Kári kominn inn fyrir vörn Eyjamanna crg á ekkert annað eftir en að nálgast markið fá- ein skref og senda knöttinn í markið, en honum mistekst og fór knötturinn framhjá með lausri spyrnu. Á næstu mín- útu virðist sem markið liggi í Ioftinu. Þeir eru búnir að losa vörn Eyjamanna í sund- ur og eru þrír vel fríir, og senda hvér til annars til þess að skora, en skotið f&r fram- hjá! Svolítið meiri kraftur og ágengni hefði gefið mark. Tíu mínútum siðar sækja norðanmenn hart að marki Eyjamanna, og missir mark- maður þeirra knöttinn en hann fer í bakvörðinn sem er á lín- unni, en norðanmenn ná knett- inum strax aftur og kemst Kári þá í góða stöðu innarlega á vítateig og skorar óverjandi. Vestmannaeyingar láta éng-- an bilbug á sér finna og berj- ast; og þó Akureyringar hefðu undirtökio, komu Eyjaménn hvað eftir annað vörn norðan- manna í opna skjöldu. Á síðustu minútu fyrri hálf- leiks tókst Eyjamönnum svo að jafna. Tókst þeim að brjót- ast i gegn.um vörnina á miðj- unni og Sigmar Pálsson á síð- ustu spyrnu í markið eftir samleik Eyjamanna á vita- teignum. Línuvörður gerði at- hugasemd við markið. en dóm- arinn taldi markið Iöglega skorað. > Akureyringar byrjuðu vel i síðari hálfleik og á annarri mínútu leiksins, eru Eyja- menn gvo aðklemmdir að bak- vörður bjargar á línu. Á 10 minútu dæmir dómarinn víta- spyrnu á Vestmannáeyinga. sem var ef til vill í strangasta lagi þar gem spymt var af stuttu færi í hendi vamar- mannsins. Markmaður ver vítaspym- una, en hreyfði sig áður en spyrnt var, svo að hún er endurtekin. f síðara skiptið spymti Skúli Ágústsson hörku- skoti, sem markmaður gat ekkí við ráðið. Xfirleitt eru norðanmenn meira { sókn í síðari hálfleik en Evjamenn beriast. o« veri aíst og sækja ef færi gefst án þess að geta verulega ógn að Kári á góðan skalla rétt framblá um miðjan þálfleik- inn, og á 34. mínútu á Skúli mjög gott skot, sem Páll Pálmason í marki Vestmanna- eyinga varði snilldarvel. Á 40. mínútu leiksins sækja Eyjamenn enn og fór svo að Samúel markvörður missir knöttinn og útherjinn nær honum og sendlr hann fyrir mannlaust markið, en Jón var þar fyrir og sp.yrnti frá, og þar með var síðústu ógninni af hálfu Eyjamanna bægt frá, og leiknum lauk með naumum en sanngjörnum sigri Akureyr- ar, sem um leið tryggði sér réttinn til að leika j fyrstu deild næsta ár. Akureyri getur meira en Iiðið sýndi Þeir sem sáu Akureyri leika við Bermudaliðið um daginn múnu sánnfærðir úm' áð' liðið eetur miklu meira en það gerði í þessum leik. Ef til vill hafa leikmenn verið taugaóstyrkir í þessum úrslitaleik, enda margir. leikmeno nokkuð ung- ir og ekki orðnir nógu leik- vanir. þar sem mikið liggur við. Það var rétt við og við að liðið sýndi það sem það raunverulega getur. Leikmenn ráða yfir mikilli leiknj og þó tókst þeim ekki. eins og fyrr segir vel upp í þessum leik hvorki með send- ingar né samleik Vafasamt er þó að betra lið hafi i annan tíma farið upp í fyrstu deild. síðan deildaskiptingin var upp tekin. Ef til viU voru framverðirn- ir Magnús og. Guðni sterkustu , menn liðsins og þeir sem mest réðu um ganv leiks þeirra. Kári var mjÖB starfssamur. en það er eins og hann fái ekki nóg út úr erfiði sínu. Aft-. asta vörnin virtist ekki nægi- lega þétt með Jón Stefánsson sem bezta mann, Samúel í markinu slapp og vel. Steingrímur Björnsson lék nú með eftir langt lasleikafrí, og.virtist hann ekki eins frísk- ur og áður, en i heild náði framlínan ekki eins vgl sam- an og efni standa tjl og hún getur. Útherjarnir. Valsteinn og Páll, voru góðir og sköp- uðu ,marga hættuna ivið mark Eyjámanna. Skúli Ágústssop naut sín ekki í þessum leik eins vel og áður. Stórframför hjá ÍBV Hjá liði Vestmannae.vinga hafa orðið stórframfarir > sumar. og ef maður ber sám- an leik þeirra á sunnudaginn við leik þeifra í vor við Breiða- blik, er um miklar framfarir áð ræða. bæði hvað snertir samleik o a knattmeðferð. os með fleir; stórleikjum ætti bett.a ]iö aá geta náð lanet. og vafasamt er að svo góð lið hafi áður keppt um réttirm til að leika í fyrstu deild og ein- mitt á laugardaginn, og ætti það að vera bending um það að knattspyman sé að fá Þá eftirsóttu „breidd“ sem ' hunf þarfnast á öllum tímum. Aftasta vörnin var bezti hlut) liðsins með Viktor Helgason sem bezta mann, og var hann jafnframt bezti maður liðsins. Þessi föngulegi maður hefur margt í það að geta orðið gjaldgengur landsliðsmiðvörð- ur með nokkurri skólun. Hann er sparkviss og sérlega sterk- ur með skalla. en á eftir að læra að miðvörður getur þyggt upp áhlaup. Bakverðimir, Atlj og Helgi, gerðu útherjum- Ak- ureyrar erfitt lífið og voru við- ureignir þeirra oft skemmti- legar. Frámverðimir, Siguvjón og Sigurður,. náðu ekki þeim tökum á. miðju vallarins sero nauðsynleg var og voru Akur- eyringar þar sterkari, en þeir unnu mikið. f framlínunni var Aðalsteinn Sigurjónsson bezti maðurinn, og hefur margt í það að vera mjög góður fram- herji. Sigmar gerði ýmisleert laglega en er nokkuð seinn. Út herjarnir, 1 Bjami og Sævar, eru fljótir og sköpuðu oft hættu. Þó það hafi verið hraði og áþafi Eyjamanna, sem næstum hafði komið í veg fyrir að Ak- ureyrineum tækist að gera út um leikitín á 90 mínútum', þá er ekki ólíklegt að Eyjaménn eigi eftir að læra bað að svo- lítið meiri ró og yfjrvegup ,,S® liklpgri til árangurs, en óbues- aður ákafi. en með íleiri. fitór- um leikium kemur þetta. Dómari var . Steinn GU®- mtmdsson og var það engin sæld að dæma bennan kaopí- fulla leik. en hann slapp samt allvel frá honum Lífleet á áhorfenda- pöllum Það var óveþjujega líflegt á áhúrfendapöllum ýið leik þepn- an Frá báðum aðilum höfðu safnaza saman „vinveittir” hónar., sem létu til stn heyra oe það æði kröftuglesa Gerðu þeir vmist að eeeja sina menn eða að þeir eerðu sínar at- hueasemdir við idðmara , óg línuverði. oe virtugt vinir mín- ir Eviampnn. kunna þar mpjra fvrjr sér Höfðu þpir með sér lúðra oe hróssaþfesti sem ó- snart vorii v,ovtt:r bovar mik- ið lá við Þarna eat. að líta pinkennda mpnn oe komir m°ð hvítu snialrli á barmi bar sgm á stóð letrað rneffl svörtvj; „B- klúbbur11. Hvað þéíta B merkti vissu mpnn ekki 'almennt, en fæstir munu bó bofa aott- pgð í samband við bindindi! , Framhald á 9. síðu. t

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.