Þjóðviljinn - 13.10.1964, Blaðsíða 3
/
Þriðjudagur 13. október 1964
ÞIÖÐVILIINN
SIÐA 3
AÐEINS
10.514.00 kr
VARAHLUTIR FYRIRLIGGJANDI.
Einnig höfum vér ávallt ESSO-gas (Propane gas):
í hylkjum
Gas:
Hylki (tóm):
10VS kg. innihald
kr. 15,50 hvert kg.
— 690,00 — stk.
47 kg. innihald
kr. 12,50 hvert kg.
— 2.200,00 — stk.
GUFUÞVOTTATÆKI
☆ Vér getum nú boðið yður tvær gerðir af gufuþvottatækj-
um, sem nota Propane-gas (C3 H8) til hitunar.
MODEL T-20:
☆ Framleiðir gufu úr köldu vatni á 30 sekúndum. Afköst
eru 227 kg. af gufu á klukkustund. Hámarksþrýstingur
á gufu 7 kg. á fercm. Tækið er á hjólum og vegur 50 kg.
MODEL TT-20:
☆ Framleiðir gufu úr köldu vatni á 30 sekúndum. Afköst
eru 473 kg- af gufu á klukkustund. Hámarksþrýstingur
á gufu 8 kg. á fercm- með sjálfvirkum stilli.
☆ Tvennskonar hreinsiefni fáanleg til þess að auka af-
köst við þvott.
Ofangreind gufuþvottatæki hafa verið í notkun
á mörgum bifreiða- og vélaverkstæðum og
reynzt afburða vel.
OLÍUFÉLAGID H.F.
Klapparstíg 25 — 27 — Sími 2-4380.
RáBstefnu hluthusra
ríkju / Kuiro lokið
KAIRO 11/10 — Ráðstefnu leiðtoga 47 hlutlausra þjóða
lauk á laugardagskvöld í Kaíró með því, að samþykkt var
einróma yfirlýsing frá ráðstefnunni. Yfirlýsingin er næst-
um 10.000 orð og meðal helztu atriða, er áskorun þess efn-
is að vikið verði skilyrðislaust og endanlega frá nýlendu-
stefnunni og allt nýlenduveldi verði lagt niður- Þá er skor-
að á alla aðila að baráttunni í Kongó að hætta henni þeg-
ar í stað, og þess krafizt að allri erlendri íhlutun um inn-
anríkismál landsins verði hætt.
Yfirlýsingin heitir Áætlun um
frið og alþjóðlega samvinnu, og
er því lýst yfir í henni, að frels-
isbarátta undirokaðra sé ómót-
stæðileg og geti ekki endað á
annan veg en með fullu frelsi.
Þjóðirnar í nýlendunum hafa
fullan rétt til þess að nota
vopnavald til að tryggja sér rétt
sinn til sjálfsákvörðunar og full-
veldis, ef nýlenduveldin halda
áfram að þrjózkast við kröfum
þeirra.
í yfirlýsingunni er lögð á-
herzla á þá ákvörðun ráðstefn-
unnar að tryggja íbúum í ný-
lendum Portúgala í Asíu og Afr-
íku þegar í stað skilyrðislaust
sjálfstæði.
Ráðstefnan krefst þess, að
brezku herstöðvarnar í Aden
verði lagðar niður, fordæmir ný-
lendustefnu Breta í Amman og
nýlendustefnuna nýju í Suður-
Ameríku.
Þá skoraði ráðstefnan á öll
ríki heims að viðurkenna ekki
sjálfstæði Suður-Rhodesiu ef
minnihlutastjórnin þar í landi
lýsir því yfir. Ráðstefnan fer
þess á leit við Breta, að þeir
kalli saman stjórnarskrárráð-
stefnu til þess að undirbúa
stjórnarskrá, sem væri samin
samkvæmt þeirri meginreglu, að
hver maður sé atkvæðisbær.
SUÐUR-AFRÍKA
Ráðstefnan lagði til að gripið
yrði til róttækrá' ráðstafana
gegn Suður-Afríku vegna stefnu
ríkisins í kynþáttamálum. Skor-'
að er á öll lönd, að slíta við-
skiptum við Suður-Afríku, slíta
stjórnmálasambandi og öllum
samgöngum við landið með því
að afgreiða ekki skip og flug-
Skrifstofufólk
óskast til starfa á Raforkumálaskrifstofunni. Kaup
og kjör eru skv. launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir er greini frá aldri, menntun og fyrri
störfum umsækjenda,, sendist fyrir mánudaginn
19. október.
Raforkumálaskrifstofan.
Starfsmannahald, Laugavegi 116.
vélar sem koma frá eða eru á
leið til Suður-Afríku.
Ráðstefnan lýsti því yfir að
friðsamleg sambúð ríkja með ó-
líku stjórnarfari væri bæði
möguleg og nauðsynleg.
Þá er það undirstrikað í yfir-
lýsingunni, að öll alþjóðleg
vandamál verði að leysa á frið-
samlegan hátt og er skorað á
allsherjarþing SÞ að gera yfir-
lýsingu um meginreglu friðsam-
legrar sambúðar.
KJARNORKUVOPN
í yfirlýslngunni er einnigskor-
að á stórveldin að gera með sér
samning um fullkomna og al-
gjöra afvopnun.
Fulltrúar á ráðstefnunni Iýsa
því yfir, aö þeir séu fúsir til
að framkvæma ekki tilraunir né
veröa sér úti um kjarnorkuvopn
og biðja þeir öll ríki að skuld-
binda sig á sama hátt. Ráðstefn-
an lýsir þeirri von sinni, að
hægt verði að koma upp kjarn-
orkuvopnalausum svæðum i Afr-
íku, Suður-Ameríku og nokkrlim
hlutum Evrópu.
í yfirlýsingunni er fjallað um
virðingu fyrir sjálfstæði þjóða
og í því sambandi er þvi lýst
yfir, að Kýpur eigi rétt til ó-
skerts sjálfstæðis og verði íbú-
arnir sjálfir að taka ákvarðan-
ir um framtíð sína samkvæmt
þeirri meginreglu að þjóðir eiga
sér sjálfsákvörðunarrétt.
Ráðstefnan leggur til að allar
, erlendar herstöðvar á Kýpur
verði lagðar niður.
SUÐAUSTUR-ASÍA
Ráðstefnan leggur til að hald-
inn verði nýr Genfarfundur um
málefni Suðaustur-Asíu oglegg-
ur til að allir leiðtogar ríkja
sem eru í Sameinuðu þjóðun-
um komi til næsta allsherjar-
þings til þess að krefjast þess
að alþýðulýðveldið Kína fái að-
ild að samtökunum.
Sænsk blöð styðja
málstað Loftleiða
STOKKHÓLMI 12/10 — Blöð í
Svíþjóð eru nú farin að mynda
almenningsálit sem er hliðhollt
Loftleiðum í dcilunum við SAS.
...Fjölmörg sænsk blöð hafa
síðustu daga gagnrýnt SAS og
flugumferðarstjórnir í Skandin-
avíu harðlega, t.d. eru bæði eft-
irmiðdagsblöðin í Stokkhólmi,
„Expressen“ og „Aftonbladet“ á
bandi Loftleiða og segja að ís-
lenzka flugfélagið þjóni hags-
munum sænskra flugfarþega.
Æskulýðssamband jafnaðar-
manna í Noregi, Danmörku og
Svíþjóð afhentu í dag ríkis-
stjórnum landa sinna samhljóða
mótmælaorðsendingar, þar sem
framkomu þeirra við Loftleiðir
er harðlega gagnrýnd.
„Aftonbladet“ segir að vissu-
lega sé ástæða til þess að mót-
mæla, því aðgerðirnar gegn Loft-
leiðum skaði ekki eingöngu nor-
ræna samvinnu, heldur og hags-
muni almennings í Skandinavíu.
Jafnvel þó ísland væri ekki
eitt af Norðurlöndunum væru
aðgerðirnar gegn Loftleiðum
hneyksli, segir í blaðinu.
Blað í Gautaborg sagði nýlega
að það ætti að vera mögulegt
að taka tillit til hagsmuna ís-
lendinga og benti á, að enn sé
og verði mikil þörf á ódýrari
flugferðum yfir Atlanzhafið, en
far með þotum SAS kosti.
ELDSV0ÐI A
HELLISSANDI
Ilcllissandi, 12/10 — Hlöðu-
bygging og geymsla brann hér
til kaldra kola á laugardag>
kvöld og var hvorttveggja óvá-
tryggt.
Hús í nágrenni voru í hættu
um skeið og voru þessar bygg-
ingar staðsettar við aðaljötu
þorpsin. Eitthvað af heyi var
í hlöðunni.
Eigendur eru tvö dánarbú
hér á staðnum. — Skal.
Geimfur
Framhald af 1. síðu,
mikla ánægju í Sovétríkjunum.
Útvarp og sjónvarp flytja reglu-
lega fréttir af gangi mála og
fjölda erinda og athugana vís-
indamanna og geimfara.
Leonid Sedov prófessor skrif-
ar grein í ízvestíja í kvöld og
segir þar m.a. að þessi geimferð
sýni að þess sé nú skammt að
bíða að menn geti heimsótt
aðrar plánetur.
Andrej Legendiskij prófessor í
læknisfræði segir, að athuganir
þær sem Jegorov læknir geti
framkvæmt úti í geimnum séu
ómetanlegar, því þær vefði
vandaðri en þær tilraunir sem
nákvæmustu tæki geta fram-
kvæmt.
Fréttamaður sovézka útvarps-
ins sagði að geimferðin væri
þyrnir í augum þeirra stjórn-
málamanna, sem hefðu ásakað
Sovétríkin fyrir að helga efna-
hagslegum og vísindalegum
vandamálum svo mikla athygli,
að þau hefðu gleymt heimsbylt-
ingunni.
Þá sagði hann, að ekki væri
annað hægt en brosa að ummæl-
um Bandaríkjamanna sem héldu
því fram að bilið milli stórveld-
anna í geimrannsóknum væri
alltaf að minnka, þvert á móti
breikkar það stöðugt sagði
fréttamaðurinn.
Fréttirnar um þetta síðasta af-
rek Sovétríkjanna hafa vakið
mikla athygli um allan heim.
Bandaríska utanríkisráðuneyt-
ið gaf út stutta yfirlýsingu síð-
degis, og segir þar m. a. að
Bandaríkjamenn fylgist með
ferðinni af mikilli a^hygli og
óski geimförunum góðrar heim-
komu til jarðar.
Sjós/ys
Framhald aí 1. síðu.
skyttu á Brekku á Ingjaldssandi.
Þeir sem björguðust voru
Hannes Oddsson, 25 ára og skip-
stjóri á bátnum og norskur mað-
ur Olav Öyhaldsen, búsettur á
Flateyri síðustu átta árin.
Mummi ÍS 366 er 54 tonn að
stærð og er eign Byr h.f. á
Flateyri. Aðaleigandi Rafn Pét-
ursson, forstjóri.
Rek út af Blakk
‘Slysavarnafélagið var beðið
um að grennslast eftir bátnum
kl. 1.30 aðfaranótt sunnudags.
Leitaði það þegar aðstoðar Land-
helgisgæzlunnar og hélt varð-
skipið Oðinn út frá Isa-
firði aðfaranótt sunnudags til
leitar að bátnum. Klukkan 10.45
á sunnudagsmorgun fann Óðinn
svo rek úr bátnum og gefur þá
upp staðinn rúmar átta sjómíl-
ur út af Blakk. Var meðal ann-
ars hurð úr bátnum í þessu reki.
Hröktust 30 klst. í
gúmbát
Klukkan fjórtán á sunnudag
lagði svo landhelgisflugvélin
SIF upp frá Reykjavíkurflug-
velli og hélt vestur til leitar.
Fann flugvélin gúmbátinn með
hinum tveim mönnum klukkan
hálf sjö á sunnudagskvöld út á
miðjum Breiðafirði. Höfðu þá
mennirnir hrakizt í tuttugu og
níu klukkustundir á gúmbátn-
um.
SIF sendi þegar út skeyti til
nærstaddra skipa og fóru þegar
á vettvang fjórir brezkir togar-
ar og kom fyrstur á vettvang
Looh Milford og bjargaði skip-
verjum um borð.
Varðskipið Óðinn var þá statt
út af Patreksfirði og kom þegar
til móts við brezka togarann og
mættust þeir klukkan níu á
sunnudagskvöld og fóru skip-
brotsmenn um borð í varðskipið.
Óðinn hélt svo þegar til Flat-
eyrar með mennina og kom
þangað á þriðja tímanum að-
faranótt mánudags. Voru mem»-
irnir furðu hressir, en hinsvegar
daprir yfir endalokiun félaga
sinna.
Annar bátur týndur
Þá er saknað annars báts frá
Flateyri og hefur verið leitað að
þessum bát síðan á sunnudag og
víðtæk leit fór fram í gærdag.
Það er Sæfell SH 210 og er
þessi bátur með þrem skipverj-
um, allir búsettir á Flateyri. Síð-
ast spurðist til bátsins út á
Húnaflóa aðfaranótt sunnudags
og var þá báturinn að koma
frá Akureyri og átti að koma
til Flateyrar klukkan átta á
sunnudagsmorgun.
Báturinn er 74 lestir að stærð
og smíðaður úr eik í Þýzkalandi
árið 1959. Hlutafélagið Hjallanes
á Flateyri keypti bátinn síðast-
liðinn vetur frá Ólafsvík og
hafði báturinn verið í viðgerð
á Akureyri, — meðal annars
skipt um hvalbak á bátnum og
þá hafði vélin verið í athugun.
Aðaleigandi að bátnum er Kaup-
félag Önfirðinga og er nafnið
Hjallanes gamla heitið yfir
Barðann í gömlum bókum.
Þrír Flateyringar
í gærdag leituðu að bátnum
þrír bátar frá ísafirði, þeir Guð-
rún Jónsdóttir, Guðbjartur
Kristjón og Guðbjörg, tvö varð-
skip Ægir og Óðinn og tvær
flugvélar SIF frá Landhelgis-
gæzlunni og flugvél Björns Páls-
sonar og Slysavarnafélagsins. Þá
var einnig leitað frá landi. Voru
það vitavörðurinn í Látravík og
heimilisfólk hans og fólk frá
nyrztu bæjum í Strandasýslu.
Leitin hafði ekki borið árangur
er síðast fréttist. Þessir menn
eru á bátnum. Haraldur Olgeirs-
son frá Flateyri, Ólafur Sturlu-
son frá Breiðadal í Önundar-
firði, búsettur á Flateyri og
Svavar Sigurjónsson frá Hellis-
sandi og nú búsettur á Flateyri.
Svavar er kvæntur Elínu Ósk
Jóhannesdóttur og eiga þau dótt-
ur á öðru ári. Elín er dóttir
Jóhannesar Birkilands og fóstur-
dóttir Halldórs Kristjánssonar
bónda á Kirkjubóli í Bjarnadal.
í önundafirði.
í
»