Þjóðviljinn - 20.09.1964, Síða 7
Sunnudagur 20. septeir.ber 1964 ------------------------------- ----------------------------------------ÞJÖÐVILJINN------------------------------------------------------------------------------------------------------------SIÐA 7
TOGARALÍF
\
★ Það gerist alltoí sjaldan að togarasjómenn eða aðrir sjómenn stingi
niour penna og lýsi lííinu á sjónum eins og það kemur þeim fyrir
sjónir.
★ Þjóðviljinn tekur sér bessaleyfi að birta látlausa frásögn af einum
togaratúr, sem nýlega var birt í „Verkamanninum” á Akureyri.
Þótt Akureyri sé mikill út-
gerðarbær, getur ekki hjá því
farið, að einhverjir verði að
vinna þau störf, sem til falla í
landi. Þau störf eru bæði mikil
og margvísleg eins og hlýtur
að verða í svo miklum iðnaðar-
og verzlunarbæ.
En miklum hluta þessa fólks
er sjómannslífið algjörlega
framandi, og finnst okkur sjó-
mönnum spurningar þess oft
spaugilegar. En vitanlega er
þetta fyrirgefið, því spyrjand-
inn er bara venjulegur ,,land-
krabbi”. Krabbar yfirleitt hafa
aldrei verið í neinu sérstöku
uppáhaldi hjá sjómönnum, en
„landkrabbar”. eru náttúrulega
allra krabba verstir.
Ekki hef ség hugsað mér að
stofna neinn bréfaskóla í sjó-
mennsku með þessú greinar-
korni en mér finnst ekki úr vegi
að bregða upp svipmynd af
sjómannslifinu og þá sérstak-
lega togarasjómennskunni:
Togarar eru á margan hátt
sérstæð skip. Þeir eru stærstu
fiskiskipin, sækja á fjarlægustu
miðin, koma sjaldnast að landi
og eru illræmdastir.
Ekki skal ég dæma um hve
mikið er hæft f þeirri ádeilu.
sem iðulega kemur fram á fram-
komu togarasjómanna, en álit
mitt er að umhverfið eigi sinn
ríka þátt í því hvernig menn
koma fram, og ég hef aldrei
orðið þess var, að það hefði
haft hin minnstu áhrif á brot-
sjó, þó að maður hneigði sig
hæversklega og bæði hann að
bíða augnablik. rétt á meðan
maður væri að koma sér i
skjól.
Um drykkjuskap sjómanna
hefur svo mikið verið rætt og
ritað, að t,\ð væri að bera i
bakkafullan lækinn að minnast
á það hér ....
Við togarabrottför er vana-
lega mikill ys og þys og margt
um manninn niðri á olíu-
bryggju. Þar eru fyrst og fremst
samankomnir skipverjar og
ýmsir aðstandendur þeirra.
Þar eru þeir menn, sem vinna
að frágangi skipsins, afgreiðslu
á olíu, kosti og fleiru. Sé gott
veður eru yfirleitt þó nokkur
aðskotadýr. en æðsti prestur
safnaðarins er annar forstjóri
O. A. Stundum eru þeir báðir,
og þá er mikið um dýrðir á
olíubryggjunni.
Mannskapurinn er misjafn-
lega fyrirkallaður. Menn voru
yfirleitt að skemmta s.ér kvöld-
ið áður, og sumir eru ósköp
þunnir á vangann. Á öðrum
má sjá, að þeir hafa gripið til
þess meðals, sem fljótvirkast
er og öruggast. og sumir hafa
kannski ekki tekið notkunar-
reglurnar of bókstaflega.
Það er komið fram yfir á-
kveðinn brottfarartíma og
menn eru farnir að spyrja hver
annan: Á ekki að fara að fara?
Eftir hverju er beðið?
Það kemur í ljós að tvo
menn vantar. Og enn er beðið
um stund. DjÖfuls hangs er
betta, segir einn. Ég fer upp i
bæ aftur, segir annar. En of
seint, þvi nú rennir bíll niður
á bryggjuna og er með van-
skilagemlingana innanborðs.
Allir kveðja og stökkva um
borð. Landfestum er sleppt, og
togarinn siglir hægt (og tignar-
lega) frá bryggju. Fólk veifar
uppi á bryggjunni. og við ve'f-
um um borö. Sumir syngja
líka, því það tilheyrir. Loks er
stefni snúið til norðurs flautað
þrisvar sinnum, full ferð, og
ný veiðiferð er hafin.
Þegar komið er út fyrir Hjalt-
eyri, er oftast búið að skipta
niður á vaktir, sem eru tvær:
stýrimannsvakt og bátsmanns-
vakt. Þeir, sem vakt eiga, fara
bá út á dekk (eða eiga að fara)
til þess að sera klárt fyrir veið-
ar.
Og það er mikið að gera a
stóru heimili. Menn stilla upp
dekkkössum, þ.e.a.s. hólfa dekk-
ið sundur, hífa bómumar út og
gera gilsana klára. Gils! Vel á
minnzt. Það er vír. sem þrædd-
ur er í gegnum blökk uppi í
mastri, liggur annar endinn
aftur að spili, og er nefndur
hlaupari, en í hinn endann er
lásað krók, sem eðlilega er
notaður til þess að krækja í
það. sem hífa þarf. Hlauparan-
um er aftur á móti brugðið
á spilkoppinn, og svo er hífað
fúll spítt! Þeir sem þann starfa
hafa að hífa í þessa víraflækju
eru vitaskuld nefndir gilsarar.
Stundum koma líka nýir tog-
vírar um borð, og þá er víra-
slagur. Það er ákaflega hollt að
svitna, og þeir. sem lenda i
víraslag, njóta þeirrar hollustu
í ríkum mæli. Menn berjast
um með melspírur, meitla og
hamra þangað til nýju virarnir
hafa verið splæstir við endana
á gömlu togvírunum.
Læknum til leiðbeiningar
læt ég þess getið, að víraslag-
ur mun vera áhrifaríkasta
timburmannameðal til sjós. Aft-
ur í borðsal situr frívaktin, og
sé til lögg er hún drukkin, en
svo tínast menn í koju einn
af öðrum.
Hrísey og Hrólfssker hverfa
framhjá á 11 mílna hraða og
brátt eru Gjögrunum gerð sömu
skil. Gamall og reyndur togara-
jaxl segir mér, að nú ætli
„kallinn" á vesturkantinn.
Vesturkanturinn liggur aust-
an Eyjafjarðaráls. allt norður
fyrir Grímsey, en þar beygir
hann til austurs, og er þar
nefndur Nafir. Á Vesturkant-
inum er góður botn og oft gott
fiskirí yfir sumarið.
Klukkan er cTðin sex, og frí-
vaktin er ,.ræst út”. Þeir eiga
að fara á vakt klukkan hálf
sjö og standa til hálf eitt um
nóttina.
Það eru pylsur á borðum, því
kokkurinn var víst líka að
skemmta sér í landi. Og það
er fátt sagt yfir borðum, en þó
koma einstaka óprenthæfar at-
hugasemdir við pylsurnar, kall-
inn. eða það, sem hendi er
næst. Kallinn er auðvitað skip-
stjórinn. Það er sama þótt hann
sé um þrítugt, kall er hann
samt.
Nú kemur sá, sem var við
stýrið, og kallar yfir mann-
skapinn: Láta það fara! — Það
„læðist kurr um kappaskar-
ann”, en þó fara menn að tín-
ast út. fara í sjóstakka o.s.frv.
Það er hringt á stopp, og hler-
amir eru hífaðir útfyrir.
Síðan fara bobbingarnir sömu
leið. Hlerunum e'r lásað í og
byrjað að ..skvera”, þ.e.a.s.
beygt er að trollinu og keyrt i
hring, þar til trollið er klárt
frá skipssíðunni,
Þegar búið er að skvera og
komið á togstefnuna, er sett á
fulla ferð og togvirarnir hverfa
af trommunum. faðmur eftir
faðm. Þegar 350 faðmar eru
úti, er slegið af og tekið í
blökkina, en það gerir poka-
maðurinn.
Bátsmaðurinn gengur aftur
að blökk og tekur hendi um
vírana. Þegar titringurinn á vír-
unum sýnir, að trollið sé komið
til botns snýr hann sér við,
þenur út brjóstið og æpir: Ol-
ræt- Því að íslenzkan dugir
skammt, þegar svona mikið er
í húfi.
Þessi athöfn minnir dálítið
óþægilega á Tarzanmyndirnar
og siguröskur karlapanna.
Allt er nú tíðindalaust í einn
og hálfan tíma. Þá er hífað.
Allir fara á sinn stað: Forhlera-
maður og aðstoðamaður hans,
forgilsari, rónagilsari, fram- og
afturleysismenn og pokamaður
með s.ína aðstoðarmenn. Hinir
eru á lausum kili, nema báts-
maður. Hann stendur uppá
„grind” og stjórnar mann-
skapnum og „kvörninni” þ.e.
a.s. spilinu. Á hinni vaktinni
gegnir 2. stýrimaður samskon-
ar hlutverki. — Grindin er
upphækkunin aftan við spilið.
Trollið kemur upp og allt er
stráheilt. Enda þarf snilling til
þess að rífa á Vesturkantinum.
Það er steitur (fullur) poki í,
en það er um tvö tonn í poka.
Það er mikil sómableiða Vest-
urkanturinn. Þarna erum við í
rúman sólarhring, en þá tekur
undan.
Kallinn prófar á Nöfunum og
á Vesturgrunninu við Kolbeins-
Anton Friðþjófsson.
ey, en á hvorugum staðnum er
neitt að hafa. Þá er farið vest-
ur á Sléttugrunn. Menn bölva
kannski pínulítið, því þar má
búast við „rifrildi”, en þar er
þó líka von á fiski.
Trollið er látið fara og þeg-
ar búið er að toga í ca. korter,
ískrar í bremsunum og víram-
ir þjóta út af trommunum.
Hann ér kolfastur. Það er sleg-
ið á fulla ferð aftur á bak og
hífað. Þegar trollið kemur upp,
er „allt í henglum”. En það er
„slöttungur” í (ca, l‘/2 tonn),
svo „hann er við.”
Stjórnborðstrollið var úti en
Framhald á 8. síðu.
Eyjafjörður, Látraströnd.
Eftir Anton Friðþjófsson
68. DAGUR.
En fyrir þá sök, að konungur hafði unnið svo mikinn sig-
ur við stóra höfðingja og ofurefli liðs, var allt fólk hrætt og
hræddist mótstöðu. Þá gerðu borgarmenn ráð fyrir sér, að
senda boð Haraldi konungi og bjóðast í vald hans og svo
borgina. Var þetta allt boðað svo, að sunnudaginn fór Har-
aldur konungur með öllum hernum til borgarinnar og setti
þing utan borgar, konungjr og menn hans, en borgarmenn
sóttu til þingsins. Játaðist allt fólk undir hlýðni við Harald
konung og fengu honum gísla, tiginna manna syni, svo sem
Tósti jarl kunni skyn allra manna í þerri borg.
Fór konungur um kvöldið ofan til skipanna með sjálfgerð-
um sigri og var allkátur. Var á kveðið þing snemma á mánu-
daginn i borginni. Skyldi þá Haraldur konungur skipa staðinn
með rlkismönnum og gefa virðingarstöður og lén. Það sama
kvöld eftir sólsetur koma sunnan að borginni Haraldur kon-
ungur Guðnason með óvígan her. Reið hann i borgina að
vild og þokka allra borgarmanna. Voru þá tekin öll borgar-
hlið og allir vegir, að eigi skyldi njósnir koma Norðmönn-
um. Var þessi her um nóttina 1 staðnum.
Mánudaginn, er Haraldur Sigurðsson var mettur að dag-
verðarmáli, þá lét hann blása til landgöngu, býr þá her-
inn og skiptir liðinu, hverjir fara skulu eða hverjir eftir skulu
vera. Hann lét upp ganga í hverri sveit tvo menn, þar er einn
var eftir. Tósti jarl bjó sig til uppgöngu með Haraldi kon-
ungi með sína sveit, en eftir voru til skipagæzlu Ólafur kon-
ungsson og Páll og erlendir Orkneyjarjarlar og Eysteinn orri,
sonur Þorbergs Árnasonar, er þá var ágætastur og kærastur
konungi allra lendra manna. Þá hafði Haraldur konungur
heitið honum Maríu dóttur sinni.
e
K
J -
>
í