Þjóðviljinn - 19.09.1964, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 19.09.1964, Qupperneq 7
ÞJÓÐVILJINN SlÐA J Hwgardagur 19. septeœber 1964 Smáþjóð sem Ijær stórveldi fangstaðar á sér tefíir tilveru sinni / tvísýnu Ávarp Magnúsar Torfa Ólafssonar ó landsfundi Samtaka hernámsandstœðinga í Skjólbrekku 1964 Góðir hernámsaridstæðingar. Árið 1738 kom enskur skip- stjóri fyrir eina af nefndum þingsins í London, dró upp úr pússi sínu ókennilegan hlut, dökkleitan og skorpinn, og varpaði á borðið fyrir framan þingmenn. Kvað hann þar komið eyra sitt, sem spánskur_ 6kipherra hefði sniðið af höfði sér í Havana til staðfestingar á rétti sjóliða spönsku krún- unnar til að leita í erlendum skipum. Þessi atburður varð tilefni ó- friðar milli Bretlands og Spán- ar, sem er í sögunni nefndur stríðið út af eyranu á Jenkins, en svo hét enski skipstjórinn. Enn þann dag í dag kannast hver skólastrákur í Bretlandi við stríðið út af eyranu á Jenkins, og til þeirrar vit- neskju skírskotaði hið kunna blað Guardian í sumar. Nokkru eftir flokksþing bandarísku stjórnarandstöðunnar birtist í blaðinu ritstjórnargrein undir fyrirsögninni „Stríðið út af kvonfangi Rockefellers” og hófst á þessum orðum: „Verði einhver til frásagnar eftir næstu styrjöld. er ekki ó- líklegt að hún hljóti nafnið Stríðið sem hlautzt af kvon- fangi Rockefellers. Hefði Rockefeller fylkisstjóri • ekki kvænzt aftur eftir skilnað sinn, kynni hann að hafa hlotið 1.6% fleiri atkvæði í prófkjörinu í Kaliforníu. Þá hefði líklega ekkert orðið úr framboði Gold- waters”. Hvaða blað er það eiginlega sem ræðir svo kaldranalega um bandarísk stjórnmál, og gefur ótvírætt í skyn að friðnum í heiminum geti stafað hætta af þeim manni sem annar aðal- flokkur Bandaríkjanna hefur valið sér fyrir forsetaefni? Þetta er eitt af kunnustu og eindregnustu málgögnum Atl- anzhafsbandalagsins meðal vinstri blaða í Bretlandi, aldr- ei hefur nokkrum dottið í hug að orða það við hlutleysis- stefnu, hvað þá heldur laumu- kommúniisma. En Guardian reynir ekki að neita staðreyndum. Og nú. haustið 1964, skömmu eftir fimmtán ára afmæli NATÓ, er það óumdeilanleg staðreynd að ískyggilegasta ófriðarblikan sem menn þykjast sjá á himni heimsmálanna er möguleikinn á að Barry Goldwater verði kjörinn forseti Bandaríkjanna. Þetta er einróma álit um alla Evrópu utan Franco-Spánar, og verulegur hluti bandarísku þjóðarinnar er á sömu skoðun. Héðan af er ekki lengur hægt að halda fram í einlægni því sem NATÓ-sinnar hafa reynt að telja okkur trú um árum saman, að friðsemd og aðrar dyggðir hafi tekið sér æ- varandi bústað í afmörkuðum hluta heims og allt sé fengið með því að auka áhrif og ítök þeirra 'sem þar veljast til for- ustu á hverjum tíma. Reyndar má okkur íslending- um vera minnisstæð gömul að- vörun, að þótt sumir þjóðhöfð- ingjar reynist vel geta komið eftir þá aðrir illir, en um skeið hafa margir verið tregir til að heimfæra þau sannindi til þeirra.,tíma sem við lifum. En héðan af verður því ekki lengur anzað, að Bandaríkin ein allra stórvelda sem uppi hafa verið séu þekkt stærð og óumbreytanleg og sjálfsagt sé að fylgja og treysta þeim í blindni. Um það leyti sem A-banda- lagið var stofnað snerust rök- ræður hér á landi og víðar um afstöðuna til þess einkum um það hvernig menn gerðu sér í hugarlund þróun heimsmála næstu áratugina. Fylgismenn þátttöku íslands, vopnlauss lands, f hemaðarbandalagi. héldu því statt og stöðugt fram að heimurinn væri skiptur í tvær fjandsamlegar fylkingar, annars vegar vestræn lýðræð- isríki undir forustu Banda- ríkjanna en á hinu leitinu kommúnistaríki sem lytu Sov- étríkjunum. Smáríki eins og Is- land yrðu að velja þama á milli, skipa sér í aðra hvora fylkinguna, um aðra kosti væri ekki að ræða. Hemámsandstæðingar héldu því aftur á móti fram, að hvað sem í skærist væri sá kostur beztur að standa utan hemað- arbandalaga. Yrði ófriði ekki forðað væri það eina vonin um að bjarga íslendingum frá tor- tímingu, og ekkert gæti stuðlað betur að friði en að sem flest- ar þjóðir neituðu að láta smala sér í fylkingar stórveldanna, heldur tækju að sér það hlut- verk að afstýra árekstmm og draga úr viðsjám. Tvískipting- in milli fjandsamlegra hemað- arblakka væri stundarfyrir- bæri, og því fyrr sem henni lyki, því betra. Hvorra mál styður nú reynsl- an fimmtán árum síðar? Hef- ur hemaðarbandalögunum, öðm eða báðum, haldið áfram að vaxa fiskur um hrygg? Hef- ur hlutlausu ríkjunum fjölgað eða fækkað? Þið vitið öll svörin við þessum spumingum. Hernaðarbandalögin em í upp- lausn, bæði í vestri og austri. Stórveldin sem fomstuna tóku missa jafnt og þétt tökin á bandamönnum sínum. Tala hlutlausu ríkjanna hefur marg- faldazt, og þótt mörg þeirra séu smá og veikburða í hern- aði vaxa áhrif þeirra á al- þjóðavettvangi með hverju ári sem líður. Heimskommúnisminn, sem okkur var sagt að myndi gleypa okkur ef við leituðum ekki vemdar hjá helzta . stór- veldi auðvaldsheimsins, er ekki lengur til. Skæðustu hnútumar sem fomstumenn kommúnist- isku stórveldanna láta fjúka senda þeir hvor öðmm. Sósíal- istisk ríki Ausfcur-Evrópu losa sig smátt og smátt undan á- hrifavaldi Sovétríkjanna. Hliðstæð þróun á sér stað umhverfis okkur í Atlanzhafs- bandalaginu. Það er tímanna tákn að eina bráða ófriðar- hættan sem nú er uppi í Evr- ópu stafar af deilum tveggja NATÓ-ríkja, Tyrklands og Grikklands. Sem betur fer fylgja ekki slík ósköp hvar- vetna upplausninni sem ríkir í NATÓ, en hún er ekki minni fyrri því. Stjórn Frakklands, landsins þar sem aðalherstjóm A-bandalagsins hefur aðsefcur, er á öndverðum meiði við for- usturíkið Bandaríkin í flestum málum sem ofarlega em á baugi. Forseti Frakldands lýsti nýlega yfir að hann teldi það hlutverk sitt að losa Vestur- Evrópu undan bandarískum á- hrifum, og hann beitir sér gegn stefnu Bandaríkjastjómar bæði í Asíu og Rómönsku Am- eríku. Upplausnin í hernaðarbanda- lögunum er staðreynd, og nú skyldi maður ætla, samkvæmt kenningum NATÓ-sinna, að ó- friðvænlega horfði af þeim sökum. Þeir hafa statt og stöð- ugt fullyrt að skýrar marka- línur milli órjúfandi hernaðar- blakka séu bezta torggmgin fyrir friði. En það er nú eitthvað ann- að en þessar spár NATÓ-sinna hafi rætzt. Því lausari sem hemaðarblokkirnar verða í reipunum, þeim mun betur fer á með fomsturíkjum þeirra. Nú er meira að segja svo komið að tortryggni gætir hjá ráðamönn- um beggja hluta Þýzkalands um að bakhjarlar þeirra gerist svo sáttfúsir að þeir beri hags- muni skjólstæðinganna fyrir borð. Ekki er heldur um það að ræða að annað kjamorkustór- veldið beri ægishjálm yfir hitt. Þvert á móti er hernaðarmátt- ur þeirra nú mun jafnari en hann var þegar NATÓ var stofnað. Þá réðu Bandaríkin ein yfir kjamorkuvopnum, en nú hafa bæði þau og Sovétrík- in til umráða eldflaugar sem hvort getur skotið á annað á nokkmm mínútum. McNamara, landvamaráðherra Bandaríkj- anna, hefur skýrt frá því að bandaríska herráðið geri ráð fyrir að á fyrstu klukkustund- um hömlulausrar kjamorku- styrjaldar myndu um 120 milj- ónir manna láta lífið í Banda- ríkjunum og 100 miljónir í Sovétríkjunum. Það sem gerzt hefur er að ráðamenn kjamorkuveldanna beggja em famir að gera »ér Ijóst, að þrátt fyrir ólíkt þjóð- skipulag og margháttaðan á- greining fara hagsmunir þeirra saman að því marki að báðum er lífsnauðsyn að komast hjá kjamorkustyrjöld, því að í slíkri viðureign yrði ekki um neinn sigurvegara að ræða. Við þessar breyttu aðstæður hafa smáríkin fengið aukið svigrúm til að fylgja óháðri stefnu. Kúba býður hinum volduga nágranna Bandaríkj- anna byrginn eins og Júgó- slavía og Albanía storkuðu og storka erin Sovétríkjunum. Lærdómsríkt er að athuga hvaða leið það ríki velur sem fastast sækir nú fram til auk- inna áhrifa í heiminum. Til skamms tíma var Frakkland talið fallið úr tölu stórvelda fyrir fullt og allt, en núver- andi stjórn í París er staðráð- in í að láta slíkt ekki ásann- ast. I því skyni treystir hún ekki fyrst og fremst á kjam- orkuvopnin sem hún reynir að koma sér upp, því öllum er ljóst að á því sviði tekst Frakklandi aldrei að komast með tærnar þar sem hin raun- verulegu kjamorkuveldi hafa hælana. Fomstumenn Frakk- Magnús Torfi Ólafsson. lands hyggjast hefja land sitt til aukinnar virðingar með því að gerast talsmenn þeirrar stefnu að smáríkin fái áreitn- islaust af hálfu stórveldanna að taka upp hlutleysi og ráöa sjálft málum "sínum. Án þess að hverfa sjálft úr A-banda- laginu hyggst franska stjómin gerast nokkurskonar heiðursfé- lagi í flokki hlutlausu ríkj- anna. Engum getur blandazt hug- ur um að hemaðarbandalögin miklu, sem komu til sögunnar eftir heimsstyrjöldina, eru bú- in að lifa sitt fegursta. Gjald- þrot hemáms- og herstöðva- stefnunnar blasir við. Við þurfum ekki að kippa okkur upp við að NATÓ-sinnar af hagsmunaástæðum færist í aukana og reyni með hávaða að afneita staðreyndum, rás sögunnar er að svara þeim og á eftir að gera það betur. En við, íslenzkir hemáms- andstæðingar, megum ekki sitja með hendur í skauti. Við þurfum að vera menn til að grípa þau tækifæri sem breytt- ar aðstæður og ör þróun bjóða til framgangs markmiði okkar. Styrkur okkar hefur alltaf ver- ið að málstaðurinn nýtur sam- úðar miklu fleiri en fengizt hafa til að skipa sér í okkar raðir. Fjölmargir Islendingar, sem í hjarta sínu eru andvígir hemámsstefnunni, hafa látið öfluga áróðursvél telja sér trú um að þátttaka í NATÓ með herstöðvunum sem henni fylgja sé óhjákvæmileg nauðsyn, þó ill þyki. Framhald á 9. síðu. 68. DAGUR. Það vaf fen djúpt og breitt og fullt af vatni. Jarlar létu síga fylking sína ofan með ánni með öllum múginum. Kon- ungsmerkið var nær ánni. Var þar allþykkt fylkt, en þynnst við díkið og lið það ótraustast. Þá sóttu jarlar ofan með dík- inu. Vék þá fyrir fylkingararmur Norðmanna, sá er vissi að díkinu, en enskir menn sóttu þar fram eftir þeim og hugðu, að Norðmenn mundu flýja vilja. Fór þar fram merki Mörukára. En er Haraldur konungur sá, að fylking enskra manna var komin ofan með díkinu gegnt þeim, þá lét hann blása her- blásturinn og eggjaði herinn ákaflega, lét þá fram bera merk- ið Landeyðuna, snaraði þá atgönguna svo harða, að allt hrökk fyrir. Gerðist þá mannfall mikið í liði jarla. Snérist þá liðið brátt á flótta, flúða sumt upp með ánni og ofan, en flest fólkið hljóp út á díkið. Lá þar svo þykkt valurinn, að Norð- menn máttu ganga þurrfætis yfir fenið. Þar týndist Mörukári jarl. Tósti jarl hafði komið sunnan af Flæmingjalandi til Har- alds konungs, þegar er hann kom til Englands, og var jarl í öllum orrustum þessum. Fór þá svo sem hann hafði sagt Haraldi, fyrr er þeir fundust, að fjöldi manns dreif til þeirra í Englandi. Það voru frændur og vinir Tósta jarls og var konungi það mikill styrkur. Eftir þessa orrustu, er áður var frá sagt, gekk undir Harald konung lið allt um hin næstu héruð, en sumt flúði. Þá byrjaði Haraldur konungur ferð sína að vinna borgina og lagði hemum við Steinavaðsbrú.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.