Þjóðviljinn - 19.09.1964, Side 2

Þjóðviljinn - 19.09.1964, Side 2
 SÍÐA HÓÐVILIINN Umsögn stjórnar Síldarverksmiðja ríkisins urrh Ríkisábyrgi á láni til síldarverk- smiðju lóns Gunnarss.á Raufarh. ■ Eins og frá var sagt hér í Þjóðviljanum fyrir nokkr- um dögum hefur Jón Gunnarsson fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins sótt um ríkis- ábyrgð á 55 miljón króna láni til nýrrar síldarverksmiðju er hann hyggst reisa á Raufarhöfn. Var leitað álits stjórn- ar Síldarverksmiðja ríkisins um mál þetta og samþykkti hún með 4 atkvæðum gegn 1 að mæla með því að ríkis- ábyrgðin yrði veitt. Þjóðviljanum barst í gær eftirfar- andi fréttatilkynning frá stjóm Síldarverksmiðjanna varð- andi þetta mál: Að gefnu tilefni telur stjórn Síldarverksmiðja ríkisins á- stseðu til að birta fundargerð verksmiðjustjórnarinnar frá 11. þ.m. og fleiri upplýsingar varðandi umsögn stjórnar S.R. um beiðni Jóns Gunnarssonar, verkfræðings til Sjávarútvegs- málaráðuneytisins um með- mæli með ríkisábyrgð á lán- um, sem hlutafélag, sem hann ætlar að stofna, taki til bygg- ingar síldarverksmiðju á Rauf- arhöfn með 5 þúsund mála af- köstum á sólarhring, en Sjáv- arútvegsmálaráðuneytið hefur sent stjórn S.R. beiðni þessa til umsagnar. Hafði Jón Gunnarsson áætl- að kostnað við byggingu verk- smiðjunnar 65 miljónir króna. Af þessari upphæð myndi hlutafélag, sem hann ætlaði að stofna til að reisa og reka verksmiðjuna, hafa yfir að ráða fjármagni að upphæð 10 miljónir króna. Mismuninn, kr. 55 miljónir, þyrfti félagið því að taka að láni. í erindi sínu fer Jón Gunnarsson fram á meðmæli fyrir ríkisábyrgð á’ lánum, sem tekin yrðu í þessu skyni. -4- niðurlagi erindis Jóns Gunnarssonar til sjávarútvegs- málaráðuneytisins segir svo: „Sé eingöngu reiknað með verksmiðjuafköstunum á Aust- fjörðum og Raufarhöfn, þá er burðarmagn síldveiðiflotans miðað við verksmiðjuafköstin 5 sinnum meira nú en árið 1942. Af framangreindu er ljóst, að haldi síldin áfram á næstu árum að halda sig á norð-aust- ursvæðinu og út af Austfjörð- um, eru fyrirsjáanleg stórkost- leg áframhaldandi afgreiðslu- vandræði í öllum aflahrot- um á þessu svæði, auk þess sem heildarafköst verksmiðj- anna á Norður- og Austurlandi eru nú miklu minni miðað við burðarmagn síldveiðiflotans, en þau voru fyrir 2 árum, þegar afgreiðsluvandræði voru sem mest. Hér er þó ekki reiknað með þeim tugum stórra og glæsilegra skipa, sem eru í smíðum og eiga eftir að bætast í sildveiðiflotann fyrir næstu síldarvertíð. Bygging nýrrar verksmiðju á Raufarhöfn með 5000 mála af- köstum á sólarhring er því knýjandi nauðsyn. Hin stórkostlega aukning síldveiðiflotans með nýjum skipum búnum hinum full- komnustu tækjum og veiðar- færum mönnuðum dugmiklum sjómönnum, kemur ekki að nema takmörkuðum notum og er óraunhæf nema því aðeins, að móttökuskilyrðin í landi fyrir aflann batni tilsvarandi, en á það hefur mjög skort til þessa. Er hér um að ræða bráðað- kallandi verkefni, sem þörf er á að leysa með átaki margra aðila. Þar sem támi til fram- kvæmdanna er naumur, treysti ég því að þér sjáið 'yður fært að senda meðmæli yðar með umbeðinni ríkisábyrgð til fjár- málaráðuneytisins, sem allra fyrst.-“ - - Umsögn stjórnar S.R. um beiðni Jóns Gunnarssonar var endanlega ákveðin á fundi verksmiðjustjórnarinnar 11. þ. m., þar sem mættir voru Ey- steinn Jónsson, Jóhann G. Möller, Þóroddur Guðmunds- son, Jónas G. Rafnar, vara- maður Sveins Benediktssonar, og Eyþór Hallsson, varamaður Sigurðar Ágústssonar. Var gerð eftirfarandi bókun: „Bréf. sjávarútvegsmálaráðu- neytisins dagsett 17. ágúst, þar sem óskað er umsagnar um erindi Jóns Gunnarssonar, um ríkisábyrgð í sambandi við 5000 mála verksmiðju á Rauf- arhöfn, sbr. fundargerð 27. ágúst 1964, liður 7 og fundar- gerð 10. sept. liður 3. Jóhann G. Möller varafor- maður setti fundinn og stjórn- aði honum. Eyþór Hallsson lagði fram eftirfarandi tillögu: „Það sem mjög skortir á, að afköst síldarverksmiðjanna á Austfjörðum og Raufarhöfn nægi til viðunandi móttöku á afla síldveiðiflotans á veiði- svæðinu út af Melrakkasléttu, Þistilfirði og Langanesi og fyr- ir Austfjörðum, þá samþykkir stjórn S.R. að mæla með því við sjávarútvegsmálaráðherra, að hlutafélagi, sem Jón Gunn- arsson, verkfr., ætlar að stofna, verði veitt ríkisábyrgð sú, sem hann hefur farið fram á til þess að rcisa síldarverksmiðju á Raufarhöfn með 5 þúsund mála afköstum á sólarhring.“ Jóhann Möller bað Eyþór Hallsson að stjórna fundinum meðan hann gerði stuttlega grein fyrir skoðun sinni á mál- inu. Eysteinn Jónsson óskaði að fram færi nafnakall um tillög- una og var það gert. Já sögðu: Jónas Rafnar, Ey- þór Hallsson og Eysteinn Jóns- son með tilvísun í sérstaka gremargerð, „sem ég óska að send - verði með svari verk- smiðjustjórnar," svohljóðandi: „S j ávarútvegsmálar áðherra hefur óskað eftir áliti stjórnar Síldarverksmiðja ríkisins á því, hvort veita eigi hlutafélagi, sem Jón Gunnarsson, framkv.- stjóri gengst fyrir, ríkisábyrgð 'fyrir ca. 55 miljón króna láni til þess að byggja síldarverk- smiðju á Raufarhöfn, sem bræði 5000 mál á sólarhring. Út af þessu vil ég láta í ljós eftirfarandi álit mitt á því, hvað nú beri að gera til að auka afköst síldarverksmiðj- anna á Austur- og Norður- landi. 1. Stækka Seyðisfjarðarverk- smiðju S.R. í 10.000 mála bræðsluafköst á sólarhring, byggja þar afurðageymslur í hlutfalli við það og hrá- efnageymslur (þrær) nægilega stórar fyrir þau afköst og um- skipan síldar til verksmiðja á Norðurlandi. 2. Stækka Raufarhafnarverk- smiðju S.R. í 8.000 mála bræðsluafköst á sólarhring og auka afurða- og hráefna- geymslur í samræmi við það. 3. Koma upp síldarbræðslum Merkjasala krabbameinsfélaganna <$> í húseign krabhanieinsfélaganna að Suðurgötu 2 2, er bækistöð leitarstöðva, krabbameinsskráning-1 ar og skrifstofu. Á morgun, sunnudag, fer fra m merkjasala krabbameinsfélaganna um allt land °og er heitið á landsmenn að styrkja félögin í starfi þeirra með því að kaupa merki. 1 í syðstu kauptúnunum á Aust- urlandi þar sem engar eru og á Þórshöfn, a.m.k. til stuðnings söltun á þessum stöðum. 4. Veita hlutafélagi, sem Jón Gunnarsson gengst fyrir, ríkis- ábyrgð fyrir 55 miljón króna láni, til að byggja 5.000 mála verksmiðju á Raufarhöfn, enda sé félagið að öllu leyti eign innlendra aðila, hlutafé verði a.m.k. 10 miljónir, ríkisábyrgð- arlán helzt til 15 ára og veit- ing ábyrgðarinnar og lántaka til verksmiðjunnar komi ekki ^ í veg fyrir þær framkvæmdir, sem greindar eru hér að fram- an. Eg geri að sjálfsögðu ráð fyrir að fullnægjandi afurða- og hráefnisgeymslum verði komið upp við S.R. á Reyðar- firði, löndunarbryggjur endur- byggðar á Siglufirði og nauð- synlegar ráðstafanir gerðar til þess að bæta svo sem frekast er unnt tæknibúnað Síldar- Verksmiðja ríkisins í því skyni að hækka verð á síld. Láta mun nærri að S.R. hafi varið 105 miljónum til fjárfest- ingar á árunum 1962—1964 (3 árum). Þetta er kostnaður við að kaupa, endurbyggja og stækka Seyðisfjarðarverk- una í 5.000 mála afköst, byggja 3.000 mála verksmiðju á Reyð- arfirði, og vantar þó mjög á að hráefnis- og afurðageymsl- ur séu fullnægjandi við þessar verksmiðjur. (Áætlað er að vanti framkvæmdir upp á 17 milljónir til þess). Þá er þarna í kostnaður við að koma á full- nýtingu soðkjarna í öllum verksmiðjum S.R., nýtt suðu- kerfi á Siglufirði o. fl., endur- bætur á gömlu verksmiðjun- um, sem lífsnauðsynlegar voru eftir síldarleysisárin. 5. R. tók við 13 miljón króna áhvílandi skuldum á gömlu Seyðisfjarðarverksmiðjunni og hefur því orðið að leggja út nálægt 92 miljónum til þess- ara framkvæmda. Þrátt fyrir ítrekaðar mála- leitanir til ríkisstjórnarinnar um að útvega lánsfé til þessara framkvæmda, hafa ekki feng- izt nema tæpar 20 miljónir alls að láni til þeirra S.R. hafa því orðið að festa í þeim af sínu eigin fé á 3 árum um 72 miljónir króna og hefur það leitttil verulegrar lausaskulda- söfnunar. Afleiðingarnar af þessu eru þær, að ekki hefur einu sinni verið hægt að ljúka verksmiðj- unum á Seyðisfirði og Reyðar- firði og frekari framkvæmdir til að auka bræðsluafköst með öllu útilokaðar. Ennfremur að þrátt fyrir góða rekstraraf- komu eru verksmiðjurnar stöð- ugt í fjárhraki og hafa ekki getað komið í framkvæmd nauðsynlegum tæknilegum endurbótum, hvað þá aukið af- köst sín eða hráefnageymslur eins og þurft hefði til að þjóna stækkun síldarflotans. Framangreindar framkvæmd- ir tel ég nauðsynlegar til þess að hægt sé að nýta síldarafl- ann fyrir Austur- og Norður- landi og horfast verður í augu við þá staðreynd, að til þess- ara framkvæmda verður að út- vega lánsfé." Þóroddur Guðmundsson sagði já, og gerði grein fyrir at- kvæði sínu á þessa leið: „að hann telji brýna nauðsyn bera til að auka allverulega afköst síldarverksmiðja á Austur- og Norðurlandi og að margir kost- ir væru við það að slík- ar framkvæmdir færu fram á vegum S.R. Hinsvegar hafi S. R. gengið mjög illa að fá láns- fé til þeirra stækkana, sem framkvæmdar hafa verið und- anfarið og allt í óvissu um hvort fé fæst til þeirra endur- bóta og stækkana, sem stjórn S-R. hefur nú samþykkt, þess- vegna segi hann já“. Nei sagði Jóhann G. Möller og óskaði eftirfarandi bókað: „Eg tel nauðsynlegt að auka afköst síldarverksmiðjanna á Austur- og Norðurlandi (Rauf- arhöfn), ásamt þróarrými þeirra og löndunarafköstum, til þess að auka afskipunar- möguleika hins stækkandi sild- veiðiflota yfir síldartímann og koma þannig í veg fyrir lönd- unarbið Einnig þarf að auka afskip- unarmöguleika síldveiðiflotans með því að nýta betur þær verksmiðjur, sem fyrir eru Norðanlands með aukinni tækni við síldarflutninga. Á fundi í verksmiðjustjórn í gær (10. sept.) var samþykkt með öllum atkvæðum að stækka verksmiðjuna á Rauf- arhöfn úr 5.000 málum í 8.000 mál og er áætlað að sumar- vinnsla verksmiðjunnar verði við það 450 þús. mál í stað 300 þús. mál eða um 150 þús. mála afkastaaukning yfir síld- Laugardagur 19. september 1964 veiðitímann og reyndar meiri, miðað við 60 daga vinnslu og aukið þróarrými. Þá var samþykkt að auka þróarrými verksmiðjunnar úr 62.500 málum í 87.500 mál eða iom 25.000 máL Löndunarafköst verksmiðj- unnar eiga að aukast úr 900 málum á kLst. í 1500 mál á kl.st. eða um 600 mál á kl.sL, þ.e. 14400 mála löndunaraukn- ing á sólarhring. Varðandi Seyðisfjörð var samþykkt að stækka verk- smiðjuna úr 5.000 málum í 7.500 mál og áætlað að sum- arvinnsla verksmiðjunnar verði 400 þús. mál í stað 300 þús. máL eða um 100 þús. mála af- kastaaukningu. Þá var einnig samþykkt að auka þróarrými verksmiðjunn- ar úr 2.500 málum í 60.000 mál eða um 37.500 mál. Löndunarafköstin eiga að aukast úr 1.000 málum á kl.st. í 1.500 mál á kLst„ þ.e. 2.000 mála löndunaraukning á sólar- Framhald á 5. síðu.. Renato de Barbieri Italskur fiðlusnillingur, Renato de Barbieri, lék fyr- ir styrktarfélaga Tónlistarfé- lag ins núna í upphafi vik- unnar. Fyrsta verkið á efnisskránni var d-moll-sónata Jóhannes- ar Brahms, en að öðru leyti voru viðfangsefnin að mestu leyti af léttvægara taginu. Leik Barbieri einkennir mikil og glæsileg tækni. Djúpýðgi gætir þar síður, en hennar var raunar varla að krefjast fyrir hönd annarra tónskálda en Brahms, þeirra er þarna voru á efnisskrá. Þessi tónskáld eru Sinding, Saint-Saén , Paganini, Bloch og Suk, og verk þeirra, sem Barbieri flutti, heimta yfir- leitt geysimikla list og leikni af hendi fiðluleikarans. Þess- ir eiginleikar brugðust honum hvergi. Aðdáanlegt var til dæmis að heyra hann fara með hinar örðugu ,,kaprísur“ eftir Paganini, sem eru raun- ar ekki einungis tækniæfing- ar, heldur einnig, með sín- um hætti, góð tónverk. Undirleikari var Guðrún Kristinsdóttir. Verkefni henn- ar í mörgum greinum síður en svo auðvelt, en eigi verð- ur annað sagt en að hún hafi leyst það af hendi með ágæt- um. B.F. Skrá yfir umboBsmenn Þjóðviljans úti á landi AKRANES: Arnmundur Gíslason Háholti 12. Sími 1467 AKUREYRI: Pálmi Ólafsson Glerárgötu 7 — 2714 BAKKAFJÖRÐUR: Hilmar Einarsson. BORGARNES: Olfieir Friðfinnsson DALVÍK: Trvggvi Jónsson Karls rauða torgi 24. EYRARBAKKI: Pétur Gíslason GRINDAVTK: Kiartan Kristófersson Tröð HAFNARF-TÖRÐUR: Sófus Bertelsen Hringbraut 70. Sími 51369. HNtFSDAT.TJR.- Helfi Biörnsson HÓLMAVÍK: Árni E Jónsson, Klukkufelli. HÚSAVtK: Arnór Kristiánsson. HVERAGERÐT• Verzlunin Revkiafoss h/f. HÖFN. HORNAFTRÐT- Þorsteinn Þorsteinsson. tSAF.TÖRDUR,- Bókbiaðan h/f. KEFLAVTK' Maanea Aðaleeirsdóttir Vatnsnesvegi 34. KOPAVOGUR: Helra .Tóhannsd Ásbraut 19 Simi 40319 NFSKAUPSTADUR- Skúli Þórðarson VTRT-N.T ARDVTK- .Tóhann Guðmundsson. ÓLAFSF.TÖRDUR- Sæmundur Ólafsson. ÓIiAFSVtK: Gréta Jóhannsdóttir R ATTPARHf’ÓPN- Gnðmnndur Lúðvíksson REYDARF.TÖRDUR- Biörn Jónsson, Bevðarfirði SANDGERÐI: Sveinn Pálsson. Suðurgötu 16 SAUÐÁRKROKUR,- Hulda SlcmvWörnsdAttir, Skaefirðingabraut 37 Sími 189 SELFOSS- Magnús Aðalbiarnarson Kirk'iuvegi 26 SEYÐTSF.TÖRDTTR' Sisurður Gíslason. STGLUFJÖRDUR- Kolbeinn Fr'ðbiarnarson. Suðurgötu 10 Sími 194. SILFURTÚN. Garðahr: Siffurlaue Gísladóttir. Hof- túni við Vífilsstaðaveg. SKAGASTRÖND- Guðm Kr Guðnason TEgissiðu STOKKSEYRT- Frímann Siffurðsson. .Taðri STYKKISHÓLMUR- Erl Viggósson VESTMANN a fv.t AR Tón Onnn-r-ccion. Helga- fellsbraut 25 Sími 1567 VOPNAFJÖRÐUR: Sigurður Jónsson. ÞORLÁKSHÖFN- Baldvin Albertsson ÞÓRSHÖFN Hólmepir Palldórsson Hýir áskrifendur og aðrir kaupendur geta snúið sót beint til þessara umboðsmanna blaðsins t

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.