Þjóðviljinn - 08.11.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.11.1964, Blaðsíða 1
j SUNNUDAGUR, fylgirit Þjóðviljans, flytur a3 þessu sinni aðra greinina um Chaplin: Á vinnuhælinu, sög- una Hinn vondi í neðra eftir Anton Tammsaare, Nýtt landnám á íslandi, viðtal við Klemenz Kristjánsson, Speki hundsins, afríkanska þjóð- sögu, auk hins fasta efnis svo sem þáttar um frímerki og bridge, krossgátu, Bidstrup- teikningar og getraunarinnar. Ó'SKASTUNDIN fylgir einnig blaðinu í dag og flytur hún að venju fjöl- breytt lesefni fyrir börnin. 16 VERKA- KONUR HÆTT KOMNAR Á VINNUSTAÐ Q Sextán verkakonur voru að vinna að hum- arverkun í vinnusal Hraðfrystistöðvar Einars Sig- urðssonar vestur á Grandagarði fyrir nokkrum dögum og bilaði þá amoníaksleiðsla í einum frysti- klefanum á neðri hæðinni og lagði mikinn þef um allt húsið. ekki til þess að ganga niður stigaganginn vegna hins eitraða andrúmslofts. Nú voru góð ráð dýr og ekki annað sjáanlegt en fólkið kafn- aði þama á vinnustað og var þá gripið til þess ráðs að brjóta upp hlera á veggnum og starfs- menn frá Slippnum komu hlaup andi með stiga og gekk erfið- lega að koma konunum út eftir þessum neyðarútgangi og er þetta varla forsvaranlegt á stór- um vinnustað. Ein verkakonan fékk það slæmt taugaáfall, að hún ligg- ur nú á Landakotsspítala og hefur verið slæmt haldin. Síðastliðinn miðvikudag fóru konumar til þess að ná i viku- kaup sitt hjá hraðfrýstistöðinni og okm þá í ljós, að þær höfðu aðeins fengið kaup greitt til hádegis þennan dág, en þetta skeði klulckan hálf tíu um morguninn. Þjóðviljinn hefur átt viðtölvið verkakonur í þessum hópi og finnst þeim ósanngjamt. að fá ekki kaup greitt fyrir allan dag- inn og jafnvel næsta dag á eft- ir vegna vinnutjónsins. Þá ber konunum skaðabætur fyrir óhollustu á vinnustað og að lífi þeirra var teflt í tvísýnu vegna ónógra öryggisráðstafana á vinnustað með óforsvaranleg- trm neyðarútgangi. Konumar munu bregða hart við, ef ekki verður brugðið skjótt við sanngjömum kröfum þeirra. Viðtal við Jóhann Pétursson á 7. síðu Aftökur í S-Afríku PRETORIA 6/11 — Þrír leiðtogar blökkumanna í Suður- Afríku voru hengdir í dag í Pretoria og hvítur maður dæmdur til dauða. Blökkumennirnir voru dæmdir til dauða sakaðir um að hafa látið myrða blökkumann, sem átti að vitna í mála- ferlum um hermdarverkastarfsemi. Blökkumennirnir þrír neituðu frá öndverðu að eiga nokkurn þátt í morði vitnisins, en þcir hafa nú verið tekn- ir af lífi þrátt fyrir það, að áskoranir um náðun streymdu að hvaðanæva úr heiminum m.a. frá U Þant aðalritara SÞ, Alþjóðasambandi frjálsra verkalýðsfélaga, forseta Zambia Kenneth Kaunda og Sovétríkjunum. Hvíti maðurinn sem var dæmdur til dauða fyrir sprengju- tilræði á aðaljárnbrautarstöðinni í Jóhannesarborg er 27 ára gamall kennari. John Harris. Verkstjóri kvennanna komst svo við illan leik upp á aðra hæð til þess að gera konunum viðvart og treystist hópurinn Heildar- útgáfa á verkum S t e i n s Helgafell hefur látið frá sér fara heildarútgáfu á verkum Steins Steinarrs, „eins og næst varð komizt“ sem segir í for- mála bókarinnar. Hér eru saman tekin bæði öll þau kvæði Steins, sem fundust, og 'svo það ó- bundna mál sem Hannes Péturs- son tók saman fyrir smábóka- flokk Menningarsjóðs ekki alls fyrir löngu. Nokkur bvæði þess- arar bókar hafa aldrei komið á bók áður, og sum reyndar aldrei verið prentuð. Meðal hinna síð- arnefndu er Lýðveldishátíðar- kvæði og afmæliskv^ðja til Er- lends f Unuhúsi. Hér er einnig prentuð í fyrsta sinni Hlíðar- Jóns ríma, sem löngu er fræg orðin í munnmælum. Bókin er 371 bls. og fylgja henni þrjár myndir af Steini Steinarr. Kristján Karlsson hef- ur séð um útgáfuna og skrifað formála og greinagerð fyrir skáldskap Steins. Hann þakkar ýmsum vinum Steins fyrir veitta aðstoð við samantekt bókarinn- ar, en þó beri einkum að þakka ekkju skáldsins, frú Ásthildi Björnsdóttur, það sem vel sé um Þcssa dagana er unnið að því að ganga frá þakinu á nýju hæðina sem búið er að byggja ofan á Þjóðviljahúsið á Skólavörðustíg 19 og eru myndirnar hér að ofan teknar er verið var að leggja trefjablast á þakið. Á fyrri myndinni sést maður vera að bera plastkvoðu á þakið og á þeirri seinni sést svo hvernig trefjamotturnar eru lagðar ofan í plastkvoðuna. Síðan er aftur borin plastkvoða yfir motturnar. — Er stutt síðan farið var að leggja trefjaplast á húsþök hér á landi. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.k Til úrbófa i húsnœÓismálum unga fólksins þarf: Félagslegt átak unga fólksins með öflugum stuðningi bæjarfélagsins □ A fundi borgarstjórnar Reykjavíkur sl. fimmtudagskvöld voru húsnæðismálin rétt emu smni til umræðu — og enn létu íhaldsfulltrúar sig hafa það að standa upp til þess að mæla gegn úrbótatillögum í þessu mikla hagsmunamáli borgarbúa- □ Að Þessu sinni var til umræðu tillaga Guðmundar Vigfússonar, borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins, um myndarlegt átak til að bæta úr þeim mikla skorti á hentugum íbúðum með viðráðanlegum kjörum fyrir ungt fólk sem er að hefja búskap. Tillaga Guðmundar Vigfússon- ar var efnislega samhljóða til- lögu sem hann flutti í borgar- stjórninni 21. nóvember 1963, en henni var þá vísað til borgar- ráðs með atkvæðum meirihluta- fulltrúanna. Tillagan er svohljóðandi: „Borgarstjórnin ályktar að hafa forgöngu um stofnun fé- lags, er láti reisa og reka hent- ugar smáíbúðir fyrir ungt fólk, sem er að stofna heimili, og sé þannig frá reglum félagsins gengið, að íbúðirnar lendi ekki í braski, heldur haldi þær á- fram að gegna sama hlutverki, þótt um eigendaskipti verði að ræða. stakt hagkvæmt lán frá borg- inni sjálfri, þannig að framlag eigenda íbúðanna þurfi ekki að fara fram úr 15—25% af kostn- aðarverði íbúðar. í stuttri framsöguræðu minnti Guðmundur Vigfússon á hinn mikla húsnæðisskort í Reykja- vík og vék að því hlutskipti, sem ungt fólk þarf við að búa þegar það hyggur á heimilis- stofnun; það neyðist annað hvort til að sæta okurleigu eða verði að setjast í þröngbýli hjá venzla- fólki sínu. Hér þarf að koma til félagslegt átak unga fólksins og stuðningur bæjarfélagsins við það, eins og gert er ráð fyrir í tillögu minni, sagði Guðmundur að lokum. Það var að venju Gísli Hall- dórsson, sem látinn var mæla gegn tillögu Guðmundar. Gísli er alltaf reiðubúinn að snúast eins og skopparakringla og mæla þvert gegn fyrri ummælum sín- um, þegar um er að ræða úr- bótatillögur minnihlutans í hús- næðismálum. Gísli er með öðr- um orðum alltaf á móti þeim, hverjar svo sem þær eru! Leidir upplausn af hand- tökunni í Hafnarfir&i? Borgarstjórnin álítur að efna beri til opinberrar hugmynda- samkeppni um gerð og fyrir- komulag íbúða, er reistar verði á þessum grundvelli, og að bjóða beri framkvæmdir út. Ályktar borgarstjórnin að beita sér fyrir, að hafin verði á næsta ári bygg- ing 100 íbúða í þessu skyni. Borgarstjórnin telur eðlilegt, að til viðbótar lánum opinberra aðila til þessara íbúða komi sér- Q Fátt hefur skapað meiri æsing í Hafnarfirði en sú hneisa er bæjaryfirvöldin frömdu s.l. fimmtudag, ei þau létu lögreglu fjarlægja einn kennara Flensborgar- skólans af bæ'jarskrifstof- unni vegna þess eins að hann krafðist launa áinna fyrir sl. mán-uð. Nær fjörutíu ára fjarvera íhaldsins frá stjórn bæjarins hafði máð úr hug- um Hafnfirðinga hina réttu ásjónu þess. Frétt Þjóðviljans um málið skóp þegar slíka hræðslu í for- ustuliði íhaldsins í Hafnarfirði, að það krafðist þess af Haf- steini bæjarstjóra, að hann á einhvern handa máta kæmi hneysunni af íhaldinu yfir á samstarfsflokkinn, Alþýðuflokk- inn. Varð það að ráði að Haf- steinn birti yfirlýsingu um at- burðinn í Vísi og kenndi Ólafi Þ. Kristjánssyni skólastj. Flens- borgarskólans um orsök átak- anna Fáum er til þekkja kom á óvart að íhaldið skyldi ráð- ast helzt að Ólafi Þ. Kristjáns- syni og þeirri stofnpn er hann stýrir — Flensborgarskólanum. Framhald á 8. sjðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.