Þjóðviljinn - 23.10.1964, Blaðsíða 6
g SlÐA
ÞJÓÐVIUINN
Föstudagur 23. oktöber 1964
'V
Hermannagrafreitur í Normandie — Hér Iiggja margir iieirra seai tóku l>átt í þeim stór-
tíðindum sem segir frá í kvikmynd Zanycks um „Iengsta dag“- sögunnar.
úr kvikmyndinni. Sjón er
hinsvegar sögu ríkari. —
gan.
★
NÝJA BIÓ:
Lengstur dagur
Fimmtán hundruð kvik-
myndagagnrýnendur austan
hafs og vestan dæmdu þessa
lcvikmynd þá beztu árið 1962.
Ekki nennum við hér að ríf-
ast við þessa kollega og tök-
um úndir þennan mikla söng;
má hafa það eftir okkur. að
kvikmyndin sé skrambi góð.
Atburðarás myndarinnar
gerist á fyrsta degi innrás-
arinnar í Normandy 8. júní
árið 1944. Undirstraumurinn
er þungur og breiður og koma
við sögu fjönutíu og tvö
stærri hlutverk í túlkun
heimsfrægra kvikmynda-
stjama. Fullyrt er, að at-
burðarásin sé sögulega rétt og
hefur verið haft samráð við
hershöfðingja beggja megin
víglínunnar.
„Meira er þó um vert að
kvikmyndin birtir biturleik
og böl alls hemaðar og ó-
friðar hvar og hvenær sem
er. Hún er boðskapur til
þeirrar kynslóðar, sem tekið
hefur við af kynslóð styrj-
aldaráranna og ber að skapa
frið á jörð og koma í veg
fyrir ógnir ófriðar“, segir í
prógrammi með myndinni.
Myndataka er með miklum
ágætum og er bygging mynd-
arinnar snilld á köflum.
Mörg atriði í myndinni
verða ógleymanleg. Þar er
til að nefna, þegar þýzkur
hershöfðingi hringir til Ber-
línar og tilkynnir, að innrás-
in sé hafin í Normandie og
biður um liðsstyrk. Leiðtog-
inn mikli er þá nýsofnaður
með miklum harmkvælum
með hjálp svefnpilla og má
ekki vekja hann. Samkvæmt
hemaðarfræði er þetta stór
stund.
Erwin Rommel, hermar-
skálkur, segir nefnilega svoí
viðtali við aðstoðarforingja
sinn 22. apríl 1944: ,.Þér rrseg-
ið trúa mér, Lang, að fyrstu
tuttugu og fjórir klukkutím-
amir, meðan innrásin varir,
verður lengstur dagur og
mun ráða úrslitum .... Ör-
lög Þýzkalands em undir því
komin, hvemig útkoman
verður .... þann dag, jafnt
fyrir Bandamenn sem fyrir
Þjóðverja". Og spádómur
Rommels rættist bókstaflega
44 dögum síðar. Þá má nefna
annað atriði úr myndinni.
Þýzkur varðmaður með hund
stendur vörð í fallbyssuvlrki
á ströndinni og sér fimm
þúsund skip koma allt í einu
út úr þokunni klukkan sex
um morguninn. Hann hringir
til yfirmanns síns. og til-
kynnir honum þessa sýn.
Honum er ekki trúað og
þýzki liðsforinginn gerir grín
að honum. Svona mætti halda
áfram að telja upp atriðin
TÓNABIÓ:
Johnny Cool
Johnny Cool, eða Jón
Kaldi, er ungur maður frá
Sikiley, sem uppgjafa glæpa-
foringi ítalsk-ameriskur el-
ur til Rómar og elur upp i
morðkúnst og annarri ill-
mennsku. Og á Jón síðan að
gerast sérstakur sendimaður
dauðans fyrir fóstra sinn, og
koma fram hefndum á glæpa-
hring þeim, sem sá hafði ver-
ið fyrir í Bandaríkjunum.
Fer því svo fram um hríð,
að Jón kaldi drepur menn
af mikilli list, en þó getur
því ekki haldið áfram enda-
laust, eins og eðlilegt er, enda
svíkja þau Jón bæði, fóstri
hans og elskan hans.
Það er töluvert um ýms-
ar merkilegar ógnir og skélf-
ingar í þessari mynd. Hún
er spennandi eins og sagt er.
En það er eins og gangst-
ermyndir geti ekki staðið
ekki einu sinni sem slfkar,
á lágkúru hins illa einu sam-
an, eins og þessi hranalegi
stálfésaheimur þurfi að kom-
ast í einhver tengsli við
sæmilega .tilveru til að öðl-
ast líf. Þó ekki væri nema
agnarlítið líf. Og í þessari
mynd er klippt á öll slík
tengsli.
Henry Silva leikur Jón
kalda eftir forskrift, en sam-
vizkusamlega.
A. B.
Warrenskýrslan um morðiö á Kennedy forseta hcfur fcngið misjafnar undirtektir og I Evropu
hafa menn vcrið trcgir til aft fallast á að hún segðl allan sannleikann um þann hryggilega atborð.
Teiknlngin sýnir viðbrögð Bidstrups. Hann er ekki í vafa nm hverjir höfðu mcsta ástæðuna tH að
fagna niðurstöðnm Warrennefndarinnar.
I Sansibar á austurströnd Afríku hafa jarðnæð islausir leiguliðir rekið Iandeigendur af höndum
sér og tekið að setja upp samyrkjubú. Jafnframt hefur vcrið byrjað að ryðja nýtt Iand til
ræktunar; ákafinn skín úr svipnum þótt verkfærin séu harla frumstæð.
Samtök friðarsinna eiga erfitt uppdráttar í Þýzkalandi nú sem fyrr, en þó láta þeir stöðugt á
sér bera. Myndin cr tekin í Duisburg í Vestur-Þýzkalandi þar scm ungt fólk úr verkalýösfélög-
unum mlnntist þess að í haust voru 25 og 50 ár liðin frá upprafi heimstyrjaldanna tveggja.
Fyrsta smásagnasafn Guð-
mundar Frímanns komið út
Ein af þrem fyrstu haustbókum Almenna bókafélagsins,
ásamt bók um Spán og Þáttum um íslenzkt mál.
□ ' Almenna bóka’félagið hefur sen't ’frá sér
þrjár 'fyrstu bækur hauistsins. Þær eru: Þættir
um íslenzkt mál, sem Halldór Halldórsson pró-
fessor hefur séð um útgáfu á, Spánn eftir Hugh
Thomas — ný bók í 'flokknum Lönd og þjóðir —
og loks smásagnasafnið Svartárdalssólin, 10 ást-
arsögur e'ftir Ijóðskáldið Guðmund Frímann.
Þættir um íslenzkt mál er
eftir nokkra íslenzka málfræð-
inga og hefur dr. Halldór
Halldórsson prófessor annazt
ritstjóm. Þættir þeir, sem í
þessari hók birtast, eru af
hendi höfunda hugsaðir sem
alþýðleg fræðsla um íslenzka
tungu og þróun hennar. Efn-
inu er skipt j átta þætti:
1. Upptök íslenzks máls eftir
dr. Hrein Benediktsson;
2. íslenzkt mál að fomu og
nýju eftir sama;
3. íslenzkar mállýzkur eftir Jón
Aðalstein Jónsson cand.
mag.;
4. Þættir úr sögu íslenzks orða-
forða eftir dr. Jakob Bene-
diktsson;
5. Nýgervingar í fommáli eft-
ir dr. Halldór HaHdðrsson;
6. Nýgervingar fra síðari öld-
um eftir sama;
7. Um geymd íslenzkrá orða
eftir Ásgeir Bl. Magnússon
cand. mag.;
8. Viðhorf fslendinga til móð-
urmálsins eftir Áma Böðv-
arsson cand. mag.
Bókin er prentuð í Premt-
smiðjunni Leiftri, en Félags-
bókbandifi annaðist bókband.
Spánn eftir enska sagnfræð-
inginn Hugh Thomas birtist
hér í þýðingu Andrésar Kristj-
ánssonar ritstjóra. Þetta er tí-
unda bókin í hinum vinsæla
bókaflokki Lönd og þjóðir.
Hér er fjallað um Spán I
máli og myndum. Landinu er
lýst, þjóðinni og menningu
hennar, lífi hennar og starfi.
f senh faHeg og fróðleg bók.
Myindaarkir í bókina um
Spán eru prentaðar í Verona á
Ítalíu en setning og prentun
texta annaðist Prentsmiðjan
Oddi. Sveinabókbandið ea tmí
bókband.
Framhald á 9. síðu.