Þjóðviljinn - 20.09.1964, Side 4
4 SlÐA
ÞJðÐVILJINN
Sunnudagur 20. september 1964
/
Dtgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sóslalistaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson,
Sigurður Suðmundsson.
Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjaroason.
Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingax, prentsmiðja, Skólavörðust. 19,
Sími 17-500 (5 linur) Áskriftarverð kl 90.00 á mánuði
Mál sem varðar þjóðina allá
Jjess hefur gætt í umræðum undanfarnar vikur
að sum Reykjavíkurblöðin hafa tekið furðu
léttilega á þeim djúptæku atvinnuerfiðleikum sem
steðja nú að bæjum og kauptúnum á Norðurlandi
vestanverðu. Síldin hefur lagzt frá þeim lands-
hluta og stjórnarvöld hafa árum saman daufheyrzt
við kröfum fólksins þar nyrðra um aðstoð til að
kyggja þar atvin'nutæki sem tryggðu lífvænlega
atvinnu árið um kring. Frumkvæði verkalýðsfé-
laganna á Siglufirði með fundahöldum og ráð-
stefnu þeirri er nú stendur þar ætti þó að nægja
til þess að stjórnarvöld landsins treystu sér ekki
lengur til að víkjast undan vanda fólksins á Norð-
urlandi, sem sannarlega er mál þjóðarinnar allrar.
jþjóðviljanum barst í gær grein frá kunnum Sigl-
firðingi og leyfir sér að vitna í hana strax, þó
hún verði ekki birt í heild fyrr en í þriðjudags-
blaðinu. Greinarhöfundur ræðir hvasst og skor-
inort atvinnuörðugleikana á Norðurlandi og hætt-
una á fólksflótta ef ekki verður að gert og segir
m.a.: „Stjórnarvöld og Alþingi hafa heyrt óskir
fólksins í þessum landshlutum, þess fólks sem
bezt veit og þekkir hvar skórinn kreppir' Hvers
óska Skagstrendingar? Hvers óska Siglfirðingar?
Hvers óska Sauðkræklingar og Hofsósbúar? Svörin
eru alstaðar á eina lund. Þeir vilja fá iðnfyrirtæki,
tunnuverksmiðjur, skipasmíðastöð, niðurlagning-
arverksmiðjur, flökunarverksmiðjur fyrir síld,
smáiðnfyrirtæki o.s.frv. Ríkisvaldið og Alþingi
hafa svarað þessum óskum kurteislega, en það er
næstum það eina, sem fengizt hefur. Og yfirleitt
háfa svörin verið mótuð af tómlæti, skilningsleysi
og seinagangi".
^reinarhöfundur víkur þá að þeim viðhorfum sem
nú blasa við á þessa leið: „Með því að nota þá
möguleika, sem forustumenn Sósíalistaflokksins
fullyrða að séu fyrir hendi til sölu á miklu magni
af fullunnum síldarafurðum í Sovétríkjunum,
gætu stjórnarvöldin leyst að verulegu leyti þá
örðugleika í atvinnumálum Norðlendinga, einkum
þó Norðurlands vestra, sem skapazt hafa vegna
síldveiðibrestsins fyrir Norðurlandi, — kannski
leyst þá að fullu, ef um mikil viðskipti væri að
ræða, og um leið margfaldað gjaldeyrisverðmæti
síldarinnar sem unnin yrði. Með því að gera nú
þegar samning við Sovétríkin um sölu á verulegu
magni af niðurlagðri síld, og hefja jafnframt und-
irbúning að framleiðslu hennar, á þeim stöðum,
sem mesta þörf hafa fyrir slík atvinnutæki, strax
* næsta ári, mætti gerbreyta atvinnuháttum, af-
komu og viðhorfi manna til framtíðarinnar á þeim
stöðum sem erfiðast eiga, draga úr eða stöðva
fólks- og fjárflóttann, gera óarðbærar eignir arð-
bærar að nýju. og spara tugi eða hundruð miljóna
króna, sem ella kann að verða varið til að koma
upp húsum og atvinnutækjum handa því fólki sem
flyttist á brott og hæfi landnám á nýjum stöðum .
Með þessum orðum Siglfirðingsins er tekið á
1 kjarna málsihs, og fyrir fólldð norðanlands eru
fá mál síður fallin til þess að hafa þau í fíflskapar-
málum eins og við hefur brugðið undanfarnar vik-
ur í afturhaldsblöðum. — s.
Alyktun gagnfræðaskólakennara vari-
andl breytíngar á lengd skólaárslns
Að undanförnu hefur mjög
verið rætt um lengingu á skóla-
árinu, og er Ijós sú stefna for-
ráðamanna barna- og unglinga-
fræðslunnar í Reykjavík, að
breyting þessi komi til fram-
kvæmda sem fyrst. Er og þeg-
ar orðin nokkur lenging á
skólaári barnastigs.
Með því að lenging þessi
hlýtur að snerta mjög bæði
nemendur og starfslið skólanna,
telur Félag gagnfræðaskóla-
kennara í Reykjavík sér skyit
að senda fræðslumálastjóra á-
lit sitt á málinu.
Félagi gagnfræðaskólakenn-
ará í Reykjavík er fyllilega
Ijós. að ýmissa umbóta er þörf
á fræðslutilhögun gagnfræða-
stigs. Hefur félagið oftsinnis
um þau mál fjaliað, og staðið
að ályktunum þar að lútandi,
sem ekki er þörf að rekja hér.
Aðrir aðilar hafa og lýst skoð-
unum sínum á því, hverjar
breytingar væru æskilegastar
innan skólakerfisins, og nægir í
því sambandi að geta skóla-
málanefndar þeirrar, sem
menntamálaráðherra skipaði í
júní 1958, en mörg athyglisverð
atriði eru í tiilögum þeirrar
nefndar. Einnig má benda á
samþykktir kennarasamtakanna
á ýmsum tímum, en svo sem
fræðsluyfirvöldum mun flest-
um betur kunnugt, hafa sam-
kundur kennara ævinlega sent
frá sér ályktanir um það, hvað
teljast mætti til bóta í skóla-
kerfinu, ef breytt yrði.
Tillögur um lengingu árlegs
skólatíma hafa mjög sjaldan
verið lagðar fram, ef frá er
talin ályktun 13. uppeldismála-
þings S.l.B. og L.S.F.K. 1963,
en þar er stungið upp á leng-
ingu skólastarfstíma. sem ein-
um lið endurbóta á fræðsJutil-
högun. Þeim lið tillögunnar,
sem um lengingu fjallar, hefur
mest verið á loft haldið undan-
farið, og á það bent, að þar
komi fram vilji kennarasam-
takanna. Hvort svo er, skal ó-
sagt látið, en vel væri ef í
framtíðinni yrði svo skjótt
brugðið við að láta að vilja
samtakanna um ýmislegt. er
þau telja nemendum í íslenzk-
um skólum til meira hagræðis
en þetta.
Það er skoðun Félags gagn-
fræðaskólakennara í Reykja-
vík, að lenging starfstíma i
skólum gagnfræðastigs hér i
borginni sé svo stórt skref, að
mikils undirbúnings og margra
breytinga sé þörf, áður en það
er stigið. Félagið telur, að ras-
að sé um ráð fram, ef byrj-
að er á að lengja starfstíma
skólanna, og síðan hafizt handa
um að athuga. hvernig bezt
megi nýta hinn nýfengna við-
auka Má í þessu sambandi
vitna í orð námsstjóra gagn-
fræðastigs í Reykjavík, hr.
Magnúsar Gíslasonar, í Alþýðu-
blaðinu 12. apríl 1964, en hann
segir m. a.:
„Það væri að mínum dómi
mjög æskilegt að gera tilraun
þegar í haust með að hefja
kennslu í gagnfræðastigsskól-
um í Reykjavík fyrr en verið
hefur t. d. um 20. septernber.
En ég mundi vilja leggja á-
herzlu á, að samtímis því. að
hróflað yrði við hinum hefð-
bundnu mörkum námstímans.
yrði þess freistað að breýta
starfstilhögun . í skólunum.
Fyrst og fremst þurfum við
að gera okkur Ijóst með gaum-
gæfilegri athugun á því, hvort
skólarnir miðli þeirri fræðslti
og beim persónulega bros.ka.
sem ungt nútímafólk þarfnast
— Það þarf samtírms að end-
urskoða námsefni barna- oa
gagnfræða- menntaskóla- os
sérskólastigs í heild, — meta
og vega hveriu mætti sleppa
hvað nauðsynlegt er að taka
os hverju barf að auka við."
Félag gagnfræðaskólakennara
í Revkiavík leggur áherzlu á.
að athuganir þær, sem náms-
stjóri vill láta fara fram, hljóti
að koma fyrst, samkvæmt
þeirri sjálfsögðu reglu, að
athugun komi á undan athöfn.
Félagið bendir einnig á til-
lögu fundar skólastjóra héraðs-.
mið- og gagnfræðaskóla, sem
haldinn var í Reykjavík í júní
1963, en meðal fjölmargra at-
riða til endurbóta á námstil-
högun þessara skóla er stungið
upp á nokkurri lengingu ár-
legs starfstíma eða fjölgun
vikulegra kennslustunda. Virð-
ist sízt ástæða til að leggja
meira kapp á að framkvæma
þennan lið tillagna skólastjór-
anna en ýmsa aðra, sem vís-
ara verður að telja, að stefni
til augljósra endurbóta á starfs-
tilhögun skóla þeirra.
Að rækilega athuguðu máli
lýsir Félag gagnfræðaskóla-
kennara í Reykjavík sig alger-
lega andvígt lengingu skólaárs-
ins, nema fyrst hafi óyggjandi
verið sýnt fram á, að slík
breyting sé til ótvíræðra bóta
fyrir nemendur, og fullt tillit
sé tekið til þeirrar aðstöðu-
breytingar kennara, sem af
iengingu hlýzt. Félagið telur
svo mörg rök mæla á móti
breytingu þessari, bæði fjár-
hagsleg og félagsleg, að ekki
sé gerlegt að ráðast í hana,
nema fullt samkomulag sé
milli allra málsaðila. En máls-
aðilar hljóta hér að teljast for-
eldrar. fræðsluyfirvöld og
kennarar.
Aðalrök forsvarsmanna leng-
ingarinnar virðast þessi:
1. ■ Að með lengingu árlegs
skólatíma styttist námstími
þeirra, er búa sig undir lang-
skólanám.
2. Námstími í útlöndum og
þá sérstaklega á Norðurlönd-
um, sé lengri.
Varðandi fyrri röksemdina ■
má benda á fjölda greinargerða,
þar sem stungið er upp á leið-
um til að flýta fyrir þeim, sem
augljóslega eru hæfir til lang-
skólanáms Væri auðvelt að
stuðla að því, að þeir tækju
stúdentspróf a.m.k. ári fyrr en
nú er. með því einfaldlega,
að láta nemendur þessa halda
þeim hraða gegnum skóla, sem
eðlilegur námsþroski þeirra
leyfir. Hvað síðari röksemdina
snertir, er það skoðun Félags
gagnfræðaskólakennara í Rvík,
að íslenzkt skólakerfi beri að
miða við íslenzkar aðstæður og
fráleitt sé, að miða fjölda
skóladaga á íslandi við skóla-
daga í öðru landi, nema að
tekin sé að öðru leyti sú
fræðslutilhögun. sem í því
landi gildir.
Eins og áður var á drepið,
telur félagið mörg rök mæla
gegn hinni fyrirhuguðu leng-
ingu skólaársins. Þau helztu
eru þessi:
1. Fram til þessa hefur það
verið talið íslenzkum ungling-
um heilsufarsleg nauðsyn að
njóta útiveru skamms sumars
eftir skólalestur langan vetur.
Slíkt svigrúm til frjálsra starfa
mundi þrengjast, sem lengingu
skólaárs nemur.
2. Það er kunnara en frá
þurfi að segja, að samkvæmt
núgildandi kennslutilhögun
eiga allir nemendur skyldu-
náms að skila svipuðum af-
köstum i aðalgreinum, án veru-
legs tillits til getu þeirra og
þroska. Án þess að hér verði
nánar fjallað um þessa firru,
skal þess getið, að hún er ó-
efað ein aðalorsök námsleiða
nokkurs hluta nemenda í ís-
lenzkum skólum. Að öðrum að-
stæðum óbreyttum verður ekki
annað ætlað, en námsleiði þessi
mundi aukast við lengingu
skólatima.
3. Undanfarna áratugi hefur
hér verið næg atvipna á sumr-
um fyrir alla, s.em vinna vilja.
Svo er enn, og vonandi verður
ekki breyting á því um langan
aldur. Þetta hefur þýtt, að
sumartekjur skólaæskunnar
hafa orðið henni drjúgar í
pyngju, enda hefur stór hluti
námsmanna getað unnið fyr-
ir sér með þessum hætti þegar
á unga aldri. Ef þessi aflatími
námsmanna er styttur, minnka
að sjálfsögðu möguleikar hans
til að vera frjáls og óháður í
námi sínu, og jafnframt er
stuðlað að því, að lærdómur
sé munaður þeirra ungmenna,
sem eiga efnaða að.
4. í beinu framhaldi af næsta
lið hér á undan skal það und-
irstrikað, að sumarvinna ís-
lenzkrar skólaæsku við hin
ýmsu framleiðslustörf til lands
og sjávar hefur haft í för með
sér, að þekking þessarar æsku
á störfum og kjörum þjóðar
sinnar á sér enga hliðstæðu í
löndum, sem okkur er tamast
að miða við. Hið félagslega
gildi þessa atriðis er ómet-
anlegt, enda hefur það hamlað
á árangursríkan hátt gegn
skiptingu þjóðarinnar í hástétt-
ir og lágstéttir.
5. Sé það ætlunin að lengja
árlega skólavist allra nem-
enda, allt að stúdentsprófi, má
ætla, að atvinnuvegum lands-
manna yrði það nokkur skell-
ur að missa e.t.v. fjórðung
sumarvinnu þessa hóps.
Félag gagnfræðaskólakenn-
ara í Reykjavík er að sjálf-
sögðu mótfallið taumlausri
þrælkun æskufólks, en gerir
sér hins vegar fullljóst, að
margar árstimabundnar at-
vinnugreinar miða við ráðn-
mgu skólafólks í sumarstarf.
Auðvelt ætti að vera að reikna
út, hvert tap þjóðarframleiðslu
íslendinga yrði að ■ missi þess-
ara þúsunda frá starfi einn
sumarmánuð.
6. Lenging þessi á skólaárinu
mundi að líkindum aðeins
koma til framkvæmda í Reykja-
vík, en hér er nú þegar lengra
skólaár en víðast hvar annars
staðar á landinu. Mundi því
bilið enn breikka á milli höfuð-
staðarins og landsbyggðarinn-
ar, svo að í óefni væri stefnt.
Að lengdu skólaári hér um
einn mánuð mamdi reykvískur
unglingur, sem sendur væri í
héraðsskóla, ljúka námstíma
sínum á allt að tveim mánuð-
um skemmri tíma en félagar
hans í Reykjavík. Þarf eng-
um getum að því að leiða, hví-
líkt kapphlaup yrði um það að
vista ungmenni höfuðborgar-
innar í slíkum skólum, Qg mun
þó aðsókn að þeim þegar telj-
ast nóg.
7. Samsvarandi mismunar
myndi að sjálfsögðu einnig
gæta í árlegum starfstíma
gagnfræðakennara í Reykjavík
og úti á landi. 9 mánaða starf&-
tími hér, allt að 2 mánuðum
skemmri úti á landi.
8. Að lokum skal á það bent,
að lenging skólaárs hlýtur að
hafa í för með sér stóraukin
útgjöld hins opinbera til
fræðslumála. Sé það, sem til
þarf fyrir hendi, svo sem gera
verður ráð fyrir, er álitamál,
hvort því er ekki betur varið
á annan hátt til endurbóta á
framkvæmd íslenzkrar ung-
lingafræðslu.
Félag gagnfræðaskólakenn-
ara í Reykjavík vill að síðustu
endurtaka það álit sitt, að þörf
sé margra endurbóta á fræðslu-
tilhögun bama og unglinga, og
flestar þeirra endurbóta þýð-
ingarmeiri en lenging skóla-
ársins.
Félagið er ávallt reiðubúið
til samstarfs við fræðsluyfir-
völd, bæði bæjar og ríkis, ®g
mun fúslega gera nánari grein
fyrir skoðunum sínúm á hin-
um ýmsu þáttum fræðslumála,
ef óskað er.
Sá þáttur þeirra mála, ^em
hér hefur mest verið um, fjall-
að, lenging skólaársins, er að
félagsins dómi neikvæður fyr-
ir alla aðila á þessu stigi
málsins.
Félag gagnfræðaskólakenn-
ara í Reykjavík beinir því
vinsamlegast þeim tilmælum
til hæstvirts fræðslumála-
stjóra, að hann hafi meðal
annars þessi sjónarmið í h^ga,
en hann fjallar endanlega um
mál þetta.
Jarðarför mannsins míns
GUNNARS H. SIGURÐSSONAR, Framnesvegi 12.
fer fram frá Fríkirkjunni miðvikudaginn 23. þ.m. kl.
10,30 f.h. — Athöfninni verður útvarpað.
Guðbjörg Guðnadóttir.
ÍSLANDSMÓTIÐ
í dag, sunnudag, kl. 3 leika:
KR — Kefíavík
Verða Keflvíídngar íslandsmeistarar 1964?
Eða tekst KR að stöðva sigurgöngu þeirra?
Mest spennandi leikur ársins.
HVOR SIGRAR?
Mótanefnd.
<
t