Þjóðviljinn - 08.11.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.11.1964, Blaðsíða 7
ÞiðÐVILIINN SlÐA 1 Sunnudagur 8. nóvember 1964 FYRIR TVEIM ÁRUM FANN ÉG Á REKA VINSTRI FÓTAR TRÉSKÓ, HANDSMÍÐAÐAN. ; f vcr barst Þjóðviljanum til- kynning um nýs"tofnaðan félags- skap vitavarða, og í tilefni af því náði blaðið í skottið á Jó- hanni Péturssyni skáldi og vitaverði á Hornbjargsvita. — Og hér kemur loks viðtalið, með seinni skipunum. — Jóhann! Þú munt vera eini búandi Hornstrendingurinn á fslandi í dag, og jafnframt sá vitavörður sem næstur er Norðuríshafinu. , Kannski þú syndir í því á sumrin? — Nei. Það er of kalt. Aftur á móti syndir konan min í því. — Ekki þó á haf út? — Ja, sjór og haf. Hvar eru mörkin? — Því er nú ekki auðsvarað. En hvað kom til þið settuð ykkur niður á eyðilegasta út- kjálka landsins, þar sem ekki er von nema fjallamanna um hásumarið? Ekki þarftu svona mikið olnbogarými? — Hvur veit! Ætli ég verði ekki það sem eftir er ævinnar að svara þessu. Annars hristir maður ekki svör við svona spumingum út úr erminni. Kannski er það fyrir áhrif frá þessum blóðdropa sem Svíarn- ir hafa haldið fram að geti setzt að í heila bams í móð- urlífi. Kannski löngun til að lifa lífinu á eðlilegan óbrotinn hátt. Ég ætlaði að skrifa bæk- ur, en þar sem fátt vekur meiri magaþembu en hlusta á menn sem aldrei skrifa neitt, vera sífellt að tala um þeir ætli að skrifa bækur, þá læt ég það útrætt mál. Annars er þetta próblem með mig ágætt efni í sögu. — Það má vera rétt. En hvað með þetta félag sem þið voruð að stofna? — Það eru þrjátíu ár síðan nauðsyn bar til með stéttarfé- lag vitavarða. Fjöldi þeirra manna, sem viðriðnir eru vita- vörzlu í einhverri mynd, er upp undir níutíu, og miðað við launakjör þeirra í dag, aðstæð- ur og verkefni, þá er það væg- ast sagt furðulegt þeir skuli ekki hafa haft með sér félags- skap er gætti hagsmuna þeirra. Og eflaust hefur mörgum kom- ið það í hug — Hver lagði á vaðið. Þú eða hvað? — Jú. Það mun rétt. Ég hripaði upp fátæklega grein- argerð fyrir aðstöðu okkar, og óskaði eftir félagsskap og sendi hana þeim er hafa vitavörzlu að aðalstarfi. síðan komum við nokkrir saman i Reykjavík og reistum þetta félag. Vitavarða- félag íslands. — Ekki er þetta fyrsta starfs- ár þitt sem vitavörður? __ Það er von þú snuprir mig. Nei, ég er búinn að vera vitavörður á Hombjargsvita í hálft fimmta ár, og hefði alls ekki orðið öðrum fremri, ef ekki hefði komið á daginn við skiptingu opinberra ^ starfs- manna í launaflokka síðastliðið ár, að vitavörður sem fullgild- ur starfsmáður rikisins var ekki talinn til á öllu landinu. En af þessu leiddi, að við árs- uppgjör kom j ljós, að við fengum aðeins 15% hækkun, þegar aðrir skipaðlr starfsmenn Vitamálas'yómar fengu allt að 40%. Þá fannst okkur nóg kom- ið. — En er ekki vitavarzla á helztu vitastöðunum fullt starf, eða aðalstarf? — Jú, og vel það. Vitavarzla er óumdeilanlega ábyrgðarstarf í fyrsta flokki, baeði er varð- ar lífsöryggi manna og öryggi mikilvægra eigna, sbr. gkips- hafnir og skip. Svo er gæzluvakt vitavarðar- ins á Hombjargsvita og fá- einna annarra vitavarða meiri og samfelldari en dæmi eru til meðal starfsmanna ríkisins. Hún er hverja klukkustund sólarhringinn út, árið um kring og enginn dagur þar undan- skilinn. Verkefnin meiri en al- mennt gerist hjá einum manni á gæzluvakt og aðstæðumar þær erfiðustu sem opinberir starfsmenn eiga við að búa. Viðhaldsskylda vitavarða á helztu vitastöðunum kemur einnig til með að vera stórum meiri en annars staðar þekk- ist . .. Ég nenni ekki að telja upp þau hús og mannvirki er þarfnast meira eða minna ár- legs viðhalds í einhverri mynd. T.d. er nær óhjákvæmileg ár- leg málningarvinna við öll hús, því votviðri eru hér meiri og vindar en víða annars staðar. Hús sem málað er í júní, er farið að láta á sjá um miðjan vetur. Svo eru höfuðverkefnin: Ljósviti. Radíóviti. Vatnsafls- stöð. Frystitæki. Kyndingar- tæki, sem allt eru sígöngutæki árið um kring. Tvær dísilvélar, ein benzínvél, og 20 metra há- ar radíóvitastengur sem komið hefur fyrir að klifra hefur þurft upp á topp i óveðrum, o.fl., o.fl. sem oflangt yrði upp að telja. Vitavörðurinn hefur nóg á sinni könnu. — Það er sýnilegt. En menn hafa haldið það létt og áhyggju- lítið líf að vera vitavörður. — Já. Þeir sem aldrei hafa komið nálægt því. En ég skal taka það fram, að slik verk- efni eru ekki nema á fáeinum vitastöðum. Allflestir vitastað- ir landsins hafa aðeins ljósvita, og þar horfir málið öðruvísi við. En þrátt fyrir það er ljós- vitagæzla sem slík ákaflega bindandi starf, og erilsamt á köflum. — En Jóhann. Eitt get ég ekki skilið. Hvernig stóð á því að þið urðuð útundan við ný- flokkun starfsmanna ríkisins hjá Bandalaginu siðastliðið ár? Gátuð þið ekki séð um þetta sjálfir? — Auðvitað hefðum við get- að það. En við höfðum veður af því að Vitamálastjóm hafði lagt launalista vitavarða fyrir Bandalagið og okkur kom þvi ekki til hugar annað en honum fylgdu fullnægjandi upplýsing- ar. — Var enginn ykkar með ráðningar- eða skipunarbréf? — Jú. Þegar. við fórum að eiga við þessi mál, kom á dag- inn að einir fimm vitaverðir höfðu skipunarbréf frá gam- alli tíð, þ.á.m. tveir sem höfðu fulla viðleguskyldu, en urðu samt afskiptir. Nú höfum við sem búum við fulla viðlegu- skyldu eða fullt starf, fengið skipunarbréf, og þá vonandi jafnframt aðild að Lífeyris- sjóði. Við vorum sex sem feng- um þau núna. En það segir ekki alla söguna. Því starf okk- ar í dag er ekki snefil meira en það var þegar við hófum störf sem vitaverðir. Það var og er fullkomið starf, ábyrgð- arstarf að viðbættri þeirri ein- angrun og áhættu sem margir okkar eiga við að búa. — Hver hafa árslaun þín verið fram að þessu? — Ég veit ekki hvort mór- alskt er hægt að nefna þau í þessu velferðarríki: Þegar ég gerðist vitavörður 1960 um vor- ið, voru árslaun fyrir vita- vörzluna 45.000,00 með tölu- stöfum. Ég held að bókstafir breyti þvi ekkert. Síðastliðið ár námu þau rúmum sextíu þús- undum króna, að meðtalinni 15% hækkuninni. Til saman- burðar er rétt að geta þess, að vorið 1960 var saltkjötstunna hálf um ellefu hundruð krón- ur. Síðastliðið vor var hún orðin 100% dýrari. Við erum orðin það miklir Homstrend- ingar að við lítum á saltkjöt sem nauðsynjavöru. — Sextiu þúsund f árslaun? Geturðu ekki kennt mérhvem- ig fjölskyldumaður fær lifað af þeim launum 1 dag? — Það hefur aldrei verið ætlazt til að maður lifði af þeim. Sérðu: Laun til vita- varða hafa byggzt á gömlu hlunnindakerfi sem enginn fær skilið í dag, og gott ef það var ekki talið til hlunninda að hafa aðstöðu til að skjót- ast á sjó eftir fiski, þó ég sé nú alltaf jafnundrandi yfir því hvers vegna starfsmönn- um vitamála i Reykjavík, voru ekki reiknuð laun út frá sömu forsendum. En hver maður sem á annað borð vill getur ef- laust skilið, að ekki getur ver- ið cm hlunnindi að ræða á vitastöðum atmennt. Þeir eru undantekningarlítið staðsettir á berangri útkjálka eða utan í fjallshlíðum, svo það gefur auga leið. — Nei, þessi árs- laun hafa rétt staðið undir kostnaði við skólahald bam- anna. Hins vegar hefur ýmis nýsmíði o.fl., sem greitt er fyrir sérstaklega, gert mér kleift að þrauka. Nú er höf- uðmagn þeirrar vinnu úr sög- unni. — En þið hljótið nú samt að hafa einhver friðindi og það töluverð umfram aðra ríkisstarfsmenn. Bágt á ég með að trúa öðru. Kannski fæði, fatnað og húsnæði? — Þetta er nú tæplega svara vert, þú verður að fyrirgefa. Við höfum jú húsnæði með tilheyrandi, en það hlýtur að vera óhjákvæmilegt á svona stað. Ég hef það fyrir satt, að á Lóranstöðvunum sé ekki aðeins fritt húsnæði með ljósi og upphitun, heldur og hús- gögnum lika. Og menn á stöð- um hliðstæðum Hornbjargs- vita um allan heim búa við slík fríðindi og annað ekki tal- ið koma til mála. Það er verið að tala um að meta slík fríð- indi, ef fríðindi skal kalla. til handa vitavörðum á sama hátt og t.d. hjá prestum, læknum o.fl. Ég álít þar ekkl um neina hliðstæðu að ræða. Vitaverðir afskekktustu vitastaðanna eru í algjörri sérstöðu. Vitavarðar- starfið gæti ekki átt sér stað undir öðrum kringumstæðum en þeim að Vitamálastjórn leggi til húsnæði með tilheyr- andi. öll önnur störf ríkis- starfsmanna geta þrifizt þó hlutaðeigandi stofnun leggi ekki til íbúðarhúsnæði. Þar að auk ganga ljósavélar á þess- um stöðum árið um kring, svo ekki getur rafmagn skipt miklu máli. Nei. Frítt húsnæði með tilheyrandi er svo sjálfsagt réttlætismál, á afskekktustu vitastöðunum, að annað kem- ur ekki til mála, og ekki hvað sízt með tilliti til þess að starfsmenn Lóranstöðva, sem eru í öruggu vegasambandi, hafa slíkt. I mesta lagi væri hægt að hugsa sér, að sú við- haldsvinna sem við komum til með að hafa umfram aðra op- inbera starfsmenn verði látin mæta þeim fríðindum. — Þú nefndir áðan einangr- un og áhættu. Viltu skýra það nánar? — Já. Hornbjargsviti er ein- angraðasti vitastaður landsins. Þar kemur enginn samjöfnuð- ur til greina. Galtarviti er að ví8u einangraður, en þaðan má ganga með sjó, ég held allan tíma árs inn að Suður- eyri. Að vestanverðu er allt í eyði inn að Snæfjallaströnd: að austan allt að Dröngum. Það er enginn möguleiki til samgangna á landi. Skemmst mun vera um sólarhringsgang- ur að Dröngum að sumri til, þó ekki nema yfir einhvem hæsta fjallveg á Islandi. A hverjum vetri siðan við kom- um hingað, hafa geysað stór- hríðarveður allt að máhuð i senn og því útilokuð aðstoð i alvarlegum slysa- eða sjúk- dómstilfellum, hvort heldur af sjó eða með þyrlu, sem væri líklega^ta farartækið Þetta er nokkuð hliðstætt við veðurat- huganastöðvar á Grænlandi. Og svo höfum við hvítabjöm- inn! Við erum sem sagt úr öll- um tengslum við fólk árið um kring, nema gegnum tglstöð og það oft með erfiðleikum. Fáeinir ferðamenn koma að vísu á sumrin og siðan ekkert utan ferðir vitaskipsins. Rabbað við Jóhann Pétursson rithöfund og vitavörð um kjör og starf ^g aðbúð vitavarða, um nýstofnað Vitavarðafélag íslands, og um lífið á Horn- bjargsvita árið um kring á afskekktasta byggðu bóli á landinu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.