Þjóðviljinn - 13.10.1964, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.10.1964, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 13. október 1964 ÞJÓÐVILIINN STÐA g O L TOKIO 1964 Bandaríkjamaður og sovézk stúlka hlutu fyrstu gullpeningana í sundi ■ í gær var keppt til úrslita í tveim sundgrein- um á Olympíuleikunum. í 100 metra skriðsundi karla sigraði Bandaríkjamaður, en sovézk stúlka vann gullið í 200 m bringusundi kvenna. I úrslitum 100 m. skriðsunds- ins sigraði Bandaríkjarriaður- inn Schollander á 53,4 sek. og bætti þar með dagsgama.lt OL- met landa síns Ilmans um 5/10 úr sekúndu. Bretinn McGregor varð annar á 53,5 sek., Klein frá Þýzkalandi var í þriðja sæti á 54 sek., Ilman Banda- ríkjunum fjórði á sama tíma, Alain Gottvalles Frakklandi fimmti á 54,2, Michael Austin Bandaríkjunum sjötti á 54,5 Guyla Gobay Ungverjalandi sjöundi á 54,9 og Jacobsen, Þýzkalandi áttundi á 56,1 sek. Prosumensjikova frá Sovét- ríkjunum s'graði í 200 m. bringusundi á 2.46,4 mín., sem er nýtt ol.-met. Bandaríska stúlkan Kolb varð önnur á 2.4,6 mín., Babina, Sovét- ríkjunum þriðja á 2.48,6 mín. Stella Mitchell Bretlandi fjórða á 2.49,0, 111 Slattery Bretlandi fimmta á 2.49,6 mín., sjötta Barbel Grimmar Þýzkalandi 2.51,0, sjöunda Kleny Bimoil, Hollandi á 2.51,3 og áttunda Ursula Kuper Þýzkalandi. Veik HS frá Assu- og A fríkuiöndunum ■ Reglur þær sem gilda um undankeppni í knattspyrnu valda því að nú keppa í Tokíó lið frá Afríku- og Asíulöndum, sem eru mun veik- ari en ýms lið landa frá Evrópu og Suður-Ame- ríku er slegin voru út. Schollander OL-verðlaun Að loknum tveim keppnis- dögum á OL í Tokíó hafa verðlaun skipzt þannig milli þjóða: Gull Silfur Brons 2 0 1 1 3 0 Sovétríkin Bandaríkin Þýzkaland Bretland Ungverjaland Pólland fínnar efstír íkeppni Norð' uriandaliða Á sunnudaginn fóru fram þrír knattspyrnuleikir í Tokió. Ungverjar sigruðu lið Marokkó I með 6 mörkum gegn engu, J Þjóðverjar (liðið eingöngu j’ skipað Austur-Þjóðverjum) | sigraði lið Irans með 4 mörk- i um gegn engu og Rúmenar s'gruðu Mexíkómenn með 3 I mörkum gegn einu. Fjögur | síðastnefndu liðin skipa A- j r" ðil undankeppninnar, en i Ungverjar og Marokkómenn eru í B-riðlinum. I fréttaskeytum segir, að eng- inn knattspymuleikjanna á sunnudaginn hafi verið góður. Ungverjar þykja á engan hátt jafnokar hinna frægu l»nda sinna (Puskas, Kocsis, Hide- gkuti o.fl.) sem sigruðu svo glæsilega á olympíuleikunum í Helsinki 1952. Dómararnir á leikjum þess- um eru og sagðir hafa veriö afar mistækir. Guðmundur Gíslason á flugsundi. Danir og Norðmcnn háðu landsleik í knattspyrnu í Kaupmannahöfn á sunnudag- inn. Leiknum Iauk með sigri Dana 2:0. Danska unglingalandsliðið vann einnig það norska á sunnudaginn með 3 mörkum gegn engu. Keppni landsliða Norður- landa í knattspyrnu er nú lok- ið með sigri Finna. Norðmenn urðu í öðru sæti, Svíar í því þriðja en Danir ráku lestina — þrátt fyrir þennan sigur á sunnutíaginn. Frzm vann Val Valur og Fram kepptu á 1 Melavellinum á sunnudaginn. 0 Framarar sigruðu með 2 mörk- 0 um gegn engu Þetta var einn 1 af leikjum Bikarkeppni KSÍ. Hrafnhildur Guðmundsdóttir. snunnr á Tveir SsSendinganna fyrsta og öirum keppnisdegi á 0L ® Guðmundur Gíslason var fyrstur Islendinganna ,,í eldlínunni“ á Olympíuleikunum í Tokíó. Hann keppti í 100 metra skriðsundi á sunnudaginn og varð 8. í sínum riðli undanrásanna. I gær var kann aftur meðal keppenda og náði nú mun betri árangri, varð 5. af átta keppendum í fjórða riðli undanrásanna í 400 metra fjórsundi. ■ Hrafnhildur Guðmundsdóttir keppti einnig í gær og varð 6. í sín- um riðli undanrásanna í 1 00 metra skriðsundi. Tæknifræðingar óskast til starfa hjá Rafmagnsveitum ríkisins. Um- sóknir er greini frá aldri, menntun og fyrri störf- um umsækjanda, sendist Starfsmannahaldi Raf- orkumálaskrifstofunnar- Raf orkumá laskrifstofan. Starfsmannahald, Laugavegi 116. íbúðarhúsnæði Ríkisspítalarnir vilja taka í leigu frá næstu mán- aðamótum eða sem fyrst íbúðarhúsnæði, 5—6 her- bergi auk eldhúss, baðherbergis, þvottahúss og geymslu í ca. 1 Vi ár. Helzt er óskað eftir einbýlis- húsi eða sjálfstæðri íbúð í Reykjavík eða nágrenni. Nánari upplýsingar verða veittar í Skrifstofu rík- isspítalanna, Klapparstíg 29, sími 11765. Reykjavík 10. október 1964. Skrifstofa ríkisspítalanna. Guðmundur Gíslason synti í sjötta riðli 100 metra skrið- sund á sunnudaginn og varð sem fyrr segir áttundi á 59.0 sek. Sigurvegarinn í þessum riðli varð Kanadamaðurinn D. Akurnessngar unnu Keflavík Hinnj svonefndu ,,Litlu bik- arkeppni“ lauk á sunnudaginn með leik Akurnesinga og Keflvíkinga á Njarðvíkurvelli. Orslit urðu þau að Islands- meistararnir urðu að láta í minni pokann fyrir Skaga- mönnum. 1:2. Fyrstu gullverð- laun Japan í lyftingum Japanir unnu fyrstu gul!- verðlaunin á olympíuleikunum, er Mijake sigraði í fjaðui-vigt í lyftingum. Bandaríkjamaður- inn Isaac Berger varð annar en Pólverjinn M. Novak hlaut bronsverðlaunin J. Sherry, sem synti vegalengd- ina á 55.2 sek. Frakkinn Alain Gotvalles varð annar á 55.2 sek., Ástralíumaðurinn J. Ry-^ an þriðji á 55,5 sek Þjóðverj- inn H. Loffler fjórði á 55.6 sek. og Shuvalof frá Sovét- ríkjunum fimmti á 55.9 sek. Beztum tíma í undanrásum náði Bandaríkjamaðurinn II- man, sem synti hundrað metr- ana á 54.0 sek. og setti þar með nýtt olympíumet. Það met bætti hann nokkrum klukku- stundum síðar. er hann synti vegalcngdina í undanúrslitum á 53.9 sek. I undanrásum 400 metra fjórsundsins í gær synti Guð- mundur Gíslason í fjórða riðli og varð fimmti sem áður var sagt, hlaut tímann 5.15.5 mín. Er þetta ágætt afrek, bezti tíminn sem tslendingur hef- ur náð í þessari grein í 50 metra laug. Sigurvegarinn í þessum riðli varð Þjóðverjinn Gehard Hetz, sem synti á 4.57,6 mín., Csaba Ali frá Ungverjalandi varð annar á 5.05.4 mín.. Svíinn Sven Olle Ferm varð þriðji á 5.10.5 mín., Flemming Alex- ander fjórði á 5.10.8 mín. Beztum tíma í undanrásunum náði Hetz. Hrafnhildur Guðmundsdótt- ir varð sjötta i sínum riðli í undanrásum 100 metra skrið- sundsins i gærmorgun, synti vegalengdina á 1.06,4 mín. Ársþing KSÍ háð 28. ojr 29. nóv. Ársþing Knattspyrnusam- bands Islands verður haldið i húsi Slysavarnarfélags Islands við Grandagarð dagana 28. og 29. nóvember n.k. I Námskeið Ármanns í frjáls- um íþróttum 4, Frjálsíþróttadeild Ármanns gengst fyrir námskeiði í frjáls- um íþróttum fyrir áhugasama drengi á aldrinum 12—15 ára. Námskeið þetta fer fram í húsi Jóns Þorsteinssonar við Lind- argötu og hefst það miðviku- daginn 14. október kl. 7—8 síð- degis. Verða æfingarnar svo áfram á sama tíma og degi í a.m.k. einn og hálfan mánuð. Kennd verður undirstaða ýmissa innanhússgreina frjáls- íþrótta, svo sem í hástökki, langstökki og þrístökki. Einnig verður kennd íþróttaleikfimi. Þjálfari deildarinnar er Þorkell Steinar Ellertsson, sem nýkom- inn er heim frá námi og starfi i Svíþjóð. Félagið vill hvetja alla drengi sem kynnast vilja frjálsum í- hróttum að hefja æfingar nú begar, enda er hér um að ræða einstakt tækifæri fyrir pilta á þessu reki. Æfingar deildarinnar fyrir eldri pilta eru á þriðjudögum og föstudögum klukkan 7—8 síðdegis, og þangað eru vitan- lega allir velkomnir sem áhuga hafa á æfingum, keppni og ár- angri í frjálsum íþróttum. Upplýsingar um námskeið og æfingatíma eru veittar á skrif- stofu Ármanns n.k. mánud., þriðjud., miðvikud. og föstu- dag kl. 8—9.30, sími: 13356. Saumavélaviðgerðir Ljósmyndavéla- viðgerðir fljöt afgreiðsla Laufásvegi 19 (bakhús) sími 12656.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.